Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
KR
3
0
Njarðvík
Ægir Jarl Jónasson '21 1-0
Ægir Jarl Jónasson '25 2-0
Ástbjörn Þórðarson '63 3-0
27.06.2019  -  19:15
Meistaravellir
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Mjög blautt en laus við vind svo það strax skánar við það
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Maður leiksins: Ægir Jarl Jónasson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('84)
7. Tobias Thomsen ('68)
11. Kennie Chopart (f)
14. Ægir Jarl Jónasson
16. Pablo Punyed
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f) ('78)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason ('78)
17. Alex Freyr Hilmarsson ('68)
23. Atli Sigurjónsson

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+2
Þetta er búið!
KR verður í pottinum í undanúrslitum.
90. mín
+1
KR með aukaspyrnu og hún er beint af æfingarsvæðinu en boltinn endar afturfyrir.
90. mín
Inn:Jökull Örn Ingólfsson (Njarðvík) Út:Andri Fannar Freysson (Njarðvík)
+1
90. mín
Tvær mínútur í uppbót.
89. mín
Það er búið að rigna allan leikinn og völlurinn er virkilega blautur þannig boltinn hreyfist mjög tilviljunarkennt á milli manna.
87. mín
Ægir Jarl heldur áfram að reyna við þrennuna en hann á skot sem fer yfir markið.
85. mín
KR er að gera vel í að halda boltanum og pressa Njarðvíkinga grimmt þegar þeir fá boltann.
84. mín
Inn:Pálmi Rafn Pálmason (KR) Út:Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
84. mín
Inn:Alexander Helgason (Njarðvík) Út:Bergþór Ingi Smárason (Njarðvík)
80. mín
Njarðvíkingar í flottu færi en Bergþór Ingi gerir vel í að koma boltanum á Stefán Birgi sem á sendingu fyrir markið sem Krystian reynir að klippa en hittir ekki boltann.
78. mín
Inn:Finnur Tómas Pálmason (KR) Út:Óskar Örn Hauksson (KR)
76. mín
Pollar á vellinum er að gera KR-ingum erfitt fyrir en Krystian kemst inn í sendingu milli varnarmanna KR en á heldur slappt skot.
74. mín
Inn:Krystian Wiktorowicz (Njarðvík) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Njarðvík)
73. mín
Ægir Jarl!
Fær hælsendingu innfyrir og á skot beint á Brynjar Atla sem ver í horn.
68. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
68. mín
Ægir Jarl með hörku skot rétt yfir markið!
Hann er að reyna við þrennuna.
63. mín MARK!
Ástbjörn Þórðarson (KR)
Snýr af sér varnarmenn Njarðvíkur áður en hann leggur hann upp í vinstra horn.
61. mín
KR í skyndisókn!
Tobias Thomsen keyrir upp vinstri kannt upp að endalínu og sendir hann fyrir en boltinn skoppar yfir Ástbjörn.
57. mín
Njarðvíkigar keyra upp völlinn, Kenneth Hogg nær að hlaupa inn á völlinn og ætlar að leggja hann á Bergþór Inga sem hefði verið á flottu færi en KR nær að bjarga í horn.
Beitir handsamar svo hornið sem Stefán Birgir tekur fyrir Njarðvíkinga.
56. mín
KR geysast upp völlinn eftir þess aukaspyrnu og endar með að Pablo á skot se svífur rétt yfir markið.
55. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu við vítateigshornið vinnstra meginn, Stefán Birgir stillir sér upp og á skot í vegginn.
52. mín
Njarðvíkingar að koma sprækir út í seinni hálfleikinn.
50. mín
Njarðvíkingar að komast í flott færi en skotið laust framhjá.
46. mín
Njarðvíkingar byjar seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
+1
Pollar á vellinum að hafa áhrif en Aron Bjarki ætlar að senda boltan úr vörninni en boltinn stoppar í polli sem gefur Stefán Birgi færi á að komast í boltann en Njarðvíkingar ná ekki að gera sér mat úr þessu áður en Guðmundur Ársæll flautar til loka fyrri hálfleiks.
44. mín
Njarðvíkingar komast í fínt færi en Gísli Martin með sendingu út í teig þar sem enginn er og Stefán Birgir reynir að bjarga því sem hægt var að bjarga áður en KR-ingar koma hættunni frá.
41. mín
KR að koma sér í afbragðs færi en Ástbjörn með fyrirgjöfina alltof háa og afturfyrir.
40. mín
Tobias Thomsen við það að komast í gegn en Gísli Martin kemst fyrir þetta og spyrnir boltanum útaf.
37. mín
Pablo tekur spyrnuna en skotið beint í fangið á Brynari Atla.
37. mín
KR fær aukaspyrnu á flottum stað, rétt fyrir utan vítateigsbogann. Óskar, Pablo og Gunnar standa yfir boltanum.
33. mín
KR heldur boltanum vel og eru fljótir að ná honum aftur um leið og þeir missa hann.
30. mín
Njarðvíkingar fengu horn sem ekkert varð úr, langt innkast sem Beitir grípur útaf.
29. mín
KR eru að taka yfir leikinn núna en þetta verður ansi þungt fyrir Njarðvíkinga að ætla að koma tilbaka út frá þessu.
25. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
Það er Óskar Örn sem býr þetta til en hann tíaði boltann frábærlega upp fyrir Ægir Jarl sem kom á ferðinni inn í vítateig og smellti honum framhjá Brynjari Atla í marki Njarðvíkur.
21. mín MARK!
Ægir Jarl Jónasson (KR)
KR KEMST YFIR!

Pablo Punyed tekur hornspyrnu sem dettur inn í teig Njarðvíkur og illa gengur að koma boltanum frá en eftir smá atgang nær Ægir Jarl að smella honum yfir línuna og KR-ingar leiða!
20. mín
Gísli Martin ræður ekkert við Óskar Örn sem tekur á rás og klippir hann niður úti vinnstra meginn en sleppur við spjald.
18. mín
Bergþór Ingi gerir vel þegar hann fær boltann á vinnsti og köttar inn á völl og kemur sér í fínt skotfæri en skotið er yfir markið.
16. mín
KR eru búnir að vera duglegir að sækja sér horn sem Brynar Freyr hefur verið að skalla í burtu en núna nær Ægir Jarl skalla en hann fer yfir markið.
15. mín
KR heldur boltanum meira eins og við var að búast en Njarðvíkingar eru að sýna svolítið sitt gamla einkenni aftur að vera virkilega þéttir tilbaka.
12. mín
KR-ingar leita svolítið upp hægri en Ástbjörn er að keyra svolítið á Pawel.
11. mín
Það er ekki að sjá á þessum fyrstu mínútum að Njarðvíkingar hafa verið skítkaldir í síðustu leikjum en þeir eru búnir að vera mjög hættulegir þegar þeir hafa komist í boltann.
6. mín
NJARÐVÍKINGAR!!
Þeir eiga 3-4 færi í röð en Beitir þarf að hafa sig allan við að halda þessu úti. Frábærlega gert hjá Njarðvík!
6. mín
Kenneth Hogg með flottan sprett og reynir að finna Bergþór Inga á fjær en Kennie Chopart nær að hreinsa í horn.
5. mín
Aftur er það Brynar Freyr sem skallar frá en boltinn berst út á Gunnar Þór sem á skot hátt yfir.
5. mín
KR leitar meira upp hægti kanntinn og sækja annað horn.
3. mín
Pablo Punyed með ágæta hornspyrnu en Brynar Freyr nær að skalla frá.
3. mín
Ástbjörn vinnur fyrsta horn leiksins.
2. mín
Óskar Örn með fyrsta færi leiksins en skalli hans beint á Brynar Atla sem á í smá vandræðum með skallan en nær þó að halda honum.
2. mín
KR spilar í sínum hefðbundnu röndóttu búningum en gestirnir frá Njarðvík spila í bláum varabúningum sínum í kvöld.
1. mín
Þetta er farið af stað gott fólk! Pablo Punyed er búin að sparka þessu í gang.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og skemmtilegt að segja frá því að það eru Njarðvíkingar sem leiða liðin út en Óskar Örn Hauksson leiðir út lið KR og Andri Fannar Freysson leiðir út lið Njarðvíkur en þeir eru báðir uppaldir Njarðvíkingar.
Fyrir leik
Rignir duglega hérna og það má því alveg búast við að þessi bleyta muni hafa einhver áhrif á leikinn hérna í dag.




Fyrir leik
Andri Fannar: Ótrúlegustu hlutir geta gerst í bikarnum

,,Það er alltaf viss sjarmur yfir KR og marga sem dreymir örugglega um að spila á KR velli fyrir framan fullan stúka, en staðreyndin er sú að það gætu verið tveir uppaldir Njarðvíkingar sem leiða sitthvort liðið inn á völlinn í kvöld." sagði fyrirliði Njarðvíkur, Andri Fannar Freysson sem mætir KR í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Hann viðurkennir að þetta sé gamall draumur að spila á KR-vellinum.

,,Við verðum tilbúnir í kvöld og gefum okkur alla í þetta."

,,Það er gríðarlega mikil tilhlökkun fyrir leiknum. Það er létt stress í bland við smá spennu og tillhlökkun við að mæta heitasta liði landsins um þessar mundir svo þetta gæti ekki verið meira krefjandi verkefni sem gerir þetta ennþá skemmtilegra."

Fyrir leik
Gengi liðanna er eins og KR algjörlega svart og hvítt.
KR-ingar leiða Pepsí deildina og þykja hvað líklegastir til þess að landa þeim stóra í lok móts á meðan Njarðvíkingar hafa gefið hressilega eftir eftir að hafa sigrað nágranna sína í Keflavík í 16-liða úrslitum bikarsins og tapað síðustu 5 leikjum í röð.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin/nn í þessa beinu textalýsingu frá leik KR og Njarðvíkur í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
Brynjar Freyr Garðarsson
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
6. Gísli Martin Sigurðsson ('74)
7. Stefán Birgir Jóhannesson
8. Kenneth Hogg
10. Bergþór Ingi Smárason ('84)
15. Ari Már Andrésson
22. Andri Fannar Freysson ('90)
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
31. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
11. Krystian Wiktorowicz ('74)
14. Andri Gíslason
16. Jökull Örn Ingólfsson ('90)
17. Toni Tipuric
21. Alexander Helgason ('84)
24. Guillermo Lamarca

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: