Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 1
0
Valur
Keflavík
1
3
Leiknir R.
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic '47
0-2 Sævar Atli Magnússon '53
Adolf Mtasingwa Bitegeko '61 1-2
1-3 Sólon Breki Leifsson '65
27.06.2019  -  19:15
Nettóvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Rignir duglega en annars þokkalegustu aðstæður
Dómari: Egill Arnar Sigurþórsson
Áhorfendur: 315
Maður leiksins: Vuk Oskar Dimitrijevic
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Adolf Mtasingwa Bitegeko
7. Davíð Snær Jóhannsson
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
18. Cezary Wiktorowicz
24. Adam Ægir Pálsson ('85)
28. Ingimundur Aron Guðnason ('69)
45. Tómas Óskarsson ('69)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
5. Eyþór Atli Aðalsteinsson
17. Hreggviður Hermannsson ('85)
19. Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson ('69)
22. Arnór Smári Friðriksson
38. Jóhann Þór Arnarsson

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
Milan Stefán Jankovic

Gul spjöld:
Davíð Snær Jóhannsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið. Stigin þrjú fara í Breiðholtið og Sigurður nær í sigur í sínum fyrsta leik sem aðalþjálfari.
90. mín
Inn:Ingólfur Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Vuk verið flottur í kvöld.
90. mín
+2 Ísak mættur fram og á skot úr teignum en það er máttlítið og beint í fang Eyjó.
90. mín
Vuk að leika sér að Anton Frey en gestirnir ná ekki að gera sér mat úr flottum tilþrifum hans.
85. mín
Inn:Hreggviður Hermannsson (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Síðasta skipting Eysteins í kvöld.
84. mín
Adolf með skotið sem Eyjólfur ver í horn.
79. mín
Hiti í mönnum, Viktor hleypur utan í Sindra og þeir kýta aðeins sín á milli. En Egill ræðir föðurlega við þá og allir skilja sáttir. Ekkert spjald á loft.
78. mín
Leiknir fær horn.
74. mín
Inn:Viktor Marel Kjærnested (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
73. mín
Adam með skot talsvert framhjá.

Keflavíkingar verið að mestu afleitir hér í seinni hálfleik.
72. mín
Keflavík fær horn.
69. mín
Inn:Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Báðir þjálfarar breyta.
69. mín
Inn:Anton Freyr Hauks Guðlaugsson (Keflavík) Út:Tómas Óskarsson (Keflavík)
69. mín
Inn:Gunnólfur Björgvin Guðlaugsson (Keflavík) Út:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík)
65. mín MARK!
Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Maaaaark!!!!!!!!

Skelfilegur varnarleikur hjá Keflavík.
Sólon gjörsamlega labbar framhjá nánast allri vörn Keflavíkur og klárar vel framhjá Sindra í markinu.
63. mín
Dagur með skot en Eyjólfur ver.
61. mín MARK!
Adolf Mtasingwa Bitegeko (Keflavík)
Maaaaark!!!!!!

Heimamenn klóra í bakkann. Eftir fyrirgjöf frá hægri á Adam skalla sem Eyjólfur ver út í teiginn. Þar er Adolf fyrstur að átta sig og skóflar boltanum í netið.
57. mín
Sævar með skot eftir skyndisókn og sendingu frá Vuk en yfir fer boltinn.
53. mín MARK!
Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.)
Maaaaaaark!!!!!!!!!!!

Hræðileg mistök hjá Ísak. Veit ekki hvort hann hreinlega hitti ekki boltann en hvað hann ætlaði að gera skiptir akkurat engu máli, Sævar Atli þiggur boltann með þökkum keyrir inn á teiginn og klára í stöngina og inn.
51. mín
Dagur Ingi með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Cezary en skallinn laus og Eyjó aldrei í vandræðum.
47. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Gestirnir eru komnir yfir!

Boltinn í teignum eftir hornspyrnuna og Keflavík koma boltanum ekki frá . Vuk með einbeitingu í lagi og kemur boltanum yfir línuna og í markið.
47. mín
Boltinn út fyrir teig eftir hornið og Ósvald með hörkuskot sem Sindri ver í horn.
46. mín
Gestirnir fá horn strax í blábyrjun.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.

Gestirnir hefja leik hér í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Egill hefur flautað til hálfleiks. Tilþrifalítill leikur hingað til en vonandi að það skánar nú vonandi í seinni.
42. mín Gult spjald: Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
Brýtur á Vuk í upphlaupi. Uppsafnað fékk tiltal áðan.
37. mín
Ísak með rosalegan sprett og er kominn að vítateig gestanna þegar hann er loks stöðvaður.
35. mín
Heimamenn að bæta í pressuna. Engin dauðafæri hér samt.

Davíð Snær gerir heiðarlega tilraun til að næla sér í gult þegar hann fer í Eyjó í útsparki. Egill sleppir honum með tiltal.

Leiknir sækir og fær hornspyrnu.
32. mín
Snögg sókn heimasmanna sem sækja horn þeirra sjötta
29. mín
Ísak nær skallanum eftir hornið en töluvert framhjá.
29. mín
Davíð dansar um teiginn eftir hornið og sækir annað horn.
28. mín
Eyjólfur með gott úthlaup og björgun eftir snöggt útspark frá Sindra. Keflavík heldur pressu og sækir horn.
26. mín
Adam heldur bara áfram að skjóta þetta sinn utan vítateigs hægra meginn en yfir fer boltinn.
25. mín
Adam Ægir með skemmtilega tilraun af löngu færi en Eyjólfur nær að verja í horn.
22. mín
Davíð Snær á hörkuspretti upp vinstra meginn, kemst inn á teiginn með Leiknismenn í bakinu en færið þröngt og skotið í hliðarnetið.
19. mín
Keflavík fær aftur aukaspyrnu á nánast sama blettinum og Adam skaut úr áðan. Svipað skot og svipuð niðurstaða, Eyjó slær boltann út fyrir teig.
17. mín
Adam Ægir með skot úr aukaspyrnu af 25 metrum fastur niðri en Eyjólfur ver í horn.

Úr horninu verður ekkert og Leiknir hreinsar.
16. mín
Álitleg sókn gestanna endar með fyrirgjöf frá Ósvald frá vinsti sem mér sýnist Sævar reka tærnar í en boltinn í stöngina og út.
13. mín
Boltinn af fæti Magnúsar Þórs eftir skot Leiknis og í horn. Sindri reyndi að bjarga en nær ekki til boltans. Eftir hornið skalli að marki en hann er kraftlaus og Sindri slær boltann frá,

Gestirnir líklegri á þessum frekar bragðdaufu upphafsmínútum
11. mín
Sýnist það vera Vuk sem krækir hér í aukaspyrnu á fínum stað. Skotið úr henni fínt en Sindri slær boltann frá.
9. mín
Adam Árni reynir að setja Davíð Snæ í færi í teignum en boltinn spýtist af fætinum á honum í fang Eyjó í marki gestanna.
6. mín
Rennblautur völlurinn að hafa smá áhrif hér í upphafi leiks og menn í vandræðum með að ná tökum á boltanum
4. mín
Algjört skýfall hér á Nettó rosaleg rigning
2. mín
Leiknir með ágætis skyndisókn en fyrirgjöf frá hægri finnur engan í teignum.

Erfitt að sjá gyllt númer Leiknismanna aftan á varabúningum þeirra.
2. mín
Adam Ægir með skalla eftir horn en nær ekki almennilega til boltans og engin hætta
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í bleytunni á Nettóvellinum. Það eru heimamenn sem hefja leik og sækja í átt að Sýslumanninum.
Fyrir leik
Liðin mætt til vallar og þetta fer að fara af stað. Góða skemmtun næstu 90 mín eða svo.
Fyrir leik
Rétt rúmar tíu mínútur í að leikar hefjist og fólk farið að týnast í stúkunna. Kannski ekki múgur og margmenni en þeir hörðustu eru mættir.
Fyrir leik
Fyrir áhugasama sem ekki komast á völlinn í kvöld er vert að benda á að leikurinn er sýndur beint á Youtube rás þeirra Keflvíkinga Keflavík Tv.



Fyrir leik
Keflavík hefur aðeins rétt úr kútnum eftir skelfilegt heimatap gegn Þrótti fyrir hálfum mánuði. Sigur gegn Víkingi Ó í Ólafsvík og markalaust jafntefli gegn Þór á Akureyri eru úrslit síðustu leikja og situr Keflavík í 4.sæti með 14 stig og getur með sigri jafnað topplið Fram að stigum í það minnsta þar til Fjölnir tekur á móti Þór á Laugardag en það geta nýliðar Gróttu einnig gert með sigri gegn Aftureldingu í kvöld.
Fyrir leik
Það bárust stórtíðindi úr Breiðholtinu í gær þegar tilkynnt var að Stefán Gíslason hefði látið af störfum sem þjálfari Leiknis en hann var svo í dag kynntur sem nýr þjálfari Lommel SK í Belgíu sem Jonathan Hendrickx gekk nýverið til liðs við frá Breiðablik.

Við skútunni í Breiðholti tekur Sigurður Heiðar Höskuldsson sem hefur verið Stefáni til aðstoðar fram til þessa.

Tilkynning Leiknis um þjálfaraskiptin

Viðtal við Sigurð nýráðin þjálfara Leiknis

Stefán Gíslason kynntur hjá Lommel (Staðfest)
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 9.umferð Inkassodeildarinnar og er held ég óhætt að fullyrða að deildin hafi sjaldan verið jafn jöfn og spennandi og nú. Gestirnir í kvöld Leiknir sitja til að mynda í 7.sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins með 12 stig aðeins 5 stigum frá toppliði Fram fyrir leiki kvöldsins.

Síðasti leikur Leiknis var gegn Haukum á Ásvöllum fyrir tæpri viku og lauk honum með 2-1 sigri Leiknis en mörk þeirra gerðu Sævar Atli Magnússon og Gyrðir Hrafn Elíasson.
Fyrir leik
Góða kvöldið lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Leiknis R. í Inkassodeildinni.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('74)
2. Nacho Heras
3. Ósvald Jarl Traustason
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson ('69)
15. Kristján Páll Jónsson (f)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('90)

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson ('69)
7. Stefán Árni Geirsson
8. Árni Elvar Árnason
10. Ingólfur Sigurðsson ('90)
14. Birkir Björnsson
19. Ernir Freyr Guðnason
20. Hjalti Sigurðsson
26. Viktor Marel Kjærnested ('74)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Bjartey Helgadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: