Þórsvöllur
laugardagur 29. júní 2019  kl. 14:00
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Þungskýjað, 12°C og smá gola
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 184 á 34. mínútu, fjölgaði örlítið í hálfleik.
Maður leiksins: Sandra Mayor
Þór/KA 3 - 2 Valur
0-0 Sandra Mayor ('11, misnotað víti)
1-0 Sandra Mayor ('11)
1-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('21, víti)
2-1 Sandra Mayor ('64)
2-2 Elín Metta Jensen ('80)
3-2 Lára Kristín Pedersen ('82)
Byrjunarlið:
0. Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
6. Karen María Sigurgeirsdóttir ('83)
8. Lára Einarsdóttir
9. Sandra Mayor
10. Lára Kristín Pedersen
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir (f)
22. Andrea Mist Pálsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('78)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
12. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
7. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
9. Saga Líf Sigurðardóttir ('78) ('87)
15. Hulda Ósk Jónsdóttir ('83)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('87)

Liðstjórn:
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Anna Catharina Gros
Silvía Rán Sigurðardóttir
Ágústa Kristinsdóttir
Pétur Heiðar Kristjánsson
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)

Gul spjöld:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir ('20)
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('56)
Sandra Mayor ('78)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
90. mín Leik lokið!
Þór/KA komnar í undanúrslit!!

Takk fyrir samveruna. Skýrsla og viðtöl koma inn eins fljótt og auðið er.
Eyða Breyta
90. mín
90+2. Annað horn. Þór/KA nær boltanum og reynir frá eigin vítateig skottilraun sem rúllar rétt framhjá.
Eyða Breyta
90. mín
90+2 Valur fær horn. Sandra Sig fer inní!
Eyða Breyta
90. mín
Bryndís nær boltanum eftir þunga sókn Valsara.

Uppbótartími ÞRJÁR mínútur!
Eyða Breyta
89. mín
Andrea Mist í góðri stöðu í skyndisókn en reynir furðulega fyrirgjöf sem fer afturfyrir. Þór/KA hefði átt að gera betur þarna!
Eyða Breyta
87. mín Agnes Birta Stefánsdóttir (Þór/KA) Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA)
Saga Líf meiddist eitthvað áðan og þarf að fara af velli.
Eyða Breyta
85. mín
Valur á hér hornspyrnu. Boltinn berst á Elínu Mettu ogað lokum nær Hulda Ósk að hreinsa í innkast.
Eyða Breyta
85. mín Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Elísa ekki verið áberandi í hægri bakverðinum í dag.
Eyða Breyta
83. mín Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA)
Skipting í kjölfar marksins.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Lillý fékk gult spjald þegar Þór/KA fékk aukaspyrnuna.
Eyða Breyta
82. mín MARK! Lára Kristín Pedersen (Þór/KA)
Þórdís með frábæra aukaspyrnu í stöngina. Lára Kristín kemst fyrst á boltann sem var lengi laus í teignum og kemur boltanum í markið!!
Eyða Breyta
82. mín
Þór/KA fær hér aukaspyrnu sem Þórdís ætlar að taka rétt fyrir utan vítateig Vals.
Eyða Breyta
80. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur)
Furðulegt mark. Dóra María með sendingu á fjær úr aukaspyrnunni. Lillý með skalla og Bryndís missir af honum. Sýnist það vera Elín Metta sem setur hann yfir línuna af stuttu færi.

Mögulega rangstaða þar sem Bryndís fór af línunni.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra fær spjald fyrir að fara fyrir þegar Valur ætlar að taka aukaspyrnu utan af kanti.
Eyða Breyta
78. mín Saga Líf Sigurðardóttir (Þór/KA) Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
Fyrsta skipting Þór/KA.
Eyða Breyta
77. mín
Bianca hreinsar í horn.

Margrét Lára nálægt því að koma sér í kjörið færi en Bianca rennir sér í boltann og hreinsar í horn.
Eyða Breyta
75. mín
Elín Metta með fyrigjöf frá vinstri kanti sem Hlín skallar yfir.
Eyða Breyta
74. mín
Fanndís með tvær fyrirgjafir á síðustu mínútum önnur þeirra meira að segja með vinstri fæti. Hvorugur enduðu á samherja.
Eyða Breyta
71. mín
Lára Einars bjargar sjálfri sér þarna!!

Fanndís kemst inn í sendingu Láru. Gefur svo á Elínu Mettu sem lætur vaða en Lára tæklar fyrir skotið.
Eyða Breyta
67. mín
Nóg að gerast!

Sandra Mayor nálægt því að skora aftur eftir fyrirgjöf. Keimlíkt sókninni fyrir þremur mínútum.
Eyða Breyta
65. mín
Margrét Lára fær gott færi og á fínt skot. Bryndís ver skot Margrétar vel.
Eyða Breyta
64. mín MARK! Sandra Mayor (Þór/KA), Stoðsending: Hulda Björg Hannesdóttir
Frábært mark!!!!

Flott samspil hjá Þór/KA. Boltinn kemur á Huldu Björg sem á frábæra fyrirgjöf á Söndru Mayor sem stýrir boltanum inn með lærinu.
Eyða Breyta
61. mín
Heiða Ragney með vonda sendingu en vinnur boltann aftur með góðri tæklingu. Gefur boltann á Karen sem á vonda sendingatilraun á Söndru Mayor sem fer beint á Söndru í marki Vals.
Eyða Breyta
59. mín
Elín Metta gerir mjög vel inn á teignum og leikur á Biöncu. Skotið frá Elínu fer rétt framhjá!
Eyða Breyta
59. mín
Dóra María með aukaspyrnu sem Mist skallar að marki en laus skalli veldur engum vandræðum fyrir Bryndísi.
Eyða Breyta
56. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Þór/KA)
Þórdís brýtur á Elínu Mettu. Elín tók hann vel niður og snéri. Hárrétt spjald.
Eyða Breyta
53. mín
Þórdís tók hornið en Þór/KA tókst ekki að nýta fína stöðu sem kom upp í teignum.
Eyða Breyta
53. mín
Karen María í fínni skottstöðu eftir flott spil hjá Þór/KA skotið fer í varnarmann og hornspyrna uppskeran.
Eyða Breyta
51. mín
Fanndís að vakna. Leitar á hægri fótinn eins og oft áður og á skot framhjá.
Eyða Breyta
50. mín
Bryndís Lára ver vel með vinstri fæti þegar Fanndís er í dauðafæri! Fanndís fékk flotta sendingu innfyrir og hefði átt að gera betur.
Eyða Breyta
46. mín
Fanndís með skottilraun og hornspyrna dæmd.
Þór/KA hreinsar í burtu.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þór/KA byrjar með boltann í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
46. mín Mist Edvardsdóttir (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
Mist kemur inn fyrir Ásgerði hér í hálfleik.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Verið mikið jafnræði á liðunum í fyrri hálfleiknum. Sandra Mayor alltaf líkleg en ógnin kemur frá fleiri leikmönnum hjá Val.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Boltinn endar í höndunum á Bryndísi og svo er flautað til hálfleiks.
Eyða Breyta
45. mín
Elín Metta krækir í aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
Eyða Breyta
44. mín
Fanndís vinnur boltann eftir lélega sendingu frá að mér sýndist Huldu Björg. Fanndís kemur sér í skotstöðu og á fínt skot sem fer í hliðarnetið. Hættulegt.
Eyða Breyta
39. mín
Bryndís Lára með vonda sendingu frá marki en Valskonur ná ekki að nýta sér það.
Eyða Breyta
37. mín
Elín Metta tekur tvær eða þrjár á og reynir fyrirgjöf sem var ekki nálægt því að finna samherja.
Eyða Breyta
37. mín
Stuðningsmenn Vals höfðu yfirhöndina hér í upphafi leiks en stuðningsmenn Þór/KA að taka heldur betur við sér.
Eyða Breyta
36. mín
Lára Kristín með flotta sendingu innfyrir en Sandra Mayor flögguð rangstæð.
Eyða Breyta
34. mín
Þórdís tekur aukaspyrnu frá vinstri kantinum. Sandra missir af honum og Bianca nálægt því að vera í dauðafæri. Nær hinsvegar ekki til knattarins og hann rúllar útfyrir og í markspyrnu.
Eyða Breyta
34. mín
Tilkynnt rétt í þessu að 184 manns séu í stúkunni.
Eyða Breyta
33. mín
Sandra Mayor hefði getað gert betur þarna. Tekur skot úr þröngri stöðu með varnarmann í sér í stað þess að reyna taka varnarmanninn á. Sandra Sig heldur skotinu frá Mayor.
Eyða Breyta
31. mín
Bryndís slær boltann frá marki og boltinn berst á Söndru sem keyrir upp völlinn skyndisóknin endar á skoti frá Biöncu vel yfir mark Vals.
Eyða Breyta
30. mín
Valur fær aðra hornspyrnu.
Eyða Breyta
28. mín
Dóra ákveður að reyna á Bryndísi sem kemst fyrir skottilraunina og heldur boltanum.
Eyða Breyta
28. mín
Fanndís krækir í aukaspyrnu. Fín fyrirgjafastaða fyrir Dóru Maríu.
Eyða Breyta
25. mín
Þórdís með flotta sendingu inná Söndru Mayor en Valsvörnin kemst fyrir og skot Söndru fer í varnarmann.
Eyða Breyta
21. mín Mark - víti Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Skorar af miklu öryggi.
Eyða Breyta
20. mín Gult spjald: Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir (Þór/KA)
Gult spjald fyrir að taka Hlín niður.
Eyða Breyta
20. mín
Víti!! Valur fær víti. Bryndís tekur Hlín niður.

Hlín sleppur í gegn og nær snertingunni framhjá Bryndísi sem nær ekki til boltans og tekur hana niður.
Eyða Breyta
17. mín
Hornið tekið stutt, Dóra María á svo skot sem Bryndís blakar yfir, annað horn. Kom ekkert upp úr seinna horninu.
Eyða Breyta
16. mín
Valur fær hornspyrnu.
Eyða Breyta
15. mín
Rólegt eftir markið. Elín Metta rangstæð áðan en annars lítið gerst.
Eyða Breyta
11. mín MARK! Sandra Mayor (Þór/KA)
Sandra Mayor lætur Söndru verja frá sér. Lélegt víti en Mayor fylgir á eftir!
Eyða Breyta
11. mín Misnotað víti Sandra Mayor (Þór/KA)

Eyða Breyta
10. mín Gult spjald: Guðný Árnadóttir (Valur)
Gult fyrir að brjóta á Söndru.
Eyða Breyta
10. mín
Víti!!! Guðný brýtur á Söndru Mayor. Lára Einars með flotta sendingu í gegn og Guðný brýtur klaufalega á Söndru.
Eyða Breyta
9. mín
Andrea með aukaspyrnu frá vinstri kantinum en Bianca dæmd rangstæð.
Eyða Breyta
7. mín
Sýnist Valur vera í 4-5-1, þar sem Margrét Lára styður mikið við Elíni og Þór/KA í 5-2-2-1.

Elísa-Guðný-Lillý-Málfríður
Dóra-Ásgerður
Hlín-Margrét-Fanndís
Elín

Sandra
Andrea Karen.
Heiða Lára K.
Þórdís Arna Lára E. Bianca Hulda
Eyða Breyta
6. mín
Arna Sif hittir ekki boltann þegar hún ætlar að hreinsa. Margrét Lára nær ekki að nýta sénsinn og svo eiga Valskonur skot í varnarmann.
Eyða Breyta
6. mín
Dóra María með fyrirgjöf sem Þór/KA hreinsar í burtu.
Eyða Breyta
5. mín
Valur fær aðra aukaspyrnu, nú talsvert nær, hægra megin við hliðarlínu.
Eyða Breyta
4. mín
Valur tekur hornið stutt og smá darraðadans í kjölfarið. Málfríður endar svo sóknina á fyrirgjöf sem fer afturfyrir.
Eyða Breyta
3. mín
Aukaspyrna hjá Val á miðjum velli sem Arna Sif skallar í hornspyrnu
Eyða Breyta
1. mín
Þór/KA leikur í átt að Hamri og Valur í átt að Glerá.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn

Eyða Breyta
Fyrir leik
Nokkrar mínútur í leik. Hér er frekar þungskýjað, 12 gráðu hiti og smá norðan vindur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Donni gerir eina breytingu frá jafnteflinu gegn KR. Hulda Ósk sest á bekkinn og inn kemur Karen María sem gerði jöfnunarmark Þó/KA gegn KR.

Pétur gerir tvær breytingar frá 1-3 deildarsigrinum gegn ÍBV. Mist Edvarsdóttir og Hallbera fara á bekkinn og inn koma Dóra María og Málfríður Anna.

Vesna Elísa Smiljkovic er þá komin á bekkinn hjá Val í fyrsta sinn í sumar. Hún er komin til baka eftir barnsbuð. Hún lék ekkert í fyrra þar sem hún gekk með barn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Í gær komust KR og Fylkir áfram í undanúrslit og þá mætast Selfoss og HK/Víkingur klukkan 14:00 á Selfossi.

Eins og staðan er núna í Pepsi Max-deild kvenna er ljóst að aðeins eitt af efstu fimm liðum deildarinnar verður í pottinum þegar dregið verður í undanúrslitin á mánudaginn í höfuðstöðvum KSÍ.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér má sjá leikskrá fyrir leikinn í dag: https://issuu.com/thorkaoghamrarnir/docs/leikskra_thorka-valur_2019-06-29

Þar kemur fram að þessi lið hafa aðeins einu sinni áður mæst í bikarnum, sem þá hét VISA-bikarinn. Sá leikur fór fram árið 2010 og Kristín Ýr Bjarnadóttir sá um að Valur sigraði leikinn. Hún gerði öll þrjú mörk leiksins. Valur vann svo Stjörnuna í úrslitaleiknum það árið.

Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, lék með Val árin 2016 og 2017. Hún var í liði Þór/KA í leiknum gegn Val árið 2010. Lára Einarsdóttir var ónotaður varamaður.

Hjá Val voru Dóra María, Hallbera Guðný og Thelma Björk í leikmannahópnum í leiknum árið 2010. Þær voru allar í hópnum gegn ÍBV í síðustu umferð í bikarnum.

Þá svarar Lillý Rut Hlynsdóttir, sem gekk í raðir Vals fyrir þetta tímabil frá Þór/KA, skemmtilegum spurningalista á blaðsíðu 12 í skránni. Þar segir hún meðal annars að það sem fer mest í taugarnar á henni sé þegar hún er kölluð Lilja.
Eyða Breyta
Fyrir leik
ATH: Leikurinn var upprunulega settur klukkan 16:00 í dag en var færður til klukkan 14:00. Þegar þetta er skrifað er rúmur hálftími í að byrjunarliðin komi hér inn.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur og Breiðablik eru langefst á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir 7 umferðir, 21 stig.

Þór/KA situr í 3. sæti með 13 stig. Þór/KA gerði vel úr því sem komið var í síðustu umferð deildarinnar þegar liðið kom til baka og bjargaði stigi gegn KR.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag lesendur góðir og verið velkomnir í beina textalýsingu frá leik Þór/KA og Vals í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Þór/KA lagði lið Völsungs í 16-liða úrslitum með stórsigri, 7-0 og Valur rústaði ÍBV, 1-7 í Eyjum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir ('85)
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
14. Hlín Eiríksdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('46)
32. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('85)
31. Vesna Elísa Smiljkovic

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Mist Edvardsdóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Rajko Stanisic
Thelma Guðrún Jónsdóttir

Gul spjöld:
Guðný Árnadóttir ('10)
Lillý Rut Hlynsdóttir ('82)

Rauð spjöld: