HK
1
2
Valur
Ásgeir Marteinsson '48 1-0
1-1 Lasse Petry '73
1-2 Birnir Snær Ingason '90
30.06.2019  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Kórinn, nuff said.
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1170
Maður leiksins: Lasse Petry
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson ('87)
14. Hörður Árnason
17. Valgeir Valgeirsson ('79)
18. Atli Arnarson
24. Björn Berg Bryde

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
5. Guðmundur Þór Júlíusson
9. Brynjar Jónasson
16. Emil Atlason ('87)
17. Kári Pétursson ('79) ('90)
19. Arian Ari Morina
26. Aron Kári Aðalsteinsson ('90)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:
Valgeir Valgeirsson ('56)
Arian Ari Morina ('58)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+7

Þvílík dramatík hérna....skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín MARK!
Birnir Snær Ingason (Valur)
Stoðsending: Kristinn Ingi Halldórsson
+6

SVAKALEGAR SENUR!!!!

HK eru í sókn en Aron á slæma sendingu sem er étin og Valsmenn fá lokasénsinn, löng sending Kristins á vinstri vænginn þar sem Birnir snær keyrir á Birki Ívar, tékkar sig inn og neglir hann óverjandi í fjærhornið.

Þvílíkt kjaftshögg fyrir HK en það sem Valsmenn fögnuðu ROSALEGA þessu marki!
90. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
+5

Sparkaði Ásgeir Börk niður.
90. mín
+4

DAUÐAFÆRI

HK vaða upp hægri vænginn. Leggja boltann út í teig og Atli Arnars er aleinn á vítapunktinum en neglir yfir!
90. mín
Inn:Aron Kári Aðalsteinsson (HK) Út:Kári Pétursson (HK)
Kári meiddist hér í samstuði.
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma.
89. mín
Arnþór með hörkuskalla eftir fyrirgjöf Birkis en Hannes slær í horn.
88. mín
Valsmenn að fá aukaspyrnu á miðjum helmingi HK manna en ákveða að renna á Petry sem skýtur af 45 metrum...langt framhjá.
87. mín
Inn:Emil Atlason (HK) Út:Ásgeir Marteinsson (HK)
85. mín
Boltinn dettur fyrir Kristinn eftir hornspyrnu Valsara en hann neglir yfir í ágætri stöðu.

Það virðist meiri orka í Völsurum.
84. mín
Uppsetning leiksins er sú að Valsmenn þrýsta á og HK eru enn að henda sér fyrir allt...

...og Bjarni hefur enn orku til að hlaupa þarna frammi.
80. mín
Valsmenn farnir ofar á völlinn og líklega eru HK ekkert að svekkja sig of mikið á því.

Þeirra skyndisóknir hafa verið skeinuhættar.
79. mín
Inn:Kári Pétursson (HK) Út:Valgeir Valgeirsson (HK)
77. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
73. mín MARK!
Lasse Petry (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Og upp úr litlu sem engu hafa Valsmenn jafnað.

Meinlaus sókn endar á því að að Sigurður leggur boltann út á Petry sem smellhittir hann, Arnar virðist ná að snerta hann en þó ekki nóg og boltinn fer inn af stönginni .

Nú fáum við fjör í lokin!
70. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
Hrein skipting hér.
67. mín
Lýsandi fyrir stemmingu HK, Birkir sendir inn í markteiginn þar sem Kristinn skýtur en Björn Berg hendir sér fyrir skotið sem hrekkur út úr teignum og í innkast.

Björn stendur upp og tekur hraustlegt fagn!
66. mín
HK leikmenn eru svo sannarlega að berjast fyrir málstaðinn.

Henda sér fyrir alla bolta um allan völl og gera allt til að pirra mótherja sína...og gengur það bara vel.


63. mín
Pétur verið að fá töluvert af mótrökum leikmanna við dóma sína...aðeins að breyta línu finnst mér kappinn.
59. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Emil Lyng (Valur)
Emil ekki heillað...
58. mín Gult spjald: Arian Ari Morina (HK)
Svona sér maður ekki oft!

Arian eitthvað að segja að gera af sér þar sem hann er að hita upp og fær spjald að launum.
56. mín Gult spjald: Valgeir Valgeirsson (HK)
55. mín
Bjarni reynir bakfallsspyrnu en hún er laus og Hannes grípur léttilega.
52. mín
Andri og Birkir henda í þríhyrning og Birkir er kominn í skotfæri en neglir yfir.
51. mín
Víti?

Kristinn kemst upp að endamörkum og sendir inn í teiginn þar sem Haukur nær ekki að skalla, fær snertingu í bakið en Pétur dæmir ekkert.

Boltinn dettur í teignum og Andri skýtur yfir.
48. mín MARK!
Ásgeir Marteinsson (HK)
Stoðsending: Bjarni Gunnarsson
Góðan daginn!

Var að fara að skrifa að Valsmenn kæmu sterkt til leiks í síðari hálfleik en þá ná HK menn skyndisókn, Bjarni veður upp hægri kantinn í 40 metra sprett og sendir inn í teig, Ásgeir nær ekki í skoti í fyrsta og virðist vera að missa sénsinn en fær nægan frið í teignum til að leggja boltann fyrir sig og negla hann í markið af vítapunkti.

Nú reynir á meistarana!
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað.
45. mín
Hálfleikur
Aukaspyrna Kristins var inn á markteiginn en Arnar kemur og slær hann út úr teignum.

Lokaflaut Péturs í kjölfarið.
45. mín
Komin í uppbótartímann.

Valsmenn að fá aukaspurnu á hættulegum stað. Kristinn stillir upp.
42. mín
Valsmenn nálægt því að komast á bakvið varnarmúr HK, Hörður táar í horn með Birki tilbúinn að klára.

Emil Lyng skallar yfir hornspyrnuna.
40. mín
Komið í 40 mínútur og við erum ekki að sjá færi ennþá.

Staðan í þessum leik er í fullkomnu samræmi við frammistöður liðanna.
36. mín
Hér steinliggur Emil.

Hann skoraði en flaggið var uppi áður en hann snerti boltann. Arnar var á fleygiferð út úr markinu og smellur á framherjanum.

Sá stendur þó upp og getur haldið leik áfram, leit ekki vel út.
30. mín
Valsmenn að ná betri tökum á boltanum og hafa rekið heimamenn neðar á völlinn.

Þeir HK menn eru hinsvegar að verjast mjög vel, loka á allar sóknir Valsara hingað til.
25. mín
Emil Lyng ákveður að henda í langskot úr teignum sem fer hátt yfir.


22. mín
HK eru aftur að fara upp vinstri vænginn og fá horn enn á ný.

Sem ekkert verður úr.
20. mín
Þar kom flaut frá Pétri, held bara allt að því það fyrsta í dag.

Það hefur líka verið rólegt í brotadeildinni.
16. mín
Bjarni með flottan sprett af vinstri væng og inn á miðju en skotið er vont og fer hátt yfir.
15. mín
Fyrsta kortérið hér er mjög varfærið.

Hvorugt liðið að demba í einhverja árás.
12. mín
Birkir með misheppnaða sendingu sem fer inn í teiginn, þar fer Bjarni öxl í öxl við Valgeir og "kjötar" hann.

HK áhorfendur vilja flaut en fá ekki...skiljanlega.
11. mín
Fyrsta lofandi sókn Valsmanna endar á skoti frá Lasse Petry sem ver beint á Arnar Frey.
7. mín
HK eru uppsettir í 4-4-1-1

Arnar

Birkir - Björn - Leifur - Hörður

Ásgeir M. - Atli - Ásgeir Börkur - Valgeir

Arnþór

Bjarni.
6. mín
HK koma núna upp vinstra megin og flott sending inn í teiginn sem Hedlund nær að hreinsa í horn.

Sem svo ekkert verður úr.
5. mín
Önnur tilraun HK, Ásgeir og Bjarni henda í þríhyrninga og úr verður skot frá þeim síðarnefnda af vítalínunni sem Hannes ver.
4. mín
Fyrsta tilraunin er heimamanna.

Birkir sendir inn í teig frá hægri og þar skallar Atli yfir af vítapunktinum,.
3. mín
Leikplanið virðist ljóst, HK liggja aftarlega á vellinum og Valsmenn hápressa.
1. mín
Leikur hafinn
Leggjum af stað í Kórnum.
Fyrir leik
Liðin labba hér inná völlinn.

HK eru í sínum reglulegu litum, Valsmenn skarta varabúningnum græna með svörtu ermunum, svartar buxur og sokkar.

Dómararnir eru í tískulitnum ljósbláa.
Fyrir leik
Eins og áður þá minni ég á myllumerkið #fotboltinet ef menn og konur eru í tístham.

Aldrei að vita nema tísti verði hent inn í færslurnar hérna ef vel tekst til!
Fyrir leik
Liðin farin til búningsklefanna í lokaundirbúninginnn.

Þetta fer að detta í gang. Fyrir leik verður mínútu þögn til að minnast Bjarka Más svo þau voru óvenju snemma inn í klefann eftir upphitunina.
Fyrir leik
Þjálfararnir tveir eru á spjallinu við Einar varadómara og hlæja alveg ofaní maga.

Þetta er alltaf doldið sérstakur tími í leikundirbúningnum hjá þeim félögum Brilla og Óla. Búið að henda öllum skipunum og fyrirmælum og enn ekki farið að sjást hvernig tekst að útfæra allt.

Fiðrildi í maga og eftirvænting...og í kvöld er pottþétt stress á háu stigi.
Fyrir leik
Það er engin sól í augu í Kórnum, hér er auðvitað heimavöllur "Kópó-gengisins" og þvílíkur hljómburður í gangi.

DJ-inn er með ansi hreint peppaðan playlista sem hlýtur að skila sér til leikmannanna í kvöld.

Shoutout á umgjörðina, hún er virkilega flott.




Fyrir leik
Þá er það "leikið með báðum liðum" - hornið.

Það er tómt þegar horft er til heimaliðsins, enginn HK manna á leik með Völsurum.

Valsarar innihalda hins vegar tvo fyrrum leikmenn HK.

Orri Sigurður Ómarsson er að leika gegn uppeldisfélaginu sínu, hann náði einu tímabili með aðalliði HK, lék 2011 áður en hann hélt út í atvinnumennsku og fór í Val við heimkomuna. Það ár var líka fyrsta ár Ívars Arnar Jónsson bakvarðar í meistaraflokki og þá lék hann líka með HK. Hann spilaði áfram með HK 2012 áður en hann fór í Víking og síðan þaðan í Val.
Fyrir leik
Báðir þjálfarar ættu að geta valið sín sterkustu lið í dag.

Ekki er vitað til meiðsla og aganefndin hefur ekki þurft að skoða leikmenn þessara tveggja á síðustu fundum sínum.
Fyrir leik
Dómarateymið sem mætir til leiks hefur verið skipað.

Pétur Guðmundsson flautar, með flagg og samskiptabúnað beintengdan til hans verða þeir Egill G. Guðlaugsson og Sveinn Þ. Þórðarson.

Varadómari er Einar I. Jóhannsson og með þeim fylgist í dag eftirlitsmaðurinn Halldór B. Jóhannsson.
Fyrir leik
Dagurinn í dag mun að sjálfsögðu litast af því að hann er sá fyrsti sem heimaliðið leikur eftir að félagi þeirra, eðal HK-ingurinn Bjarki Már Sigvaldason lést.

Leiklýsandi vill fyrir hönd allra skrifara og pistlahöfunda Fótbolta.net votta ættingjum og vinum Bjarka dýpstu samúð, minning um góðan dreng lifir.
Fyrir leik
HK vann báða leikina árið 2008, í Kópavoginum fór leikurinn 4-2 og í dag eiga tveir leikmenn Vals sem léku þann leik möguleika á að spila leik nú ellefu árum seinna.

Þeir Birkir Már Sævarsson (sem skoraði mark) og Bjarni Ólafur Eiríksson léku umræddan leik fyrir Val. Enginn HK-megin var í leikmannahópnum þennan dag en núverandi Blikar, Gulli markmaður og Damir Muminovic voru HK-megin.
Fyrir leik
Leikurinn í dag er fimmti innbyrðis leikur milli þessara félaga í efstu deild en sá fyrsti síðan 2008.

Í þeim fyrri fjórum er árangur liðanna jafn, bæði unnið 2 leiki og aldrei orðið jafntefli.
Fyrir leik
Þrátt fyrir laka stöðu þessara liða í deildinni koma þau bæði býsna kát inn í leik dagsins eftir sigra í síðustu umferð.

HK menn gerðu sér lítið fyrir og unnu uppi á Skipaskaga á meðan að Valsarar lögðu Grindavík á heimavelli.

Langþráðir sigrar beggja liða sem gefa eilítið sjálfstraust inn í erfiða stöðu félaganna beggja.
Fyrir leik
Hér er á ferð botnslagur í deildinni, að morgni þessa ágæta sunnudags sitja HK menn næst neðstir í deildinni með 8 stig en ríkjandi Íslandsmeistarar Vals eru aðeins 2 stigum ofan við heimaliðið í 8.sæti.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá HK og Vals í PepsiMax deild karla.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('77)
17. Andri Adolphsson ('70)
18. Lasse Petry
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
28. Emil Lyng ('59)

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('59)
18. Birnir Snær Ingason ('77)
20. Orri Sigurður Ómarsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('70)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('90)

Rauð spjöld: