Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
ÍBV
1
2
KR
0-1 Óskar Örn Hauksson '20
0-2 Arnþór Ingi Kristinsson '63
Guðmundur Magnússon '90 1-2
06.07.2019  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Smá gola, heiðskýrt 15° og fínasti völlur
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 670
Maður leiksins: Arnþór Ingi
Byrjunarlið:
93. Rafael Veloso (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
8. Priestley Griffiths ('86)
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
11. Sindri Snær Magnússon
19. Benjamin Prah ('68)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('57)
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Varamenn:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('68)
4. Nökkvi Már Nökkvason
10. Guðmundur Magnússon ('57)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('86)
19. Breki Ómarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Ian David Jeffs
Matt Garner
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Márcio Santos
Michael Edward White

Gul spjöld:
Gary Martin ('29)
Guðmundur Magnússon ('75)
Telmo Castanheira ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Brotið á Sigurði Arnari en Einar dæmdi ekkert. Hugsaði sig svo smá um og flautaði leikinn af. Spennandi lokamínútur hér í dag en 3 stig á KR. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Telmo Castanheira (ÍBV)
+1 Telmo fær hér gult fyrir fáránlega tæklingu á Agi. Allt of seinn. Þarna hefði rautt getað farið á loft.
90. mín
3 mín vær bætt við sem ég skil ekki. Prah lá, Thomsen lá, allir skipta eins og hægt er en 3 mín?
90. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Víðir Þorvarðarson
Þarna kom það!!! Frábær sókn! Boltinn á fjær og Víðir skallar hann yfirvegaður á Gumma Magg sem gat ekki annað en skorað. Skallaði boltann í markið! Þetta er leikur!!! 1-2!
90. mín
Sindri Snær með einhverja fyndnustu útgáfu af Zidane snúningnum sem ég hef séð. Fékk síðan auka upp við eigin hornfána.
88. mín
Ja, hér!!! Víðir með gersamlega frábæra sendingu inn á Gary Martinn sem setur hann úr fínu færi í slána við skeytin! Þarna hélt ég að Eyjamenn myndu minnka muninn. Frábær sókn og Gary óheppinn að skora ekki.
86. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
Bendixinn búinn að vera ágætur í dag en alls ekkert meira.
86. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Priestley Griffiths (ÍBV)
Lítið dagsverk í dag hjá Priestley.

85. mín
KR er með fjóra miðverði inn á. Það er ekki eitthvað sem ég bjóst við.
83. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
KR fær horn og Húsvíkingurinn hleypur inn í teig. Ekkert kemur úr horninu.
82. mín
Aron Bjarki fer að koma inn á.
81. mín
Skemmtileg sókn hjá KR þar sem margir voru komnir inn í en Sindri tæklaði boltann í Arnþór og afturfyrir.
79. mín
Ekkert kemur úr þessu. Eyjamenn eru að flýta sér mikið og berjast á fullu.
77. mín
Gary Martin með skemmtileg tilþrif og fiskar auka á góðum fyrirgjafastað.

75. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (ÍBV)
Fer gróflega í Arnþór Inga án þess að hugsa um boltann. Finnst ég hafa séð þetta atriði áður.
73. mín
Óskar Örn með skot með hægri og hægra megin framhjá.
70. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Úff! Ljót tækling á Diogo. Kennie geystist upp kantinn og missti boltann frá sér og fór í ljóta tæklingu.
69. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Tók brot á vallarhelmingi ÍBV. Fannst þetta lítið en spjald varð það.
68. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Benjamin Prah (ÍBV)
Prah átt spretti en ekki mikið meira. Felix kemur hér inn og á að hrista upp í þessu.
66. mín
Prah liggur og leikurinn stöðvast. KR er með tögl og haldir hér eftir að hafa komist í 0-2 og er mikið yfirvegaðara en áður. ÍBV þarf kraftaverk til að fá stig hér í dag.
63. mín MARK!
Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
KR kemst í 0-2! KR komst í góða sókn og náði nokkrum skotum. Boltinn barst svo til Arnþórs Inga sem náði að skora. Þetta var harðfylgnismark algjört þar sem ekki var spurt að gæðum heldur KR krafti.
61. mín
Ja,hér!!! Frábær sókn hjá Eyjamönnum. Gary rétt missti af boltanum sem barst til Gumma Magg sem þrumaði en Kiddi náði að verja. Hinu megin fékk Pálmi svo dauðafæri eftir skemmtilega hælsendingu og skaut í fyrsta en Rafael varði.
60. mín
Áhorfendur eru 670 hér í Eyjum í dag.
58. mín
Inn:Skúli Jón Friðgeirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
Rúnar að gera varnarsinnaða skiptingu hér. Eyjamenn hafa verið ívið sterkari.
57. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (ÍBV) Út:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV)
Ekkert kom úr horninu og Eyjamenn gera skiptingu.
56. mín
KR fær sitt fyrsta horn.
54. mín
Þarna munaði litlu!!! Franks með góða aukaspyrnu inn í teig KR og Sigurður Arnar skallaði rétt framhjá markinu! Beitir var alveg sigraður þarna en KR heppið.
53. mín
Sigurðar Arnar er hér að kjöta menn og láta finna fyrir sér.
47. mín
Víðir Þorvarðar tók spyrnuna og beint í Pablo sem fékk hann í magann/kassann og lá aðeins eftir. Hefur ekki verið þægilegt.
46. mín
Prah fiskar aukaspyrnu vinstra megin á hættusvæði.
46. mín
ÍBV byrjar hér síðari hálfleikinn.
45. mín
Bragi Magnússon, Eyjapeyi, er steggjaður í dag og flutti uppistand í hálfleik. Til gamans með geta að Bragi er sonur Magga Braga sem var til viðtals í ÍBV hlaðvarpinu fyrr í sumar þegar ég gerði þátt um TM-mótið.
45. mín
Hálfleikur!
45. mín
Frábær sending inn á Gary Martin sem náði að taka sprett en skotið þægilegt fyrir Beiti. Finnur kingsaði boltann áður en Gary slapp inn fyrir.
44. mín
Tobias að reyna að toppa Mads Mikkelsen með leik sínum en fékk ekki gult spjald? Viðar Helga er að skrifa símaskrá hérna fyrir framan sem eftirlitsmaður.
43. mín
Beitir með hörku vörslu! Priestley með skot utan af velli og Beitir tekur svona slá upp vörslu og greip svo boltann. Virkaði eins og hann væri að missa hann en ég held að Beitir hafi verið með þetta á hreinu.
42. mín
KR fær hræódýra aukaspyrnu úti vinstra megin.
41. mín
Rafael með sweeper keeper hérna. Tobias sloppinn í gegn en Rafael var fyrri til. Vel gert hjá Rafael.

35. mín
Franks tók aukaspyrnu inn á teig KR-inga en rangstaða dæmd. Leikurinn hefur verið svona nokkuð jafn.
32. mín
Sigurður Arnar að bjóða Óskar Örn velkominn til Eyja! Fer af ákefð í boltann og tekur Óskar hressilega með líka. Alvöru yfirlýsing þarna.
29. mín Gult spjald: Gary Martin (ÍBV)
Ja, hér. Einar Ingi með skrýtnar senur. Augljóslega brotið á Gary Martin sem fékk blóðnasir en ekkert dæmt. Gary var ósáttur en langt frá því ögrandi og fékk gult spjald fyrir að verða fúll yfir að fá blóðnasir. Hvaða rugl er í gangi hérna? Gary mætir inn aftur í nýrri treyju.
27. mín
Boltinn yfir pakkann á Víði sem þrumaði yfir úr þröngri stöðu.
26. mín
ÍBV fær horn. Gary fiskaði.
26. mín
Franks með grófa tæklingu á Óskari Erni en sleppur við spjald.
24. mín
Prah með skemmtileg tilþrif og fann Franks inni í teig sem reyndi hælsendingu en í varnarmann.
20. mín MARK!
Óskar Örn Hauksson (KR)
Stoðsending: Arnþór Ingi Kristinsson
Vááááá! Geggjað mark! Arnþór Ingi með frábæra sendingu til vinstri á Óskar Örn sem fíflaði nafna sinn áður en hann bombaði boltanum í netið! ÍBV 0 - KR 1!!!
16. mín
Kiddi Jóns með misheppnað skot sem stefndi í að verða góð sending á Tobias en framhjá fór boltinn og Daninn dæmdur rangstæður.
15. mín
Einar Ingi með sprelliflaut að mér sýndist. Boltinn barst aftur inn í teiginn og Sigurður Arnar í baráttu Arnar Svein sem öskraði á ekkert en fékk auka.
14. mín
ÍBV fær fyrstu hornspyrnu leiksins.
11. mín
Sindri Snær í veseni með Tobias en Óskar kom til bjargar.

7. mín
Hætta! Franks með fyrirgjöf Gary rétt missti af því að skalla boltann. Þetta fer af stað með þreyfingum og virðingu.
3. mín
Pablo tekur aukaspyrnu inn á teig, Óskar skalla frá á nafna sinn Örn sem skýtur framhja. Fyrsta skot leiksins og var það hægri fótur Óskars Arnar sem skapaði litla hættu.
1. mín
Leikur hafinn
KR byrjar!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn á eftir krökkum með fána og þriðja liðinu, sem Einar Ingi stýrir með flautunni.
Fyrir leik
Komið er að spá í leikinn.
Daddi diskó, vallarþulur: 2-1
Einar Kristinn, Vísi: 4-3
Gauti, MBL: 2-1
Sjálfur ætla ég að spá 1-3. Verður ekki alltaf einn að vera á móti?
Fyrir leik
Daddi diskó er byrjaður að keyra stemninguna í gang! Eyjamenn geta heilsað upp á Guðmund Jensson sem er mættur í stúkuna.
Fyrir leik
Hér ómar hver sumarsmellurinn á eftir öðrum í blíðskaparveðri. Stefnir í vindminnsta leik ársins.
Fyrir leik
Hingað er mætt rosaleg stuðningssveit sem syngur kaldar kveðjur til Rúnars Kristins. Þú varst rekinn frá Belgíu, er á meðal textabrota sem fljúga hér yfir Hásteinsvöll.
Fyrir leik
Pablo Punyed byrjar hjá KR en Alex Freyr er meiddur og verður lengi frá. KR mun væntanlega spila 4-3-3
Beitir
Chopart-Finnur-Arnór-Kristinn
Pablo-Arnþór-Pálmi
Atli-Tobias-Óskar
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og Gary Martin byrjar!
ÍBV mun spila 4-2-3-1.
Rafael
Óskar-Sindri-Sigurður-Diogo
Telmo-Priestley
Víðir - Franks - Prah
Gary Martin!
Fyrir leik
Í fyrra endaði KR í 3. sæti deildarinnar en ÍBV því 6. Aðeins munaði 8 stigum á liðunum. Leikirnir í fyrra fóru þannig að í Vestmannaeyjum vann ÍBV 2-0 með mörkum frá Felix og Sigurði Arnari en í Vesturbænum vann KR 4-1 sigur með mörkum frá Chopart, tveimur frá Pálma og Finni Orra. Mark ÍBV gerði fyrirliðinn Sindri Snær.
Fyrir leik
Pálmi Rafn var valinn leikmaður umferða 1-11 í Innkastinu. Pálmi hefur farið mikinn og segist vilja afsanna að hann og aðrir KR-ingar séu of gamlir til að vinna deildina. Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, er einnig í fullorðinna manna tölu ef svo má segja, og hefur verið algerlega frábær í sumar.
Fyrir leik
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, vakti svekkelsi hjá mörgum með ummælum sínum eftir að Björgvin Stefánsson var dæmdur í 5 leikja bann fyrir rasísk ummæli er Björgvin var að lýsa leik á Haukar TV en Björgvin er mikill Haukamaður. Logi Pedro Stefánsson, sem varð þekktur í hljómsveitinni Retro Stefson, lýsti yfir vonbrigðum með Rúnar og KR. Hvað sem öllu þessu líður er þetta síðasti leikur Bjögvins í banninu og má leiða að því líkum að hann verði í hóp KR gegn Stjörnunni 21. júlí. KR fer í smá pásu í Pepsi Max deildinni eftir leikinn í dag til að keppa Evrópuleiki.
Fyrir leik
Pedro Hipólíto var rekinn eftir 0-2 tap gegn Stjörnunni. Gengi ÍBV hefur verið mjög slakt og kom mörgum á óvart hversu miklar breytingar Pedro gerði á liðinu milli leikja, eftir að hafa verið með liðið í lengri tíma undirbúning en oft þekkist hér í Eyjum. Það verður spurning hvaða tækifæri t.d. Gilson og Gummi Magg fá eftir að Pedro er horfinn af braut.
Fyrir leik
Saga þessa leiks verður Gary Martin saga Vestmanneyja - 1. kafli. Þessi litríki karakter verður líklega í byrjunarliði ÍBV í dag eftir að hafa farið frá Val í einhverjum ótrúlegasta farsa sem við höfum séð lengi. Gary var leikmaður KR á sínum tíma, svo hann langar eflaust að sanna sig og vona Eyjamenn að hann sé þessi vítamínsprauta sem liðið þarf.
Fyrir leik
Liðin eru á stitt hvorum endanum í deildinni, KR á toppnum en ÍBV á botninum.
Fyrir leik
Það er Goslokahelgi, sól og blíða og stórleikur eins og alltaf þegar KR mætir í heimsókn!
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('83)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen ('86)
11. Kennie Chopart (f)
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Atli Sigurjónsson ('58)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
3. Ástbjörn Þórðarson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('58)
8. Finnur Orri Margeirsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('86)
18. Aron Bjarki Jósepsson ('83)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('69)
Kennie Chopart ('70)

Rauð spjöld: