Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
Stjarnan
2
1
Levadia
Þorsteinn Már Ragnarsson '15 1-0
Hilmar Árni Halldórsson '64 , misnotað víti 1-0
Þorsteinn Már Ragnarsson '73 2-0
2-1 Nikita Andreev '78
11.07.2019  -  20:00
Samsung völlurinn
Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
Aðstæður: Örlítil gola og þurrt. Gervigrasið vel slegið venju samkvæmt.
Dómari: Dzianis Shcharbakou (BEL)
Áhorfendur: 876
Maður leiksins: Þorsteinn Már Ragnarsson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('62)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson ('45)
4. Jóhann Laxdal
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
19. Martin Rauschenberg
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
8. Baldur Sigurðsson ('90)
14. Nimo Gribenco
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('45)
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
20. Eyjólfur Héðinsson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)

Gul spjöld:
Daníel Laxdal ('87)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Full time. Stjarnan 2, Levadia 1.

Fínn leikur Stjörnunnar en fá óþarfa útivallarmark á sig. Þið þekkið síðan restina. Skýrslur og viðtöl á leiðinni von bráðar.
90. mín
Æj. Alex rennur á rassinn í fínu skotfæri. Ekkert hafði komið úr hornspyrnunni.
90. mín
Hér eru gestirnir í skyndisókn en nýta hana ekki. Stjarnan reynir á móti en lendir á vegg.

Fá síðan hornspyrnu hérna í restina. Dettur þriðja markið í restina?
90. mín
Inn:Baldur Sigurðsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Smalinn inn á í restina. Þremur mínútum bætt við.
90. mín
Alex nálægt því að bæta við. Aukaspyrna frá hægri, GSH skallar boltann upp, Danni Lax nær skoti í varnarmann og þar með virðist þetta búið. Dettur fyrir Alex sem nær skoti en rétt yfir.
87. mín Gult spjald: Daníel Laxdal (Stjarnan)
Hér kemur gult spjald. Danni stöðvar skyndisókn. 100% rétt spjald en það er búið að sleppa skrambi mörgum. Stundum virðist þessi dómari bara að vera að gera eitthvað.
85. mín
Varamaðurinn Martin í færi í teignum. Nær skoti með vinstri en Jói Lax skallar í horn að mér sýnist.
81. mín
Andreev með skot yfir úr góðu færi.

Skömmu áður var ótrúlega greinilegt brot. Línuvörðurinn flaggar en dómari leiksins er ekki á því að flauta. Skil ekkert.
80. mín
Hér liggur markaskorarinn Andreev og fær aðhlynningu. Haltrar síðan út af. Dvelur ekki lengi þar og kemur strax aftur inn á.
78. mín
Inn:Pavel Martin (Levadia) Út:Rasmus Peetson (Levadia)
Jack Grealish sokkarnir út af. Búinn að haltra aðeins í svona tíu mínútur.
78. mín MARK!
Nikita Andreev (Levadia)
Æji. Aukaspyrna fyrir markið. Rauschenberg og Jói Lax skalla saman við að skalla boltann frá. Boltinn endar vinstra megin, kemur fyrir markið og Andreev skorar auðveldlega.
77. mín
Fyrirliðinn bjargar
Levadia ná hér smá pressu. Sending kemur frá hægri inn á markteig og skapar mikla hættu. Rauschenberg réttur maður á réttum stað og kemur í veg fyrir mark.
73. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
STÖNGIN INN!

Það var ekkert í gangi og heimamenn bara að dóla á miðjum vellinum með boltann. Hilmar Árni fær boltann, lyftir honum yfir vörnina og Þorsteinn er aftur einn í gegn. Gerir allt rétt, lyftir boltanum yfir markvörðinn og í stöngina fjær og inn.
72. mín
Inn:Igor Dudarev (Levadia) Út:Dimitri Kruglov (Levadia)
Fyrirliðinn Kruglov fer út af. Hefði átt að vera farinn út fyrir klukkustund með rautt.
70. mín
Þetta er eins og borðtennisleikur hérna núna. Levadia bruna í sókn sem Stjarnan drepur. Heimamenn keyra strax upp aftur og Eyjólfur Héðinsson bindur enda á hana með skoti vel yfir úr fínu færi.
69. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!

Hilmar Árni fær að snúa í teignum, gefur út á Ævar sem sendir áfram á Alex hægra megin í teignum. Skot hans hefði mátt vera betra. Fer fram hjá markmanni en varnarmaður bjargar á línu.
68. mín
Hér átti Hilmar Árni að gera betur.

Þorsteinn Már með boltann úti hægra megin, þræðir boltann milli tveggja varnarmanna á Ævar. Hann sér Hilmar í kjörstöðu, gefur í miðjan teiginn en skot Hilmars hátt yfir.
67. mín
Áhorfendur í dag eru 876.
65. mín
Mikil harka núna á vellinum, svona tveir þriðju hennar stafa frá gestunum.

Þorsteinn Már með kross frá vinstri sem er skallaður í horn áður en Guðmundur Steinn nær skalla. Hornið fer yfir allan pakkann og ekkert verður úr því.
64. mín Misnotað víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
HANN VER!

Fast niðri hægra megin en Lepmets ver! Stjarnan nær ekki að fylgja á eftir. Gando kemur boltanum í horn en úr henni verður ekkert.
63. mín Gult spjald: Sergi Lepmets (Levadia)
VÍTI!

Langur bolti fram frá vinstri bakverðinum Daníeli. Ævar eltir boltan en Lepmets nær boltanum. Í stað þess að sparka beint fram danglar hann smá í Ævar. Víti dæmt.
62. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Skipting númer tvö. Daníel Laxdal, sem hefur verið mjög öflugur á miðjunni, dettur niður í vinstri bak.
61. mín
Sama og áðan nema aðrir leikmenn. Morelli slengir hendi í grímuna á Alex svona þremur metrum frá dómaranum. Ekkert spjald.
59. mín
Enn sparar dómarinn spjöldinn. Marcellin Gando sparkar hér hressilega í Heiðar og fær dæmt á sig brot en ekkert spjald.
57. mín
Nikita Andreev með skot yfir frá vítateigslínu. Aldrei nálægt.

Svona á öðrum nótum. Reynið að segja Dzianis Shcharbakou sjö sinnum hratt.
56. mín
BOJ. Halli heldur áfram að verja.

Kross frá hægri sem Peetson skallar að nærstönginni en Halli snöggur og ver í horn. Það skapar líka hættu og gestirnir vilja víti en fá ekki. Sýndist ekkert réttlæta slíkt miðað við klúðrið í fyrri hjá Shcharbakou dómara.
56. mín
53. mín
Hornspyrna frá fyrirliðanum Kruglov, sem ætti að vera búinn að fá rautt, skapar usla. Vantar alltaf nokkra sentimetra upp á að gestirnir séu í hættulegu færi. Heimamenn ná að hreinsa að lokum og var þar á ferð Jóhann Laxdal.
51. mín
Það er að færasta eilítið meiri harka í leikmenn Levadia. Hvítrússinn mætti vera aðeins fljótari að sækja kortinn í vasa sína.
50. mín
Þorsteinn Már á fleygispretti upp völlinn með þrjá varnarmenn í kringum sig. Ætlar að koma boltanum út til vinstri á Hilmar en sendingin slöpp. Upplagður möguleiki fer forgörðum.
47. mín
Hinn slaki dómari leiksins var aðeins of snöggur að flauta á fyrir Silfurskeiðina. Sveitin ekki enn mætt að fullu á sinn stað.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Boltinn byrjaður að rúlla á ný. Sýnist Heiðar fara í vinstri bak við þessa skiptingu og Ævar út á hægri vænginn.
45. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Fyrsta skiptin heimamanna.
45. mín
IMO hefur Daníel Laxdal verið bestur meðal jafningja hér hjá Stjörnunni í kvöld. Markvörðurinn Haraldur líka verið góður þó hann hafi gert smá mistök, sem hann slapp með, í byrjun leiks.
45. mín


45. mín
Ef einhver fluent í spænsku getur sagt mér hvað þessi stuðningsmaður Espanyol er að fara þá væri ég til í það. Google translate er að gefa mér eitthvað mjög funky.


45. mín
Hálfleikur
Heimamenn 1-0 yfir. Hafa verið betri en þó heppnir að hafa ekki fengið mark á sig í upphafi. Ættu síðan, ef dómarinn hefði ekki verið staur, að hafa fengið víti og vera manni fleiri.
45. mín
Einni mínútu bætt við hið minnsta. Stjörnumenn brjálaðir yfir ólöglegu innkasti gestanna.
43. mín
Úff.

Flott sókn hjá Star. Brynjar Gauti vinnur boltann og ber hann upp. Kemur honum út til hægri á Heiðar sem skilar honum til vinstri á Jósef. Væri hann með hægri fót hefði þetta verið kjörið skotfæri en hann ákveður að senda á Guðmund Stein í markteignum. Ekkert verður úr þessu.
41. mín
Aukaspyrnan er ömurleg frá Osipov. Í fyrirliða Stjörnunnar og þaðan í horn.
40. mín
Inn:Kirill Nesterov (Levadia) Út:Mark Oliver Roosnupp (Levadia)
Fyrsta skipting leiksins. Meiðsli í gangi.

Levadia á síðan aukaspyrnu á hættulegum stað.
38. mín
Hér virðist Roosnupp haltra út af og plantar sér beint á bekkinn Fyrsta skipting leiksins á leiðinni.
36. mín
Úr aukaspyrnunni nær Brynjar Gauti fínum skalla en ekki nógu föstum. Lepmets grípur þetta.
36. mín Gult spjald: Maksim Podholjuzin (Levadia)
Gefur Þorsteini Má einn á kjammann í skallabolta.
33. mín
TVÖ FÆRI!

Hornið kemur inn og fyrirliðin Rauschenberg skallar að marki. Boltinn fer í varnarmann og þaðan í stöngina. Heimamenn vilja víti og meina að varið hafi verið á línu með hendi. Þeir höfðu nokkuð til sín máls. 100% hendi, víti og rautt.

Eftir það er annað færi frá Þorsteini Má á markteig sem fer í varnarmann og þaðan í horn. Ekkert varð úr því.
32. mín
Guðmundur Steinn kemst inn í sendingu á hættulegum stað og ætlar að þræða Þorstein í gegn. Fer í varnarmann og í horn.
29. mín
Gestirnir að ógna. Landsliðsmaðurinn Roosnupp kemst auðveldlega að endamörkum en heimamenn koma boltanum í horn.

Góð spyrna frá Morelli sem Halli kýlir burt.
27. mín
Ekkert verður úr spyrnunni annað en að Kamerúninn Marcellin Gando liggur þjáður eftir. Nær sér þó fljótt.
27. mín
Hornspyrna heimamanna frá hægri.


24. mín
Alex Þór með fyrirgjöf frá vinstri sem finnur Guðmund Stein í teignum. Hann tekur hann í fyrsta með vinstri en skotið himinhátt yfir markið. Afgreiðsla sem var ekki til útflutnings.
22. mín
VÁ. ÞESSI VARSLA.

Ég hafði varla sleppt orðinu þegar Morelli var einn á auðum sjó í D-boganum. Halli kom út á móti og varði fáránlega. Bjargar Stjörnunni þarna.
21. mín
Akkúrat núna leika heimamenn eins og þeir sem valdið hafa. Gestirnir komast lítið yfir miðjuna.
18. mín
Stjarnan komst strax í sókn eftir markið og mér sýndist Þorstein bara vanta aðeins stærri skó til að ná boltanum sem kom fyrir frá hægri.
18. mín
Stjörnumenn eru æstir eftir markið!

Jósef fær boltann í D-boganum, skot með hægri í varnarmann. Frákastið á Guðmund Stein sem nær ágætu skoti sem Lepmets ver í horn. Það er síðan skallað frá.
17. mín
Það er stutt á milli. Andartökum áður voru Garðbæingar stálheppnir að fá ekki mark á sig. Í næstu sókn eru þeir komnir yfir með sínu fyrsta skoti.
16. mín
Ég hef alltaf verið mikill andstæðingur þess að hafsentar leiki í treyju númer níu en Danna Lax er fyrirgefið ef hann heldur áfram að koma svona boltum á liðsfélaga sína.
15. mín MARK!
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Daníel Laxdal
Þetta var ekki flókið! Langur bolti fram sem skallaður er frá af vörninni. Hann dettur fyrir Danna Lax sem lyftir honum inn fyrir vörnina. Þorsteinn Már var einn á auðum sjó, fyrsta snerting smá tæp en boltinn endaði örugglega í netinu.

Geggjuð sending frá Danna Lax.
14. mín
Meðan ég skrifaði fyrri færslu fengu gestirnir horn sem ekkert varð úr.
12. mín
JIDÚDDAMÍA! Þarna voru Stjörnumenn heppnir!

Halli fær boltann aftastur og ætlar að hreinsa. Roosnupp er mættur í pressuna og Halli neglir í hann. Þaðan fer boltinn aftur í Halla og svo aftur í Roosnupp sem nær ekki stjórn á honum.

Rauschenberg fær þá boltann en er kærulaus og fær Andreev í pressuna. Hann nær skoti sem fer í varnarmann. Þar dettur boltinn fyrir Morelli sem er í dauðafæri en rennur á teppinu og ömurlegt skot hans endar í hliðarnetinu.
8. mín
Levadia-liðið er óhrætt við að halda boltanum innan liðsins og spila frá öftustu línu fram.

Um leið og ég hafði klárað að drita þessu niður dúndrar liðið boltanum í innkast eftir pressu bláhvítra.
4. mín
Guðmundur Steinn skallar hornið og Halli brýtur. Levadia-maður fer í persónulega rýmið hans þegar hann ætlar að losa boltann og brot dæmt.
4. mín
Fyrsta færi leiksins er gestanna. Gando fær boltann hægra megin í teig Stjörnunnar eftir klaufagang. Halli ver vel í horn eftir fast skot niðri.
2. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu. Brotið á Hilmari Árna á miðjum vallarhelmingi Levadia. Eftir spyrnuna er dæmt sóknarbrot á heimaliðið.
1. mín
Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og sækja í átt að Hagkaup.
Fyrir leik
Hér ganga liðin inn á völlinn. Heimamenn bláir með hvítum röndum. Gestirnir Völsungsgrænir og með neon-gular Adidas rendur.
Fyrir leik
Hér er verið að lesa upp liðin enda tíu mínútur í leik. Það verður að segjast að ég öfunda ekki vallarþulinn af því að þurfa að lenda á réttum framburði.
Fyrir leik
Liðin eru farin inn í klefa til að gera og græja fyrir leikinn og Silfurskeiðin er að mæta í stúkuna. Stúkan er þéttsetin fyrir miðju en minna á vængjunum. Sýnist ekki margir stuðningsmenn Levadia lagt á sig ferðalag hingað til lands til að fylgjast með.

Síðan er bara vonandi að það verði góð stemning. Söngvatnið ætti að hjálpa þar til.
Fyrir leik
Dómaratríó leiksins er frá Hvíta-Rússlandi. Dzianis Shcharbakou fer fyrir því og Yury Khomchanka og Andrei Hetsikau eru A1 og A2 og fjórði dómari er Siarhei Labatsevich. Skulum vona að Eistarnir njóti ekki einhvers vinskapar frá gamla Sovíet.

Eftirlitsmaður UEFA er síðan frá Grikklandi en han heitir Georgios Bikas.
Fyrir leik
Ég verð að viðurkenna að ég þeki ekki alveg nógu vel til eistneskrar knattspyrnu til að geta skotið á getu Levadia-manna. Stjarnan mætti í fyrra öðru eistensku liði, áðurnefndu Nomme Kaljö, og hafði betur. Hafi Stjarnan betur þá mun liðið mæta hinu spænska Espanyol.
Fyrir leik
Fyrir þá sem vilja fræðast eilítið um lið Levadia þá er markahæsti leikmaður liðsins þetta tímabilið, Yevhen Budnik, ekki í hóp. Hann hefur skorað tíu mörk á tímabilinu. Hið sama hefur Mark Oliver Roosnupp einnig gert.

Brasilíumaðurinn Joao Morelli kemur næstur með átta, Kamerúninn Marcellin Gando er með sjö og Rússinn Nikita Andreev hefur sett sex.
Fyrir leik
Umræddur leikur Levadia og Flora var í raun sex stiga leikur en tapið þýðir að fimm stig eru á milli Flora á toppnum og Levadia í öðru sætinu. Meistarar síðasta árs, Nomme Kaljö, eru í fjórða sæti.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á gervigrasið og byrjuð að hita upp undir fögrum tónum Iggy Pop og The Stooges.

Öpdeit: Iggy Pop breyttist í Scooter en bandið er að syngja um fiska.
Fyrir leik
Síðasti leikur Levadia manna var þann 6. júlí en þá laut liðið í gras á móti Flora 2-1 á heimavelli. Flora er sigursælasta lið sögunnar í Meistriliiga (eistnesku úrvalsdeildinni) með ellefu titla. Levadia hefur á móti unnið níu slíka. Sá síðasti kom 2014 en liðið hafði unnið árið 2013 einnig.

Frá leiknum gegn Flora eru gerðar tvær breytingar. Inn koma þeir Marek Kaljumäe og Mark Oliver Roosnupp en á móti dettur Rússinn Kirill Nesterov á bekkinn. Úkraínumaðurinn Yuriy Tkakchuk er ekki í hóp eftir að hafa byrjað síðasta leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru mætt. Stjörnumenn gera tvær breytingar á liði sínu frá síðasta leik. Jóhann Laxdal og Martin Rauschenberg koma inn í liðið í dag en Eyjólfur Héðinsson og Sölvi Snær Guðbjargarson detta úr liðinu. Martin Rauschenberg er jafnframt með fyrirliðabandið hér í kvöld.

Ég vona þið fyrirgefið mér það að vera ekki alveg með það á takteinunum hvaða breytingar Eistarnir eru búnir að gera.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Það er mikið í húfi fyrir Stjörnumenn því fyrir utan að fá væna peningasummu fyrir að komast áfram er ljóst að þeirra biði risa leikur í næstu umferð.

Þegar er búið að draga og ljóst að það lið sem vinnur viðureignina mætir spænska liðinu Espanyol frá Barcelona í næstu umferð. Katalónska liðið hafnaði í 7. sæti í spænsku La Liga á síðustu leiktíð.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Levadia Tallinn er frá Eistlandi og endaði í öðru sæti eistnesku deildarinnar á síðustu leiktíð.

Þetta er annað árið í röð sem Stjarnan mætir liði frá Eistlandi. Í fyrra sló liðið út Nömme Kalju samtals 3-1
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Stjörnunnar og Levadia í Evrópudeild UEFA.

Leikurinn hefst klukkan 20:00 á Stjörnuvelli í Garðabænum.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Sergi Lepmets (m)
6. Rasmus Peetson ('78)
7. Joao Morelli
10. Marcellin Gando
14. Dimitri Kruglov ('72)
16. Martin Jürgenson
19. Evgeny Osipov
21. Nikita Andreev
25. Maksim Podholjuzin
26. Marek Kaljumäe
33. Mark Oliver Roosnupp ('40)

Varamenn:
81. Artur Kotenko (m)
2. Marko Lipp
11. Kirill Nesterov ('40)
20. Erick Andrés Moreno Serna
23. Igor Dudarev ('72)
37. Pavel Martin ('78)
99. Karl Rudolf Oigus

Liðsstjórn:
Alexander Rogic (Þ)

Gul spjöld:
Maksim Podholjuzin ('36)
Sergi Lepmets ('63)

Rauð spjöld: