Fjölnir
3
1
Augnablik
Sara Montoro '13 1-0
Rósa Pálsdóttir '18 2-0
Sara Montoro '43 3-0
3-1 Ásta Árnadóttir '85
18.07.2019  -  19:15
Extra völlurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Tómas Úlfar Meyer
Maður leiksins: Sara Montoro
Byrjunarlið:
1. Hrafnhildur Hjaltalín (m)
Rósa Pálsdóttir ('78)
Hlín Heiðarsdóttir
Íris Ósk Valmundsdóttir
4. Mist Þormóðsdóttir Grönvold
5. Hrafnhildur Árnadóttir
7. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('93)
11. Sara Montoro
13. Vala Kristín Theódórsdóttir ('91)
14. Elvý Rut Búadóttir
19. Hjördís Erla Björnsdóttir ('83)

Varamenn:
12. Helena Jónsdóttir (m)
3. Ásta Sigrún Friðriksdóttir
10. Aníta Björg Sölvadóttir ('83)
16. Ásdís Birna Þórarinsdóttir ('91)
17. Lilja Hanat
20. Linda Lárusdóttir ('78)
21. María Eir Magnúsdóttir ('93)
22. Nadía Atladóttir
23. Sóley Vivian Eriksdóttir

Liðsstjórn:
Páll Árnason (Þ)
Magnús Haukur Harðarson (Þ)
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Eva Karen Sigurdórsdóttir
Axel Örn Sæmundsson
Ása Dóra Konráðsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sannfærandi sigur hjá Fjölni
94. mín
Augnablik fær hornspyrnu. Bergþóra tekur hana stutt en sendingin hjá Ástu endar fyrir aftan endamörk
93. mín
Inn:María Eir Magnúsdóttir (Fjölnir) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Fjölnir)
91. mín
Birta Birgisdóttir á góða fyrirgjöf á kollinn á Brynju sem á mjög góðan skalla og má ekki miklu muna að hann fari inn þar sem Hrafnhildur ver hann á línunni
91. mín
Inn:Ásdís Birna Þórarinsdóttir (Fjölnir) Út:Vala Kristín Theódórsdóttir (Fjölnir)
88. mín
Augnabliksstúlkur virðast hafa vaknað við þetta mark en spurning er hvort þetta sé ekki of lítill tími til þess að skora tvö mörk
85. mín MARK!
Ásta Árnadóttir (Augnablik)
Jahá! Ásta skorar með skalla! Augnablik tekur hornspyrnuna stutt og svo kemur fyrirgjöfin þar sem Ásta vinnur skallaeinvígið gegn Írisi Ósk og skorar glæsilegt mark! Því miður sá ég ekki hver átti stoðsendinguna þar sem sólin skín beint í augun á mér.

Virkilega vel gert hjá Augnabliki!
85. mín
Virkilega góð fyrirgjöf hjá Bergþóru sem sem Íris skallar í horn
83. mín
Inn:Aníta Björg Sölvadóttir (Fjölnir) Út:Hjördís Erla Björnsdóttir (Fjölnir)
Kemur bara beint inn á hægri kantinn í stað Hjördísar
82. mín
Elín Helena liggur eftir meidd á vellinum. Hún verður að halda leik áfram þar sem Augnablik erubúnar með allar sínar breytingar, hún virðist samt vera þjáð
78. mín
Inn:Linda Lárusdóttir (Fjölnir) Út:Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
Rósa búin að vera virkilega góð í leiknum en hún er með hlíf utan um hnéð á sér svo spurning er hvort hún geti ekki spilað heilar 90 mínútur
77. mín
Inn:Hugrún Helgadóttir (Augnablik) Út:Sandra Sif Magnúsdóttir (Augnablik)
Bergþóra fer upp á topp þar sem Þórdís var og Hugrún kemur á kantinn þar sem Bergþóra var. Hildur María fer inn á miðju þar sem Sandra var og Rebekka kemur inn í vinstri bakvörð þar sem Hildur María var.
77. mín
Inn:Rebekka Ágústsdóttir (Augnablik) Út:Þórdís Katla Sigurðardóttir (Augnablik)
73. mín
Virkilega gott þríhyrninga spil á milli Ísabellu og Söru upp vinstri kanntinn sem endar á fínnri fyrirgjöf hjá Söru sem fer alla leið á fjarstöngina þar sem Hjördís Erla kemur askvaðandi en skotið hennar fer yfir.

Virkilega fallegt spil hjá Fjölni!
72. mín
Eftir aukaspyrnu Fjölnis langt utan af velli þá ná Augnabliksstelpur ekki að hreynsa nema beint í fæturnar á Rósu sem á fast skot en það fer beint á Telmu.
66. mín
Vala Kristín situr hér eftir á vellinum. Ég sá ekki nákvæmlega hvað gerðist en hún virðist hafa fengið höfuðhögg. Ása Dóra sjúkraþjálfi er að skoða hana á hliðarlínunni en hún virðist vera í lagi til að halda áfram og hleypur hún aftur inn á völlinn
64. mín
Sara með virkilega góða fyrirgjöf inn á Rósu sem á skallan sem virðist fara í slánna og endar svo í fanginu á Telmu.

Fjölnisstúlkur eru búnar að eiga mun hættulegri færi í seinni hálfleik þrátt fyrir að Augnablik sé meira með boltann
61. mín
Inn:Birta Birgisdóttir (Augnablik) Út:Fanney Einarsdóttir (Augnablik)
Birta kemur inn á hægri kantinn þar sem Fanney var.

Guðjón og Vilhjálmur að reyna að fríska upp á sóknarleikinn með þessum tveimur skiptingum.
61. mín
Inn:Brynja Sævarsdóttir (Augnablik) Út:Ragna Björg Einarsdóttir (Augnablik)
Brynja kemur inn á miðjunna þar sem Ragna Björg var
58. mín
Fín fyrirgjöf hjá Valdísi úr öftustu línu sem ratar á Bergþóru sem á skotið en fer það beint á Hrafnhildi í markinu sem grípur boltann örugglega.
55. mín
Lítið að gerast í leiknum þessar fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik. Hvorugt lið að skapa sér mikið.
50. mín
Frábær fyrirgjöf fyrir markið hjá Fanneyju sem ratar alla leið á fjarstöng á Bergþóru sem tekur skotið í fyrsta en Hrafnhildur ver vel í markinu
47. mín
Rósa fær allan tíma í heiminum inni á miðjunni og fer bara af stað upp völlinn. Enginn í vörn Augnabliks mætir henni þannig að hún lætur bara vaða en skotið er framhjá
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur farinn af stað. Hvorugt lið gerir breytingu
45. mín
Hálfleikur
Fyrri hálfleik lokið þar sem Fjölnisstúlkur hafa einfaldlega verið miklu betri.
45. mín
Augnablik fær hornspyrnu á síðustu andartökum fyrrihálfleiks en þær ná ekki að nýta hana frekar en önnur föst leikatriði í leiknum
43. mín MARK!
Sara Montoro (Fjölnir)
Stoðsending: Elvý Rut Búadóttir
Vááá!! Elvý Rut með virkilega góðan varnarleik í hægri bakverðinum og kemur boltanum strax upp í efstu llínu á Söru. Hún reynir að stinga Elínu Helenu af en það tekst ekki og ákveður hún þá að taka snúning og á skotið sem svífur yfir Telmu og endar í samskeitunum!

Virkilega góð sókn frá upphafi til enda!
41. mín
Enn og aftur eru Fjölnisstúlkur að brjóta af sér rétt fyrir utan d-bogann. Nú tekur Bergþóra aukaspyrnuna en hún er ekki góð og fer langt framhjá
39. mín
Virkilega vel gert hjá Þórdísi! Fer framhjá þremur Fjölnisstúlkum bara á baráttunni og endar á því að klobba Írisi Ósk fyriliða Fjölnis en hún missir boltan síðan of langt frá sér og Hrafnhildur Hjaltalín þrumar boltanum í burtu
37. mín
Augnablik fæ hornspyrnu sem Sandra Sif tekur stutt á Ástu sem kemur með boltann fyrir þar sem Valdís Björg á fínan skalla sem fer í stöngina og framhjá
34. mín
Inn:Ásta Árnadóttir (Augnablik) Út:Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Augnablik)
Kristjana biður um skiptingu og haltrar út af. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt!

Ásta kemur bara beint inn í hægri bakvörð þar sem Kristjana var.
29. mín
Virkilega góð sókn hjá Augnablik. Enn og aftur er Bergþóra að komast upp kanntinn og eiga góða sendingu inn fyrir og enn og aftur er sendingin á Söndru Sif sem á gott skot en það er rétt framhjá.
27. mín
Augnablik fær horn sem Fjölnisstúlkur eru ekki í neinum vandræðum með að skalla í burtu.
24. mín
Augnablik fær aukaspyrnu rétt fyrir utan d-bogann. Hildur Lilja tekur spyrnuna en hún er beint á Hrafnhildi í marki Fjölnis.
23. mín
Bergþóra fær boltann úti á vinstri kannti fyrir Augnablik, hún heldur boltanum vel og kemur honum á Söndru Sif sem á laust en lúmskt skot sem fer rétt framhjá.
20. mín
Fjölnisstelpur eru virkilega hættulegar þessa stundina. Sara fær góða sendingu í fætur, hún tekur vel á móti honum og keyrir upp að endalínu og reynir fyrirgjöfina en Elín Helena nær að stoppa hana og Fjölnir fær horn.

Telma grípur hornspyrnuna í annarri tilraun.
18. mín MARK!
Rósa Pálsdóttir (Fjölnir)
Rósa er allt í einu sloppin ein í gegn! Hún tekur eina snertingu framhjá Telmu í markinu og setur boltann í autt markið.

Þær voru ekki lengi að tvöfalda forskot sitt!
13. mín MARK!
Sara Montoro (Fjölnir)
Stoðsending: Hrafnhildur Árnadóttir
Glæsileg hornspyrna fjölnisstúlkna sem ratar beint á hausinn á Söru sem skallar boltann sláin inn!
12. mín
Augnablik fær hér aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Fjölnis. Sandra Sif tekur spyrnunna og er hún aldrei hættuleg og svífur yfir markið.
7. mín
Sara Montoro heldur boltanum vel í framlínu Fjölnis. Hún á góðan snúning og á svo fínt skot sem Telma ver örugglega í markinu
6. mín
Bergþóra með fína fyrirgjöf beint á kollinn á Fanneyju en hún á slappan skalla framhjá
5. mín
Boltinn er mikið inni á miðsvæðinu til að byrja með. Liðin skiptast á að vera með boltann
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn hafinn hér í frábæru veðri
Fyrir leik
Guðjón og Viljhálmur gera tvær breytingar á liði sínu frá sigurleiknum gegn ÍA. Þær Ragna Björg og Kristjana koma inn fyrir þær Birtu Birgisdóttur sem sest á bekkin og Birnu Kristínu.

Páll gerir einnig tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Þrótti. Þær Hrafnhildur Árnadóttir og Sara Montoro koma inn fyir Evu Maríu og Berthu Maríu.

Restin af byrjunarliðunum má sjá hér til hliðar
Fyrir leik
Bæði lið hafað spilað ágætlega í sumar. Í síðustu fimm leikjum í Inkasso deildinni hafa Fjölnisstúlkur unnið tvisvar, gert einu sinni jafntefli og tapað tvisvar. Á meðan Augnablik hefur unnið tvisvar en tapað þrisvar.

Þetta sýnir okkur að um er að ræða frekar jöfn lið og megum við búast við hörku leik hér í blíðunni í kvöld
Fyrir leik
Fjölnir þarf nauðsynlega á sigri að hlada í þessum leik þar sem þær eru í fallsæti, því níunda, með 8 stig en Augnablik er í því fimmta með 12 stig. Deildin er samt afar jöfn þannig með sigri kæmist Fjölnir upp fyrir Hauka sem er í áttundasæti en væri jöfn Grindavík og ÍA að stigum.
Fyrir leik
Þetta er leikur í níundu umferð Inkasso deildarinnar sem er jafnframt seinasta umferð í fyrri hluta mótsins.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik Fjölnis og Augnabliks í Inkasso deild kvenna.

Leikurinn fer fram í blíðskapar veðri hér í Grafarvoginum og hefst hann klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
Þórdís Katla Sigurðardóttir ('77)
2. Valdís Björg Sigurbjörnsdóttir
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('34)
5. Elín Helena Karlsdóttir
7. Sandra Sif Magnúsdóttir ('77)
8. Ragna Björg Einarsdóttir ('61)
11. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
15. Fanney Einarsdóttir ('61)
77. Hildur Lilja Ágústsdóttir

Varamenn:
1. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
2. Ásta Árnadóttir ('34)
4. Brynja Sævarsdóttir ('61)
17. Birta Birgisdóttir ('61)
19. Birna Kristín Björnsdóttir
23. Hugrún Helgadóttir ('77)

Liðsstjórn:
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)
Rebekka Ágústsdóttir
Tinna Harðardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: