Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
FH
3
1
Afturelding
0-1 Darian Elizabeth Powell '14
Birta Georgsdóttir '28 1-1
Helena Ósk Hálfdánardóttir '45 2-1
Birta Georgsdóttir '89 3-1
18.07.2019  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Inkasso deild kvenna
Dómari: Íris Björk Eysteinsdóttir
Maður leiksins: Birta Georgsdóttir
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('67)
Erna Guðrún Magnúsdóttir
Selma Dögg Björgvinsdóttir
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
5. Margrét Sif Magnúsdóttir ('84)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
9. Rannveig Bjarnadóttir ('66)
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('76)
28. Birta Georgsdóttir ('90)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
3. Nótt Jónsdóttir ('66)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('67)
8. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir ('90)
11. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('84)
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('76)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir
Snædís Logadóttir
Árni Freyr Guðnason
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('48)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

FH vinnur 3-1 og trónir á toppnum þegar deildin er hálfnuð.

Ég þakka fyrir mig og minni á viðtöl og skýrslu síðar í kvöld.
93. mín
Aftur skorar FH en aftur eru þær réttilega dæmdar rangstæðar.
93. mín
Ferskir fætur varamanna FH reyna að bæta við marki. Þórey Björk var að reyna skot utarlega í teignum hægra megin en setti boltann beint á Írisi.

Hinum megin er mesta orkan í Janet sem hefur fært sig framar á völlinn í von um að minnka muninn. Hún var að reyna langskot sem fór aðeins framhjá.
92. mín
Nú er þetta allt að galopnast fyrir FH. Þær unnu boltann á miðjunni og létu boltann ganga fallega á milli þar til að varamaðurinn Þóra Kristín kom honum yfir marklínuna.

Hún er þó réttilega dæmd rangstæð og staðan enn 3-1.
90. mín
Inn:Þóra Kristín Hreggviðsdóttir (FH) Út:Birta Georgsdóttir (FH)
Heiðursskipting á Marka-Birtu!
89. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (FH)
Jesús minn!

Þreytumistök í öftustu línu Aftureldingar. FH setur langan bolta fram í hlaupaleiðina hjá Birtu. Sigrún Gunndís kemst á milli en hikar, veit ekki hvort hún eigi að skýla boltanum og láta hann rúlla til Írisar sem er komin út úr markinu eða senda til baka.

Hún hefði betur valið sendinguna því Birta Georgs stakk sér á milli þeirra, vann boltann og skilaði honum í opið markið. Vel gert hjá Birtu en afskaplega klaufalegt hjá gestunum.
89. mín
Aukaspyrnur úti á velli og tíminn vinnur með FH. Bæði lið búin með mesta bensínið og eru því ekki að ná að skapa sér neitt almennilegt.
86. mín
Þetta er barningur og barátta út í gegn þessar lokamínútur. Sé ekki fleiri mörk í kortunum.. En elska að láta koma mér á óvart.
84. mín
Inn:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (FH) Út:Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)
80. mín
Rúmar 10 mínútur eftir. Enn í boði fyrir leikmenn að vinna sér inn nafnbótina "Maður leiksins". Hver ætlar að skara fram úr hér í lokin?
76. mín
Inn:Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Út:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
75. mín
Það er svolítill hiti í stúkunni. Að minnsta kosti hér í öftustu röð. Mannskapurinn vildi þarna aukaspyrnu á Aftureldingu. Tríóið hefur hinsvegar leyft leikmönnum að takast á hér í allt kvöld og það væri skrítið að fara að breyta línunni úr þessu.
74. mín
Samira vinnur horn fyrir Aftureldingu. Sara Dögg tekur og spilar til baka á Sigrúnu Gunndísi. Hún leikur boltanum aftur til baka, Sara sendir boltann fyrir og Janet skallar framhjá. Ágæt tilraun.
70. mín
Nú er komið að Valgerði Ósk að reyna markskot. Hittir boltann illa af vítateigslínunni og setur hann hátt yfir
69. mín
Fín varnarvinna hjá Ingu Laufey. Nær að stíga Birtu út á síðustu stundu og kemur í veg fyrir að hún sleppi í gegn. Margrét Sif hafði átt flotta stungusendingu af miðsvæðinu.
67. mín
Inn:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (FH) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
66. mín
Inn:Nótt Jónsdóttir (FH) Út:Rannveig Bjarnadóttir (FH)
Það er hart tekist á hérna og nú liggur Rannveig. Hún þarf í kjölfarið að fara útaf.
63. mín
FH-ingar búnar að vera með yfirhöndina í seinni hálfleiknum en nú var Hafrún Rakel að reyna skot utan teigs. Náði ekki krafti í það og FH-ingar snéru vörn í sókn.

Litlu mátti muna að Birta kæmist í gegn en Íris Dögg og Sigrún Gunndís náðu að koma í veg fyrir það.
62. mín
Ragnheiður Erla er annars komin út á kant og Hafrún Rakel inn á miðjuna hjá Aftureldingu.
61. mín
FH vinnur horn eftir að Sigrún hreinsaði hættulega aukaspyrnu aftur fyrir. Hornspyrnan hinsvegar slök og ratar aldrei fyrir markið.
56. mín
Inn:Ragnheiður Erla Garðarsdóttir (Afturelding) Út:Eydís Embla Lúðvíksdóttir (Afturelding)
Ragnheiður Erla kemur inn fyrir Eydísi. Ragnheiður töluvert sóknarsinnaðri en Eydís. Spurning hvernig Afturelding mun endurskipuleggja liðið hjá sér.
55. mín
Afturelding er manni færi á meðan hugað er að meiðslum Eydísar. FH reynir að nýta sér liðsmuninn og blæs til sóknar.

Sýnist gestirnir þurfa að gera breytingu og það borgar sig að hafa hraðar hendur.
50. mín
Ég sá ekki hvað gerðist þarna en Eydís Embla liggur meidd á miðjum vellinum. Hún getur vonandi haldið áfram leik. Mikilvægt akkeri á miðjunni hjá Aftureldingu.
48. mín Gult spjald: Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH)
Fyrst í bókina fyrir brot á Janet.
47. mín
Aftur er Aníta í brasi með að losa boltann frá marki. Hafrún Rakel kemst inn í slaka sendingu, spilar fyrir markið en það vantar upp á nákvæmnina og Afturelding nær ekki að gera sér mat úr þessu.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn. Engar breytingar gerðar á liðunum.
45. mín
Hálfleikur
Áts. Þvílíkur skellur fyrir Aftureldingu. Þær byrjuðu leikinn betur og hafa spilað vel stærstan hluta hálfleiksins. Fá svo á sig mark í uppbótartíma og fara marki undir inn í hálfleikinn!

En tökum ekkert af FH. Þær voru hægar í gang en voru farnar að láta boltann rúlla hraðar og markvissar er leið á hálfleikinn. Eiga svo gæðaleikmenn í fremstu leikstöðum sem eru alltaf líklegar.

Staðan 2-1 í hálfleik. Heilar 45 mínútur af góðri skemmtun eftir.
45. mín MARK!
Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH)
Draumamark!

Helena Ósk nær forystunni fyrir FH!

Á geggjað vinstri fótar skot utan teigs sem flýgur uppp í fjærhornið. Óverjandi fyrir Írisi Dögg.
45. mín
Þarna eru Aftureldingarkonur heppnar!

Það er brotið á Margréti Sif úti á miðjum velli. Hún er eldfljót að taka aukaspyrnuna og spilar Birtu í gegn hægra megin áður en gestirnir ná að komast í skipulag. Birta er ein í teignum og reynir aftur skot á nær en í þetta skiptið ver Íris Dögg frá henni. Margrét Regína er svo mætt til baka í frákastið og hreinsar.
41. mín
Inn:Elena Brynjarsdóttir (Afturelding) Út:Anna Pálína Sigurðardóttir (Afturelding)
Afturelding þarf að gera breytingu á sínu liði vegna meiðsla. Anna Pálína búin að lenda í hnjaski tvívegis í leiknum og getur ekki haldið áfram. Elena kemur inn. Við þetta sýnist mér Sara fara aftur á miðjuna og Elena fremst á miðju.
38. mín
Aldís Kara tekur smá rispu með boltann. Virðist ætla fara framjá Sigrúnu en hún er seig og nær að vinna boltann þrátt fyrir að hafa verið tekin úr jafnvægi.
36. mín
Það koma tvö horn í röð upp úr krafsinu hjá FH og pressan í vítateig Aftureldingar verður ansi þung eftir það síðara. Baráttuglaðir Mosfellingar ná þó að lokum að hreinsa.
35. mín
VÁ!

Selma Dögg étur boltann af miðjumanni Aftureldingar. Tekur nokkrar snertingar í átt að marki og lætur vaða!

Hörkuskot en ekki síðri markvarsla hjá Írisi Dögg sem nær að slá boltann aftur fyrir í horn.
33. mín
Mikil barátta eftir jöfnunarmarkið. Hér á að selja sig dýrt.

Samira vinnur fyrsta hornið fyrir Aftureldingu. Sara Dögg tekur og reynir að snúa boltann í samúel fjær. Setur boltann þó aðeins yfir.

Sara var mögulega undir áhrifum frá stóru systur sinni sem skoraði tvö fyrir HK/Víking í fyrradag. Ágætis fætur í þeirri fjölskyldu!
28. mín MARK!
Birta Georgsdóttir (FH)
MARK!

Birta Georgs er búin að jafna leikinn fyrir FH. Var áræðin inn á teig hægra megin og negldi boltanum svo niður í nærhornið og inn!

Vel gert hjá Birtu.
25. mín
Titringur aftast hjá FH. Maggý með sendingu til baka á Anítu Dögg, ekki nógu föst sending og Aníta Dögg því ekki nógu fljót að losa. Darian nær að skjóta sér á milli og setja stóru tá í boltann en nær ekki að taka hann með sér og FH-ingar sleppa með skrekkinn.
21. mín
Og aftur fá FH-ingar horn. Margrét Sif setur boltann utarlega í teigin. Íris Dögg fer út í boltann, nær ekki að kýla hann alveg af hættusvæðinu svo hann dettur fyrir Selmdu Dögg sem beið við vítateigslínuna. Hún reynir skot sem fer í Önnu Pálínu sem steinliggur eftir.

FH-ingar kalla eftir vítaspyrnu. Fannst boltinn fara í höndina á Önnu. Sjálf hef ég ekki hugmynd um hvort eitthvað sé til í því þar sem það var leikmaður sem plantaði sér akkúrat í sjónlínuna.
18. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins. Margrét Sif setur boltann fyrir. Janet hreinsarn en FH-ingar eru dæmdar brotlegar.
15. mín
Gestirnir reyna að hamra járnið á meðan það er heitt. Hafrún Rakel með ágæta skottilraun langt utan af hægri kanti. Sá að Aníta Dögg var komin framarlega og reyndi að setja boltann yfir hana. Hann fór vissulega yfir hana, en líka örfínt yfir markið.
14. mín MARK!
Darian Elizabeth Powell (Afturelding)
Stoðsending: Hafrún Rakel Halldórsdóttir
MAAAARK!

Það er komið mark í leikinn og það er nýliðinn Darian Powell sem skorar það!

Jafnframt hennar fyrsta mark fyrir félagið. Afturelding átti aukaspyrnu við miðlínu. Settu háan bolta inn á teig. Ég held það hafi verið Hafrún Rakel sem átti skallann í átt að Powell sem var tilbúin á fjær og kom boltanum yfir línuna.
12. mín
FH-ingar virðast vera að ná að vinna sig betur inn í þetta eftir kröftuga byrjun gestanna.

Nú fá þær dæmda aukaspyrnu um 40 metrum frá marki eftir að boltinn fór í höndina á Margréti Regínu.

Margrét Sif reynir skot að marki úr spyrnunni en það er slakt og fer hátt yfir.
7. mín
Hætta í vítateig FH!

Samira á skot sem Aníta ver til hliðar frá markinu. Þar er Darian fljót að átta sig, vinnur frákastið og spilar boltanum út í teig. Þar ná fjölmennar FH-konur að hreinsa.
6. mín
Gestirnir hafa pressað vel þessar mínútur og vel spilandi FH-liðinu hefur ekki tekist að halda boltanum lengur en 2-3 sendingar.
3. mín
Hafrún Rakel sækir aukaspyrnu fyrir gestina, 30 metrum frá marki. Samira tekur spyrnuna. Reynir skot en þetta er hálfgerður æfingabolti hjá henni og boltin dettur ofan á þaknetið.
2. mín
Uppstilling Aftureldingar (4-3-3/4-5-1):

Íris

Inga Laufey - Janet - Sigrún Gunndís - Margrét Regína

Eydís Embla - Anna Pálína

Hafrún - Sara Dögg - Samira

Darian
1. mín
Leikur hafinn
Let's go!

Darian Powell spilar þessu af stað fyrir Aftureldingu sem leikur í átt að miðbæ Hafnarfjarðar.
Fyrir leik
Þá eru liðin klár í þetta. Voru leidd til vallar af þeim yngstu og efnilegustu úr röðum FH og eru að taka einn góðan hring áður en að fjörið verður flautað á.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Uppstillingu FH má reyndar sjá ef þú skrollar aðeins neðar.

Það vekur athygli að Eva Núra er skráð í liðsstjórn í liði heimakvenna. Hún hlýtur að vera meidd.

Hjá gestunum er Íris Dögg Gunnarsdóttir komin í markið. Hún leysir Birgittu Sól Eggertsdóttur af en hún meiddist í síðasta leik gegn ÍA. Þar fór Hafrún Rakel einnig meidd útaf en það eru gleðitíðindi fyrir Aftureldingu að hún hefur náð sér og getur tekið þátt í kvöld.
Fyrir leik
Nú eru aðeins 15 mínútur í leik og liðin að leggja lokahönd á sína upphitun. Aðstæður geggjaðar. Sól, blíða og DJ-inn í sumarfílíng.

Ef þú situr í sófanum þegar þú lest þetta - Drífðu þig þá af stað!

Fyrir leik
Um er að ræða leik í 9. umferð, lokaleik fyrri hluta móts.

FH-ingar sitja á toppi deildarinanr með 19 stig, stigi meira en Þróttur sem er í 2. sæti.

Afturelding er svo í 4. sæti með 13 stig. Liðið hefur verið á góðri siglingu að undanförnu og komið mörgum á óvart.

Það er bongó og fjórir leikir í Inkasso í kvöld. Ég hvet ykkur til að drífa ykkur á völlinn og fylgjast með gangi mála í hinum leikjunum í gegnum textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Aftureldingar í Inkasso-deild kvenna.

Íris Björk Eysteinsdóttir, dómari, flautar til leiks í Kaplakrika kl.19:15.
Byrjunarlið:
33. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Eydís Embla Lúðvíksdóttir ('56)
Margrét Regína Grétarsdóttir
4. Inga Laufey Ágústsdóttir
5. Janet Egyir
6. Anna Pálína Sigurðardóttir ('41)
9. Samira Suleman
10. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
16. Sara Dögg Ásþórsdóttir
19. Darian Elizabeth Powell
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)

Varamenn:
1. Birgitta Sól Eggertsdóttir (m)
8. Ólína Sif Hilmarsdóttir
11. Elena Brynjarsdóttir ('41)
14. Erika Rún Heiðarsdóttir
18. Ragnheiður Erla Garðarsdóttir ('56)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Krista Björt Dagsdóttir
24. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir
Vébjörn Fivelstad
Sigurjón Björn Grétarsson
Marsý Dröfn Jónsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: