Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Fylkir
0
1
Selfoss
0-1 Grace Rapp '75
19.07.2019  -  19:15
Würth völlurinn
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Bestu mögulegu aðstæður! Sól, léttskýjað og lítill sem enginn vindur.
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 520
Maður leiksins: Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Byrjunarlið:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir
Stefanía Ragnarsdóttir
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('65)
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('81)
8. Marija Radojicic
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir ('89)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir (f)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Sunna Baldvinsdóttir
13. Amy Strath
16. Kristín Þóra Birgisdóttir ('89)
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('81)
24. Lilja Vigdís Davíðsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Rakel Leósdóttir
Bryndís Arna Níelsdóttir
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Sigrún Salka Hermannsdóttir ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Selfoss er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna árið 2019 og það tryllist allt í stúkunni!Við óskum þeim til hamingju!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni
90. mín
+3

þetta er að fjara út
90. mín
+1 Fylkir þarf að setja allt í þetta núna!
90. mín
Fjórar mínútur í uppbót! Fáum við dramatík?
89. mín
Inn:Kristín Þóra Birgisdóttir (Fylkir) Út:Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Loka skipting Fylkis.
87. mín
Selfoss liðið er ekkert að flýta sér og taka allan þann tíma sem þær þurfa í öll atriði.

Sigrún Salka liggur eftir á grasinu. Hún virtist skalla boltann svona illa!
85. mín
Selfoss er 5 mínútum frá úrslitaleiknum. Fylkir virðast ekki líklegar sem stendur en maður veit aldrei!
81. mín
Þórdís Elva reynir langskot sem virðist fara aðeins af varnarmanni og Kelsey á ekki í neinum teljandi vandræðum með það.
81. mín
Inn:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir) Út:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Fylkir)
80. mín
Barbára kemst í fínt færi eftir fyrirgjöf en Cecilía er fljót út úr markinu og lokar á þetta og handsamar boltann!
77. mín
Hvernig svara Fylkir þessu marki?

Selfoss hafa verið ívið sterkari seinustu mínúturnar og voru að ógna mikið og uppskáru að lokum með marki!
75. mín MARK!
Grace Rapp (Selfoss)
Stoðsending: Anna María Friðgeirsdóttir
ÞARNA KOM MARKIÐ!!

Selfoss er komið yfir eftir að hafa unnið boltann eftir útkast hjá Cecilíu! Anna María keyrir svo upp að endamörkum og kemur með geggjaðan bolta með vinstri beint í svæðið þar sem Grace mætir og setur boltann af öryggi í hornið! 1-0 Selfoss!
74. mín
Inn:Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfoss í leiknum.
74. mín Gult spjald: Sigrún Salka Hermannsdóttir (Fylkir)
Of sein í Hólmfríði.
71. mín
Fylkir fá hreinlega gefins hornspyrnu og María mætir til að taka hana.

En þessi spyrna er of löng eins og fyrri daginn.
67. mín
Magdalena setur boltann skemmtilega í lappirnar á Hólmfríði sem er komin í ágætis færi en er of lengi að athafna sig og varnarmenn Fylkis komast fyrir þetta og bjarga. Það hefur ekki vantað færin hjá Hólmfríði.
66. mín
Ég trúi ekki öðru en að það styttist í markið. Bæði lið skiptast á að sækja og færast nær og nær markinu.
65. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
Kjartan vill sprengja þetta aðeins upp og setur Bryndísi inn
63. mín
Þetta er hörku seinni hálfleikur!

Magdalena rís hæst í teignum núna og nær skallanum sem fer í varnarmann og aftur fyrir í horn.

Spyrnan frá Önnu er fín en Cecilía kemur út og kýlir boltann í burtu!
61. mín
Marija kemur með geggjaðan bolta bakvið vörnina í hlaupið hjá Berglindi Rós sem að rennir boltanum eftir jörðinni fyrir markið en það er bara enginn leikmaður Fylkis mættur í boxið! Þarna áttu þær að fylgja með það þurfti ekki nema smá snertingu á boltann til þess að hann færi inn!
60. mín
ÚFF!! Cecilía með frábæra markvörslu eftir að Hólmfríður Magnúsdóttir var bara allt í einu komin ein í gegn eftir stungusendingu! Ída Marín spilaði hana réttstæða

Hólmfríður hefði getað farið nær en Cecilía varði þetta virkilega vel!
59. mín
Samkvæmt tölum frá miðasölu eru 520 manns á vellinum.
58. mín
"Bikarinn í Árbæinn" Syngur stúkan hjá Fylki.

Selfyssingar eru að henda í "Ef þú ert Selfyssingur gef mér klapp" sem er klassík.
55. mín
Sigrún Salka rennur þegar hún tekur á móti boltanum og Hólmfríður hirðir boltann upp á miðjunni og reynir að ná skot að marki en það fer beint í varnarmann.
52. mín
Hulda Hrund reynir skot núna sem fer af varnarmanni og beint í fangið á Kelsey. Þessi seinni hálfleikur byrjar vel!
51. mín
Færi á báða bófa núna! Barbára er allt í einu komin á fleygiferð og í fínasta færi eftir seindingu í gegnum vörn Fylkis. Skot hennar er hinsvegar ekki nógu gott og fer framhjá markinu.
50. mín
HÖRKUFÆRI!!!

Marija Radojicic er í hörku skallafæri eftir frábæra fyrirgjöf frá Huldu en skallinn hennar hittir ekki markið!
48. mín
Aukaspyrna frá Önnu Maríu inn á teiginn og hver er mætt? Jú Hólmfríður Magnúsdóttir en hún nær ekki til boltans og rétt missir af honum aftur fyrir. Kæmi mér lítið á óvart ef að Hólmfríður skorar eftir fast leik atriði í dag.
46. mín
Ída Marín vinnur horn strax í upphafi síðari hálfleiks eftir baráttu við Önnu Maríu.

Spyrnan frá Maríu fer inn á miðjan teiginn þar sem Hólmfríður hreinsar frá!
46. mín
Þetta er komið af stað á ný! Vonandi fáum við mörk í þennan seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Ég rölti aðeins um stúkuna og hitti nokkra góða menn! Steini þjálfari Blika er mættur að fylgjast með og Friðgeirsvaktinn er að sjálfsögðu í stúkunni en hans konur í KR eiga leik á morgun við Þór/KA í hinum undanúrslita leiknum!

UPDATE: Það er búið að fylla á hamborgara birgðarnar!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Árbænum og það er enn markalaust!

Það er svo heitt hérna í boxinu að við ætlum að skjótast í skugga, við sjáumst í seinni hálfleik!
45. mín
Selfoss fá hornspyrnu!

Þetta er ekki deja vu... En Anna María kemur með boltann inn á miðjan teiginn og jú Hólmfríður Magnúsdóttir á skalla en hann fer yfir markið.
45. mín
tvær mínútur í uppbótartíma.
42. mín
Hamborgarnir og Pizzurnar eru búnar á Fylkis velli. Ekki veit ég hvort þau hafa búist við svona fáum eða þá bara allir hafa fengið sér að borða í fyrri hálfleik. Það er eiginlega afspyrnu dapurt að birgðirnar klárist í fyrri hálfleik í sjoppunni heyrist hjá einum af starfsmönnum Fylkis.
41. mín
Karítas fékk höfuðhögg og leikurinn er stöðvaður á meðan sjúkraþjálfarinn skoðar hana og metur. Þetta lítur ekki vel út héðan úr blaðamannaboxinu.

Hún er samt staðinn upp og labbar sjálf af velli. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt.
41. mín
magdalena reynir níuna skot með vinstri en nær ekki krafti í það og Cecilía grípur það auðveldlega.
40. mín
Bergrós reynir skot af löngu færi en það var aldrei líklegt því miður!
39. mín
Hólmfríður skorar með góðu slútti en er réttilega dæmd rangstæð!
36. mín
Hólmfríður fer illa með Kyra út á hægri vængnum og keyrir svo inn á teig en varnarmenn Fylkis ná að tækla boltann aftur fyrir í horn.

Föstu leikatriði gestanna hafa verið hættuleg í þessum leik! Fylkir skallar hinsvegar þennan bolta frá.
33. mín
Hólmfríður tekur nokkra leikmenn á og er við það að koma sér í fínt skot þegar Ída tæklar fyrir skotið og Fylkir vinna boltann.
31. mín
Það er nánast ekki líft í fjölmiðlaboxinu svo mikill er hitinn þegar sólinn skín svona beint inn!

Selfoss liðið virðist vera taka völdin á þessum leik! Þær hafa ógnað mikið síðustu mínútur.
28. mín
ÞÆR BJARGA Á LÍNU!!!!

Anna kemur með geggjaðan bolta á fjærstöngina beint á kollinn á Hólmfríði sem á góðan skalla sem Cecilía ver beint út í teiginn þar nær Barbára að pota boltanum undir Cecilíu en mér sýndist það vera fyrirliðinn Berglind Rós sem hreinega bjargaði á línu þarna!! Þetta var tæpt
28. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á fínum stað. Anna María ætlar að taka hana eins og öll önnur föst leikatriði
27. mín
Fylkir með flott spil, boltinn fer út á vinstri kantinn á Huldu sem að keyrir inn á völlinn og setur sig í smá ógöngur en nær þó að koma boltanum frá sér að lokum. Þær taka einn þríhyrning svo hún og Þórdís áður en Þórdís hleður í skot með vinstri sem fer framhjá markinu.
26. mín
Núna fá Fylkir aukaspyrnu sem þær taka stutt og það rennur hreinlega bara út í sandinn. Þetta var alls ekki vel útfærð aukaspyrna.
24. mín
Selfoss fær aukaspyrnu út á vinstri vængnum, Anna María ætlar að taka spyrnuna.

Cecilía er eins og drottning í ríki sínu og svífur hátt yfir allar aðrar og grípur boltann.
21. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Ída Marín kemur með geggjaðan sprett upp hægri vænginn og ennþá betri fyrirgjöf! Boltinn endar hjá Stefaníu sem er inn í markteig í baráttu við varnarmann og nær ekki að hitta boltann almennilega en Kelsey ver engu að síður vel í markinu!

Stefanía átti að gera betur þarna.
21. mín
Þóra Jónsdóttir reynir skot af mjög löngu færi og það fer yfir markið. Við gefum samt alltaf kredit fyrir skot tilraun.
18. mín
Þórdís Elva reynir skot af ágætis færi en það fer beint í fangið á Kelsey í markinu!
16. mín
Hún þarf ekki mikinn tíma hinsvegar hún Hólmfríður! Fær boltann núna út á vinstri kantinum og kemur með STÓRHÆTTULEGA fyrirgjöf sem að Fylkis vörninn nær að hreinsa á síðustu stundu í horn.

Anna María kemur með frábæran bolta inn í teiginn beint á kollinn á Hólmfríði en skallinn hennar er slakur og fer framhjá markinu!
15. mín
Fylkir hefur byrjað betur fyrstu 15 mínúturnar. Hólmfríður hefur ekki enn komist í takt við leikinn.
12. mín
Frábær sending frá Mariju inn á boxið þar sem Hulda Hrund er skuggalega ein og nær fínum skalla á markið sem að Kelsey ver og handsamar að lokum!
11. mín
Sendi batakveðjur á Chloe sem meiddist illa í sumar og sleit krossband í leik hjá Fylki og er kominn heim til Frakklands að jafna sig eftir aðgerð á hnénu. Ég veit hún er að fylgjast með sínum gömlu liðsfélögum.
9. mín
Karítas eltir Stefaníu upp og hendir í eitt stykki frábæra tæklingu og nær að stoppa hana í upphlaupi sínu!
6. mín
Fylkis liðið hafa ógnað aðeins fyrstu mínúturnar. Reyna núna langan bolta inn fyrir vörnina en hann skýst áfram á blautu grasinu og í hendurnar á Kelsey.
4. mín
Fylkir að ógna!!

Frábært spil upp hægri vænginn sem endar með fyrirgjöf meðfram jörðinni en Selfoss koma boltanum aftur fyrir á síðustu stundu og Fylkir fær horn!

María Björg tekur hornið en það er skelfilegt því miður fyrir Fylki og fer yfir allan pakkan og aftur fyrir hinum megin.
2. mín
Tæklingar og læti hérna á upphafs mínútunum! Bæði lið greinilega klár í þessa baráttu!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON!! Það eru Fylkir sem að byrja með boltann og sækja í átt að Sundlauginni.

Það er frábær stemning á vellinum, trommurnar mættar og fólk tekur vel undir!

Þetta verður geggjaður leikur og er farmiðinn í stærsta leik ársins fyrir sigurvegarann eða sjálfan Bikar úrslita leikinn.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks og vallarþulurinn Viktor Levke kynnir leikmenn til leiks!

Ég hvet fólk til þess að taka þátt í leiknum með hashtagginu #fotboltinet á Twitter! Það gerir leikinn einfaldlega skemmtilegri.
Horfi sterklega til manna eins og Magga Peru þar!
Fyrir leik
Við stijum hérna 4 saman í blaðamannastúkunni og hún er höfð opin til að pína okkur! Hamborgara lyktinn svífur um loftið og beint inn til okkar og við komumst ekki frá til að ná okkur í eitt gómsætt stykki þar sem leikurinn er að hefjast. Annars er allt upp á tíu hérna.

Margir á bolnum í stúkunni svo geggjað er veðrið í kvöld. Það virðist vera aðeins betri mæting Selfoss megin í stúkunni.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl að hita upp og það er BONGÓ, það er eiginlega alltof gott veður.

Heyrði að það væri Rúta á leið frá Selfoss og hálft bæjarfélagið væri á leiðinni á völlinn samkvæmt heimildum úr stúkunni.
Fyrir leik
Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir er orðin leikmaður Fylkis en hún kemur einmitt frá liði Selfoss. Hún fær hinsvegar ekki leikheimild fyrr en á morgun svo hún situr í stúkunni í kvöld.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Hjá Fylki byrjar fyrirliðin Berglind Rós Ágústsdóttir en það var ekki víst hún myndi ná þessum leik og er það mikið fagnaðarefni og styrkur fyrir Fylki að hún sé heil.

Hólmfríður Magnúsdóttir er að sjálfsögðu á sínum stað í liði Selfoss. Hún hefur verið nánast óstöðvandi í síðustu leikjum og treystir heilt bæjarfélag á að hún eigi risa leik í kvöld til að koma Selfoss í úrslit Mjólkurbikarsins.
Fyrir leik
Ég er mættur á Wurth Völlinn og það er öllu tjaldað til! Það er hoppukastali, það verða grillaðir hamborgarar og Viktor Levke er á vallarþulur í kvöld. Það gerist einfaldlega ekki betra en þetta!

Veðrið í kvöld er einnig til fyrirmyndar það er vel heitt, léttskýjað og blæs lítið sem ekkert! Svo það er enginn afsökun að mæta ekki á þennan hörkuleik á föstudagskvöldi.
Fyrir leik
Leið liðanna í þennan undanúrslitaleik:

Fylkir kom öllum á óvart í 16-liða úrslitum og slógu út ríkjandi Íslands og bikarmeistara Breiðabliks 1-0 í leik þar sem þær fengu aðeins 1 alvöru færi og skoruðu úr því. Í 8-liða úrslitum fóru þær fremur auðveldlega áfram með 0-6 útisigr á Inkasso liði ÍA.

Selfoss þurfti heldur betur að hafa fyrir hlutunum í 16-liða úrslitum gegn Stjörnunni. En að lokum fóru þær með 3-2 úti sigur af hólmi í framlengingu. Í 8-liða úrstlium mættu þær liði HK/Víkings og sigruðu þær 2-0 á heimavelli.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá undanúrslitum Mjólkurbikar kvenna þar sem við eigast Fylkir og Selfoss.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Wurth Vellinum í Árbænum.
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir ('74)
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir
9. Halla Helgadóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('74)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: