KR
2
0
Þór/KA
Ásdís Karen Halldórsdóttir '57 1-0
Betsy Doon Hassett '83 2-0
20.07.2019  -  14:00
Meistaravellir
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Það blæs létt en sólin skín og völlurinn lítur frábærlega út!
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Gloria Douglas (KR)
Byrjunarlið:
29. Ingibjörg Valgeirsdóttir (m)
3. Ingunn Haraldsdóttir (f)
4. Laufey Björnsdóttir
7. Guðmunda Brynja Óladóttir ('63)
8. Katrín Ómarsdóttir
10. Betsy Doon Hassett
11. Ásdís Karen Halldórsdóttir
14. Grace Maher
16. Lilja Dögg Valþórsdóttir ('90)
21. Tijana Krstic
24. Gloria Douglas

Varamenn:
23. Birna Kristjánsdóttir (m)
2. Kristín Erla Ó Johnson ('90)
3. Sandra Dögg Bjarnadóttir ('63)
9. Hlíf Hauksdóttir
20. Þórunn Helga Jónsdóttir
22. Íris Sævarsdóttir

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Hugrún Lilja Ólafsdóttir
Guðlaug Jónsdóttir
Gísli Þór Einarsson
Ragna Lóa Stefánsdóttir
Bjartey Helgadóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Arnar hefur flautað þennan leik af og KR er komið í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna árið 2019 þar sem þær mæta Selfoss!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Inn:Kristín Erla Ó Johnson (KR) Út:Lilja Dögg Valþórsdóttir (KR)
+1
90. mín
Karen María reynir skot sem fer beint á Ingibjörgu í markinu.
90. mín
Við erum mætt í uppbótartíma og hann er svo mikið sem 2 mínútur.
88. mín
Þór/KA fær hornspyrnu!

Þórdís Hrönn ætlar að taka hana, Ingibjörg slær boltann út í teiginn beint á Mariu Gross sem reynir sot en KR bjarga á línu!!!

Þór/KA fá aðra hornspyrnu en sú rennur út í sandinn.
86. mín
Gloria er búin að vera frábær í dag og ógnar trekk í trekk á hægri kantinum!
85. mín
Það eru fimm mínútur eftir, KR er 5 mínútum frá úsrlitaleiknum!
83. mín MARK!
Betsy Doon Hassett (KR)
Stoðsending: Ásdís Karen Halldórsdóttir
VÁVÁVÁVÁ!!!


Þetta var sturlaðððððð mark hjá Betsy. H'un fær boltann skoppandi hægra megin í teignum og tekur hann á lofti yfir Bryndísi í markinu og beint í fjærhornið! Geggjað mark hjá Betsy og KR virðist vera á leið í úrslitaleikinn!
80. mín
Spyrnan frá Ásdísi fer beint í fangið á Bryndísi!

Það eru tíu mínútur eftir.
80. mín Gult spjald: Hulda Björg Hannesdóttir (Þór/KA)
Brýtur á Ásdísi og reiðist snögglega þegar dómarinn dæmir aukaspyrnu. Fær að launum gult spjald.
78. mín
GEGGJUÐ TÆKLING!!!

Bianca kemur með sturlaðan bolta í gegnum vörn KR í hlaupið hjá Maríu sem er kominn í dauðafæri og mundar skotfæotinn. Ingunn kemur þá á fleygiferð og tæklar fyrir skotið og Þór/KA fá horn.

Þessi tækling var GEGGJUÐ!

Ingibjörg grípur svo hornspyrnuna.
75. mín
Gloria er búin að vera frábær í dag! Hún á núna skalla eftir auakspyrnu sem fer beint á Bryndísi í markinu.
73. mín
Sandra Dögg reynir skot fyrir utan teig sem fer yfir markið.

Jæja það eru 17 mínútur eftir. Er Þór/KA að fara koma til baka eða er KR á leið í úrslitaleikinn!
70. mín
Þór/KA fá hornspyrnu en Grace liggur á miðjum vellinum. Hún stendur samt upp að lokum og Andrea getur tekið spyrnuna. KR ná hinsvegar að verjast þessu öllu saman!
69. mín
Inn:Jakobína Hjörvarsdóttir (Þór/KA) Út:Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
67. mín
Þórdís Hrönn vinnur aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi KR.

Hörkuspyrna frá Andreu Mist í hornið en Ingibjörg var með þetta og ver í horn. Sandra Mayor nær svo skallanum eftir hornspyrnuna en hann fer aftur fyrir markið.
63. mín
Inn:Sandra Dögg Bjarnadóttir (KR) Út:Guðmunda Brynja Óladóttir (KR)
Sandra Dögg kemur inn á fyrir Gummu. En Gumma er að koma til baka eftir meiðsli.
61. mín
Stórstjörnuvaktinn!

Hrafnhildur Agnarsdóttir A.k.A Hreffíe er mætt að fylgjast með liði sínu KR! Vélbyssukjafturinn og twitter sensationið eins og Bö vélin kallar hana er mætt alla leið frá Danaveldi.
60. mín
Hvernig svara Þór/KA þessu marki? Þær hafa strax fært sig aðeins framar á völlinn en það yrði mikið áfall fyrir þær að tapa þessum leik þar sem þær voru taldar líklegastar til að vinna keppnina af þessum síðust 4 liðum.
59. mín
Ingibjörg með lélegt spark frá marki beint í fæturnar á Andreu Mist sem reynir skot sem fer af varnarmanni og Þór/KA fá horn. Þær taka það stutt og Þórdís Hrönn reynir svo fyrirgjöf en KR hreinsa frá.
57. mín MARK!
Ásdís Karen Halldórsdóttir (KR)
Stoðsending: Gloria Douglas
KR ER KOMIÐ YFIR!!

Þær keyra hratt fram völlinn þar sem Katrín Ómarsdóttir fær hann á miðjum vellinum og setur boltann út í hlaupið hjá Gloriu. Hún keyrir á Láru í vörninni og fer framhjá henni áður en hún leggur boltann inn á markteig þar sem Ásdís Karen klárar færið af öryggi og staðan er 1-0 !
55. mín
Ásdís veri öflug í upphafi síðari hálfleiks. Hún keyrir núna á Biöncu og reynir skot en rennur til á vellinum og skotið fer langt yfir markið!
53. mín
KR fá aðra hornspyrna sem Ásdís tekur líkt og aðrar spyrnur í leiknum!

Spyrnan er fín og nær Ingunn skallanum en tímasetninginn var ekki alveg rétt og skallinn eftir því!
53. mín
Gloria Douglas vinnur hornspyrnu fyrir KR.

Ásdís og Betsy stilla sér upp við hornfánann. Ásdís tekur spyrnuna beint inn á teiginn en boltinn fer í gegnum alla þvöguna og út fyrir í innkast.
Lettur banter
49. mín
karen María kemur með góðan bolta inn á tieginn sem að Laufey skallar aftur fyrir og Þór/KA fá hornspyrnu!

Þær taka spyrnuna stutt og koma svo með fyrirgjöf sem endar beint í fanginu á Ingibjörgu.
48. mín
Ásdís Karen er við það að sleppa í gegn eftir smá mistök í vörn Þór/KA en Hulda björg bjargar því!

Boltinn endar svo hjá Tijönu á miðjum vallarhelmingi Þór/KA og hún reyndi bara skot sem endaði ofan á þaknetinu.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafin!

Það er byrjað að hörkurigna hérna, það mun gera leikinn ennþá skemmtilegri!
45. mín
Inn:María Catharina Ólafsd. Gros (Þór/KA) Út:Heiða Ragney Viðarsdóttir (Þór/KA)
45. mín
Hálfleikur
Stórstjörnuvaktinn er mætt!

Það eru þvílíkar kannónur á svæðinu!
Bojana fyrrum þjálfari Kvennaliðs KR er mætt, Pálmi Rafn og Atli Sigurjóns leikmenn karlalið KR eru mættir og gott ef mér sýndist ekki Gígja kærasta Atla sitja með honum en húns pilar með HK/Víking.
Svo er kóngurinn sjálfur Gummi Ben mættur á meistaravelli!
Ekki má gleyma heldur Bö vélinni en Maggi Bö er eins og flest allir vita vallarstjóri KR
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í mjög svo skemmtilegum leik þrátt fyrir að það sé en markalaust.

Sandra Mayor er að láta Arnar Þór heyra það á miðjum vellinum og skal engan undra þar sem hún átti augljóslega að fá víti!

Ég vona að við fáum mark í þetta í seinni hálfleik! Hingað til hefur þessi leikur verið mjög hraður og skemmtilegur
44. mín
ÞÓR/KA VILJA VÍTI!!!

Það er brotið á Söndru Mayor inn í teig eftir að boltinn er skallaður yfir vörnina er Mayor við það að komast í færi en er klippt niður. Arnar Þór segir bara nei nei, en héðan úr blaðamannastúkunni virkaði þetta sem pjúra víti!

Sterk Lykt af þessu heyrist í Jóhanni blaðamanni MBL
43. mín
Karen María tekur sprett og snýr svo af sér varnarmann fyrir utan teiginn með skemmtilegum snúninginn og reynir skot en það er máttlaust og skoppar í hendurnar á Ingibjörgu í markinu.
40. mín
Ásdís vinnur horn fyrir KR eftir hörkubaráttu í teig Þór/KA!

Hún vinnur boltann af Láru Kristínu og reynir svo fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og í hliðarnetið.

Ásdís tekur spyrnuna sjálf en Þór/KA ná að hreinsa í innkast.
37. mín
KR fá aukaspyrnu sem Laufey tekur upp í hornið á Ásdís Karen. Hún kemur með boltann fyrir beint á kollinn á Guðmundu sem að skallar hann inn á miðjan teiginn, Katrín Ómars tekur skemmtilega við honum og ætlar að reyna toppa markið sitt í fyrra með bakfallsspyrnu en hún hittir boltann illa og langt framhjá!

Skemmtilegt samt gef Katrínu það
36. mín
Lára Kristín kemur með sturlaðan bolta yfir vörnina hjá KR í hlaupið hjá Söndru Mayor sem að nær skotinu undir Ingibjörgu og boltinn rúllar eftir línunni en Sandra er að lokum dæmdt rangstæð.
34. mín
Stórhættuleg spyrna frá Þórdísi sem fer í gegnum allan pakkan og á fjær þar sem Bianca nær boltanum og setur hann aftur inn á boxið þar sem Hulda mætir og reynir skalla en beint í fangið á Ingibjörgu.
34. mín
Þór/KA fær hornspyrnu eftir hættulega fyrirgjöf frá Kareni sem að Laufey hreinsar frá á markteignum og á endanum skalla KR aftur fyrir í horn.
30. mín
Ingibjörg er búin að vera öryggið uppmálað í markinu í fyrri hálfleik og er að koma út í allar stungusendingar og hirða þær!
27. mín
Stúkan að taka við sér og það ómar "KR" um allan Vesturbæinn.

Það vantar svona alvöru færi í þennan leik höfum fengið nokkur hálffæri en bæði lið hafa varist vel hingað til!
24. mín
KR fær aukaspyrnu sem þær taka beint inn á teig en Þór/KA skallar boltann frá.

Ragna og Jóhannes Karl eru bæði staðin upp og standa fyrir utan varamannaskýlið hjá KR og ræða málin. Donni er líka staðinn upp sýnist hann vera að spóka sig aðeins í sólinni.
21. mín
Þór/KA vinnur aðra hornspyrnu. Þær eru að fara mikið upp hægra megin á vellinum. Mögulega uppleggið hjá Donna?

Þórdís er mætt til að taka hornið, spyrnan er stórhættuleg en Katrín skallar boltann frá.
19. mín
Grace Maher reynir ágætis skot með vinstri af löngu færi en það fer beint á Bryndísi í markinu!
17. mín
GEGGJAÐ ÚTHLAUP!!

Andra Mist kemur með frábæran snúning og geggjaða sendingu innfyrir vörn KR á Huldu Ósk en Ingibjörg mætir á fleygiferð og handsamar knöttinn á síðustu stundu! Geggjað úthlaup.
15. mín
Fyrirgefðu Lilja en þessi klobbi frá Mayor var rosalegur og hún skilur Lilju eftir áður en hún kemur með fyrirgjöf sem KR vörnin nær að hreinsa frá.
13. mín
Boltinn skoppar fyrir Tijönu fyrir utan teiginn sem reynir skot í fyrsta með vinstri en það fer framhjá!
10. mín
Gloria Douglas í fínasta færi en hún hittir boltann bara ekki almennilega með enninu og skallinn rennur aftur fyrir markið!

KR eru að byrja mjög sterkt á fyrstu 10 mínútum leiksins.
8. mín
Þessi leikur byrjar af miklum krafti og liðin skiptast á að sækja. Þór/KA vinna aðra hornspyrnu eftir að Tijana nær að tækla boltann aftur fyrir eftir fyrirgjöf frá Huldu Ósk.

Spyrnan skoppar inn á miðjan teiginn en KR hreinsa og bruna fram í skyndisókn.
6. mín
Guðmunda vill fá víti þegar hún nær skalla á markið!

Hún gerði mjög vel í að vinna sig framfyrir Bianca inn í teignum mog ná skalla á markið úr fínu færi en hann var laus og Bryndís ver hann auðveldlega. Það var aðeins togað í Gummu en ég veit ekki hvort þetta sé nóg til að vera vítaspyrna!
5. mín
Þór/KA fær hornspyrnu sem Þórdís Hrönn ætlar að taka.

Spyrnan fer á fjær þar sem Bianca á skalla í varnarmann. KR ná að hreinsa að lokum.
4. mín
KR er að spila 4-3-3 á meðan Þór/KA spilar 3-5-2.
2. mín
Mayor strax að ógna en Kr vörnin gerir vel í að stoppa hana í þetta skiptið!

Það eru þvílík læti í stúkunni "Þór/KA" og "KR" heyrist til skiptist! Þetta líst mér vel á!
1. mín
Leikur hafinn
GAME ON! Þór/KA byrja með boltann og sækja í átt að KR-heimilinu í fallegum appelsínugulum treyjum.
Fyrir leik
Leikmenn eru mættir út á völl og það styttist í að Arnar flauti þennan leik á!

Selfoss vann sér sæti í úrslitaleiknum með sigri á Fylkir í gær. Spurninginn er, verðiur það KR eða Þór/KA sem að mæta þeim í úrslitaleiknum!
Fyrir leik
Vallarþulurinn les upp liðin af mikilli innlifun, frábær frammistaða hjá henni!

Það eru margir komnir frá Akureyri á þennan leik! Það er alla vega klappa vel ´istúkunni þegar vallarþulur las upp lið Þór/KA!
Fyrir leik
Bæði lið eru mætt út á völl að hita upp ásamt dómaratríóinu sem er að taka kröftuga upphitun í fáranlega góðum takti!

Ég ætla rétt að vona að fólk mæti á þennan leik! Þetta verður algjör hörkuleikur og veðrið er upp á 10 svo það er enginn afsökun að mæta ekki!

Svo er alltaf gaman þegar fólk tekur þátt í leiknum á Twitter með hashtagginu #fotboltinet
Fridgeirsvaktinn med allt a hreinu
Fyrir leik
Ég ræddi aðeins við Donna meðan hann spókaði sig í sólinni út á velli áðan. Hann býst við erfiðum leikog hrósaði til að mynda Gloriu Douglas hjá KR og sagði hana virkilega góðan leikmann.

Veðrið í dag er til fyrirmyndar! Það er glampandi sól og það blæs létt.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar!

Guðmunda Brynja Óladóttir er í byrjunarliði KR en hún hefur verið að ná sér af meiðslum sem hún hlaut í leiknum á móti Tindastól í 8-liða úrslitum.

Sandra Mayor er að sjálfsögðu í byrjunarliði Þór/KA en Arna Sif Ásgrímsdóttir er tognuð aftan í kálfa. Hún er skráð á bekkinn en ég efast um að hún sé klár til að spila.
Fyrir leik
Leið liðanna í undanúrslit:

KR hafa ekki verið að skora mikið í sínum bikarleikjum en þær hafa verið að halda hreinu og hafa ekki enn fengið mark á sig í bikarnum. Þær slógu út lið Keflavíkur 1-0 í Keflavík í 16-liða úrslitum og slógu svo út inkasso lið Tindastóls á heimavelli 1-0 í 8-liða úrslitum.

Þór/KA fengu fremur auðvelda viðureign í 1-liða úrslitum þegar þær mættu liði Völsungs. Sá leikur endaði 7-0 og var aldrei í hættu. Í 8-liða úrslitum mættu þær hinsvegar Val á heimavelli fyrir norðan og unnu þar gríðarlega sterkan 3-2 sigur og sýndu öll þau gæði sem liðið hefur upp á að bjóða í þeim leik.
Fyrir leik
Góðan Daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna þar sem við eigast lið KR og Þór/KA.

Leikið er á Meistaravöllum í Vesturbæ og hefst leikurin klukkan 14:00
Byrjunarlið:
Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir
4. Bianca Elissa
8. Lára Einarsdóttir
8. Andrea Mist Pálsdóttir
9. Sandra Mayor
9. Karen María Sigurgeirsdóttir
10. Lára Kristín Pedersen
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('69)
24. Hulda Björg Hannesdóttir
25. Heiða Ragney Viðarsdóttir ('45)
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Rut Matthíasdóttir
3. Anna Brynja Agnarsdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
16. Jakobína Hjörvarsdóttir ('69)
17. María Catharina Ólafsd. Gros ('45)
19. Agnes Birta Stefánsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Andri Hjörvar Albertsson (Þ)
Ágústa Kristinsdóttir
Saga Líf Sigurðardóttir
Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir
Einar Logi Benediktsson
Haraldur Ingólfsson

Gul spjöld:
Hulda Björg Hannesdóttir ('80)

Rauð spjöld: