Norðurálsvöllurinn
föstudagur 19. júlí 2019  kl. 18:00
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: 15 gráður, sól og smá vindur. Toppaðstæður!
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Vigdís Edda Friðriksdóttir
ÍA 1 - 2 Tindastóll
María Dögg Jóhannesdóttir , Tindastóll ('57)
1-0 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('81)
1-1 Murielle Tiernan ('87)
1-2 Murielle Tiernan ('93)
Byrjunarlið:
12. Aníta Ólafsdóttir (m)
0. Aníta Sól Ágústsdóttir
0. Dagný Halldórsdóttir
0. Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('33)
3. Andrea Magnúsdóttir
6. Eva María Jónsdóttir
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('84)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
20. Sandra Ósk Alfreðsdóttir ('70)

Varamenn:
12. María Mist Guðmundsdóttir (m)
4. Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir
6. Ásta María Búadóttir
9. Erna Björt Elíasdóttir
15. Klara Kristvinsdóttir ('70)
16. Veronica Líf Þórðardóttir ('84)
18. María Björk Ómarsdóttir ('33)
19. Anna Þóra Hannesdóttir

Liðstjórn:
Hjördís Brynjarsdóttir
Anna Sólveig Smáradóttir
Skarphéðinn Magnússon (Þ)
Heiðrún Sara Guðmundsdóttir
Aron Ýmir Pétursson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@sarakristinv Sara Kristín Víðisdóttir
95. mín
Ég fæ það síðan staðfest hver skoraði seinna markið fyrir Tindastól og kem því til skila1
Eyða Breyta
94. mín Leik lokið!
Þvílík endurkoma hjá Tindastól!
Eyða Breyta
93. mín MARK! Murielle Tiernan (Tindastóll ), Stoðsending: Jacqueline Altschuld
Ertu ekki að grínast!? þvílíkar senur! Geggjuð hornspyrna hja Jacqueline og það var Murielle sem stangaði boltann í netið!
Eyða Breyta
92. mín
Tindastóll fær hornspyrnu!
Eyða Breyta
90. mín
Klara Kristvinsdóttir á skot langt utan af velli sem endar í slánni, María Björk er hársbreidd að ná í boltann í frákastinu en Lauren gerir vel í markinu og grípur boltann
Eyða Breyta
87. mín MARK! Murielle Tiernan (Tindastóll ), Stoðsending: Jacqueline Altschuld
Barátta eftir hornspyrnu. Tindastólsstúlkur eru búnar að berjast virkilega vel en þetta kom eins og þruma úr heiðskýru lofti
Eyða Breyta
86. mín
Vá! Þvílík varsla!! vMurielle sleppur ein í gegn en Aníta les skotið hennar virkilega vel og ver í horn.

Svakalegar loamínútur sem við erum að fá!
Eyða Breyta
84. mín Veronica Líf Þórðardóttir (ÍA) Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Erla búin að vera virkilega góð í leiknum. Bara verið að fá ferska fætur inn
Eyða Breyta
81. mín MARK! Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Það hlaut að koma að því! María byrjar að eiga skot sem Lauren vel, síðan á Bryndís skot sem Lauren vel á frábærlega svo í þriðju tilraun kemur Erla Karítas boltanum yfir línuna
Eyða Breyta
80. mín
Svakalegur sprettut hjá Maríu. Hún byrjar á því að klobba Laufeyju og kemur sér svo upp að endalínu þar sem hún á fína fyrirgjöf sem enginn nær að pota inn fyrir línuna
Eyða Breyta
79. mín
Það er stórsókn hjá Skaganum núna! Þær fá hornspyrnu en ná ekki að nýta hana en boltinn berst á Fríðu sem á fínt skot en Lauren ver vel í markinu
Eyða Breyta
78. mín
María Björk kemst ein á móti markmanni en Lauren ver virkilega vel
Eyða Breyta
77. mín
Langt innkast hjá ÍA og Bryndís virðist vera toguð niður í teignum en enn og aftur er ekkert dæmt.
Eyða Breyta
76. mín
Skagastúlkur eru augljæoslega virkilega hungraðar í mark! Þær eiga skot en Bryndís Rut hendir sér fyrir það og Skaginn fær horn.

Ekkert verður reyndar úr þeirri hornspyrnu
Eyða Breyta
74. mín Bergljót Ásta Pétursdóttir (Tindastóll ) Hrafnhildur Björnsdóttir (Tindastóll )
Bergljót kemur inn á miðjuna fyrir Hrafnhildi
Eyða Breyta
70. mín Klara Kristvinsdóttir (ÍA) Sandra Ósk Alfreðsdóttir (ÍA)
Klara kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Söndru
Eyða Breyta
70. mín
ÍA fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig hægra meginn. Fríða með frábæran bolta meðfram jörðinni en engin Skagastúlka nær að reka stóru tánna í boltann.

ÍA að færast nær og nær markinu
Eyða Breyta
67. mín
ÍA á virkilega gott spil upp vinstri kantinn þar sem María Ósk kemur boltanum fyrir. Það munar ekki miklu að Erla Karítas reki tánna í boltann en Laufey Harpa er með virkilega góðan varnarleik og nær að vera á undan í boltann
Eyða Breyta
65. mín
Tindastóll fær hornspyrnu sem Skagastúlkur eru ekki í neinum vanræðum með að hreinsa frá
Eyða Breyta
61. mín Anna Margrét Hörpudóttir (Tindastóll ) Kolbrún Ósk Hjaltadóttir (Tindastóll )
Kemur inn á vinstri kannt þar sem Kolbrún var
Eyða Breyta
57. mín Rautt spjald: María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Hvað var María að pæla? Það er einhver barátta milli Maríu og Erlu Karítas þar sem María Dögg virðist brjóta á Erlu Karítas en María Dögg sparkar viljandi í Erlu Karítas þar sem Erla Karítas liggur í jörðinni. Magnús stóð líka slveg við þetta þar sem hann var búinn að dæma aukaspyrnu á fyrra brot Maríu Pjúra rautt spjald!
Eyða Breyta
56. mín
Bryndís á virkilega flottan sprett upp hægri kannt fyrir Tindastól en Anita á gott úthlaup og grípur boltann
Eyða Breyta
53. mín
Skaginn vill fá víti! Dómarinn dæmir ekkert. Þetta er í annað skiptið se Skaginn vill fá víti eftir viðskipti sín við Lauren í markinu. Ég er bara ekki nógu vel staðsett til þess að sjá almennilega hvort það var brotið á Bryndísi eða ekki
Eyða Breyta
49. mín
Fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik eru afar jafnar en engin færi enn sem komið er
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Heimakonur byrja þennan seinni hálfleik
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Fínum fyrrihálfleik lokið þar sem liðin voru frekar jöfn.

Leiðinlegt að sjá Róbertu meiðast en hún gengur inn til búningsherbergi með klaka utan um ökklan og er studd af tveimur leikmönnum
Eyða Breyta
45. mín
Geggjaður bolti frá Laufey inn í boxið þar sem Vigdís tekur gott hlaup bak við vörn ÍA en setur boltan yfir. Algjört dauðafæri
Eyða Breyta
42. mín
Murielle á enn og aftur góðan sprett þar sem húnn kemst fram hjá tveimur varnarmönnum ÍA en hún kemst ekki framhjá Anítu Sól sem kemur boltanum í burtu
Eyða Breyta
36. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming ÍA, alveg út við hliðarlínuna. Spyrnan er samt skelfileg hjá Jacqueline og fer hún beint afturfyrir
Eyða Breyta
34. mín
Murielle er sloppin ein í gegn en Aníta lokar virkilega vel á hana og ver glæsilega. Tindastóll er að komast meira inn í leikinn þessa stundina
Eyða Breyta
33. mín María Björk Ómarsdóttir (ÍA) Róberta Lilja Ísólfsdóttir (ÍA)
Róberta er nánast borin út af og er ennþá í aðhlynningu. Þetta lítur bara alls ekki vel út! Vonum að þetta sé ekki neitt alvarlegt og óskum henni góðs bata!
Eyða Breyta
31. mín
Hér liggur Róberta eftir sárkvalinn. Virðist hafa fengið spark í ökklan. Lítur alls ekki vel út! Spurning hvort að þetta hafi átt að vera spjald
Eyða Breyta
30. mín
Virkilega góð sókn hjá ÍA, þær skipta frá vinstri kanti yfir á hægri þar sem Róberta tekur við honum og kemur honum æa Sigrúnu Evu sem á skotið sem fer í varnarmann Tindastóls og afturfyrir.

Ekkert verður úr horninu
Eyða Breyta
28. mín
Varnarmenn ÍA eru í smá vandræðum með Murielle. Í hvert skipti sem hún fær boltann myndast hætta. Í þetta skipti nær hún að gera sér fína stöðu en skotið hennar er beint á Anítu í markinu.

Liðin skiptast á að sækja hér fyrstu mínúturnar
Eyða Breyta
21. mín
Þarna munaði litlu að Andre skoraði sjálfsmark! Tindastóll fær hornspyrnu sem er meðfram jörðinni og útí teigin þar sem María Dögg tekur skotið en ÍA stúlkur ná að kasta sér fyrir boltann. Virkilega flott hornspyrna hjá Tindastólskonum.
Eyða Breyta
19. mín
Murielle notar allan styrkinn sinn og fer framhjá þremur varnarmönnum ÍA en missir boltann of langtfrá sér og fer hann aftur fyrir.
Eyða Breyta
10. mín
ÍA koma virkilega grimmar til leiks hér til að byrja með! Virðist vera mikil stemmning í liðinu.
Eyða Breyta
6. mín
Murielle gerir virkilega vel og kemur boltanum fyrir en Jacqueline nær ekki til boltans
Eyða Breyta
3. mín
Tindastóll fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig sem Jacqueline tekur og er hún beint inn í pakkann en rangstæða er dæmd
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Gestirnir byrja með boltann og eru með smá vind í bakið!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skarphéðinn Magnússon og Aron Ýmir Pétursson sem stýra Skagaliðinu í dag gera tvær breytingar frá frá tapinu gegn Augnabliki. Klara Kristvinsdóttir og Veronica Líf Þórðardóttir fara út og Andrea Magnúsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir koma inn.

Jón Stefán og Guðni Þór, þjálfarar Tindastóls gera eina breytingu frá sigurleiknum gegn ÍR. Krista Sól kemur út og Guðrún Jenný kemur inn.

Byrjunarliðin má síðan sjá hér til hliðar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Gaman verður að fylgjast Með Murielle Tiernan í liði Tindastóls í dag þar sem hún er markahæst í Inkasso deildinni.

Ég á von á virkilega skemmtilegum baráttu leik hér upp á Skaga í dag!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Skagastúlkum hefur gengið erfiðlega að skora eftir að Olla var fengin aftur í Val en hún var búin að vera á láni hjá ÍA í allt sumar.

Mikið hefur gengið á síðustu vikur hjá Skagaliðinu. Markmaður þeirra Tori Ornela þurfti að hætta að spila fyrir liðið. Þannig að Skagakonur hafa misst sinn helsta markaskorara og markmann sinn. Helena Ólafs var ekki sátt með umgjörðina uppi á Skaga svo hún ákvað að hætta með liðið eftir síðasta leik gegn Augnablik.

Áhugavert verður að sjá hvernig Skaginn mætir til leiks í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Tindastóll er í þriðja sæti með 15 stig en ÍA er í því sjöunda með 11 stig líkt og Grindavík og Fjölnir sem eru fyrir neðan þær á markatölu.

Í síðustu fimm leikjum í Inkasso deildinni hefur Tindastóll unnið fjórum sinnum en tapað einu sinni. ÍA hefur hinsvegar unnið tvisvar og tapað þrisvar
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu á leik ÍA og Tindastóls í Inkasso deild kvenna!

Þetta er síðasti leikurinn í níundu umferð sem er jafnframt síðasta umferðin í fyrri hluta mótsins.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Lauren Amie Allen (m)
0. Guðrún Jenný Ágústsdóttir
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
4. Vigdís Edda Friðriksdóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
8. Hrafnhildur Björnsdóttir ('74)
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Jacqueline Altschuld
11. Kolbrún Ósk Hjaltadóttir ('61)
20. Kristrún María Magnúsdóttir
25. Murielle Tiernan

Varamenn:
12. Margrét Ósk Borgþórsdóttir (m)
5. Bergljót Ásta Pétursdóttir ('74)
15. Anna Margrét Hörpudóttir ('61)
19. Birna María Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Eyvör Pálsdóttir
Jón Stefán Jónsson (Þ)
Guðni Þór Einarsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
María Dögg Jóhannesdóttir ('57)