Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Magni
0
3
Leiknir R.
0-1 Daníel Finns Matthíasson '29
0-2 Vuk Oskar Dimitrijevic '72
Sveinn Óli Birgisson '77 , sjálfsmark 0-3
20.07.2019  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Kristinn Friðrik Hrafnsson
Maður leiksins: Hjalti Sigurðsson
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Gauti Gautason
Áki Sölvason
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
8. Arnar Geir Halldórsson ('74)
9. Guðni Sigþórsson
10. Lars Óli Jessen
17. Kristinn Þór Rósbergsson
18. Ívar Sigurbjörnsson
26. Viktor Már Heiðarsson ('46)
99. Angantýr Máni Gautason ('46)

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
23. Aron Elí Gíslason (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
7. Jordan William Blinco ('46)
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('74)
18. Jakob Hafsteinsson
30. Agnar Darri Sverrisson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Andrés Vilhjálmsson
Anton Orri Sigurbjörnsson
Frosti Brynjólfsson
Stefán Sigurður Ólafsson

Gul spjöld:
Angantýr Máni Gautason ('20)
Arnar Geir Halldórsson ('49)
Kristinn Þór Rósbergsson ('81)
Gauti Gautason ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknismenn hirða þrjú stigin á Grenivíkurvelli í dag. Fyrsta tap Magnamann á Grenivíkurvelli í sumar.
90. mín
+2

Magnamenn komnir hátt og Leiknismann hafa verið að keyra á þá. Sævar kemst í ákjósanlega stöðu en skotið beint á Steinþór í markinu.
90. mín
Komnar 90 á klukkuna.
88. mín
Hér mátti engu muna að fjórða markið hefði fengið að líta dagsins ljós. Vuk með sendingu inn í teig, sé ekki alveg hver tekur skotið í dauðafæri en það er beint á Steinþór í markinu.
85. mín
Fimm mínútur eftir að venjulegum leiktíma. Magni kemur ekki til með að ógna þessari forystu Leiknismanna miða við spilamennsku liðsins núna.
82. mín Gult spjald: Gauti Gautason (Magni)
Lyftir spjaldinu á Gauta líka.
82. mín Gult spjald: Nacho Heras (Leiknir R.)
Hrindir Gauta
81. mín Gult spjald: Kristinn Þór Rósbergsson (Magni)
Réttilega dæmt gult spjald.
80. mín
Dómarinn ekki búinn að vera góður í dag. Tosað í Stefán Árna sem er við það að sleppa í gegn en hann dæmir ekki þarna hefði Leiknismenn geta fengið aukaspyrnu á hættilegum stað.
79. mín
Skiptingarnar að gera gott mót hjá Leiknismönnum.
77. mín SJÁLFSMARK!
Sveinn Óli Birgisson (Magni)
Stoðsending: Ósvald Jarl Traustason
Oskar með fyrirgjöf. Sveinn Óli einn á auðum sjó, misreiknar boltann og skallar aftur fyrir sig í eigið net. Laglegt mark en ekki í rétt mark hjá Sveinn Óla.
76. mín
Inn:Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.) Út:Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Síðasta breyting Leiknismanna í leiknum.
75. mín
Magnamenn þurfa nú tvö mark ætli þeir að vera taplausir á heimavelli.

Virðist samt ekki vera í kortunum.
74. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Arnar Geir Halldórsson (Magni)
Þriðja og síðasta skiptingin. Varnarmaður út. Sóknarmaður inn.
72. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.)
Stoðsending: Hjalti Sigurðsson
Staðan orðinn 2-0!! Sé ekki alveg hver á sendinguna á Oskar en hann klárar boltann í netið af stuttu færi. Nýkominn inn á og búinn að setja sitt mark á leikinn!
70. mín
Magni á ágætis spil þar til á síðasta þriðjung þá virðast þeir ekki hafa svör. Lítill óg n frá þeim. Leiknismenn nokkuð sáttir með stöðuna eins og hún er og leyfa Leiknismönnum að kmoa á sig.
69. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (Leiknir R.) Út:Birkir Björnsson (Leiknir R.)
Önnur skpting Leiknismanna í leiknum.
66. mín
Inn:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.) Út:Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Daníel röltir út á vellinum eftir að hafa fengið aðhlynningu frá sjúkraþjálfara þannig hann er vonandi í góðum málum.
65. mín
Eftir það verður daðraðardans í teig Magnamanna þar sem brotið er á Daníel Finns sem liggur eftir. Þarna vildi Leikni fá víti og ég held að þeir hafi haft eitthvað til síns mál.
64. mín
Dauðafæri!! Stefán Árni leikur sér að fyrirliða Magna manna. Sólon fær boltann fyrir opnu marki en beint á Steinþór í markinu.
60. mín Gult spjald: Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.)
Sólon tæklar Gauta upp við vítateig Magnamanna. Hárrétt gult. Virkaði pirringur í þessu broti þar sem stuttu áður vildi Sólon fá vítaspyrnu eftir viðskipti við Gauta inn í teig.
56. mín
Sólin farinn að láta sjá sig. Kunnum að meta það.
55. mín
Fínn hraði í leiknum. Mikill barátta í báðum liðum.

Magni á hornspyrnu. Boltinn berst á Guðna fyrir utan teig sem ætlar að setja hann aftur inn í teig en beint í hendurnar á Eyjólfi í markinu.
53. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu eftir að Gauti hittir boltann illa úr vörninni. Það verður hins vegar ekkert úr hornspyrnunni. Pressan heldur samt áfram frá Leikni.
52. mín
Magna menn byrjuðu hálfleikinn af krafti en Leiknismenn að ná vopnum sínum til baka og eru að halda vel í boltann núna.
49. mín Gult spjald: Arnar Geir Halldórsson (Magni)
Stoppar skyndisókn. Brýtur á Sólon.
47. mín
Magnamenn koma af krafti inn í seinni hálfleikinn og áttu tvö dauðafæri. Eyjólfur gerði vel í skalla frá Frosta en hann blakar boltanum yfir markið.
46. mín
Tvær breytingar hjá Magna í hálfleik.
46. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Magni) Út:Viktor Már Heiðarsson (Magni)
46. mín
Inn:Jordan William Blinco (Magni) Út:Angantýr Máni Gautason (Magni)
Fyrsti leikur Jordan fyrir Magna en hann kom til þeirra í glugganum.
46. mín
ÞAÐ SKOTIÐ!! Lars með geggjað skot fyrir utan teig en Eyjólfur með ennþá frábæri markvörslu! Hornspyrna sem Magnamenn fá en hún er ekki góð.
45. mín
Gestirnir hefja leikinn núna. Heimamenn með þann litla vind sem er á vellinum í bakið.

Magni taplausir á heimavelli. Spurning hvort það breytist í dag.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Grenivíkurvelli. Leiknismenn leiða þetta sanngjarnt og gætu jafnvel verið búnir að skora fleiri.
45. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (Leiknir R.)
Brýtur á Guðna og Magni fær aukaspyrnu inn á vallarhelming Leiknismanna.

Spyrnan góð en Eyjólfur kemur út úr markinu og stekkur manna hæst.
43. mín
Magni fær hornspyrnu en gerir sér ekkert mat úr henni.
42. mín
Hjalti með frábæran kross á hausinn á Sólon en boltinn rétt yfir markið. Þetta er búið að vera saga fyrri hálfleiks. Leiknismenn komast nokkuð auðveldlega í góðar stöður.
41. mín
Leiknir miklu sterkari í þessum fyrri hálfleik. Magni hefur samt náð að skapast ágætis hættu þegar þeir nálgast mark Leiknismanna.
39. mín
Daníel með frábæran kross beint á kollinn á Sævar á fjær en hann nær ekki að stýra boltanum á markið.
38. mín
Magni búið að færa sig ofar eftir markið, freista þess að jafna leikinn en það skapar mikið pláss fyrir Leiknismenn.
37. mín
Magni aftur að næla sér í aukaspyrnu inn á vallarhelming Leiknismanna en hún fer yfir allan pakkann
35. mín
Leiknir fær sína fjórðu hornspyrnu í þessum leik. Magni nær að koma henni frá og í innkast. Fá augnabliks andrými en Leiknir búið að liggja á þeim eftir markið.
31. mín
Magni fær hornspyrnu sem Kristinn tekur. Boltinn innarlega, smá hætta skapast. Boltinn dettur svo fyrir Guðna sem neglir á markið en Eyjólfur vel á verði.
29. mín MARK!
Daníel Finns Matthíasson (Leiknir R.)
Beint úr aukaspyrnunni!!

Setur hana á nærstöngina og hann lekur framhjá Steinþór í markinu.

Verðskuldað!
28. mín
Leiknismenn miklu miklu líklegri! Fá aðra aukaspyrnu og enn færast þeir nær markinu. Nú alveg við vítateigslínuna og það er hægt að setja þennan beint á rammann,
26. mín
Frír skalli frá Gyrðir inn úr teig eftir góða sendingu inn í teig en þetta er beint á Steinþór í markinu.
25. mín
Leiknismenn fá hornspyrnu en þetta er þeirra fyrsta hornspyrna í leiknum en Kristinn skallar hana í burtu.

Spyrnan ekki góð en Leiknir fær aðra sem er skölluð frá.
24. mín
Magni aftur að næla í aukaspyrnu á góðum stað. Magnamenn koma sér fyrir inn í teig.

Kristinn aftur með góðan bolta en þetta er á kollinn á Leiknismanni.
23. mín
Magni á leið í ákjósanlega skyndisókn en Angantýr ákveður að taka skotið frá miðjunni þar sem Eyjólfur var kominn langt út úr markinu. Ekki vitlaus hugmynd en röng þar sem það voru hlaup upp báðum meginn við hann.
20. mín Gult spjald: Angantýr Máni Gautason (Magni)
Hann brýtur á Hjalta sem er við það að sleppa inn fyrir við endamörkin. Leiknir fær aukaspyrnu við vítateigslínuna.

Spyrnan skemmtilega tekinn meðfram jörðinni þar sem Sólon kemur á hlaupinu en skotið framhjá markinu.
18. mín
Kristinn með frábær einstaklingsframtak! Kemur sér í ákjósanlega stöðu inn í teig þar sem hann tekur lúmskt skot. Eyjólfur vel á verði í markinu.

Hraði í leiknum. Því á engri stundu er Leiknir kominn í fanta stöðu hinum meginn en Steinþór gerir vel.
17. mín
Bakhrinding. Magni fær aukaspyrnu inn á miðjum vallarhelming Leiknismanna. Harka í leiknum.
16. mín
Sólon trekk í trekk að koma sér í góðar stöður en hefur ekki náð að setja boltann á markið ennþá.
15. mín
FÆRI!! Geggjaður bolti úr spyrnunni á fjær þar sem tveir Leiknismenn voru mætir og frá mér séð hefur þeir bara þurft að pota í boltann til að koma honum yfir línuna en boltinn í staðinn fer framhjá markinu.
14. mín
Brotið á Stefáni. Nú töluvert nær markinu. Hér er hægt að valda usla.
13. mín
Fyrsta aukaspyrna Leiknismanna er utarlega hægra meginn inn á vallarhelming Magna. Daníel ætlar að taka spyrnuna og setja hann inn á teiginn.

Boltinn hins vegar lélegur.
12. mín
Leiknir hefur haldið vel í boltann í upphafi leiks en það hefur ekki mikill hætta skapast af spilinu þótt efnilegt sé oft á köflum.
10. mín
Kristinn Þór tekur skot úr spyrnunni en það er lauflétt fyrir Eyjólf í markinu.
9. mín
Brotið á Angantýr á góðum stað fyrir utan teig Leiknismanna.

Kristinn ekki mikið verið að flauta í upphafi leiks en gerði það núna réttilega.
8. mín
Það verður ekkert úr hornspyrnunni. Kristinn með góða bolta inn í teig en það er á kollinn á Leiknismanni Boltinn berst aftur til Kristinn en hann með afleidda sendingu sem endar í innkasti hinum meginn.
7. mín
Leiknismenn heimta aukaspyrnu sem þeir fá ekki. Magin keyrir í sókn og vinna fyrstu hornspyrnu leiksins.
6. mín
Boltinn búinn að vera í fótunum á Leiknismönnunum meira á minna þessar fyrstu mínútur. Magni skipulagðir til baka og er ekki mkið að fara úr stöðum.
5. mín
Hjalti með fína fyrirgjöf fyrir en hún er beint í fæturnar á Arnari Geir sem kemur boltanum frá.
4. mín
Hjalti með sendingu inn á Sólon sem tekur skot fyrir utan teig en það er slappt og fer framhjá markinu. Steinþór tekur í kjölfar langa markspyrnu sem endar í hinum markteignum í höndunum á Eyjólfi.
3. mín
Magni er ekki að fara yfir miðjuna og leyfir Leikni að spila boltanum þægilega í öftustu línu.
2. mín
Leiknir haldið vel í boltann hér á fyrstu tveimur mínútum. Sólon Breki fær boltann inn í teig en nær ekki að gera sér mat úr því.
1. mín
Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Það er ekki hægt að kvarta yfir veðrinu. 13 stiga hiti og skýjað. Það rignir allavega ekki og það er vel.

Leikmenn fara fljótlega að tölta yfir götuna sem aðskilur völlinn og búningsklefa.

Íslensk tónlist glymur og áhorfendur frá báðum liðum er mætt hingað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Engar breytingar á byrjunarliði Magna.

Hins vegar eru fimm breytingar á lið Leiknis en Ósvald, Árni, Kristján, Vuk og Daði fara allir á bekkinn. Birkir, Hjalti, Gyrðir, Ernir og Daníel Finns sem er nýbúinn að framlengja við Leiknir koma allir inn í liðið.
Fyrir leik
Síðast mætust liðin í maí mánuði og endaði sá leikur 4-1 fyrir Leiknir.

Sé litið á síðustu 4 viðureignir þessara liða þá hefur Leiknir haft vinningin í þremur þeirra en Magni í einum.
Fyrir leik
Magni fékk til sín flottan liðstyrk á dögunum en sóknarmaðurinn Jordan Williams Blinco gekk í raðir liðsins. Hann hefur m.a. annars verið á mála hjá Sunderland en kemur til Magna úr sænska boltanum.

Verður spennandi að sjá hann á vellinum í dag.
Fyrir leik
Magni er á botni deildarinnar með 10 stig, jafnmörg og Afturelding og Njarðvík sem eru í sætunum fyrir ofan. Með sigri í dag er möguleiki á að liðið lyfti sér upp úr fallsæti.

Leiknir R. getur hins vegar leitt hugann að toppbaráttunni með sigri en liðið færi upp í 21 stig og gæti verið í fjórða sæti eftir umferðina.
Fyrir leik
Bæði lið náðu í kærkomna sigra í síðustu umferð.

Magni fór á útivöll og mæti þá Keflavík. Liðinu hefur gengið vægast sagt illa á útivöllum en snéru dæminu alveg í hina áttina því þeir unnu leikinn 0-3 og fóru upp í tíu stig. Þetta var annar sigur Magna í deildinni í sumar.

Leiknir R. fékk Aftureldingu í heimsókn og úr varð markaleikur. Sigurmarkið skoraði Sævar Atli á 80 mínútu og Leiknir hirti öll þrjú stigin. Leikurinn endaði 3-2 og Leiknir fór upp í 18 stig í sjötta sætið.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkominn í beina textalýsingu frá Grenivík. Magni og Leiknir R. eigast við á Grenivíkurvelli í dag en þetta er 13. umferð í Inkasso deildinni. Deildin hefur sjaldan verið eins jöfn og spennandi í báða enda eins og hún er í ár.
Byrjunarlið:
Eyjólfur Tómasson
Sólon Breki Leifsson ('76)
2. Nacho Heras
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
6. Ernir Bjarnason
7. Stefán Árni Geirsson
10. Sævar Atli Magnússon (f)
10. Daníel Finns Matthíasson ('66)
14. Birkir Björnsson ('69)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
20. Hjalti Sigurðsson

Varamenn:
30. Brynjar Örn Sigurðsson (m)
3. Ósvald Jarl Traustason ('66)
5. Daði Bærings Halldórsson
8. Árni Elvar Árnason
15. Kristján Páll Jónsson ('76)
26. Viktor Marel Kjærnested
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('69)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Valur Gunnarsson
Elías Guðni Guðnason
Diljá Guðmundardóttir
Hlynur Helgi Arngrímsson

Gul spjöld:
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('45)
Sólon Breki Leifsson ('60)
Nacho Heras ('82)

Rauð spjöld: