Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
14' 0
1
Fram
Besta-deild karla
HK
LL 0
2
FH
Vestri
1
0
Völsungur
Zoran Plazonic '62 , víti 1-0
20.07.2019  -  14:00
Olísvöllurinn
2. deild karla
Aðstæður: Smá vindur, 10° hiti.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Byrjunarlið:
1. Robert Blakala (m)
Daniel Osafo-Badu
5. Hákon Ingi Einarsson
7. Zoran Plazonic
14. Þórður Gunnar Hafþórsson ('79)
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason
19. Joshua Ryan Signey
21. Viktor Júlíusson ('86)
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Varamenn:
2. Milos Ivankovic ('86)
11. Aaron Robert Spear ('79)
11. Isaac Freitas Da Silva
20. Sigurbergur Bjarnason

Liðsstjórn:
Bjarni Jóhannsson (Þ)
Daníel Agnar Ásgeirsson
Jón Hálfdán Pétursson
Brenton Muhammad
Atli Þór Jakobsson

Gul spjöld:
Joshua Ryan Signey ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hér flautar Elías Ingi til leiksloka og Vestramenn fá 3 stig og hafna í 3. sæti.
92. mín
Elmar brýtur á fyrrum liðsfélaga sínum Akil og er Völsungur fljótur að taka aukaspyrnuna í leit að marki en Vestramenn hirða boltann.
90. mín
Nú er lítið eftir og gestirnir þurfa að fara að drífa sig ef þeir vilja fara heim með stig.
89. mín
Inn:Rafnar Smárason (Völsungur) Út:Ásgeir Kristjánsson (Völsungur)
86. mín
Inn:Milos Ivankovic (Vestri) Út:Viktor Júlíusson (Vestri)
84. mín Gult spjald: Joshua Ryan Signey (Vestri)
Vestramenn ósáttir við þennan dóm en aukaspyrnan er tekin hratt en lítið verður úr henni.
83. mín
Völsungur hefur legið í sókn síðustu mínútur og Vestri í vörn en ná samt ekki boltanum.
79. mín
Inn:Aaron Robert Spear (Vestri) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Vestri)
78. mín
Vestramenn hafa verið í basli með að ná boltanum af Völsungi síðustu mínútur.
74. mín
Sverrir Páll tekur aukaspyrnu á hættulegum stað en það fer í vegginn Völsungur vinnur svo boltann en missir út í markspyrnu.
70. mín Gult spjald: Kaelon P. Fox (Völsungur)
Kaelon brýtur á Vestramanni og Josh tekur aukaspyrnuna sem er á flottum stað en hann skýtur í vegginn.
66. mín
Inn:Rúnar Þór Brynjarsson (Völsungur) Út:Ólafur Jóhann Steingrímsson (Völsungur)
Ólafur Jóhann fer útaf eftir meiðsli
64. mín
Í fimmta skipti í dag liggur Völsungsmaður og fer hann útaf.
62. mín Mark úr víti!
Zoran Plazonic (Vestri)
Vestramenn komnir yfir!
Zoran Plazonic tók flott víti en Inle skutlaði sér í rétta átt og náði snertingu en hún dugði ekki til og Vestramenn eru komnir með mark í hús.
61. mín
Vestramenn fá vítaspyrnu þar sem boltinn fer í höndina á varnarmanni Völsungs.
Það er Zoran sem tekur það.
57. mín
Nóg að gera hjá Inle í marki Völsungs en hann fær mikið af löngum skotum á sig þegar Robert, í marki heimamanna, hefur svo lítið sem ekkert að gera.
55. mín
Vestri spila boltanum og komast í gott færi en Viktor sólar tvo varnarmenn og skýtur en boltinn rétt strýkur stöngina og endar á markspyrnu Inle.
54. mín
Josh leitar í skotið eins og oft í dag en skotið fer langt yfir.
48. mín
Vestramenn ósáttir við dómarann þar sem það er haldið í Josh en hann lætur leikinn halda áfram.
48. mín
Velkomin aftur hér í seinni hálfleik.
47. mín
Hálfleikur
Hér flautar Elías Ingi dómari til hálfleiks og enn standa leikar 0-0
42. mín
Ennþá er leikurinn markalaus en bæði lið hafa fengið ágætis færi.
40. mín
Leikmaður Völsungs liggur meiddur og er þetta í þriðja skipti sem það gerist og sjúkraþjálfari þarf að koma inn á.
35. mín
Vestramenn á hlaupum upp kantinn og koma boltanum inn á Josh sem er í fínu skotfæri og nýtir það vel en Inle skutlar sér eftir boltanum og grípur hann.
32. mín
Brotið á Pétri á ákjósanlegum stað en þeir taka fljóta aukaspyrnu en of fljóta til að eitthvað verði úr henni og grípur Inle boltann á þægilegan hátt.
30. mín
Þórður Gunnar tekur skot fyrir utan teig en það kemst ekki í netið en er líkegast næst því af öllum öðrum skotum heimamanna.
27. mín
Nú fær Vestri sitt fyrsta horn en beðið er með að taka það þar sem Bjarki, fyrirliði Völsungs, liggur meiddur. En hornið er tekið og skallar Pétur Bjarnason boltann rétt framhjá.
24. mín
Völsungur fær horn og spila þeir boltanum aftur til að komast í færi og á Sverrir Páll skot sem fer nokkuð langt framhjá.
20. mín
Hér skalla tveir Völsungar hvorn annan og annar liggur. Sjúkraþjálfari fer inn en hann jafnar sig á þessu og fer fljótlega aftur inn.
17. mín
Vestramenn hafa átt nokkur skot í röð en þeir koma boltanum ekki í netið.
10. mín
Völsungur fær tvö horn í röð en Zoran sér um að koma boltanum á Josh sem reynir háan bolta á Þórð en hann er of hár og endar í fótum Völsunga.
9. mín
Bæði liðin sækja hart á hvort annað en ekkert dauðafæri hefur átt sér stað ennþá. Öftustu menn standa sig vel við að koma boltanum burt.
4. mín
Vestramenn reyna við háan bolta inn í teig en hann fer yfir alla en endar svo í fótum Zorans Plazonic sem á hörkuskot sem endar í höndum Inle, markmanni Völsungs.
Fyrir leik
Leikur hafinn
Vestramenn byrja með boltann
Fyrir leik
Hér ganga liðin, ásamt dómurum, inn á völlinn.
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur í beinni á facebook-síðu Vestra, Vestri - Knattspyrna.
Fyrir leik
Vestramenn geta náð 2. sætinu ef Fjarðabyggð hefur Selfoss.
Völsungur gæti náð 2. sætinu líka en til þess þarf slatta af mörkum.
Fyrir leik
Heimamenn eru gráðugir í 3 stig eftir svekkjandi tap við Tindastól síðustu helgi.
Fyrir leik
Eins og staðan segir er Vestri í 5. sæti og Völsungur í 8.
Í dag eru 3 aðrir leikir í 2. deild karla en það eru Víðir - Leiknir F., Fjarðabyggð - Selfoss og ÍR - Tindastóll.
Fyrir leik
Góðan daginn og velkomin í beina textalýsingu á leik Vestra við Völsung.
Byrjunarlið:
1. Inle Valdes Mayari (m)
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson
Bjarki Baldvinsson
Elvar Baldvinsson
3. Freyþór Hrafn Harðarson
3. Kaelon P. Fox
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
10. Ásgeir Kristjánsson ('89)
11. Ólafur Jóhann Steingrímsson ('66)
15. Sverrir Páll Hjaltested
16. Akil Rondel Dexter De Freitas

Varamenn:
4. Páll Vilberg Róbertsson
11. Rafnar Máni Gunnarsson
18. Rafnar Smárason ('89)
19. Rúnar Þór Brynjarsson ('66)
23. Halldór Mar Einarsson

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Boban Jovic (Þ)
Gunnar Sigurður Jósteinsson
Jónas Halldór Friðriksson

Gul spjöld:
Kaelon P. Fox ('70)

Rauð spjöld: