Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
Í BEINNI
Fótbolti.net bikarinn
KFA
LL 6
3
ÍH
Breiðablik
2
1
Selfoss
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '22 1-0
Alexandra Jóhannsdóttir '44 2-0
2-1 Magdalena Anna Reimus '69
23.07.2019  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Hiti í lofti,logn og blautur völlur. Geggjaðar aðstæður
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Áhorfendur: 317
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir ('78)
24. Hildur Þóra Hákonardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
6. Isabella Eva Aradóttir
14. Berglind Baldursdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
19. Esther Rós Arnarsdóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('78)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Heiðdís Lillýardóttir ('45)
Hildur Antonsdóttir ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikastelpur ná að halda út og vinna 2-1 sigur!

Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
90. mín
+3

Selfyssingar fá aukaspyrnu og á miðjum velli Blika sem Kelsey tekur. Boltinn berst á Cassie sem á skot rétt yfir markið.
90. mín
Berglind á hér ágætis tilraun að marki en Kelsey ver í horn.
90. mín
Blikar nánast í nauðvörn þessa stundina. Selfyssingar að gera sig líklega
85. mín
Inn:Hrafnhildur Hauksdóttir (Selfoss) Út:Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Selfyssingar gera hér tvöfalda skiptingu fyrir lokamínútur leiksins.
85. mín
Inn:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss) Út:Anna María Friðgeirsdóttir (Selfoss)
84. mín
Selfyssingar vilja fá vítaspyrnu þegar Grace Rapp fellur í teignum en Arnar dómari segir þvert nei. Var í mjög góðri stöðu til að sjá þetta.
83. mín
Og nú fá Blikar horn
82. mín
Selfoss fær horn. Anna María tekur hornið og Hólmfríður nær skallanum en rétt framhjá
80. mín Gult spjald: Karitas Tómasdóttir (Selfoss)
Karitas fær hér gult spjald fyrir brot á Áslaugu Mundu
79. mín
Karólína kemur boltanum inn í teig og þar er Alexandra mætt en skallar rétt yfir.
78. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Fyrsta skipting Breiðabliks í leiknum
77. mín
Selfoss mjög hættulegar og mun ákveðnari eftir markið
75. mín Gult spjald: Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Braut á Hólmfríði.
75. mín
Selfyssingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Grace Rapp tekur spyrnuna og skýtur beint í vegginn.
72. mín Gult spjald: Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss)
Fyrir brot
70. mín
FÆRI! Magdalena fær aftur svipað færi nema aðeins hægra megin. En nú skýtur hún rétt framhjá. Vörn Blika sofandi þessa stundina
69. mín MARK!
Magdalena Anna Reimus (Selfoss)
Selfoss að minnka muninn! Alveg upp úr þurru. Magdalena fær sendingu inn fyrir vörn blika og klárar örugglega framhjá Sonný. Vörn Blika sofandi þarna, virtist engin átta sig á hvar boltinn var.
67. mín
Agla reynir skot rétt fyrir utan teig en það er langt yfir.
65. mín
Aftur góð sókn hjá blikum. Berglind fær sendingu inn fyrir vörnina en skýtur beint á Kelsey í markinu sem ver í horn. Þarna hefði hún átt að gera betur.
64. mín
Færi! Agla á sendingu inn í teig, Berglind skallar boltann áfram beint á Alexöndru sem er í mjög góðu færi en skýtur hátt yfir
63. mín
Blikastúlkur fá horn og taka það stutt.
61. mín
Hólmfríður tæklar Hildi Antons og Arnar dæmir aukaspyrnu. Hólmfríður virðist þó hafa meitt sig við þetta og liggur eftir. Eftir aðhlynningu er hún tilbúin að halda leik áfram.
59. mín
Anna María tekur aukaspyrnu fyrir Selfoss úti á miðjum velli en Sonný rís hæst í teignum og grípur boltann örugglega
57. mín
Selfyssingar að koma sér í færi. Boltinn berst á Karitas vinstra megin sem á ágætis skot en Sonný skutlar sér og grípur boltann.
54. mín
Blikar fá aukaspyrnu sem Agla tekur. Heiðdís nær fyrst til boltans en missir hann frá sér og þá á Ásta Eir skot sem er varið.
53. mín
Hólmfríður reynir skot rétt fyrir utan teig en það er ekki nægilega gott og Sonný grípur.
50. mín
Færi! Boltinn berst á Berglindi sem reynir aftur að vippa yfir Kelsey sem á í smá vandræðum en nær fingurgómunum á boltann. Blikar fá horn. Karólína tekur og Heiðdís nær til boltans en skotið er laust og Kelsey á ekki í miklum vandræðum.
47. mín
Ásta Eir á hér fína sendingu inn í teig á Berglindi sem reynir skot en það er hátt yfir
46. mín
Inn:Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss) Út:Þóra Jónsdóttir (Selfoss)
Selfoss gerir hér breytingu í hálfleik.
46. mín
Leikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Þá ganga leikmenn til búningsklefa. Blikar með verðskuldaða forystu, hafa verið mikið hættulegri.
45. mín
+2

Enn og aftur eru þær grænu og þeirra stuðningsmenn pirraðir þegar Selfoss fær aukaspyrnu á hættulegum stað. Aukaspyrnan er góð og Sonný missir boltann en það var dæmd rangstaða.
45. mín
+1

Blikastelpur aftur pirraðar, núna yfir því að fá ekki hornspyrnu. Sá ekki hvort það er rétt. Markspyrna allavega niðurstaðan
45. mín Gult spjald: Heiðdís Lillýardóttir (Breiðablik)
Fyrir mótmæli sýnist mér. Blikastelpur mjög ósáttar við aukaspyrnu sem Selfoss fékk og hópuðust að dómaranum. Aukaspyrnan var svo ömurleg, beint á Sonný
44. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
Geggjaður sprettur upp hægri kantinn hjá Hildi Antons, maður hélt að hún væri búin að missa boltann of langt frá sér en náði að koma sendingu inn í teig og þar var Alexandra ákveðnust og potaði boltanum inn af stuttu færi,
42. mín
Blikastelpur að þvælast fyrir hvorri annarri inni í teig Selfyssinga. Sóknin endar á því að Alexandra nær skoti en það fer í bakið á Brynju. Selfoss heppnar þarna.
38. mín
Bergrós liggur eftir á vellinum þegar Hildur Antons kemur af fullum krafti í boltann. Bergrós liggur lengi niðri og þegar blikastúkan byrjar að kvarta þá segir Arnar dómari henni að fá aðhlynningu utan vallar
37. mín
Barbára reynir hér skot langt fyrir utan teig og það er hátt yfir markið.
36. mín
Selfyssingar fá horn. Honrið er ekki gott og Blikar hreinsa.
33. mín
Þóra Jónsdóttir liggur eftir í teignum og á meðan taka Selfyssingar liðsfund á vellinum
32. mín
Karólína tekur hornið og skýtur beint í hönd á varnarmanni Selfyssinga inni í teig, ég sá ekki á hverjum. Steini er brjálaður á hliðarlínunni, vildi fá víti
31. mín
Blikar fá annað horn, hinum megin við markið. Boltinn berst á Andreu sem á skot rétt framhjá. Boltinn virðist hafa farið í varnarmann því blikar fá enn eitt hornið.
30. mín
Blikar fá annað horn. Karólína klobbar hér varnarmann Selfyssinga skemmtilega en þær ná að koma boltanum í horn. Þær taka það stutt.
28. mín
Blikar fá horn. Ömurleg hornspyrna hjá Öglu, hún nær ekki að lyfta boltanum og kemur honum ekki inn í teig. Markspyrna
26. mín
Blikastelpur virðast vera ákveðnar í að bæta við fleiri mörkum. Búnar að vera mjög beittar og hættulegar eftir markið
22. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Geggjað mark hjá Berglindi. Hún fær boltann inni í teig, snýr sér við og vippar örugglega yfir Kelsey í markinu.
18. mín
Agla María vinnur boltann á miðjum velli, snýr inn og á gullfallega sendingu inn fyrir vörnina á Karólínu en hún átti slakt skot sem Kelsey varði örugglega
15. mín
Sonný er örlítið of lengi með boltann og Magdalena kemst næstum fyrir sendingu á Hildi Þóru og kveinkar sér nú eitthvað. Arnar dómari stoppaði leikinn á meðan sjúkraþjálfari Selfyssinga hugar að Magdalenu. Hún er nú tilbúin að koma aftur inn á völlinn svo þetta hefur ekki verið neitt alvarlegt.
12. mín
Karólína á sendingu inn í teig, boltinn berst af varnarmanni og á Hildi Antons rétt fyrir utan teig en hún á skot langt yfir
11. mín
Andrea missir boltann á miðjunni og Hólmfríður tekur sprettinn inn í teig en Selma Sól nær að koma þessu frá
9. mín
Mistök í vörn blika. Hildur Þóra gefur boltann beint á Hólmfríði en Heiðdís nær að komast fyrir boltann.
7. mín
Karólína á flottan sprett upp hægri kantinn og kemur boltanum inn í teig þar sem Agla María á skot en Kelsey á ekki í neinum vandræðum með það. Þarna hefði Agla átt að gera betur
6. mín
Færi! Karólína kemur boltanum inn fyrir vörn Selfyssinga og Hildur Antons nær að pota tánni í boltann en Kelsey grípur boltann.
5. mín
Það er ekkert mikið búið að gerast þessar fyrstu mínútur. Blikastelpur hafa þó verið töluvert öflugri
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Blikastúlkur byrja með boltann og sækja í átt að Sporthúsinu
Fyrir leik
Jæja þetta er að hefjast. Liðin eru að labba inn á völlinn!
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin dottin inn og þau má sjá hér til hliðanna.
Breiðablik gerir eina breytingu frá síðasta leik, Kristín Dís fer á bekkinn og Hildur Þóra kemur inn í hennar stað
Selfoss heldur sig við sama lið og í síðasta deildarleik sem sigraði Stjörnuna 3-0
Fyrir leik
Liðin hafa mæst 4 sinnum á þessu ári og hafa Blikar farið með sigur af hólmi í öllum leikjunum. Síðast sigruðu Blikar 1:4 á Selfossi í 2. umferð Pepsi-Max deildarinnar. Í fyrra vann Breiðablik báða leikina 0:1 á Selfossi og 3:1 á Kópavogsvelli.
Fyrir leik
Selfoss hefur ekki tapað í síðustu 6 leikum og unnið 5 síðustu leiki sína (þar af tvo í Mjólkurbikarnum). Selfoss er í 4 sæti deildarinnar með 16 stig. Unnið 5 leiki, gert eitt jafntefli og tapað 4. Liðið er í baráttu við Þór/KA um þriðja sætið og sú staðreynd að Mexíkósku landsliðskonurnar í liði Þórs/KA eru á leið í landsliðsverkefni og missa því af næstu 3 leikjum liðsins gæti verið vatn á myllu Selfyssinga.
Fyrir leik
Breiðablik hefur aðeins tapað einum leik í sumar en það var í Mjólkurbikarnum á móti Fylki. Liðið hefur verið í miklu stuði í undanförnum leikjum og skorað 14 mörk í síðustu 2 leikjum og aðeins fengið 2 á sig. Liðið situr í öðru sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Valur.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr leik Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna.
Byrjunarlið:
Anna María Friðgeirsdóttir ('85)
1. Kelsey Wys
4. Grace Rapp
5. Brynja Valgeirsdóttir
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
14. Karitas Tómasdóttir ('85)
18. Magdalena Anna Reimus
21. Þóra Jónsdóttir ('46)
26. Hólmfríður Magnúsdóttir
29. Cassie Lee Boren

Varamenn:
13. Dagný Pálsdóttir (m)
2. Hrafnhildur Hauksdóttir ('85)
9. Halla Helgadóttir
11. Anna María Bergþórsdóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir ('85)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('46)

Liðsstjórn:
Alfreð Elías Jóhannsson (Þ)
Erna Guðjónsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Óttar Guðlaugsson
María Guðrún Arnardóttir

Gul spjöld:
Hólmfríður Magnúsdóttir ('72)
Karitas Tómasdóttir ('80)

Rauð spjöld: