Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Espanyol
4
0
Stjarnan
Facundo Ferreyra '49 1-0
Facundo Ferreyra '57 2-0
Borja Iglesias '60 3-0
Borja Iglesias '68 4-0
25.07.2019  -  19:00
RCDE Stadium
Evrópudeild UEFA - karlar - Evrópukeppni
Aðstæður: Völlurinn flottur og tæplega 30 stiga hiti
Dómari: Alain Durieux (Lúxemborg)
Maður leiksins: Facundo Ferreyra
Byrjunarlið:
13. Diego Lopez (m)
3. Adrià Pedrosa ('74)
4. Victor Sanchez ('53)
5. Naldo
6. Lluís López
7. Borja Iglesias
9. Facundo Ferreyra
10. Sergi Darder
14. Óscar Melendo
16. Javi Lopez (f)
23. Esteban Granero ('53)

Varamenn:
1. Andrés Prieto (m)
2. Pipa
11. Javi Puado
12. Dídac Vilà ('74)
20. Bernardo Espinosa
21. Marc Roca ('53)
24. Wu Lei ('53)

Liðsstjórn:
David Gallego (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Espanyol gekk frá Stjörnunni í seinni hálfleik.

Við þökkum fyrir okkur.
88. mín
Þetta er að fjara út. Við minnum á að seinni leikurinn verður í Garðabæ í næstu viku.
82. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
81. mín
Guðjón Baldvinsson reynir bakfallsspyrnu sem fór næstum því á markið. Skemmtileg tilraun.
74. mín
Inn:Dídac Vilà (Espanyol) Út:Adrià Pedrosa (Espanyol)
Síðasta breyting Espanyol.
71. mín
Klukkan er gleði hjá Espanyol.
70. mín
Önnur vatnspása.
68. mín MARK!
Borja Iglesias (Espanyol)
Stoðsending: Facundo Ferreyra
Framherjarnir Ferreyra og Iglesias báðir með tvennu. Þetta er "game over"
64. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Daníel Laxdal (Stjarnan)
63. mín
Stjörnumenn þurfa að fara að girða sig ef þetta á ekki að líta út eins og Molde - KR hérna um daginn.
61. mín
Eftir þennan mjög svo góða fyrri hálfleik er þetta gríðarlega svekkjandi fyrir Stjörnuna. Espanyol sýnt hvers vegna liðið endaði í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð í þessum seinni hálfleik.
60. mín MARK!
Borja Iglesias (Espanyol)
Stoðsending: Javi Lopez (f)
Espanyol að ganga frá þessu einvígi. Borja Iglesias skorar þriðja markið. Þrjú mörk á korteri hjá Espanyol. Iglesias fær sendingu frá fyrirliðanum Lopez. Hann gerir vel í að athafna sig og nær góðu skoti sem endar í markinu.
59. mín
Eyjólfur Héðinsson með skot sem fer nokkuð hátt yfir markið.
57. mín MARK!
Facundo Ferreyra (Espanyol)
Stoðsending: Borja Iglesias
Útlitið orðið dökkt fyrir Stjörnuna. Ferreyra með sitt annað mark. Markið kemur eftir fyrirgjöf sem Borja Iglesias skallaði áfram. Auðvelt fyrir Ferreyra að stýra boltanum í markið.
53. mín
Inn:Marc Roca (Espanyol) Út:Victor Sanchez (Espanyol)
53. mín
Inn:Wu Lei (Espanyol) Út:Esteban Granero (Espanyol)
Tvöföld breyting hjá Espanyol.
50. mín
Pedrosa aftur með fyrirgjöf sem ratar á samherja í teignum. Borja Iglesias á skalla beint á Halla sem grípur boltann.
49. mín MARK!
Facundo Ferreyra (Espanyol)
Stoðsending: Adrià Pedrosa
Afar svekkjandi fyrir Stjörnuna sem hafði varist svo vel til þessa. Pedrosa með flotta sendingu fyrir markið. Ferreyra er á undan Brynjari Gauta í boltann og nær góðum skalla. Haraldur gat lítið gert í þessu.
46. mín
Inn:Guðjón Baldvinsson (Stjarnan) Út:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
Breyting hjá Stjörnunni fyrir seinni hálfleikinn
46. mín
Leikur hafinn
Áfram gakk!
45. mín
45. mín
Að Hlíðarenda er Valur 1-0 yfir gegn Ludogorets í leik sem er einnig í forkeppni Evrópudeildarinnar. Daninn Lasse Petry skoraði eina mark fyrri hálfleiks þar.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu þaðan.
45. mín
Miðverðirnir Brynjar Gauti og Martin Rauschenberg staðið upp úr í þessum fyrri hálfleik. Verið frábærir báðir tveir.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Virkilega flottur hálfleikur að baki hjá Stjörnunni varnarlega. Espanyol fengið eitt gott færi - annars lítið að frétta. Yrði eitthvað ef Stjarnan nær að halda Espanyol á núlli á þeirra heimavelli.

Stuðningsmenn Espanyol orðnir pirraðir á spilamennsku sinna manna.
42. mín
Stjarnan tapar boltanum á hættulegum stað. Espanyol geysist í sókn, en þetta endar með hræðilegu skoti sem fer yfir markið.
36. mín
Espanyol vildi fá hendi og víti. Dómarinn ekki sammála. Áfram með leikinn
35. mín
Espanyol átt fjórar tilraunir og Stjarnan eina, engin tilraun á markið. Espanyol 80% með boltann hingað til, en ekkert mark.
34. mín
Granero með aukaspyrnu af kantinum sem fer yfir allan pakkann. Lítil sem engin hætta þarna.
30. mín
Vatnspása þar sem hitinn er mikill. Þjálfarar nýta tækifærið og ræða við sína leikmenn.
26. mín
DAUÐAFÆRI! Frábær sending hjá Javi Lopez inn fyrir vörn Stjörnunnar á Victor Sanchez. Sanchez kemur boltanum út í teiginn á Facundo Ferreyra, en stórkostlegur varnarleikur Martin Rauschenberg kemur í veg fyrir mark Espanyol. Þetta var besta færi leiksins!
20. mín
Áfram heldur Stjarnan að verjast mjög vel.
16. mín
Darder reynir skot langt fyrir utan teig. Þessi var allan tímann á leiðinni fram hjá. Granero hefur verið að koma með hættulegar sendingar inn í teiginn, en hingað til hafa Rauschenberg, Brynjar Gauti og Haraldur tæklað það mjög vel.
11. mín
Stjörnumenn eru mjög aftarlega eins og gera mátti ráð fyrir. Espanyol hefur komist lítt áleiðis fyrstu 10 mínúturnar. Skot Hilmars Árna besta tilraunin hingað til.
6. mín
Hilmar Árni á hér skot ekki langt fram hjá. Skemmtileg tilraun hjá markahæsta leikmanni Pepsi Max-deildarinnar. Um að gera að reyna! Hilmar Árni skartar nýrri hárgreiðslu í kvöld, hann er búinn að snoða sig.
4. mín
Stjörnumenn spila í skemmtilegum gulum búningum í kvöld. Espanyol er í sínum hefðbundnu bláu og hvítu.

2. mín
Granero með hættulega sendingu inn á teiginn. Haraldur gerir vel, kemur út úr markinu og kýlir þetta í burtu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Koma svo Stjarnan!
Fyrir leik
Fyrir leik
Espanyol hefur unnið tvo síðustu æfingaleiki sína. Þeir unnu Peralada 6-0 og Lens frá Frakklandi 3-1.

Espanyol tekur æfingaleik við Sheffield Wednesday fyrir seinni leik sinn gegn Stjörnunni í næstu viku. Spænska úrvalsdeildin hefst ekki fyrr en 18. ágúst.
Fyrir leik
Stemning að myndast hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar.
Fyrir leik
Leikmenn Espanyol mættir á völlinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Hjá Espanyol byrja stærstu nöfnin ef svo má segja; markvörðurinn Diego Lopez, miðjumennirnir Sergi Darder og Esteban Granero og sóknarmaðurinn Borja Iglesias sem skoraði 17 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

Frá 2-2 jafnteflinu gegn KR gerir Rúnar Páll Sigmundsson þrjár breytingar. Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Steinn Hafsteinsson og Alex Þór Hauksson koma inn. Út fara Þorri Geir Rúnarsson, Baldur Sigurðsson og Sölvi Snær Guðbjargarson. Guðjón Baldvinsson er áfram á bekknum hjá Stjörnunni.
Fyrir leik
Fyrir leik
Borja Iglesias, 26 ára framherji Espanyol, er leikmaður sem varnarmenn Stjörnunnar þurfa að hafa góðar gætur á. Hann skoraði 17 mörk í La Liga í fyrra og var með markahæstu leikmönnum deildarinnar.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er fyrri leikur liðanna og fer seinni leikurinn fram í Garðabæ að viku liðinni. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir mætir KÍ Klakksvík frá Færeyjum eða Luzern frá Sviss í næstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.
Fyrir leik
Meðlimir Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveitar Stjörnunnar, eru mættir til Barcelona ásamt öðrum stuðningsmönnum liðsins. Englendingurinn Lucas Arnold sem er sérfræðingur um íslenska boltann er kominn til Barcelona til að styðja Stjörnuna.

Leikurinn fer fram á RCDE Stadium, heimavelli Espanyol, en hann tekur rúmlega 40 þúsund manns í sæti. Talið er að um 20.000 manns verði á vellinum í kvöld.
Fyrir leik
Haraldur Björnsson, markvörður Stjörnunnar

Eins og þið komuð inn á í Innkastinu þá er Espanyol vanari því að tapa leikjum en önnur lið í Evrópukeppninni. Ef við getum legið þétt til baka og náð hagstæðum úrslitum þá efast ég um að þeim finnist skemmtilegt að koma á teppið í Garðabænum. Ég held það verði mikið sótt á okkur. Við eigum örugglega eftir að spila eins og íslenska landsliðið, vera þéttir og nota skyndisóknir. Vonandi gengur það vel
Fyrir leik
Diego Lopez, markvörður Espanyol:

Við þurfum að sýna þeim mikla virðingu. Við þurfum að vera auðmjúkir en á sama tíma ákveðnir í að sýna okkar besta leik. Í Evrópukeppni er hraðinn öðruvísi og það gæti gert þetta mjög erfitt fyrir okkur. Við megum aldrei tapa virðingunni fyrir andstæðingnum. Viðureignin er 180 mínútur og þú verður að bera virðingu fyrir andstæðingnum.
Fyrir leik
Talandi um Granero þá sagði hann þetta um Stjörnuna:

Þeir hafa unnið sér inn réttinn til að spila í Evrópudeildinni og hafa nú þegar farið í gegnum eina umferð. Þetta er mjög samkeppnishæft lið. Við búumst ekki við að Stjarnan verði sérstaklega varnarsinnað lið í þessum leik
Fyrir leik
Espanyol endaði í sjöunda sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og vann sér þannig inn þáttökurétt í Evrópudeildinni en þetta er í fyrsta skipti í 12 ár sem að liðið er í Evrópukeppni.

Í liði Espanyol eru meðal annars tveir fyrrum leikmenn Real Madrid. Markvörðurinn Diego Lopez og miðjumaðurinn Esteban Granero.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það er komið að þessu. Klukkan 19:00 verður leikur Espanyol og Stjörnunnar flautaður á. Leikurinn er í forkeppni Evrópudeildarinnar og fer hann fram á glæsilegum heimavelli Espanyol í Barcelona.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og er þessi textalýsing unnin úr þeirri útsendingu.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
9. Daníel Laxdal ('64)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('46)
29. Alex Þór Hauksson (f) ('82)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('64)
7. Guðjón Baldvinsson ('46)
8. Baldur Sigurðsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('82)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: