Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Grótta
1
1
Þór
Arnar Þór Helgason '33 1-0
Arnar Þór Helgason '43
1-1 Rick Ten Voorde '49
26.07.2019  -  18:00
Vivaldivöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Mikill hiti, 16°C og létt skýjað, smá gola frá Vesturbænum kælir leikmenn niður
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Byrjunarlið:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
Halldór Kristján Baldursson
2. Arnar Þór Helgason
3. Bjarki Leósson
10. Kristófer Orri Pétursson (f) ('46)
11. Axel Sigurðarson ('66)
19. Axel Freyr Harðarson
21. Óskar Jónsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Valtýr Már Michaelsson
77. Pétur Theódór Árnason ('80)

Varamenn:
12. Theodór Árni Mathiesen (m)
11. Sölvi Björnsson ('80)
16. Kristófer Scheving ('46)
17. Agnar Guðjónsson
21. Orri Steinn Óskarsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Dagur Guðjónsson
Halldór Árnason
Leifur Auðunsson
Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Gul spjöld:
Bjarki Leósson ('34)
Pétur Theódór Árnason ('64)
Óskar Jónsson ('88)

Rauð spjöld:
Arnar Þór Helgason ('43)
Leik lokið!
Þessum stórskemmtilega leik lýkur með 1-1 jafntefli.
90. mín
Hákon Rafn með langan bolta fram alla leið inní teig Þórs, þar skella Sölvi og Dino saman og stúkann trompast! Elías dæmir hins vegar ekki neitt.
90. mín
Kristófer Scheving með fínan kross inná teig Þórs, en þangað vantar Pétur Theódór, sem er farinn útaf, og Aron grípur boltann.
89. mín
Ricky TV tekur spyrnuna í markmannshornið, en Hákon ver í horn.
88. mín Gult spjald: Óskar Jónsson (Grótta)
Óskar brýtur af sér og Þórsarar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
80. mín
Inn:Sölvi Björnsson (Grótta) Út:Pétur Theódór Árnason (Grótta)
79. mín
Inn:Jóhann Helgi Hannesson (Þór ) Út:Alvaro Montejo (Þór )
Spánverjarnir báðir útaf.

Jóhann Helgi mætir inná með sundknattleikshettu sýnist mér!
79. mín
Inn:Alexander Ívan Bjarnason (Þór ) Út:Nacho Gil (Þór )
75. mín
Grótta á aukaspyrnu á hægri kantinum, Óskar tekur hana og eftir smá klafs endar boltinn hjá Aroni í markinu sem kemur boltanum hratt í leik á Dino sem setur hann beint upp á KJakob á hægri kantinum og á skot sem fer í varnarmann og af Hákoni í horn.

Þórsarar bjóða svo upp á ansi sérstaka útfærslu f horni, fimm leikmenn byrja hlaupið við miðjan vallarhelmingin og þegar boltinn kemur inná teiginn lendir hann á pönnunni á Dino sem er líklega bara búinn á því eftir þennan sprett þannig að skallinn er graut linur og fer í fangið á Hákoni.
73. mín
Nú sleppa Alvaro og Jakob Snær innfyrir vörn Gróttu, en enn og aftur eru Þórsarar rangstæðir.

Grótta fer upp, Pétur Theódór kemst innfyrir klobbar Aron í markinu og skorar, en línuvörðurinn flaggar rangstöðu.

Svakalegur leikur!
72. mín
Ricky TV sleppur innfyrir en á skelfilegt skot sem lekur til hliðar við markið og Kristófer Scheving vinnur boltann.

Þórsarar eru hins vegar ekki lengi að vinna boltann aftur og Nacho Gil á skot fyrir utan teig sem fer rétt yfir samskeytin.
68. mín
Aron Elí með frábæra stungu á Alvaro sem lendir í kapphlaupi við Bjarka Le, Alvaro nær skoti að marki sem fer beint á Hákon.

Bjarki reyndi í tvígang að taka Alvaro niður og það á gulu spjaldi, hann getur verið ansi feginn að hafa ekki náð til Alvaro, en þá væru Gróttumenn orðnir tveimur færri inná vellinum!
66. mín
Inn:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Grótta) Út:Axel Sigurðarson (Grótta)
Halldór kemur inná í sínum fyrsta leik fyrir Gróttu.
64. mín
Frábært spil hjá Þórsurum, spila boltanum upp í senter, niður aftur og setja boltan innfyrir á Alvaro, en Hákon nær boltanum rétt undan Alvaro.

Þórsarar með öll tök á leiknum þessa stundina!
64. mín Gult spjald: Pétur Theódór Árnason (Grótta)
Pétur teygjir sig eftir Sigurði Marínó á miðjum vellinum og brýtur á honum.
62. mín
Dauðafæri!

Ricky TV fær boltan innfyrir vörn Gróttu og er aleinn á móti Hákoni í markinu. Skotið fer hins vegar í stöngina, en berst á Alvaro sem á skot í Gróttumann og í horn.
60. mín
Hákon Rafn aftur við það að gefa mark. Fær boltan til baka og er ansi lengi að koma honum frá sér og þegar hann ætlar að sparka boltanum í burtu er Þórsari mættur í andlitið á honum. Spyrnan fer í Þórsarann og í innkast. Hákon sennilega feignasti maðurinn á svæðinu.
53. mín
Þórsarar núna tvisvar búnir að koma boltanum innfyrir vörn Gróttu og verið dæmdir ranstæðir. Fyrst fær Alvaro boltan og setur hann í stöngina svo setur Alvaro boltan innfyrir á félaga sinn sem nær ekki skotinu.
49. mín MARK!
Rick Ten Voorde (Þór )
Hákon Rafn með skelfileg mistök! Fær boltann til baka, ætlar að síðan að senda hann frá sér en hikar og setur boltann beint á Ricky TV sem sækir til hliðar og setur boltann í autt markið!
46. mín
Inn:Fannar Daði Malmquist Gíslason (Þór ) Út:Jónas Björgvin Sigurbergsson (Þór )
46. mín
Inn:Kristófer Scheving (Grótta) Út:Kristófer Orri Pétursson (Grótta)
Kristófer inn fyrir Kristófer, Kristófer Orri góður í fyrri hálfleiknum, en Gróttumenn þurfa að þétta raðirnar núna. Komnir í 4-4-1.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Dóri Árna lætur tríóið heyra það og Halldór fyrirliði Gróttu þarf á öllum sínum kröftum á að halda til að koma honum í burtu.
45. mín
Nú sækir Gróttan hratt, Axel Sig með boltann, einn Þórsarinn fer í tæklingu og allt verður vitlaust inná vellinum, Óskar Hrafn og Dóri Árna á bekknum hjá Gróttu alveg brjálaðir!
45. mín Gult spjald: Kristján Sigurólason (Þór )
Í öllum þessum látum fær bekkurinn hjá Þór gult, sá ekki hver það var, en held það hafi verið Kristján.
43. mín Rautt spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Allt að verða vitlaust hérna!

Arnar Þór brýtur á Jakobi Snæ, Gróttumenn vilja meina að þetta hafi aldrei verið neitt, að hann hefði bara tekið boltann, ég er hins vegar alltof langt í burtu til að sjá þetta!

Hann fór að minnsta kosti ansi hratt í þessa tæklingu og með (að mér sýndist) báða fætur á undan sér.
41. mín
Gróttan heldur áfram að ógna marki.

Kristófer Pétur kemur með geggjaða utanfótar snuddu innfyrir á Pétur, Pétur er hins vegar ekki nógu snöggur svo hann snýr við og Gróttan heldur boltanum, boltinn berst síðan á endanum á Ástbjörn sem neglir boltanum inná teiginn á fjær þar sem Pétur Theódór er að sjálfsögðu, en skalli hans nær ekki að marki.
38. mín Gult spjald: Jakob Snær Árnason (Þór )
Jakob mær boltanum eftir vörsluna hjá Hákoni, reynir að sækja sér aukaspyrnu, en Elías fellur ekki fyrir því og spjaldar Jakob.
38. mín
Aron Elí í dauðafæri!

Jónas með aukaspyrnu frá vinstri, Dino hittir boltann illa og boltinn ratar á fjær á Aron Elí sem er aleinn á móti Hákon sem ver frábærlega.!
36. mín
Jónas með hættulegan bolta inná teiginn, Gróttumaður ákveður að skalla boltann út í teiginn í stað þess að leyfa honum einfaldlega að fara út fyrir endalínu, við það myndast darraðadans í teignum sem endar með því að Gróttumenn koma boltanum burt.
34. mín Gult spjald: Bjarki Leósson (Grótta)
Þórsarar sækja hratt og þegar einn Þórsarinn er við það að sleppa innfyrir brýtur Bjarki Le á honum og fær verðskuldað gult spjald.
34. mín
Óskar Jóns vinnur boltann hátt á vellinum sækjir á vörnina og vinnur hornspyrnu.
33. mín MARK!
Arnar Þór Helgason (Grótta)
Stoðsending: Kristófer Orri Pétursson
MAAAARK!!

Gróttumenn komnir yfir. Kristófer Orri tekur þéttihorn frá vinstri, beint á stærsta mann vallarins, Arnar Þór, sem kemur boltanum í netið.
32. mín
Ástbjörn með fyrirgjöf frá hægri sem stefnir inn í markið, en Aron Birkir blakar boltanum í horn.
30. mín
Ástbjörn kemur hér með langan bolta inná teig, Pétur Theódór er á fjærsvæðinu með skalla upp í loftið, boltinn berst á Valtý Má sem hitir boltan ansi illa, þá hrekkur boltinn út fyrir teiginn á Axel Sig sem á skot sem fer LANGT yfir markið!
30. mín
Óskar Jónsson með virkilega góða aukaspyrnu af hægri kantinum sem skoppar við markteigin, en því miður fyrir hann eru samherjar hans lengi að bregðast við og ná ekki til boltans.
27. mín
Krisófer Orri með stórkostlega sendingu með vinstri fæti af hægri kanntinum á fjærsvæðið þar sem Pétur Theódór er og skallar boltann í markið, Jónas Geirsson á línunni er hins vegar mjög snöggur að lyfta flagginu sínu upp og ranstaða dæmd.
23. mín
Jónas Björgvin með aukaspyrnu inná teig Gróttu sem Þórsari nær að flikka áfram á fjærsvæðið, en þar enginn og boltinn skoppar útaf.
21. mín Gult spjald: Bjarki Þór Viðarsson (Þór )
Bjarki hendir sér í ansi gorddaralega tæklingu á að mér sýndist Bjarka Leós, en sem betur fer nær hann ekki til nafna síns, þetta hefði getað farið ansi illa! Hárrétt hjá Elíasi dómara að spjalda hann.
18. mín
Leikurinn hraður þessa stundina, Grótta sækir hratt tapar boltanum, Þór sækir hratt og tapa boltanum. Síðan geysist Axel Freyr upp vinstri kantinum finnur Kristófer Orra sem er með nóg af valmöguleikum í kringum sig, en ákeður að skjóta og skotið fer framhjá. Hafði betri kosti en þennan.
13. mín
Alvaro Montejo brýtur illa á Halldóri Kristjáni á miðjum vallarhelmingu Gróttu, mjög heppinn að fá ekki gult spjald þarna.
8. mín
Axel Freyr með frábæra sendingu innfyrir vörn Þórsara á Pétur Theódór, en Pétur rétt missir af boltanum.

Þórsarar taka markspyrnuna snöggt, en Axel vinnur boltann aftur og sækir í átt að marki og á skot sem Aron Birkir ver.
6. mín
Kristófer Orri með frábæra hornspyrnu hér, Gróttan þéttir inn að marki og boltinn endar á fjærsvæðinu, en Þórsari nær að koma boltanum í horn.
3. mín
Axel Freyr með fyrirgjöf frá vinstri, eitthvað klafs myndast í teignum og einn Gróttumaður dettur, þeir vilja víti, en Elías dæmir ekki neitt, hárrétt hjá Elíasi!
1. mín
Leikur hafinn
Grótta sækir í átt að Gróttuvita með vindinn í bakið, en Þórsarar með vindinn í fangið.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn með Kickstart my heart í gangi í græjunum.
Fyrir leik
Liðin eru nú farin inn til búningsherbergja að gera sig klár, styttist í að þau gangi út á völl ásamt dómaratríóinu.
Fyrir leik
Nú eru bæði liðin farin á fullt að hita upp.

Þá er dómaratríóið einnig farið á fullt að hita, en aðstoðarmenn Elíasar Inga eru þeir Daníel Ingi Þórisson og Jónas Geirsson, sá síðastnefndi þurfti einmitt að hætta leik síðastliðin sunnudag þegar hann var aðstoðardómari á leik Fram og Keflavíkur. Eins gott að hann hiti vel upp í þetta skiptið svo hann lendi ekki í því aftur.
Fyrir leik
Nokkrir Þórsarar eru komnir út að hita upp, vel tímanlega, en það eru enþá um 50 mínútur í að dómari leiksins Elías Ingi Árnason flauti leikinn af stað.
Fyrir leik
Byrjunarlið liðanna eru klár, en þau má sjá hér til hliðar.

Bæði lið gera tvær breytingar á byrjunarliðum sínum frá síðasta leik. Hjá Gróttu koma þeir Kristófer Orri og Ástbjörn inn, en Ástbjörn kom að láni til Gróttu frá nágrönnum þeirra í KR í vikunni. Kristófer Scheving sest á bekkinn hjá Gróttu, en Oliver Dagur er ekki í hóp, áhugavert að vita hver ástæðan á bakvið það er.

Hjá Þórsurum detta reynnsluboltarnir tveir, Ármann Pétur og Sveinn Elías úr liðinu, en hvorugur þeirra er á bekknum í dag. Í þeirra stað koma þeir Jónas Björgvin og Jakob Snær inn í byrjunarliðið. Þá ber Alvaro Montejo fyrirliðaband Þórsara í fjarveru Sveins Elíasar.
Fyrir leik
Það er allt að verða klárt hér á Vivaldivellinum. Vökvunargræjurnar á fullu að vökva og Meira frelsi með Mercedes Club í græjunum.
Fyrir leik
Grótta hefur ekki tapað í síðustu níu leikjum, en síðasti tapleikur liðsins kom föstudaginn 24. maí þegar liðið tapaði 2-3 gegn Leikni á heimavelli.

Þórsarar hafa ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum, síðasta tap liðsins kom laugardaginn 29. júní en þá tapaði liðið 4-0 gegn Fjölni í Grafarvoginum.

Því er hægt að segja að bæði lið séu á "rönni" og gaman verður að sjá hvort eitthvað þurfi undan að láta og annað liðið tapi í kvöld?
Fyrir leik
Gunnar Birgisson eða "Gunni giskar", eins og hann er oft kallaður þessa dagana, spáði fyrir um 14. umferðina. Hann spáði að þessum stórleik umferðarinnar lyki með 2-3 sigri gestana frá Akureyri. Því má gera ráð fyrir markaleik!

Gunnar hafði eftirfarandi að segja um leikinn:

"Þórsarar vilja kvitta fyrir tapið fyrir norðan og mæta dýrvitlausir og búnir að endurheimta öll sin sterkustu vopn. Grótta að sjálfsögðu er inní leiknum og komast sennilega yfir en Þór tekur stigin þrjú."
Fyrir leik
En þá að leik dagsins.

Um er að ræða stórleik umferðarinnar. Heimamenn í Gróttu sitja í 3. sæti deildarinnar með 25 stig, en gestirnir í Þór frá Akureyri í því öðru með 26 stig, þremur stigum á eftir Fjölni sem eru með 29 stig.
Fyrir leik
Leikurinn er næst síðasti leikur 14. umferðar.

Í gær fóru fram fjórir eftirfarandi leikir:
Víkingur Ó 0-0 Þróttur R
Njarðvík 0-2 Leiknir R
Afturelding 1-0 Keflavík
Haukar 2-1 Fram

Síðasti leikur umferðarinnar fer fram á Grenivík á morgun þegar heimamenn í Magna, sem sitja á botni deildarinnar, mæta toppliði deildarinnar, Fjölni.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Gróttu og Þór í Inkasso deildinni.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
Aron Elí Sævarsson
4. Hermann Helgi Rúnarsson
8. Jónas Björgvin Sigurbergsson ('46)
10. Sigurður Marinó Kristjánsson
14. Jakob Snær Árnason
23. Dino Gavric
24. Alvaro Montejo ('79)
27. Rick Ten Voorde
30. Bjarki Þór Viðarsson
88. Nacho Gil ('79)

Varamenn:
2. Tómas Örn Arnarson
6. Páll Veigar Ingvason
9. Jóhann Helgi Hannesson ('79)
12. Aron Ingi Rúnarsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('46)
18. Alexander Ívan Bjarnason ('79)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Hannes Bjarni Hannesson
Guðni Þór Ragnarsson
Kristján Sigurólason
Perry John James Mclachlan
Ágúst Þór Brynjarsson

Gul spjöld:
Bjarki Þór Viðarsson ('21)
Jakob Snær Árnason ('38)
Kristján Sigurólason ('45)

Rauð spjöld: