Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Magni
1
3
Fjölnir
Guðni Sigþórsson '52 1-0
1-1 Jón Gísli Ström '56
1-2 Guðmundur Karl Guðmundsson '60
1-3 Hans Viktor Guðmundsson '86
27.07.2019  -  16:00
Grenivíkurvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Aðstæður: Skýjað, smá gola - frábærar aðstæður
Dómari: Matt Donohue
Maður leiksins: Albert Brynjar Ingason
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
Gauti Gautason
Áki Sölvason
4. Sveinn Óli Birgisson (f)
7. Jordan William Blinco
8. Arnar Geir Halldórsson ('82)
9. Guðni Sigþórsson
14. Ólafur Aron Pétursson
18. Jakob Hafsteinsson (f) ('77)
99. Angantýr Máni Gautason ('70)
99. Louis Aaron Wardle

Varamenn:
23. Steinar Adolf Arnþórsson (m)
23. Aron Elí Gíslason (m)
3. Þorgeir Ingvarsson
9. Gunnar Örvar Stefánsson ('82)
10. Lars Óli Jessen
15. Hjörvar Sigurgeirsson
26. Viktor Már Heiðarsson

Liðsstjórn:
Páll Viðar Gíslason (Þ)
Bergvin Jóhannsson
Frosti Brynjólfsson
Hannes Bjarni Hannesson

Gul spjöld:
Guðni Sigþórsson ('14)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fjölnismenn voru nálægt því að bæta við marki í restina, en Matt Donohue flautar til leiksloka! Magni kemst yfir á 52. mínútu en það vakti Fjölnismenn og þeir réðu lögum og lofum eftir það. Þeir sýndu yfirburði sína og gæðamunurinn var augljós síðasta hálftíma leiksins. Magnamenn eiga útileik gegn Fram í næsta leik á meðan að Fjölnismenn fá Aftureldingu í heimsókn.
90. mín
Fátt sem að bendir til ævintýralegrar endurkomu hjá Magnamönnum. 2 mínútum bætt við.
88. mín
Kristófer, nýkominn inná, á gott skot að marki Magna og Steinþór ver það vel í horn. Arnór Breki tekur hornið og Rasmus sneiðir boltann framhjá.
87. mín
Inn:Kristófer Óskar Óskarsson (Fjölnir) Út:Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Síðasta skipting Fjölnis.
86. mín MARK!
Hans Viktor Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Bergsveinn Ólafsson
HANS VIKTOR TRYGGIR STIGIN ÞRJÚ!! Fjölnismenn taka hornspyrnu sem að lendir á kollinum á Bergsveini, hann skallar hann beint inní hættusvæðið á fjærstönginni og þar mætir Hans Viktor og potar honum yfir línuna! 3-1!
85. mín
Tilþrif á báða bóga! Albert Brynjar gefur hann á fjærstöngina á Jón Gísla sem að klippir boltann í fjærhornið en Steinþór Már ver skotið í horn!
83. mín
Frosti Brynjólfsson hefur komið mjög sprækur inn og vinnur nú hornspyrnu fyrir Magna. Ekkert kom úr henni og Fjölnismenn reyndu að sækja hratt en skyndisóknin rann út í sandinn.
82. mín
Inn:Gunnar Örvar Stefánsson (Magni) Út:Arnar Geir Halldórsson (Magni)
Hægri bakvörður fyrir framherja. Nú er Páll Viðar að stokka upp í uppstillingunni. Þriggja manna vörn og Gunnar Örvar fer uppá topp.
80. mín
Ef að Magnamenn vilja fá eitthvað útúr þessum leik, þá þurfa þeir að taka sénsa og færa sig framar á völlinn. Gunnar Örvar er að gera sig kláran...
77. mín
Inn:Bergvin Jóhannsson (Magni) Út:Jakob Hafsteinsson (Magni)
Bergvin kemur inn í vinstri bakvörðinn fyrir Jakob.
76. mín
Jordan vinnur fyrstu hornspyrnu Magna í seinni hálfleik. Fjölnismenn koma boltanum frá og hefja skyndisókn...
74. mín
ÚFF! Guðmundur Karl hársbreidd frá því að klára þetta. Albert Brynjar leggur hann út á hann og Guðmundur tekur laglegan snúning í vítateigsboganum. Hann leggur hann svo með vinstri í fjærhornið, en boltinn fer rétt framhjá!
71. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Elís Rafn Björnsson (Fjölnir)
Elís Rafn hefur verið eins og rennilás upp og niður kantinn. Valdimar leysir hann af hólmi.
70. mín
Inn:Frosti Brynjólfsson (Magni) Út:Angantýr Máni Gautason (Magni)
Jordan færir sig uppá topp og Frosti kemur inn á vinstri kantinn.
68. mín
Veðmálafíklar myndu frekar veðja á 3. mark Fjölnis en að Magnamenn myndu ná inn jöfnunarmarki. Lítið að frétta sóknarlega hjá heimaliðinu þessa stundina.
66. mín
Bergsveinn með skalla framhjá! Það kemur hár bolti inní teig sem að Steinþór misreiknar og missir yfir sig, en Bergsveinn hittir ekki markið.
64. mín
Einhver kýtingur á milli Alberts Brynjars og Gauta. Matt Donohue segir þeim að steinhætta þessu og leikurinn heldur áfram. Jakob fær svo á sig aukaspyrnu úti hægra megin, sem að hann er fullkomlega ósammála.
62. mín
Ingibergur Kort klippir inn af vinstri kantinum og á slakt skot langt yfir. Leikmenn Magna eru gjörsamlega slegnir útaf laginu og þurfa að vakna fljótt, því að Fjölnismenn eru komnir með blóð á tennurnar.
61. mín
Arnór Breki á góða fyrirgjöf og Ingibergur Kort var millimeter frá því að pota boltanum í markið, en Steinþór grípur boltann!
60. mín MARK!
Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Stoðsending: Albert Brynjar Ingason
ÞESSI LEIKUR HEFUR ALGJÖRLEGA SNÚIST Á HAUS!! Albert Brynjar fær sendingu inn fyrir og Gauti Gautason rennitæklar boltann laust frá Alberti. Hann nær boltanum aftur og rennir honum útí teig, þar missa allir af honum og hann fellur fullkomlega fyrir Guðmund Karl. Hann gerir engin mistök og setur boltann innanfótar í fjærhornið! Gjörsamlega óverjandi fyrir Steinþór. 2-1 Fjölnir!
56. mín MARK!
Jón Gísli Ström (Fjölnir)
STRÖM-VÉLIN STIMPLAR SIG INN!!! Elís Rafn á fyrirgjöf sem að Sveinn Óli skallar á Ólaf Aron, en hann missir boltann til Jóns Gísla. Jón Gísli þakkar pent fyrir sig og neglir boltanum í netið! Þetta er blaut tuska í andlit Magna og sömuleiðis velkomin vítamínsprauta fyrir Grafarvogsliðið. 1-1!
56. mín
Inn:Jón Gísli Ström (Fjölnir) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Fjölnir)
Það er sóknarskipting hjá Fjölnismönnum.
55. mín
Guðmundur Karl í úrvalsfæri! Albert Brynjar fær boltann inní teig og leggur hann út á Guðmund Karl. Guðmundur Karl á skot sem að Gauti Gautason blokkar snilldarlega! Frábært færi!
52. mín MARK!
Guðni Sigþórsson (Magni)
Stoðsending: Louis Aaron Wardle
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!! Guðni og Louis Wardle taka frábæran þríhyrning sem að setur Guðna inn í vítateig Fjölnis, hann á eftir að gera helling og snýr boltann með vinstri fæti, neðst í fjærhornið. Snilldarlega gert hjá Guðna. 1-0 Magni!
51. mín
Guðmundur Karl kemur boltanum inn fyrir á Albert og sá síðarnefndi á fyrirgjöf sem að Gauti blokkar í horn. Arnór Breki tekur hornið, boltinn endar á hausnum á Bergsveini sem að skallar í átt að marki en Magnamenn koma boltanum burt.
49. mín
Jakob kemst fyrir fyrirgjöf Alberts og setur boltann í horn. Hann kveinkar sér í hendinni en stendur fljótt upp og heldur áfram.
47. mín
Stórhættulegt skallafæri! Albert Brynjar leggur hann á Elís Rafn sem að á frábæra fyrirgjöf á Ingiberg sem að sneiðir boltann með hausnum og hittir ekki markið.
46. mín
Albert Brynjar kemur þessu af stað!
45. mín
Hálfleikur
+2 Fyrri hálfleik lokið hér á Grenivík. Heimamenn geta ekki verið annað en ánægðir með fyrri hálfleikinn, þeir hafa verið þéttir til baka og náð að ógna marki Fjölnis nokkrum sinnum. Að sama skapi vilja Fjölnisliðar væntanlega skipta um gír í seinni hálfleik, sóknarleikur liðsins hefur verið einsleitur og hugmyndasnauður.
45. mín
Guðmundur Karl á flotta sendingu inn fyrir á Albert Brynjar, en skot hans endar því miður í innkasti!
43. mín
Atli Gunnar er vandanum vaxinn í markinu og ver skot Ólafs á nærstöng.
42. mín
Magni fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað! Arnór Breki fær á sig klaufalega hendi og Ólafur Aron, sem fyrr, kemur og býr sig undir skot..
41. mín
Síðustu mínútur hafa Grenvíkingar verið sterkari og náð að byggja upp nokkrar álitlegar sóknir. Guðni Sigþórsson nær svo að fiska aukaspyrnu útá hægri kantinum og Ólafur Aron mætir eins og kallaður.
38. mín
Magni vilja fá vítaspyrnu! Louis Wardle fellur í teignum en Matt hefur engan áhuga á því að dæma. Virtist vera meira samstuð en að Wardle hafi verið tekinn niður.
36. mín
Atli Gunnar sleppur með skrekkinn!! Louis Wardle fær boltann rétt fyrir utan teig og á skot beint á Atla sem að nær snertingu á boltann en missir hann undir sig og boltinn lekur rétt framhjá stönginni. Stuðningsmenn Magna voru byrjaðir að fagna!
33. mín
Jordan Blinco fær boltann í fínni stöðu uppi vinstra megin, eftir góðan varnarleik Jakobs, en fyrirgjöf Blinco var ekki góð og Fjölnismenn vinna boltann.
30. mín
Bergsveinn skallar hann í stöngina!!! Hann fær hárnákvæma fyrirgjöf frá Elís Rafni beint á hausinn á sér en setur boltann í utanverða stöngina!
29. mín
Áki Sölvason fær dauðafrían skalla en hittir boltann afleitlega!! Þetta var frábært færi og enn ein gæðaspyrnan frá Ólafi Aroni!
28. mín
Sigurpáll brýtur á Guðna um miðjan vallarhelming Fjölnis og Ólafur Aron býr sig undir að taka aukaspyrnuna...
26. mín
Fjölnismenn hafa verið að pressa Magnaliðið af boltanum síðustu mínútur og náð smá tangarhaldi á leiknum.
22. mín
Þetta var tæpt! Ólafur Aron tekur boltann niður á miðjum vallarhelmingi Magna og ætlar að setja hann aftur á Steinþór, en sendingin er laus og Albert Brynjar var nálægt því að ná til boltans - en Steinþór var vakandi og hreinsaði útaf.
21. mín
Fjölnismenn hafa átt nokkuð greiða leið upp hægri kantinn og Elís Rafn kemur með fyrirgjöf algjörlega óáreittur á Albert sem að hittir boltann illa og boltinn fer útaf.
20. mín
Gauti Gautason með skalla rétt framhjá stönginni!! Ólafur Aron setti þennan beint á pönnuna á honum.
19. mín
Magni fá hornspyrnu og stúkan tekur við sér. Matt Donohue ræðir við menn inná teignum og leggur þeim línurnar.
18. mín
Guðmundur Karl í ágætu skotfæri rétt fyrir utan vítateig Magna en Gauti hendir sér fyrir og blokkar skotið vel.
15. mín
Fjölnismenn í fínu færi! Jakob rennur á hausinn í hægri bakverðinum og Albert fær endalaust pláss til þess að athafna sig, hann setur boltann fyrir markið á Hans Viktor sem að hittir boltann afar illa og tekur hann í raun bara niður fyrir Magnamenn, sem að negla boltanum í burtu.
14. mín Gult spjald: Guðni Sigþórsson (Magni)
Alltof seinn í tæklingu á Hans Viktor, annað verðskuldað gult.
13. mín
Hættuleg sókn hjá Magna! Áki Sölvason fær boltann inn fyrir og rennir boltanum þvert fyrir markið, en boltinn er fyrir aftan Angantý sem að kom á sprettinum inní teiginn.
11. mín Gult spjald: Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir)
Jordan stingur boltanum upp hægri kantinn á Angantý, sem að er skrefi á undan Bergsveini sem að rennir sér í hann, en tekur bara manninn og fær réttilega gult. Aukaspyrna á góðum stað...
7. mín
Ingibergur Kort á skot í Gauta og boltinn fer aftur fyrir í horn. Smá darraðadans í teignum, en boltinn endar hjá Steinþóri í markinu.
6. mín
Eins og við var að búast þá liggja Magnamenn neðarlega og freista þess að sækja hratt og Fjölnismenn halda boltanum ágætlega hér fyrstu mínúturnar. Albert Brynjar hefur plantað sér svolítið á Jakob, sem er í hægri bakverðinum.
4. mín
Flottur bolti inn fyrir á Ingiberg Kort, en hann er stiginn út af Sveini Óla. Vel varist.
1. mín
Leikur hafinn
Áki Sölvason tekur miðjuna og Magni hefur leik með boltann!
Fyrir leik
Leikurinn er að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu á Magni TV, þar sem að Hjörtur Geir Heimisson, fyrrum markmaður og fyrirliði Magna og Jónas Þór Óskarsson lýsa leiknum af stakri snilld.
Fyrir leik
Ólafur Aron, Jordan og Louis koma allir beint í byrjunarliðið hjá Magna, auk þess sem að Jakob Hafsteinsson kemur inn fyrir Ívar Sigurbjörnsson sem að er í banni. Lið Fjölnis er nánast óbreytt frá 3-1 sigri þess á Fram í síðasta leik. Elís Rafn Björnsson kemur inní byrjunarliðið og Valdimar Ingi Jónsson fær sér sæti á bekknum.
Fyrir leik
Enski dómarinn Matt Donohue sér um flautuna í leiknum í dag, en hann dæmdi leik Víkings Ó. og Þróttar R. á fimmtudaginn og fékk fína einkunn frá Fótbolta.net fyrir frammistöðu sína í þeim leik. Hann hefur dæmt þónokkra leiki í 3. og 4. efstu deild Englands, svo við vonumst eftir A+ frammistöðu frá Matt!
Fyrir leik
Ég hef ekki fengið það staðfest hvort að leikurinn sé sýndur á Magni TV á YouTube en það verður að teljast líklegt. Hvet fólk til þess að athuga það stuttu fyrir leik, ef að það kemst ekki á Grenivík!
Fyrir leik
Fjölnismenn eru búnir að vera rólegir í félagsskiptaglugganum, enda ekki ástæða til þess að breyta mikið til þegar að svona vel gengur. Magni hafa aftur á móti styrkt sig fyrir seinni hlutann. Hingað til hafa þeir fengið til sín tvo Englendinga, sóknartengiliðinn Jordan Blinco og varnarmanninn Louis Wardle auk þess sem að Ólafur Aron Pétursson kemur á láni frá KA annað árið í röð. Ólafur Aron spilaði stórt hlutverk í því að Magni tryggði sæti sitt í Inkasso á síðustu leiktíð, en hann skoraði meðal annars sigurmark á ögurstundu í grannaslag við Þór.
Fyrir leik
Fyrir leik
Markahæsti leikmaður Magna er framherjinn stóri og stæðilegi, Gunnar Örvar Stefánsson en hann hefur skorað 5 mörk, næstur þar á eftir er Kristinn Þór Rósbergsson með 4. Hjá Fjölni hafa Guðmundur Karl Guðmundsson og Albert Brynjar Ingason báðir skorað 7 mörk.
Fyrir leik
Magni fékk skell í síðasta leik þegar þeir töpuðu 0-3 fyrir Leikni R. á heimavelli, eftir að hafa unnið frábæran 0-3 útisigur í leiknum þar á undan gegn Keflvíkingum. Fjölnismenn hafa verið á gríðarlegu skriði og hafa unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum og burstuðu Hauka á Ásvöllum í síðasta leik 1-5.
Fyrir leik
Góðan daginn! Hér verður lýst leik Magna og Fjölnis, í Inkasso deild karla. Leikurinn hefur mjög ósvipaða þýðingu fyrir liðin en bæði lið þurfa nauðsynlega 3 stig í dag. Magnamenn þarfnast stiganna þriggja til þess að elta öruggt sæti í Inkasso deildinni, en Fjölnir vilja auka forystu sína á toppnum eftir jafntefli Gróttu og Þórs - liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar.
Byrjunarlið:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson ('56)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson ('87)
8. Arnór Breki Ásþórsson
14. Albert Brynjar Ingason
23. Rasmus Christiansen
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
30. Elís Rafn Björnsson ('71)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('71)
9. Jón Gísli Ström ('56)
11. Hallvarður Óskar Sigurðarson
16. Orri Þórhallsson
32. Kristófer Óskar Óskarsson ('87)
33. Ísak Atli Kristjánsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Bergsveinn Ólafsson ('11)

Rauð spjöld: