Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
Víkingur R.
3
2
Breiðablik
Nikolaj Hansen '13 1-0
1-1 Thomas Mikkelsen '54
Guðmundur Andri Tryggvason '55 2-1
2-2 Viktor Karl Einarsson '56
Guðmundur Andri Tryggvason '64 3-2
29.07.2019  -  19:15
Víkingsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Við erum á íslensku sumarkvöldi par excelente. 19 stiga hiti og tanfært í stúkunni. Plastið slétt og rennblautt!
Dómari: Matt Donohue
Maður leiksins: Guðmundur Andri Tryggvason
Byrjunarlið:
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
12. Halldór Smári Sigurðsson ('67)
18. Örvar Eggertsson ('50)
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('90)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('67)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
7. James Charles Mack ('90)
11. Dofri Snorrason
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Atli Hrafn Andrason ('50)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('58)
Fran Marmolejo ('69)
Atli Hrafn Andrason ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+6

Víkingar sigra og henda KA í næstneðsta sætið. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+6

Stanslaus pressa Blika endar með sendingu Guðjóns inn í teig og þar á Gísli skalla framhjá en var dæmdur brotlegur.
90. mín
+5

James Mack með tvær öflugar hreinsanir upp úr horninu.
90. mín
+4

Blikar í færi. Brynjólfur á skalla sem varnarmenn Víkings ná að hreinsa og pressan í kjölfarið býr til horn.
90. mín
+3

Tvær vondar langar sendingar hérna með stuttu millibili hjá Blikum...þetta virðist vera að fjara frá þeim.
90. mín
Inn:James Charles Mack (Víkingur R.) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
+2
90. mín
+2

Alexaneder með skot utan teigs en yfir Víkingsmarkið.
90. mín
Uppbótin er 5 mínútur.
88. mín
Kolbeinn með neglu utan teigsins en þessi er yfir.
87. mín
Brynjólfur með skot utan teigs en það fer með jörðinni og framhjá.
86. mín
Sölvi með geggjaða vörn, stígur inn í hlaupaleið Þóris á löglegan hátt, kom i veg fyrir að Þórir slyppi í gegn.
85. mín
Pressa Blika eykst bara.

Þeir eru núna komnir inn á sóknarþriðjunginn með 8 leikmenn.
85. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
83. mín
Guðjón í skotfæri utan teigsins en setur hann langt yfir.
81. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Sæll Ágúst minn held ég að tækling Damirs hafi heitið.

Fer af krafti inn í fyrrum samherja og lætur hann vel heyra það að atviki loknu.
80. mín
Þórður veður í úthlaup hér í horni og grípur.

Pressa Blikanna er svakaleg.
79. mín
Aftur mundar Davíð skotfótinn, Víkingar henda sér fyrir og stýra í horn.
78. mín
Pressa Blika er þung, Davíð með hörkuskot utan teigs sem Þórður ver í horn.

Það er skallað frá og aftur kemur sending inn í teig frá Karli, Kolbeinn er í góðu færi en hittir boltann illa og framhjá fer hann naumlega.
77. mín
Sama er að segja um skiptingar Víkinga.

Logi er vinstri bakvörður og Atli fór á vænginn í stað Örvars.
75. mín
Aðeins til að fara yfir þetta þá eru Blikaskiptingarnar allar like for like.

Þórir er uppi á topp, Kolbeinn og Brynjólfur Darri á vængjunum.
74. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
71. mín
Blikar pressa á ný.

Þessi seinni hálfleikur er eitt mesta end-to-end stöff sem ég hef orðið vitni að í íslenskum fótbolta. Vissulega frekar einfaldur varnarleikur en mörk gleðja svo sannarlega.
69. mín Gult spjald: Fran Marmolejo (Víkingur R.)
Hér var að koma spjald á bekkinn.

Held að varamarkmaðurinn hafi fengið það, var brjálaður yfir því að ekki var dæmt þegar Guðmundur Andri fékk á sig duglega tæklingu.

Bretinn vill greinilega enga aðstoð.
67. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
66. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Viktor dettur hér í teignum en ekki er neitt dæmt fyrr en Karl Friðgeir lendir í návígi við Halldór. Guðjón vill aðstoða dómarann og fá vítið...en fær bara spjald fyrir.
64. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stoðsending: Davíð Örn Atlason
Enn frábær sóknarútfærsla.

Davíð kemst inn á miðsvæðið og á sendingu yfir alla vörnina þar sem Guðmundur Andri leggur boltann fyrir sig og neglir í fjærhorn.

Hann var ótrúlega einn þarna, væntanlega á mörkum þess að vera réttstæður...en markið stendur og Víkingar aftur yfir.
62. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
62. mín
Inn:Þórir Guðjónsson (Breiðablik) Út:Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Gústi ákveður að taka Mikkelsen bara útaf.
60. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Appelsínugult spjald hérna á Mikkelsen!

Davíð á fullri ferð upp vænginn þegar Daninn kemur og fer allhraustlega í hann. Allt vitlaust í stúkunni en liturinn er gulur.
58. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Dómarinn spjaldar Sölva fyrir að vera of lengi að taka aukaspyrnu.
56. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!

Beint upp úr miðjunni fær Gísli tíma á miðsvæðinu og sendir á Höskuld á vinstri vængnum. Hann fær nógan tíma og sendir háan bolta á fjærsvæðið.

Viktor hendir sér fram og sendir svifbolta með kollinum yfir Þórð og í stöngina fjær innanverða.

Þrjú mörk á ca. 150 sekúndum.

Met??? Nú þurfa menn að skoða...
55. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stoðsending: Atli Hrafn Andrason
Víkingar beint upp, sending á hægri vænginn þar sem Atli fær tíma til að negla sendingu á fjær.

Þar kemur Guðmundur Andri aleinn á fjærsvæðið og stýrir boltanum í fjærhornið sitt.

40 sekúndum síðar og Víkingar aftur yfir.
54. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
Sókn upp hægri, Karl og Viktor renna í þríhyrningsspil, Karl kemst inn að endalínu og neglir inn í markteig þar sem Mikkelsen setur boltann í autt markið.

Við erum jöfn í Voginum.
52. mín
Blikar beint upp völlinn, Mikkelsen fær skotfæri úr teignum en Davíð kemst fyrir og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
51. mín
Atli fer beint í frábært færi.

Sending á fjær og hann er bara sloppinn í gegn, eilítið of fastur á fyrstu snertingursem þýðir að Damir kemst fyrir skotið og bjargar í horn sem ekkert verður úr.
50. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Örvar Eggertsson (Víkingur R.)
Örvar meiddur
50. mín Gult spjald: Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Fyrsta spjaldið kemur hér eftir tæklingu, snertingin var ekki stór fannst mér.
47. mín
Blikar byrja í sókn, fá aukaspyrnu rétt utan teigs hægra megin.

Guðjón á lélega spyrnu með jörðinni, veit ekki hvort var skot eða sending. Fer á fyrsta varnarmann Víkinga sem hreinsar í burt.
46. mín
Leikur hafinn
Aftur af stað í Víkinni.
45. mín
Hálfleikur
Blikar stjórnað boltanum lengst af þessum leik og fengið ágæt færi en á móti eru Víkingar bara duglega skeinuhættir þegar þeir koma upp völlinn og föstu leikatriðin þeirra eru einfaldlega stórhættuleg.
45. mín
Mr. Donohue dæmir hér aukaspyrnu á vítateigslínunni.

Öxl í öxl en vissulega líkamsmunur og Guðmundur Andri fór á flug.
45. mín
Uppbót eru tvær mínútur.
43. mín
Höskuldur í færi, Karl kemur upp vænginn og leggur á vítapunktinn þaðan sem skot Blikans fer hátt yfir.
43. mín
Þórður kaldur hér.

Blikar pressa alla leið og hér ákveður markmaðurinn að senda stutt upp miðjan völlinn og getur þakkað Viktor Örlyg fyrir að vinna vel úr vondri sendingu og losa boltann burt.
39. mín
Víkingar brjótast út úr pressunni, Örvar snýr af sér varnarmann og á skot sem hrekkur af Blika og í horn.

Kári á skalla að marki úr horninu sem hrekkur í Örvar og þaðan í útspark.
37. mín
Pressa Blikanna eykst ef eitthvað er, búnir að fá innköst og horn hér upp á síðkastið en ná ekki að vinna úr þeim almennilegar tilraunir.
34. mín
Enn ná Blikar að fara upp völlinn og búa til hálffæri, nú er það Guðjón sem þræðir boltanum inn á Mikkelsen en skotið er laust og Þórður ver.
33. mín
Hansen skallar hornspyrnu yfir.
31. mín
Mikkelsen liggur í teignum eftir viðskipti við Sölva og grænir vilja eitthvað meira en ekki neitt sem dómarinn biður um.

Sölvi dró þarna upp reynslusnertingu og ekkert víti auðvitað.
29. mín
Verulega góð vörn hjá Davíð, Höskuldur hleypur á hann 1 á móti 1 og kemst framhjá honum en Davíð nær að stíga fyrir Höskuld og bjarga.
28. mín
Damir óheppinn, stígur á boltann og Hansen rýkur af stað í átt að teignum.

Mr. Muminovic bjargar í innkast með fínni tæklingu, upp úr því á Hansen skalla að marki sem fer beint á Gulla.
26. mín
Blikar rétt sloppnir í gegn, Karl og Viktor prjóna sig upp hægra megin en Viktor Örlygur nær að pota tánni í boltann í lokaþríhyrningnum fyrir færið.
24. mín
Og þá fengu þær færi!

Davíð gerir vel í að vinna návígi í teignum, kemst inn að endalínu og leggur boltann í teiginn. Mikkelsen vinnur návígi og kemst í færi sem Þórður ver. Færið vissulega þröngt en færi samt.
23. mín
DAUÐAFÆRI!

Aftur og enn frábær aukaspyrna frá Ágúst og aftur á koll Hansen, sá á skalla rétt yfir úr markteignum.
23. mín
Blikar enn með tök á boltanum og fljótir að vinna hann aftur eftir pressu en ná ekki að komast í jafn góð færi og hér í byrjun.
20. mín
Enn koma Blikar upp hægra megin og Viktor Karl með enn eina fyrirgjöfina.

Þessi fer fram hjá öllum í teignum og í innkast.
18. mín
Rétt komið annað mark úr þessari spyrnu!

Flottur bolti frá Ágúst og Kári hendir sér fram og skallar boltann sem fer naumlega yfir.

Víkingar klárlega búnir að fara yfir föstu leikatriðin upp á síðkastið.
17. mín
Víkingar aftur að fá aukaspyrnu, nú rétt utan teigs á hægri kanti...
13. mín MARK!
Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Þessi íþrótt!

Víkingar búnir að vera í nauðvörn í leiknum en fá aukaspyrnu á miðjunni. Langur bolti á fjær þar sem Guðmundur Andri vinnur návígið og sendir boltann inní. Hansen snýr Viktor Örn nokkuð létt af sér neglir boltann gegnum klofið á Gulla úr markteignum.
9. mín
Víkingar ná litlum tökum á boltanum hér í byrjun, Blikar koma stanslaust á þá og um leið og þeir missa hann henda þeir strax í öfluga pressu sem að býr til fleiri færi.

Virðast leggja mikla áherslu upp hægri vænginn.
6. mín
DAUÐAFÆRI!

Hér á Gísli einfaldlega að skora, frábær uppbygging á sókn upp hægra megin, Höskuldur gerir vel í að hlaupa yfir sendingu Viktors Karls og Gísli fær næði aleinn á vítapunktinum en neglir yfir.
5. mín
Töluvert af köllum á dómarann hér í byrjun.

Fín ábending kannski með það að það er líklegra að hann skilji enskuna ef menn vilja koma til hans leiðbeiningum úr stúkunni.
3. mín
Blikar byrja mjög sterkt. Fyrst á Viktor Karl stórhættulega sendingu sem Víkingar skalla naumlega frá.

Blikar halda áfram að pressa, vinna boltann strax og Gísli á hörkuskot úr D-boganum sem fer rétt yfir.
1. mín
Strax skot.

Blikar fara upp völlinn og Höskuldur fær næði til að skjóta úr teignum, boltinn í hliðarnetið.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann og sækja í átt að félagsheimili Víkinga, Víkingar sækja í átt að Breiðholti.
Fyrir leik
Víkingar er í hefðbundnum baráttuklæðum rauðum og svörtum. Blikar grænir og hvítir.

Dómararnir eru í enskum búningum, semsagt nike-aðir og blái liturinn þeirra mun dekkri en sá hefðbundni sem þeir íslensku yfirleitt skarta.

Fyrir leik
Hamingjulagið rúllar.

Textalýsandinn verður að þakka meistaranum Jónasi Sig fyrir geggjaða skemmtun austur á Borgarfirði á Bræðsluhátíðinni nú um liðna helgi.

Hamingjan var þar...og nú er að sjá hvort hún verður Víkinganna í kvöld.
Fyrir leik
Menn eru inni að velta upp síðustu molunum í undirbúningnum og fólkið sleikir sól í stúkunni.

Enn laust. Nákvæmlega engin ástæða til að mæta ekki á völlinn.
Fyrir leik
Svona semsagt setja opinberu tístsíður félaganna liðin sín upp.

Víkingar í 4-1-4-1 og Blikar í 4-2-3-1.

Sjáum hvort það er ekki nokk rétt.
Fyrir leik
Bæði lið gera þrjár breytingar frá því síðast.

Forvitnilegast er held ég að sjá Karl Friðgeir Gunnarsson hjá Blikum, sá er 18 ára kappi og að spila sinn anna leik í efstu deild.
Fyrir leik
Kwame Quee er ekki með Víkingum í kvöld þar sem hann er á láni frá Blikum. Júlíus Magnússon er ekki í hópnum hjá liðinu og þá sest Atli Hrafn Andrason á bekkinn.

Viktor Örlygur Andrason, Örvar Eggertsson og Erlingur Agnarsson koma inn í liðið.

Gísli Eyjólfsson, Viktor Karl Einarsson og Karl Friðleifur Gunnarsson koma inn í lið Blika. Elfar Freyr Helgason, Kolbeinn Þórðarson og Andri Rafn Yeoman taka sæti á bekknum.

Karl Friðleifur er aðeins 18 ára gamall og er að spila annan leik sinn í efstu deild.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Víkingar eru í annarri baráttu en Blikar.

Þeir eru næst neðstir með 13 stig og þurfa sigur í kvöld til að henda KA aftur í fallsætið.
Fyrir leik
Blikar sitja í 2.sæti deildarinnar fyrir leik en eru 10 stigum á eftir KR í efsta sætinu. Allt annað en sigur Blika þýðir að KR á 3 leiki á næstu lið.

Í flestum deildum þýddi það einfaldlega að umrætt lið yrði skrifað sem meistari með 8 leiki eftir. Svo líklega má benda á það að allt annað en Blikasigur í kvöld klárar mótið...
Fyrir leik
Hvorugt liðið hefur unnið leik síðustu þrjár umferðir. Unnu bæði síðast í 10.umferð deildarinnar.

Þá unnu Blikar sigur á ÍBV heima en Víkingar lögðu KA fyrir norðan.
Fyrir leik
Tveir í dómarateyminu koma frá England.

Flautuleikarinn Matt Donohue og AD2 Akil Howson. AD1 kemur frá Skaganum, ljúflingurinn Egill G. Guðlaugsson.

Einar Ingi Jóhannsson er fjórði maðurinn í teyminu og Guðmundur Sigurðsson sér um eftirlitið.
Fyrir leik
Einn leikmaður heimamanna er dæmdur til að sitja í stúkunni í kvöld, Kwame Quee er í láni hjá Víkingum frá Breiðablik og samkvæmt reglum má hann því ekki spila.

Ágúst Hlynsson er uppalinn Bliki og lék 7 meistaraflokksleiki með grænklæddum Kópavogspiltum en enginn í Blikahópnum á leiki með Víkingum.
Fyrir leik
Þegar horft er til síðustu 10 leikja þessara liða í efstu deild eru þó Blikar mun öflugri.

Þeir hafa unnið 6 af síðustu 10, Víkingar 2 af 10 og 2 leikir endað með jafntefli.

Síðasti sigur Víkinga á Blikum kom hér í Fossvogi 2016, þá unnu heimamenn 3-1.
Fyrir leik
Þessi lið hafa leikið 41 leik innbyrðis í efstu deild og árangurinn býsna jafn.

Vikingar hafa unnið 14 þessara viðureigna, 14 jafntefli hafa orðið og Blikar unnið 13.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna í Kópavoginum lauk með 3-1 sigri Blikanna, Kolbeinn Þórðarson setti tvö mörk og Höskuldur Gunnlaugsson það þriðja.

Nicolaj Hansen jafnaði leikinn í 1-1 fyrir Víkinga.
Fyrir leik
Leikurinn er annar tveggja sem lýkur 14.umferð PepsiMax-deildarinnar, hinn fer fram í Kórnum.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu úr hjarta Fossvogsins.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('62)
8. Viktor Karl Einarsson ('74)
9. Thomas Mikkelsen ('62)
11. Gísli Eyjólfsson
18. Davíð Ingvarsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
5. Elfar Freyr Helgason
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson ('62)
20. Kolbeinn Þórðarson ('74)
30. Andri Rafn Yeoman
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('62)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson
Guðmundur Steinarsson
Andri Roland Ford

Gul spjöld:
Höskuldur Gunnlaugsson ('50)
Thomas Mikkelsen ('60)
Guðjón Pétur Lýðsson ('66)
Damir Muminovic ('81)

Rauð spjöld: