Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Í BEINNI
Besta-deild karla
Stjarnan
19:15 0
0
Valur
HK
1
1
Stjarnan
0-1 Baldur Sigurðsson '23
Atli Arnarson '38 1-1
29.07.2019  -  19:15
Kórinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Alltaf sama blíðan í Kórnum
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 890
Maður leiksins: Bjarni Gunnarsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
Bjarni Gunnarsson
2. Ásgeir Börkur Ásgeirsson
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Ásgeir Marteinsson
14. Hörður Árnason
16. Emil Atlason ('84)
17. Valgeir Valgeirsson
18. Atli Arnarson

Varamenn:
1. Sigurður Hrannar Björnsson (m)
8. Máni Austmann Hilmarsson
9. Brynjar Jónasson ('84)
15. Valdimar Einarsson
19. Ari Sigurpálsson
20. Alexander Freyr Sindrason
21. Andri Jónasson
28. Daníel Ingi Egilsson

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Alma Rún Kristmannsdóttir
Sandor Matus

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-1 er staðreynd

Mikill hiti inni á vellinum og er Ásgeir Börkur aðeins að láta í sér heyra.
90. mín Gult spjald: Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan)
90. mín
Enn og aftur er hætta í kringum Guðmund Stein sem skýtur yfir merkið en fær horn
89. mín
Ásgeir Marteinsson setur boltann á hægri og tekur fast skot sem Haraldur ver í horn.

Hornið fer yfir allt og alla.
87. mín
Allt brjálað!!! Guðmundur Steinn fer niður í teignum en Guðmundur dómari dæmir ekkert.
85. mín
Hættulegt færi hjá HK eftir sendingu frá Herði Árnasyni en Bjarni hittir hann illa og boltinn fer framhjá.
84. mín
Inn:Brynjar Jónasson (HK) Út:Emil Atlason (HK)
82. mín
Stjörnumenn eru hættulegir þessa stundina og ná flottri sók en Ásgeir Börkur geriri það sem hann gerir best og stoppar þetta.
81. mín Gult spjald: Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
79. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Stjarnan)
Rúnar ekki sáttur með rangstöðudóminn og fær gult spjald frá Guðmundi og Rúnar klappar fyrir Guðmundi.
78. mín
Úff.

Vonandi var þetta rétt hjá aðstoðardómaranum þar sem Guðmundur Steinn er dæmdur rangstæður þegar hann skallar hann í netið.
76. mín
Ásgeir Börkur með tæklingu sem virtist vera algjörlega fullkomin en Guðmundur sér eitthvað annað og dæmir aukaspyrnu.

Börnin í stúkunni syngja ,,dómaraskandall"
74. mín
Hilmar Árni skokkar að hornfánanum til að reyna að skapa eitthvað.

Eins og oft áður í þessum leik þá verður ekkert úr föstu leikatriðum Stjörnunnar.
72. mín
Bjarni Gunnarsson reynir skot af löngu færi sem fer yfir markið
71. mín
Aukaspyrna Stjörnunnar dettur úr á Eyjólf sem hamrar boltanum í bakið á Ásgeiri Berki sem meiðir sig aðeins í leiðinni.
71. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Stjarnan búin með skiptingarnar
68. mín
Flott sókn HK þar sem Ásgeir á flotta sendingu á Arnþór Ara sem skallar hann á rammann en Haraldur ver
67. mín
Inn:Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Ferskar lappir
67. mín
Stórhætta þegar Ásgeir setti hann í gegnum allan pakkann
65. mín
Það er allt að hitna í kórnum eftir að Arnþór Ari fékk aukaspyrnu við litla hrifningu stuðningsmanna Stjörnunnar.
63. mín
Hilmar Árni með skot í slána af mjög stuttu færi og má alveg gera þá kröfu að hann eigi að setja hann þarna.
62. mín
Allt brjálað. HK átti að sparka til Stjörnunnar eftir að Guðmundur stoppaði leikinn en þeir fylgja því ekki
61. mín
Valgeir liggur í teignum og heldur um andlitið en virðist jafna sig.
59. mín
Emil virkilega sterkur nær að standa af sér vörn Stjörnunnar og nær aukaspyrnu sem er á hættulegum stað.

Engin hætta skapast við aukaspyrnuna en HK fær horn
57. mín
Jóhann Laxdal nær flottri fyrirgjöf á Baldur í teignum en Baldur ákveður að skalla hann út í teiginn sem verður að engu
53. mín
Löngu innköstin frá Jóhanni Laxdal eru ekki enn búin að skila neinu.
51. mín
Litla varslan.

Ásgeir með frábært skot langt frá marki sem ætlar að syngja í skeitunum hægra megin en Harladur ver glæsilega í horn.
49. mín
Bjarni Gunnars enn og aftur hættulegur úti á kantinum og með fína fyrirgjöf sem hittir þó ekki mann.
47. mín
Brynjar Gauti fær hann í hendina á miðju vallarins en Guðmundur dæmir ekkert.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta byrjar á ný spurning hvort að annað liðið náið að stela þrem stigum.
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik

Frekar kaflaskipt en Stjarnan kannski heilt yfir betri í fyrri og var alveg í færi á að setja eitt eða tvö til viðbótar.
45. mín
Stórhættuleg færi hjá Stjörnunni sem enda bæði með hornspyrnu sem skila nákvæmlega engu.
42. mín
Ásgeir Marteinsson tekur glæsilegan Zidane snúning á miðjunni en sókninn verður að engu
40. mín
HK-ingar ekki hættir Bjarni með flott hlaup og sendingu inn í teig sem endar með horni.

Hornið skallað frá og Ágeir Börkir með mjög lélegt skot sem endar með innkasti fyrir Stjörnuna
38. mín MARK!
Atli Arnarson (HK)
Skot sem Haraldur ver og boltinn dettur fyrir Atla í teignum sem er í engum vandræðum með að setja hann í netið. Mikilvægt fyrir HK að ná þessu fyrir hálfleik.
35. mín
Flott spyrna ratar á hausinn á HK-ing en skallinn laus og Haraldur grípur boltann í markinu.
34. mín
Emil Atla hoppar upp í skallann og Brynjar Gauti hoppar ekki upp og fer í lappirnar á Emil og HK fær aukaspyrnu.
29. mín
Hilmar árni fær boltann á miðjum vellinu og á skot yfir mark HK
29. mín
Inn:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan) Út:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan)
Ævar virðist hafa meitt sig eftir sprett.
27. mín
Hilmar Árni reynir sendingu yfir vörn HK en Arnar Freyr á undan Ævari Inga í boltann
24. mín
Bjarni Gunnarsson með flott hlaup inn á teig Stjörnunnar en frábær tækling frá Martin stöðvar þessa sókn
23. mín MARK!
Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Hilmar fær mikinn tíma á kantinum og nær að setja glæsilega sendingu á pönnuna á Baldri
21. mín
Mikil hrúga á teig HK-inga eftir fyrirgjöf frá Jóhanni Laxdal en þéttur varnarmúr HK heldur þessu frá markinu
20. mín
Boltinn upp í þak.

Haraldur sparkar boltanum yfir á Arnar Frey í marki HK.
18. mín
Baldur fær boltann í lappir eftir skalla frá Þorsteini Már en er flaggaður rangur og er ekkert brjálaðslega sáttur
14. mín
Hvernig!

Stjarnan fær hornspyrnu sem endar með skoti frá Þorra sem Arnar ver og frákastið í lappir á Baldri sem hittir hann illa og Arnar Freyr handsamar boltann.
13. mín
Stjarnan með hraða sókn en Þorsteinn má með valkvíða og sendir á Ævar Inga sem er rangur og Stjarnar nær ekki að nýta sér þetta færi
12. mín
Úff.

Frábær sending frá Hilmari inn á teig HK sem ratar á hausinn á Ævari Inga sem setur fallhlífar skalla yfir markið
9. mín
Valgeir Valgeirsson lítur út fyrir að vera í hægri bakvarðarstöðunni hjá HK í 4-4-2 kerfi
7. mín
HK reynir aftur að sækja hratt en erfið skipting sem verður að því að Daníel Laxdal skallar hann í hendur á Haraldi í markinu.
5. mín
Ásgeir rennir sér í Þorra á vallhelming Stjörnunnar og Stjörnumenn fá aukaspyrnu við lítinn fögnuð heimamanna
2. mín
Bæði lið viðast ætla að ná forrustu sem fyrst og er mikill kraftur í báðum liðum.
1. mín
Leikur hafinn
Stjörnumenn byrja.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn undir 203 stjórinn þar sem heimamenn í HK eru auðvitað í sínum auðþekkjanlegu búningum rauðu og hvítu og gestirnir frá Garðabæ í bláu og hvítu.
Fyrir leik
Valgeir byrjar
Fyrst þegar skýrslan kom inn vantaði á hana Valgeir Valgeirsson en það var vegna mistaka. Þessi ungi leikmaður er í byrjunarliði HK-inga í kvöld.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Þetta er virkilega áhugaverður leikur og ég held að við munum fá hörkuleik þar sem verður barist um hvern einasta fermeter á gervigrasinu í Kórnum.
Fyrir leik
Stjarnan hefur verið með hugann við Evrópu upp á síðkastið og er nýkomin frá Spáni þar sem liðið tapaði 4 - 0 gegn Laliga liðinu Espanyol. Spánverjarnir koma síðan í heimsókn á gervigrasið í Garðabæ á fimmtudaginn.
Fyrir leik
HK hefur verið í draumaformi í síðustu leikjum og hafa unnið síðustu þrjá leiki og síðast gegn FH hér í Kórnum þegar Kópavogsmenn voru í engu veseni með fimleikafélagið frá Hafnarfirði.

HK situr í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig sem er einmitt þrem stigum á eftir Stjörnunni sem er í fimmta sæti með 20 stig.
Fyrir leik
Komið heil og sæl lesendur góðir á þessa beinu textalýsingu frá leik HK og Stjörnunnar í 14. umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('67)
4. Jóhann Laxdal
6. Þorri Geir Rúnarsson ('71)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('29)
19. Martin Rauschenberg

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
7. Guðjón Baldvinsson
14. Nimo Gribenco
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('29)
20. Eyjólfur Héðinsson ('67)
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('71)
29. Alex Þór Hauksson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Rúnar Páll Sigmundsson ('79)
Sölvi Snær Guðbjargarson ('81)
Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('90)

Rauð spjöld: