Samsung völlurinn
þriðjudagur 30. júlí 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínasta fótboltaveður, hiti í lofti, smá gola en þurr völlur
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Margrét Lára Viðarsdóttir
Stjarnan 1 - 5 Valur
0-1 Margrét Lára Viðarsdóttir ('30)
0-2 Margrét Lára Viðarsdóttir ('55)
0-3 Elín Metta Jensen ('69)
0-4 Fanndís Friðriksdóttir ('71)
0-5 Margrét Lára Viðarsdóttir ('80)
1-5 Jasmín Erla Ingadóttir ('86, víti)
Byrjunarlið:
1. Birta Guðlaugsdóttir (m)
0. Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
3. Arna Dís Arnþórsdóttir (f)
4. Edda María Birgisdóttir
7. Shameeka Fishley ('62)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
9. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('70)

Varamenn:
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
6. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('62)
6. Camille Elizabeth Bassett
11. Diljá Ýr Zomers ('70)
15. Kolbrún Tinna Eyjólfsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir

Liðstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
93. mín Leik lokið!
Þá er þetta komið! Valskonur vinna sannfærandi sigur á Stjörnunni hér í kvöld. Viðtöl og skýrlsa síðar í kvöld.
Eyða Breyta
93. mín Gult spjald: Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)

Eyða Breyta
90. mín
Hildigunnur reynir að prjóna sig í gegnum vörn Vals og endar með slöku skoti sem Sandra á ekki í vandræðum með. Hildigunnur búin að vera nokkuð spræk í leiknum, eini ljósi punktur Stjörnunnar. Mikið efni
Eyða Breyta
86. mín Mark - víti Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan), Stoðsending: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Mjög öruggt víti.
Eyða Breyta
85. mín
STJARNAN FÆR VÍTI. Guðný er of lengi á boltanum og Hildigunnur hirðir hann og þá togar Guðný hana niður. Held að þetta sé hárréttur dómur. Guðný mjög kærulaus þarna í vörninni
Eyða Breyta
83. mín
Valur enn og aftur í færi. Margrét reynir hælsendingu á Elínu Mettu innan teigs en Stjarnan nær að hreinsa. Þær ætla að skora fleiri það er ljóst.
Eyða Breyta
82. mín
Fanndís reynir nú aftur skot rétt fyrir utan teig en það er vel yfir
Eyða Breyta
80. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Stoðsending: Elín Metta Jensen
Markadrottningin Margrét Lára komin með þrennu!! Fylgir á eftir skoti Elínar Mettu sem Birta ver
Eyða Breyta
79. mín Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Valur) Hlín Eiríksdóttir (Valur)

Eyða Breyta
78. mín
Valur heldur bara áfram að reyna að sækja. Þær vilja örugglega fá fleiri mörk enda gæti deildin ráðist á markatölu!
Eyða Breyta
73. mín Thelma Björk Einarsdóttir (Valur) Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)

Eyða Breyta
73. mín Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)

Eyða Breyta
71. mín MARK! Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
Mikið klafs í teignum en boltinn berst til Fanndísar og hún klárar upp í þaknetið
Eyða Breyta
71. mín
Margrét Lára reynir hér skot langt fyrir utan teig en Birta grípur hann í markinu. Hana langar greinilega í þrennuna
Eyða Breyta
70. mín Diljá Ýr Zomers (Stjarnan) Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Elín Metta Jensen (Valur), Stoðsending: Hlín Eiríksdóttir
Valur komnar með 3 mörk! Hlín sendir boltann í gegn og Elín Metta klárar þetta snyrtilega framhjá Birtu í markinu.
Eyða Breyta
64. mín
Valur svarar þessari tilraun Stjörnunnar strax og Fanndís á þrumuskot en það fer í Viktoríu og þær ná að hreinsa.
Eyða Breyta
63. mín
Hildigunnur kemur með sendingu fyrir á Anítu en Sandra nær til boltans á síðustu stundu
Eyða Breyta
62. mín Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan) Shameeka Fishley (Stjarnan)
Stjarnan gerir hér sína fyrstu breytingu
Eyða Breyta
61. mín
Gestirnir búnir að vera miklu miklu miklu betri í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
55. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Viktoría lætur Margréti bara hirða af sér boltann og Margrét á í engum vandræðum með að klára þetta framhjá Birtu.
Þeir sem misstu af því áðan þá var markið sem Margrét skoraði á 30 mín. hennar 200. mark í efstu deild!! Og þetta því mark númer 201! Þvílíkur leikmaður
Eyða Breyta
53. mín
Valur heldur bara áfram að sækja og nú reynir Dóra María skot fyrir utan teig en það er hátt yfir
Eyða Breyta
51. mín
Stjörnustúlkur fá hér aukaspyrnu úti á miðjum velli. Boltinn berst inn í teig á Jasmínu sem tekur skot en það er ekki nógu fast svo Sandra grípur
Eyða Breyta
48. mín
MARGRÉT Í FÆRI! Fær sendingu frá Fanndísi inn í teig alveg upp við markið og potar tánni í boltann en hann fer rétt framhjá.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er þetta farið aftur af stað!
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá ganga liðin til búningsklefa þar sem eitt mark skilur liðin af eftir fyrri hálfleik.
Við vonumst eftir fleiri mörkum í seinni hálfleik.
Eyða Breyta
44. mín
Stjarnan eru aðeins að reyna að sækja þessa stundina en ekkert sem Guðný, Lillý og Sandra eiga í vandræðum með
Eyða Breyta
38. mín
Valur heldur bara áfram að sækja en ekki af eins mikill ákefð og áðan þó enda einu marki yfir og stjörnustelpur eru ekki að gera sig líklegar til að jafna leikinn í bráð
Eyða Breyta
33. mín
Sigrún kemur með flotta sendingu fyrir og Sandra ver í horn. Sigrún búin að vera best í liði Stjörnunnar að mínu mati
Eyða Breyta
30. mín MARK! Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur), Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
VALSSTELPUR LOKSINS KOMNAR YFIR! Fanndís vinnur boltann á miðjum velli og keyrir fram, sendir svo út til vinstri á Hallberu sem kemur með boltann inn í teig þar sem Margrét Lára stendur ein og klárar snyrtilega.
ÞETTA VAR MARK NÚMER 200 HJÁ MARGRÉTI Í EFSTU DEILD. ÞVÍLÍK DROTTNING

Eyða Breyta
27. mín
Stjarnan hér að koma sér í flott færi, Arna fær stungusendingu inn fyrir og er ein á móti Söndru en er dæmd rangstæð. Held að þetta hafi verið hárrétt.
Eyða Breyta
26. mín
Fanndís keyrir upp vinstri kantinn og á flott skot en Birta ver í horn. Þær taka það stutt og fá annað horn skömmu síðar
Eyða Breyta
25. mín
Ekki mikið að gerast þessar mínúturnar nema það að Stjarnan hefur tvívegis náð 5+ sendingum innan liðsins sem er í sjálfu sér merkilegt!
Eyða Breyta
20. mín
Stjarnan í færi!! Þær ná loksins 5+ sendingum innan liðs og Hildigunnur sólar sig í gegn og klárar með skoti sem Sandra ver í horn.
Eyða Breyta
19. mín
Valur fær hér horn þegar Arna Dís hreinsar út af
Eyða Breyta
18. mín
Stjarnan nær varla 2 sendingum innan liðs þessa stundina
Eyða Breyta
17. mín
Fanndís á hér flotta sendingu inn í teig en Birta kemur út og hirðir boltann áður en Elín Metta kemst til hans
Eyða Breyta
16. mín
Margrét Lára fær hér allan tímann í heiminum fyrir utan teig Stjörnunnar og ákveður bara að skjóta en það er hátt yfir markið.
Eyða Breyta
14. mín
Valur sækir og sækir en Stjarnan eru að standa sig nokkuð vel í að komast fyrir lokasendingar og skot. Spurning hvað þær geta haldið því lengi
Eyða Breyta
10. mín
Dauðafæri hjá Val. Margrét Lára snýr sér í hirng með boltann og sendir á Hlín en Birta gerir vel og kemur á móti og ver í horn
Eyða Breyta
9. mín
Valur aftur í færi, Hlín keyrir upp kantinn og ætlar að koma með sendingu inn í teig en Sóley kemst aftur fyrir. Horn
Eyða Breyta
8. mín
Valur í ágætis færi hér. Hlín Eiríksdóttir sendir út á Fanndísi sem tekur skot en Sóley kemst fyrir skotið og hreinsar í burtu
Eyða Breyta
5. mín
Stjarnan búnar að halda boltanum í svolítinn tíma og það endar í ágætis sókn þar sem Jasmín Erla tekur skot en það er laflaust svo Sandra á ekki í neinum erfiðleikum með það
Eyða Breyta
2. mín
Margrét Lára fær hér boltann inni í teig og reynir skot sem virkar afleitt en Birta missir af boltanum og hann endar í slánni!
Eyða Breyta
1. mín
Stjörnustelpur sækja hér horn strax í byrjun leiks! Þær taka það stutt og ekkert kemur úr því
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja nú eru liðin að ganga út á völlinn. Leikurinn alveg að hefjast!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin og þau má sjá hér til hliðanna!
Hvorki Kristján né Pétur gera breytingu á liði sínu frá síðasta leik enda unnu þeirra lið sannfærandi sigra í síðustu umferð.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er ljóst að þetta verður hörkuleikur hér í kvöld enda þurfa bæði lið á stigunum þremur að halda. Valur má ekki við því að missa stig í baráttunni við Breiðablik um Íslandsmeistaratitilinn, stigin eru einnig nauðsynleg fyrir Stjörnuna þar sem þær eru einungis 3 stigum frá falli.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í 3.umferð Pepsi-Max deildarinnar þann 14. maí þar sem Valur sigraði 1:0 á Hlíðarenda með marki frá Margréti Láru.
Í fyrra vann Stjarnan báða leiki liðanna 3-1 í Pepsi-deildinni.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjarnan hefur átt í miklu basli í deildinni í sumar. Þær höfðu ekki skorað síðan 22. maí þar til í síðasta leik gegn HK/Víkingi þar sem þær gerðu sér lítið fyrir og skoruðu alls 5 mörk! Það er því spurning hvort þær séu loksins komnar í gang?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Valur og Breiðablik hafa verið í algjörum sérflokki í sumar og munu líklega berjast um titilinn allt til síðasta leiks.
Valur er sem stendur í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir Breiðablik, en eiga þennan leik til góða. Með sigri á Stjörnunni geta Valsstúlkur komið sér á toppinn á betri markatölu.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Vals í Pepsi-Max deild kvenna.
Leikurinn hefst á slaginu 19:15 á Samsung-vellinum í Garðabæ

Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f) ('73)
14. Hlín Eiríksdóttir ('79)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
27. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('73)
32. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
15. Bergdís Fanney Einarsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir ('73)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('73)
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('79)
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Liðstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Ásta Árnadóttir
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
María Hjaltalín
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir
Thelma Guðrún Jónsdóttir
Hallur Freyr Sigurbjörnsson

Gul spjöld:
Málfríður Anna Eiríksdóttir ('93)

Rauð spjöld: