Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Besta-deild karla
KR
16:15 0
0
Fram
Besta-deild karla
HK
45' 0
0
FH
Þróttur R.
4
2
Haukar
Daði Bergsson '1 1-0
Rafael Victor '2 2-0
2-1 Guðmundur Már Jónasson '8
2-2 Sean De Silva '13
Rafael Victor '26 3-2
Rafael Victor '41 , víti 4-2
30.07.2019  -  19:15
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Elías Ingi Árnason
Maður leiksins: Rafael Victor
Byrjunarlið:
Arnar Darri Pétursson
2. Sindri Scheving
3. Árni Þór Jakobsson
7. Daði Bergsson (f)
9. Rafael Victor
10. Rafn Andri Haraldsson ('78)
14. Lárus Björnsson ('55)
23. Guðmundur Friðriksson
24. Dagur Austmann
26. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('87)
33. Hafþór Pétursson

Varamenn:
5. Arian Ari Morina
6. Birkir Þór Guðmundsson ('87)
8. Aron Þórður Albertsson ('55)
8. Baldur Hannes Stefánsson ('78)
21. Róbert Hauksson
25. Archie Nkumu

Liðsstjórn:
Þórhallur Siggeirsson (Þ)
Sveinn Óli Guðnason
Halldór Geir Heiðarsson
Alexander Máni Patriksson
Magnús Stefánsson
Ants Stern

Gul spjöld:
Lárus Björnsson ('21)
Hafþór Pétursson ('81)
Rafael Victor ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið hérna á Eimskips vellinum og lokastaðan 4-2 fyrir heimamönnum

Stórskemmtilegur fyrri hálfleikur þar sem Rafael setti þrennu en dalaði mikið í þeim seinni sem einkendist mikið af hægu tempói og spili
90. mín
Rafael með afar skemmtilega takta og heldur á lofti á milli varnarmanna Hauka
90. mín
Þróttarar virðast líklegri til þess að setja eitt í viðbót
90. mín
Arnar Darri grípur þennan bolta örugglega
90. mín
Nú rífa þeir sig aðeins í gang og Aron Freyr nælir í hornspyrnu
90. mín
Haukar eru ekkert að sækja hérna á lokamínútunum
89. mín
Rafael gerir rosalega vel og kemur sér í gott færi en skotið fer í varnarmann og svo í hendurnar á Sindra Þór
87. mín
Inn:Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur R.) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Þróttur R.)
Seinasta skipting Þróttara
86. mín
Daði Snær skallar þennan framhjá
86. mín
Haukar fá hérna hornspyrnu
85. mín
Engin almennileg færi að skapast
84. mín
Dómarinn er orðinn spjaldaglaður hérna í lokinn
84. mín Gult spjald: Daði Snær Ingason (Haukar)
83. mín Gult spjald: Rafael Victor (Þróttur R.)
83. mín
Þróttarar eru mjög góðir í að halda boltanum og hafa verið það allan leikinn
82. mín
Sean tekur aukaspyrnuna og sendir inn í teig en Þróttarar skalla burt
81. mín Gult spjald: Hafþór Pétursson (Þróttur R.)
Hafþór fær gult spjald fyrir bakhrindingu
79. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Haukar)
Gunnlaugur fær gult spjald fyrir tæklingu sem stoppaði hraða sókn Þróttara
78. mín
Inn:Baldur Hannes Stefánsson (Þróttur R.) Út:Rafn Andri Haraldsson (Þróttur R.)
78. mín
Haukar gefa aðeins í og koma sér fram

Reyna skotið en varnarmenn Þróttar eru vel staðsettir
77. mín
Aron brotlegur á miðjunni eftir bakhrindingu
76. mín
Lítið að gerast
73. mín
Þróttarar hlaupa hratt upp völlinn og Aron Þórður með skot rétt framhjá
72. mín
Inn:Sigurjón Már Markússon (Haukar) Út:Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
72. mín
Nú hlaupa Þróttarar upp kantinn en boltinn endar út af

Markspyrna dæmd en alltaf horn að mínu mati
71. mín
Þeir koma boltanum inn í teig en Þróttarar ráða vel við það
70. mín
Leikurinn hefst aftur og Haukar eru að sækja
70. mín
Hafþór stígur út af og lætur kíkja á sig
69. mín
Dómarinn stoppar leikinn en Hafþór liggur niðri eftir höfuðhögg
66. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar) Út:Guðmundur Már Jónasson (Haukar)
Haukar með skiptingu
64. mín
Þróttar hlaupa upp hægri kantinn og Guðmundur kemur boltanum inn í teig

Rafael reynir hjólhestaspyrnu en hittir boltann ekki
63. mín
Lítið að gerast - boltinn flakkar á milli liða en engin hætta skapast
62. mín
Ekkert varð úr henni
62. mín
Þróttur nælir sér í hornspyrnu
61. mín
"Hvað er maður að borga fyrir hérna?" er öskrað úr stúkunni
60. mín
Þróttarar spila á milli sín í vörninni
59. mín
Hraðinn í leiknum hefur dottið niður og eru Þróttarar bara að verja þetta forskot
57. mín
Haukamenn eru að sækja meira eins og er og Þróttarar ná ekki að ógna eins og í fyrri hálfleik
55. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Skipting hjá Þrótti
55. mín
Ekkert varð úr þeirri spyrnu
54. mín
Hörður Máni með góðan bolta inn í teig Þróttara en þeir ná að hreinsa út í hornspyrnu
53. mín
Núna eru Þróttarar með knöttinn og reyna að sækja en þetta er þéttur varnarleikur hjá Haukum
52. mín
Sindri stelur boltanum en er tekinn niður rétt fyrir utan teig - ekkert brot samt sem áður
51. mín
Haukamenn halda boltanum en Þróttur er með mikla pressu
50. mín
Frábær bolti inn en Gunnlaugur Fannar skýtur honum yfir af stuttu færi
49. mín
Rafael er dæmdur brotlegur á miðjunni
49. mín
Þróttarar pressa vel á varnarmenn Hauka sem spila sín á milli
48. mín
Haukar koma sér fram og Guðmundur tekur skotið en það fer framhjá
46. mín
Þróttur með spyrnu á góðum stað núna

Þeir taka skotið en Sindri ver þetta vel
46. mín Gult spjald: Sindri Þór Sigþórsson (Haukar)
Sindri með skrítna innkomu og fær verðskuldað gult spjald
46. mín
Sindri Þór byrjar af krafti og hleypur út fyrir teiginn og tekur niður Guðmund Friðriks sem liggur niðri
45. mín
Þá hefst leikurinn aftur og nú er það Þróttur sem byrjar með hann
45. mín
Inn:Sindri Þór Sigþórsson (Haukar) Út:Óskar Sigþórsson (Haukar)
Haukar gera skiptingu á markmanni í hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Þetta er rosalegur leikur og frábær veisla hérna í góða veðrinu í Laugardalnum

Haukar gerðu vel að skora þessi 2 mörk og fá góð færi af og til en oft ná þeir ekki að snerta boltann í langan tíma en Þróttarar spila mjög vel sín á milli

Þrátt fyrir stöðuna hefur Óskar staðið sig vel í marki Hauka og ef það væri ekki fyrir hann væru Þróttarar búnir að fagna töluvert meira
45. mín
Hálfleikur
Engu bætt við og dómarinn flautar hálfleik á sekúndunni
44. mín
Haukar ná ekki að snerta knöttinn
43. mín
Nú eru Þróttarar aðeins að slaka á og spila rólega sín á milli
41. mín
Rafael labbaði að boltanum og setti hann í vinstra hliðarnetið.

Brotið kom þannig til að Daði skelltist saman við varnarmann Hauka, fannst þetta ekki nóg til þess að dæma víti en ég stjórna því ekki
41. mín Mark úr víti!
Rafael Victor (Þróttur R.)
RAFAEL FULLKOMNAR ÞRENNUNA ÚR VÍTI 4-2
40. mín
Daði Bergsson fær hérna VÍTI
40. mín
Þróttarar reyna að nýta sér þetta en Óskar stendur sig vel
39. mín
Sending inn og barátta í teignum

Þórður Jón er felldur niður og þetta ætti nú alltaf að vera víti en ekkert dæmt
38. mín
Haukamenn fá núna aukaspyrnu á hættulegum stað.

Frekar ódýrt brot verð ég að segja, flestir hefðu sleppt þessu
37. mín
Nú koma Haukar sér upp hratt en missa boltann út af
37. mín
Rafael reynir skotið en fer í fyrsta varnarmann
36. mín
Þróttarar reyna að koma sér framar og senda inn á teiginn en ekkert verður úr því
35. mín
Boltinn er að flakka á milli liðanna á miðjunni en engin hætta að skapast
33. mín
Haukar spila sín á milli núna
32. mín
Rangstaða dæmd á Daða
31. mín
Lítið að gerast núna
30. mín
En þeir halda boltanum ekki lengi og Þróttarar eru aftur byrjaðir að senda sín á milli í vörninni
30. mín
Slöpp spyrna sem Haukar ráða vel við
29. mín
Þeir eru að ýta hærra upp og Rafael nælir sér í hornspyrnu
29. mín
Haukar fá varla að snerta boltann en Þróttur er að spila vel á milli sín
28. mín
DAUÐAFÆRI

Rafael var nálægt þrennunni en Lárus hljóp upp hægri kantinn og gaf fyrir. Opið mark en Rafael náði ekki snertingunni
26. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
ÞETTA HÆTTIR EKKI, ÞAÐ ER 3-2

Rafael með annað markið sitt í leiknum en aftur náði hann að pota boltanum inn eftir mikinn usla í teignum

Rafael er búinn að vera réttur maður á réttum stað í þessum leik
25. mín
Sama gerist aftur, Óskar kýlir boltann út og núna fá Þróttarar aukaspyrnu rétt fyrir framan miðju
25. mín
Óskar kýlir boltann burt og Dagur Austmann tekur fínt skot frá löngu færi en Óskar ver það líka og önnur hornspyrna
24. mín
Hornspyrna fyrir Þrótt
24. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu vinstra meginn við teiginn og senda boltann inn.

Hafþór með frábæran skalla í skeitinn en aftur ver Óskar eins og meistari
22. mín
Rosaleg stemning hérna á Eimskipsvellinum og stuðningsmenn Þróttar láta heyra í sér
22. mín
Sean sendir boltann inn í teig en fer framhjá öllum og út í útspark
21. mín Gult spjald: Lárus Björnsson (Þróttur R.)
Lárus fær hér gult spjald fyrir brot á Arnari á miðju vallarins
21. mín
Ekkert varð úr hornspyrnunni og Óskar heldur boltanum
20. mín
LÁRUS ÖRFÁUM SENTÍMETRUM FRÁ ÞVÍ AÐ KOMA ÞRÓTTI YFIR

Stórkostlegt skot fyrir utan teig en Óskar varði meistaralega
19. mín
Lárus gerir mjög vel hérna á hægri kantinum og reynir að koma boltanum inn en Haukar hreinsa hann út í innkast
18. mín
Boltinn fer út í innkast fyrir Hauka
18. mín
Þeir eru komnir lengra upp völlinn og reyna innisendingar
17. mín
Þróttur er að skapa hættu hérna
16. mín
Boltinn er hjá varnarmönnum Þróttar sem eru ekki að gera mikið við hann
15. mín
Rafn Andri með flotta spyrnu undir vegginn en hún fer rétt framhjá
15. mín
Þróttur fær aukaspyrnu hérna á hættulegum stað
14. mín
Sjaldan séð aðra eins byrjun á leik
13. mín MARK!
Sean De Silva (Haukar)
HAUKAR JAFNA METIN

Boltinn var út um allt eftir þetta innkast og endalaus hætta frá Haukum þangað til Sean náði loks almennilegu og föstu skoti í gegnum vörnina.

Það ver þetta enginn

2-2
12. mín
Langt innkast hjá Haukum
12. mín
Haukar eru alls ekkert að gefast upp og reyna að koma boltanum á Guðmund Má
11. mín
Nú hlaupa Þróttarar fram og ná af skoti en Óskar ver vel
11. mín
Boltinn er út um allt inn í teignum og engu munaði að Guðmundur skoraði annað.

Vel varið hjá Arnari Darra sem nær að halda boltanum
10. mín
Haukamenn fá aðra hornspyrnu
10. mín
10 mínútur komnar og 3 mörk
8. mín MARK!
Guðmundur Már Jónasson (Haukar)
2-1

Töluvert betri hornspyrna og Guðmundur skallar knöttinn inn

Þetta er hörkuleikur
8. mín
Þeir eru komnir upp að teignum og næla sér í aðra hornspyrnu
8. mín
Haukar eru að spila vel sín á milli og færa sig ofar
7. mín
Haukamenn gera vel í vörninni og ná boltanum af Daða
7. mín
Léleg spyrna og Daði hleypur upp völlinn með boltann
6. mín
Haukar eru núna að fá sínar fyrstu snertingar á boltann og næla sér hérna í hornspyrnu
5. mín
Þeir eru að slaka aðeins á núna
5. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu á miðjunni og spila til baka
4. mín
Alls engin draumabyrjun fyrir Hauka
4. mín
Þróttarar eru enn og aftur með boltann og eru að spila saman á miðjunni
2. mín MARK!
Rafael Victor (Þróttur R.)
ÞAÐ ER ANNAÐ MARK 2-0

Guðmundur Friðriksson hljóp upp hægri kantinn og kom boltanum inn. Smá slagsmál um boltann inn í teignum en Rafael náði að pota honum inn.

Þvílík byrjun
2. mín
Þróttarar spila vel á milli sín og halda boltanum
1. mín MARK!
Daði Bergsson (Þróttur R.)
Líklegast fljótasta markið í deildinni í sumar en Daði Bergsson hljóp af stað og stal boltanum.

Hljóp hann svo fram og fór fram hjá Óskari í marki Hauka og setti boltann inn.

Þetta tók ekki nema 11 sekúndur
1. mín
Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn
Fyrir leik
Haukar spila hérna í bláu og byrja með boltann
Fyrir leik
Heimamenn í Þrótti gera nokkrar breytingar á liði sínu síðan í seinasta leik.

Inn koma Árni Þór Jakobsson, Rafn Andri Haraldsson og Bjarni Runólfsson.

Út fara Jasper Van Der Heyden, Baldur Stefánsson og Archange Nkumu.
Fyrir leik
Haukar unnu Fram 2-1 í seinasta leik sínum á meðan Þróttur gerði markalaust jafntefli við Víking Ó.
Fyrir leik
Leikurinn hefst kl 19:15 á Eimskipsvelli.

Þróttur situr í 8. sæti deildarinnar á meðan Haukar eru einu sæti neðar 4 stigum á eftir.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í þessa textalýsingu en hér mætast Þróttur R. og Haukar í 15. umferð Inkasso deildar karla
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m) ('45)
3. Hörður Máni Ásmundsson
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
8. Ísak Jónsson (f)
10. Kristófer Dan Þórðarson ('72)
11. Arnar Aðalgeirsson
14. Sean De Silva
16. Birgir Magnús Birgisson
23. Guðmundur Már Jónasson ('66)

Varamenn:
12. Sindri Þór Sigþórsson (m) ('45)
5. Sigurjón Már Markússon ('72)
10. Daði Snær Ingason ('66)
16. Oliver Helgi Gíslason
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
17. Þorsteinn Örn Bernharðsson
17. Kristófer Jónsson
24. Ólafur Sveinmar Guðmundsson

Liðsstjórn:
Búi Vilhjálmur Guðjónsson (Þ)
Hafþór Þrastarson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Sigmundur Einar Jónsson
Kristján Huldar Aðalsteinsson
Stefán Ómar Magnússon

Gul spjöld:
Sindri Þór Sigþórsson ('46)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('79)
Daði Snær Ingason ('84)

Rauð spjöld: