Origo völlurinn
miðvikudagur 07. ágúst 2019  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Fáránlega góðar eins og í allt sumar. 16 stiga hiti, létt gola og blautt gervigras. Toppaðstæður!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1032
Maður leiksins: Andri Adolphsson
Valur 1 - 0 Fylkir
1-0 Patrick Pedersen ('37)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen ('86)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
17. Andri Adolphsson ('79)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('68)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('68)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('86)
20. Orri Sigurður Ómarsson
28. Emil Lyng
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('79)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('57)

Rauð spjöld:
@maggimark Magnús Þór Jónsson
90. mín Leik lokið!
Iðnaðarsigur Valsara í kvöldsólinni.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
Eyða Breyta
90. mín
+4

Kaj Leo með skot sem Stefán ver.
Eyða Breyta
90. mín
+3

Valdimar fær skallafæri og setur þennan í slánna, erfitt að sjá hvað var í gangi. Sólin beint í augu okkar núna.

Eyða Breyta
90. mín
+2

Fylkismenn fá horn. Líklega síðasti sénsinn...
Eyða Breyta
90. mín
Uppbótartíminn er fjórar mínútur.
Eyða Breyta
90. mín
Valsarar rétt sloppnir í gegn eftir pressu Fylkis.

Ari nær að bjarga í horn og í því fær Eiður gott skotfæri en Stefán ver frá honum.
Eyða Breyta
88. mín Gult spjald: Ragnar Bragi Sveinsson (Fylkir)

Eyða Breyta
87. mín
Stórt atvik!

Sigurður Egill steinliggur í teignum eftir skyndisókn en Pétur tekur svaninn á þetta, var mjög líklegt víti héðan frá séð!
Eyða Breyta
86. mín Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Patrick Pedersen (Valur)
Hrein skipting
Eyða Breyta
83. mín
Castillion fær skallafæri úr markteignum en sendir svifbolta hátt yfir.
Eyða Breyta
82. mín
Fylkismenn klúðra upplagðri sókn, Hewson á fullri ferð upp miðjuna en neglir sendingunni í innkast!

Eyða Breyta
79. mín Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Andri Adolphsson (Valur)
Væntnlega hrein skipti hérna.

Andri búinn að vera frábær í kvöld.
Eyða Breyta
78. mín
Boltinn í neti Vals en Castillion flaggaður rangstæður.

Líkt og með Finsen í fyrri held ég.
Eyða Breyta
78. mín
Kristinn í skotfæri utan teigs en skotið er heillangt framhjá.

Eyða Breyta
77. mín
Andri með flott dripl upp vænginn og góða sendingu á fjær en þar er enginn...og Fylkismenn skalla frá.
Eyða Breyta
75. mín
Ég myndi tippa á mark hér í kvöld áður en leik lýkur.

Heilmikill hasar í báðar áttir og mikið farið að slitna línurnar.
Eyða Breyta
73. mín
Valsmenn rétt sloppnir í gegn eftir skyndisókn, Sigurður Egill laumar boltanum inn í teiginn en Orri nær að kasta sér fyrir og bjarga í horn en liggur eftir.
Eyða Breyta
70. mín Hákon Ingi Jónsson (Fylkir) Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Fylkismenn henda í 3-5-2 hérna.

Orri verður þriðji hafsentinn og Hákon fer á toppinn með Castillion.
Eyða Breyta
68. mín Einar Karl Ingvarsson (Valur) Ólafur Karl Finsen (Valur)
Lítið komið út úr Finsen í seinni.

Valsarar komnir meira í 4-2-3-1 með Einar og Hauk fyrir aftan Kristinn.
Eyða Breyta
66. mín
Fylkismenn pressa nú miklu hærra á vellinum, það gæti hæglega búið til svæði fyrir Valsara að sækja inní.
Eyða Breyta
61. mín
Fylkismenn orðnir aðgangsharðir við mark Valsara.

Pressa eftir horn skilar hálffæri en Valdimar skallar framhjá úr markteignum undir pressu.
Eyða Breyta
59. mín
Patrick í gegn eftir flotta vinnu frá Finsen, skothornið er þröngt og Stefán Logi lokar vel á hann og hirðir vippuna.
Eyða Breyta
58. mín
VÁ!!!

Ragnar Bragi snýr Hauk af sér og æðir inn á vítapunkt og neglir boltann í slánna, hér hefði farið mark ársins held ég, Valsmenn stálheppnir.
Eyða Breyta
58. mín
Castillion fær bakfallsspyrnuséns en rétt yfir.
Eyða Breyta
57. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Ákveður að toga í Castillion á miðjunni.
Eyða Breyta
56. mín
Arnór Gauti veður upp kantinn, tékkar sig inn og neglir á markið. Boltinn rétt framhjá!
Eyða Breyta
55. mín
Valsmenn eru að búa til flotta möguleika í kringum miðjuna en ná ekki að kreista fram færi.

Andri klárlega líklegastur til að gera eitthvað.
Eyða Breyta
53. mín Arnór Gauti Ragnarsson (Fylkir) Emil Ásmundsson (Fylkir)
Arnór fer á vinstri vænginn og Valdimar undir senterinn.
Eyða Breyta
53. mín
Emil liggur hér...
Eyða Breyta
49. mín
Valsarar byrja sterkt, fyrst skotið að marki er frá Kristni Frey en Stefán Logi fer létt með það að halda boltanum.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Aftur af stað.

Óbreytt liðsskipan.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Valsmenn leiða í hálfleik.

Sanngjarnt líklega...en lítið líf í þessum leik.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Sam Hewson (Fylkir)
Stöðvar skyndisókn Vals eftir horn Fylkismanna.

Hárrétt.
Eyða Breyta
44. mín
Hannes Þór fær að sitja í stúkunni í kvöld, enda meiddur.

Hann var að rífa sig úr jakkanum...skiljanlega - hitinn fáránlegur. Ef einhver Valsari eða Fylkismaður er hér nálægt þá bara hlýtur sá að mæta og taka síðustu lausu stúkusætin.
Eyða Breyta
41. mín
Þetta mark hefur ekki breytt ryþmanum í leiknum ennþá, Valsararnir fá að vera með boltann og Fylkismenn bíða á meðan.
Eyða Breyta
37. mín MARK! Patrick Pedersen (Valur), Stoðsending: Andri Adolphsson
Lykilorðið....hægri vængurinn.

Andri fær alltof mikinn tíma á boltann þarna og á sendingu inn í markteiginn. Pedersen fær rýmið og stýrir skallanum í hornið þaðan sem boltinn kom og Stefán náði ekki að skutla sér.

Heimamenn komnir yfir!
Eyða Breyta
36. mín
Valsarar aftur komnir með fast tak á boltanum og reka gestina til baka.
Eyða Breyta
33. mín
Andri kemur sér aftur í flott færi, fer af vinstri vængnum framhjá Orra og svo Helga Val en skotið er mjög ónákvæmt og fer langt yfir.
Eyða Breyta
32. mín
Fylkismenn rétt að detta í færi á vítateigslínunni en Hedlund kemst fyrir skot Emils rétt um það leyti sem hann er að stilla byssuna.
Eyða Breyta
29. mín
Færi!

Haukur Páll á skot utan teigs sem Ari fer fyrir, boltinn hrekkur í varnarmann og inn í teiginn þar sem gammurinn Pedersen er fyrstur í hann og á skot sem fer framhjá á fjær.
Eyða Breyta
27. mín
Hætta Valsmanna heldur áfram að koma upp hægri kant, Andri kemur sendingu inní en Finsen er metinn hafa ýtt frá sér á leið sinni að boltanum og Pétur flautar.
Eyða Breyta
23. mín
Valsarar virðast aðeins slegnir útaf laginu þegar gestirnir ná að setja á þá pressu, búnir að eiga hérna tvær vondar sendingar á sínum varnarhelmingi sem gáfu Fylki sóknarfæri.
Eyða Breyta
20. mín
Fylkismenn aðeins farnir að ná að stjórna boltanum meira.

Emil á fyrsta skotið þeirra að marki sem hægt er að telja töluvert langt utan teigs og það fer langt framhjá.
Eyða Breyta
18. mín
Valsarar fá sitt fyrsta horn.

Stefán Logi fór og kýldi það frá.
Eyða Breyta
17. mín
Geggjuð tilþrif frá Andra, fer framhjá Orra á endalínunni, tékkar sig inn framhjá Ásgeiri en neglir svo yfir!
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Orri Sveinn Stefánsson (Fylkir)
Fór fyrir boltann svo að Völsurum tókst ekki að taka snögga spyrnu, Pétur kallaði hann til sín en Orri hljóp í burtu og skilaði sér ekki til dómarans fyrr en spjaldið kom.

Kjánalegt hjá Orra og hann fékk yfirhraun frá þjálfaranum sínum í kjölfarið.
Eyða Breyta
12. mín
Fylkismenn komast í fyrstu sóknina, blokkað skot Castillion í horn...sem ekkert verður úr.
Eyða Breyta
10. mín
Tíu mínútur liðnar.

Giska á 85 - 15 í posession heimamönnum í vil.
Eyða Breyta
9. mín
Frábær skæri Andra skilja Orra eftir, sendingin inn í teiginn á vítapunkt er góð og Ólafur Karl hendir sér fram og skallar en beint á Stefán Loga.
Eyða Breyta
7. mín
Boltinn í neti Fylkismanna...en flaggið frá Jóhanni var löngu komið upp áður en Sigurður Egill setur hann í netið.

Var nú ekki feit rangstaða held ég.
Eyða Breyta
6. mín
Fylkismenn eru að spila 4-2-3-1

Stefán

Andrés - Ari - Ásgeir - Orri

Helgi - Sam

Ragnar - Emil - Valdimar

Castillion
Eyða Breyta
4. mín
Kristinn á hér rummungstæklingu og stingur svo í gegn á Pedersen en of langt og í fang Stefáns.
Eyða Breyta
2. mín
Valsmenn eru að keyra strax upp hérna hægra megin, Orri er í bakverðinum fyrir Daða og þeir ætla að láta reyna á það.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Off we go.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkismenn eru í raun að spila hérna 4-4-1-1.

Línurnar eru mjög aftarlega og stutt á milli. Ljóst mál að þeir munu leyfa Val að vera mikið með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Loksins gryllir í leikmennina.

Fylkismenn eru alhvítir í dag en Valsarar í sínum litum, þ.e. fyrir þá sem hafa nú vanist Fram-litnum á sokkunum þeirra.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þulurinn er kominn í heimavallargírinn og fær ágætar undirtektir í stúkunni þegar hann les upp lið heimamanna.

Liðin eru að gera sig klár í lokaundirbúning inni í klefanum, Steini Þuru markmannsþjálfari Fylkis er afskaplega huggulegur að vanda, klæðir hann verulega vel að vera í stullum!
Eyða Breyta
Fyrir leik
Veit ég er þreytandi en það bara er fullkomið kvöld til að fara á völlinn. Taka með sér sólgleraugu í stúkuna og sitja í stuttermabolnum í steikjandi íslenskum kvöldhita.

Burger í hálfleik...það er ekki hægt að biðja um það betra.

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómarateymið er klárt í dag.

Flautuleikarinn er Pétur Guðmundsson, honum til aðstoðar eru með flögg og míkrófón í eyra þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Helgi Mikael Jónsson er fjórði dómari og Þórður I. Guðjónsson mun gefa teyminu einkunn að leik loknum, enda eftirlitsmaður.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Afskaplega lítið er um leikmenn í hóp í dag sem leikið hafa fyrir bæði þessi félög.

Það er bara beinlínis enginn! Lítill félagsskapur þar á ferð...bara þjálfarateymi Fylkis sem lék með Val á sínum tíma, bæði Helgi Sig og Óli Stígs voru rauðir um stund.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkismenn verða án Ólafs Inga Skúlasonar og Daða Ólafssonar í dag, þeir eru í leikbanni vegna fjögurra gulra spjalda.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikur liðanna í fyrri umferð mótsins var líka fyrsti sigurleikur Valsmanna í mótinu.

Þeir unnu 1-0 í Árbænum með marki frá Orra Sigurði Ómarssyni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin hafa leikið 37 leiki í efstu deild.

Af þeim hafa Valsmenn unnið 20 leiki en Fylkismenn tekið 13 sigra. Jafnteflin því fjögur.

Það er hins vegar býsna langt síðan Fylkismenn unnu Valsmenn, það gerðist fyrir um 5 árum þegar þeir unnu 2-0. Síðan þá hafa Valsarar unnið 4 en jafnteflin síðan þá eru 3.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Keppnin um lausu Evrópusætin er auðvitað stóra málið í efri hlutanum en grínið er þó líka það að það lið sem tapar hér í dag er þá enn í töluverðri fallbaráttu.

Svo leikurinn er svolítið dæmi um í hvora áttina liðin ætla að fara í framhaldinu, horfa menn upp eða niður?
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrir leikinn sitja liðin tvö hlið við hlið rétt fyrir neðan miðja deildina.

Valsmenn í 7.sæti með 20 stig og Fylkir sæti neðar með 19 stig. Ljóst mál að það lið sem sigrar hér í kvöld fer af algleymi inn í baráttuna um Evrópusætið. Ef Valsarar sigr verða þeir eftir leiki umferðarinnar í 3. eða 4.sæti en ef Fylkir sigra færu þeir í 4. eða 5.sæti.

Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 15.umferð deildarinnar, sem þýðir að þegar þessum lýkur er bara þriðjungur eftir af PepsiMax-ævintýrinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og hjartanlega velkomin í beina textalýsingu af Vodafone-vellinum þar sem heimamenn í Val taka á móti Fylkismönnum.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
32. Stefán Logi Magnússon (m)
0. Helgi Valur Daníelsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
5. Orri Sveinn Stefánsson
6. Sam Hewson
8. Emil Ásmundsson ('53)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson ('70)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
20. Geoffrey Castillion
23. Ari Leifsson

Varamenn:
31. Kristófer Leví Sigtryggsson (m)
3. Leó Ernir Reynisson
4. Andri Þór Jónsson
9. Hákon Ingi Jónsson ('70)
13. Arnór Gauti Ragnarsson ('53)
14. Arnór Ingi Kristinsson
22. Birkir Eyþórsson

Liðstjórn:
Helgi Sigurðsson (Þ)
Magnús Gísli Guðfinnsson
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Óðinn Svansson
Halldór Steinsson
Rúnar Pálmarsson
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Orri Sveinn Stefánsson ('13)
Sam Hewson ('45)
Ragnar Bragi Sveinsson ('88)

Rauð spjöld: