Stjarnan
2
1
Víkingur R.
Jósef Kristinn Jósefsson '53 1-0
Hilmar Árni Halldórsson '56 , víti 2-0
2-1 Óttar Magnús Karlsson '65
07.08.2019  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Alex Þór Hauksson
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Heiðar Ægisson ('83)
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
8. Baldur Sigurðsson ('74)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('90)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('83)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('90)
14. Nimo Gribenco
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('74)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Jósef Kristinn Jósefsson ('13)
Hilmar Árni Halldórsson ('50)
Veigar Páll Gunnarsson ('57)
Martin Rauschenberg ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-1 sigur hjá Stjörnunni gegn Víking R.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
4 mín bætt við
90. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
89. mín
Óttar Magnús bombar boltanum beint á markið og Haraldur gerir vel í að handsama knöttinn!
88. mín
Hilmar Árni brýtur Ágústi og Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað rétt fyrir utan vítateiginn.
85. mín
Erlingur með skot rétt framhjá eftir fínt spil inn í teig Stjörnunnar!
83. mín
Stjarnan fær horn.
83. mín
Inn:Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Út:Heiðar Ægisson (Stjarnan)
81. mín
Óttar nær skallanum á markið eftir hornið en Haraldur ver frábærlega! Boltinn berst út og svo aftur inn í pakkann þar sem Kári Árna stekkur manna hæst og skallar yfir!
81. mín
Víkingar fá aftur hornspyrnu.
80. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
78. mín
Viktor með skot langt yfir eftir að Jóhann Laxdal hreinsaði nánast á marklínu!
76. mín
Davíð Örn meðlangt innkast sem Kári Árna skallar vel yfir markið.
74. mín
Inn:Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Út:Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
70. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
69. mín
Jóhann Laxdal með skalla á markið eftir fyrirgjöf frá Daníel. Þórður heldur boltanum!
69. mín
Alex með frábær tilþrif inn í teig sem endar á fyrirgjöf sem Víkingar hreinsa í horn.
67. mín
Óttar Magnús með skot úr aukaspyrnunni sem fer rétt yfir markið!
66. mín Gult spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)
Víkingur fær aukaspyrnu á hættulegum stað!
65. mín MARK!
Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Kári Árnason
MARK!!! OG NÓG EFTIR!

Víkingar taka langa aukaspyrnu inn í teiginn þar sem Kári vinnur skallaeinvígi og kemur boltanum inn í pakkann. Óttar var klár þar og kom boltanum framhjá Haraldi!
63. mín
Erlingur með flott skot fyrir utan teig en Haraldur ver þetta mjög vel!
60. mín Gult spjald: Guðjón Örn Ingólfsson (Víkingur R.)
Spjald á bekkinn.
60. mín
Jóhann Laxdal finnur Heiðar Ægis út í teiginn sem tekur skotið yfir.
58. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
58. mín Gult spjald: Ágúst Eðvald Hlynsson (Víkingur R.)
Einhver pirringur hjá Víkingum þessa stundina.
58. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
57. mín Gult spjald: Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Bekkurinn fékk gult. Sýndist þetta vera handa Veigari.
56. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
56. mín Mark úr víti!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Sendir Þórð í vitlaust horn og skorar sitt 10 mark í deildinni í sumar!

2-0 fyrir Stjörnunni
55. mín
VÍTI!!!!

Davíð Örn fær boltann í hendina!
53. mín MARK!
Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Stoðsending: Heiðar Ægisson
FRÁBÆRT MARK!

Stjörnumenn láta boltann ganga vel á milli manna sem endar á skiptingu yfir á Jóhann Laxdal. Jóhann sendir upp að endalínu á Heiðar sem setur boltann fyrir. Þar kemur Jósef á ferðinni og skýtur boltanum inn. Vel gert hjá heimamönnum.
50. mín Gult spjald: Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Ýtir við Ágústi og fær spjald.
49. mín
Víkingur fær hornspyrnu.
46. mín
Eyjólfur með skemmtileg tilþrif hérna. Virðist renna á rassinn en er fljótur að standa upp og gjörsamlega labbar framhjá tveimur varnarmönnum. Kemur svo boltanum fyrir markið en fyrirgjöfin er skölluð burt.
45. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Nokkur færi hjá báðum liðum en færið hans Baldurs í markteig stendur upp úr. Markalaust í hálfleik og það getur allt gerst í þessu. Stjarnan kannski heilt yfir betri en Víkingar hafa verið missa boltann oft á tíðum ansi klaufalega.

Heyrumst aftur í seinni.
45. mín
Óttar með skot í hliðarnetið úr þröngu færi eftir sendingu frá Kwame.
45. mín
2 mín bætt við
45. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.
44. mín
Hansen í góðu færi eftir flotta fyrirgjöf frá Ágústi. Skallinn er yfir markið.
39. mín
Eyjólfur með skot af löngu færi en Þórður heldur boltanum.
37. mín
Daníel Laxdal á skalla eftir spyrnu Hilmars en boltinn fór yfir markið.
36. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Gestirnir hafa verið að missa boltann oft á tíðum ansi klaufalega.
34. mín
Daníel Laxdal er mættur aftur inn á völlinn.
30. mín
Það eiga sér stað einhver átök inn í teig eftir hornið og Daníel Laxdal liggur eftir. Vonandi er hann í lagi og getur haldið leik áfram.
30. mín
Hilmar reynir skot á markið eftir sendingu frá Baldri. Kári nær að vera fyrir og Stjarnan fær horn.
29. mín
Hansen með skalla framhjá marki Stjörnunar eftir fyrirgjöf frá hægri.
29. mín Gult spjald: Sölvi Ottesen (Víkingur R.)
Sölvi mótmælir því að Víkingar fá ekki vítaspyrnu eftir hornspyrnuna og fær að launum gult spjald.
27. mín
Hansen með skemmtilega hælsendingu inn í teig á Óttar sem nær ekki skotinu á markið. Stjörnumenn hreinsa í horn.
26. mín
Aukaspyrna Hilmars endar aftur á kollinum á Baldri en skallinn er kraftlaus og Þórður grípur þetta örugglega.
25. mín
Aftur er Kári dæmdur brotlegur eftir viðskipti við Þorsteinn. Ekkert spjald samt sem áður.

Kári stökk á bakið á Þorsteini og skallaði svo boltann.
22. mín
Kári Árna hendir Þorsteini niður úti hægra meginn og Stjarnan fær aukaspyrnu.

Stúkan alveg brjáluð og vill fá gult spjald.
20. mín
DAUÐAFÆRI!!! Baldur var aleinn á markteig eftir hornspyrnu Hilmars. Boltinn dettur fyrir hann en fyrirliðinn bombar boltanum yfir!

Þarna átti Baldur að gera betur.
19. mín
Stjarnan keyrði upp í skyndisókn eftir hornið og boltinn berst á Hilmar Árna sem fór illa með Davíð Örn áður en hann reynir að vippa boltanum í fjærhornið. Þórður nær að koma boltanum yfir og Stjarnan fær horn.
18. mín
Kwame með stórhættulega fyrrigjöf sem Jóhann setur aftur fyrir í horn.
16. mín
Stjarnan fær hornspyrnu.

Hilmar með fína fyrirgjöf sem Baldur skallar á markið. Vantaði smá kraft í þetta. Þórður grípur boltann.
15. mín
Jóhann Laxdal með flotta fyrirgjöf eftir grasinu sem endar hjá Hilmari, hann setur boltann út á Eyjólf sem á skot langt yfir.
13. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Tekur Kwame niður. Bekkurinn hjá Stjörnunni ekki sáttur og vildi meina að Jósef hefði tekið boltann fyrst.
11. mín
Aftur lenda Víkingar í veseni hjá sínu eigin marki. Skelfileg sending frá Þórði inná miðjuna sem er lesinn af Alex Þór. Hann reynir skotið sem fer í varnarmann og boltinn berst á Eyjólf. Eyjólfur finnur Heiðar úti hægra meginn sem reynir fyrirgjöf en Víkingar ná að henda sér fyrir boltann og Stjarnan fær hornspyrnu.

Það kemur ekkert upp úr horninu.
9. mín
Þarna munaði litlu. Kári Árna með sendingu til baka á Þórð sem var nálægt því að enda í markinu. Þórður nær boltanum rétt fyrir framan marklínuna og kemur boltanum frá. Hilmar Árni fær þá boltann og á skot rétt framhjá. Þetta hefði verið klaufalegt hjá Víkingum.
6. mín
Eftir smá darraðardans í teignm ná heimamenn að koma boltanum útaf. Horn.
5. mín
Alex Þór brýtur á Guðmundi Andra og Víkingar fá aukaspyrnu úti vinstra meginn.
1. mín
Víkingar fá hornspyrnu
Fyrir leik
Liðin hafa lokið sinni upphitun og eru farin inn í búningsklefa. Sólin skín hérna í Garðabænum og ekki yfir neinu að kvarta. Vonandi verður þetta góður leikur!

5 mín í leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár og má sjá hér til hliðar.

Stjarnan gerir þrjár breytingar frá síðasta deildarleik gegn HK. Ævar Ingi, Þorri Geir og Brynjar Gauti detta út inn koma Alex Þór, Jósef Kristinn og Eyjólfur Héðinsson.

Víkingur R. gerir einnig þrjár breytingar frá síðasta leik, 3-2 heimasigri gegn Breiðablik. Halldór Smári, Örvar Eggerts og Viktor Ö detta út. Inn fyrir þá koma þeir Kwame Quee, Dofri Snorra og enginn annar en Óttar Magnús Karlsson.
Fyrir leik
Það má gera ráð fyrir fjörugum leik hér í Garðabænum í kvöld en leikir þessara liða hafa oftast innihaldið mikið af mörkum. Fyrri leikur Stjörnunnar og Víkings R. í sumar endaði einmitt með 3-4 sigri Stjörnumanna.

Markahæstur í liði Stjörunnar er Hilmar Árni með 9 mörk í deildinni í sumar.

Hjá Víkingum hefur Guðmundur Andri skorað mest í deildinni. Hann er með 5 mörk.
Fyrir leik
Stjörnumenn kölluðu Elís Rafn til baka úr láni á lokadegi gluggans. Elís Rafn hafði spilað með Fjölni fyrri hluta sumars í Inkasso deildinni og staðið sig vel þar. Stjarnan er að glíma við meiðsli í bakvarðastöðunum og því er Elís Rafn kominn aftur í Garðabæinn. Spurning hvort við fáum að sjá hann spila hér í dag.

Víkingur R. fengu til sín Óttar Magnús Karlsson frá sænska B-deildar liðinu Mjallby nú á dögunum. Óttar er uppalinn í Víkinni og stóð sig vel með Víkingum í Pepsi deildinni árið 2016 áður en hann fór út í atvinnumennsku. Það verður spennandi að sjá hvernig hann kemur inn í lið Víkings sem þarf nauðsynlega á sigri að halda hér í dag.
Fyrir leik
Á meðan við bíðum eftir því að byrjunarliðin detti inn er tilvalið að líta á úrslit síðustu umferðar hjá þessum liðum.

Stjarnan fór í heimsókn í Kórinn og lék gegn HK í síðustu umferð. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli þar sem bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. Stjörnumenn sóttu stíft í seinni en inn vildi boltinn ekki.

Víkingur R. spilaði gegn Breiðablik í síðustu umferð og unnu sterkan 3-2 sigur. Guðmundur Andri var öflugur fyrir lið Víkings og skoraði tvennu.
Fyrir leik
Fyrir leikinn eru heimamenn í 5.sæti deildarinnar með 21 stig en Víkingar sitja í 10.sæti með 16 stig.
Fyrir leik
Komið þið sæl og verið velkomin á beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og Víkings R. í 15.umferð Pepsi Max deildar karla.
Byrjunarlið:
16. Þórður Ingason (m)
Sölvi Ottesen
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
21. Guðmundur Andri Tryggvason ('70)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
23. Nikolaj Hansen (f)
24. Davíð Örn Atlason
77. Kwame Quee ('58)

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson
7. James Charles Mack
8. Viktor Örlygur Andrason ('58)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Örvar Eggertsson
77. Atli Hrafn Andrason ('70)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Sölvi Ottesen ('29)
Davíð Örn Atlason ('56)
Ágúst Eðvald Hlynsson ('58)
Guðmundur Andri Tryggvason ('58)
Guðjón Örn Ingólfsson ('60)

Rauð spjöld: