Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
ÍA
1
2
Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen '4
0-2 Höskuldur Gunnlaugsson '7
Tryggvi Hrafn Haraldsson '10 , víti 1-2
11.08.2019  -  16:00
Norðurálsvöllurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Þéttur vindur á hlið á völlinn, kalt, þurrt og völlurinn flottur.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson(Breiðablik)
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Einar Logi Einarsson
2. Hörður Ingi Gunnarsson
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
7. Sindri Snær Magnússon
8. Hallur Flosason
10. Steinar Þorsteinsson ('75)
10. Tryggvi Hrafn Haraldsson
18. Stefán Teitur Þórðarson
19. Bjarki Steinn Bjarkason ('43)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason ('63)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
4. Aron Kristófer Lárusson
4. Hlynur Sævar Jónsson
13. Daniel Ingi Jóhannesson
17. Gonzalo Zamorano ('75)
20. Sigurður Hrannar Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Páll Gísli Jónsson
Albert Hafsteinsson
Arnór Snær Guðmundsson
Gunnar Smári Jónbjörnsson
Daníel Þór Heimisson
Sigurður Jónsson
Kjartan Guðbrandsson

Gul spjöld:
Óttar Bjarni Guðmundsson ('40)
Sindri Snær Magnússon ('69)
Albert Hafsteinsson ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar vinna Skagamenn á Akranesi. Viðtöl og skýrlsa á leiðinni.
91. mín
Skagamenn fá horn og Einar Logi með skalla framhjá.
90. mín
Fjórar mínútur í uppbót
89. mín
Einar Logi með skot framhjá.
86. mín Gult spjald: Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
86. mín
Hvernig skorar Blikar ekki þarna!!! Gísli með skot í slá og niður, Damir með skalla í slá og svo Mikkelsen í dauðafæri en Árni nær boltanum!
85. mín
Gísli Eyjólfs með skot að marki en í varnarmann!!
84. mín Gult spjald: Albert Hafsteinsson (ÍA)
80. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
76. mín
Gonzalo með skot en beint á Gulla.
75. mín
Inn:Gonzalo Zamorano (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
73. mín
Stórhætta við mark Blika. Boltinn dettur laus í teignum en enginn Skagamaður sem nær að pota í boltann.
69. mín Gult spjald: Sindri Snær Magnússon (ÍA)
67. mín
Brynjólfur Darri í fínu færi en skotið í varnarmann og aftur fyrir. Horn.
63. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
62. mín
Stefán Teitur!!!! Frábær sending inní teig en Stefán alltof lengi að athafna sig!
62. mín
Inn:Brynjólfur Darri Willumsson (Breiðablik) Út:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
61. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
54. mín
Tryggvi með hörkuskot úr aukaspyrnunni en rétt framhjá markinu.
52. mín
Gulli að verja frá Tryggva í dauðafæri en Skagamenn fá aukaspyrnu.
47. mín
Skagamenn fengu hér horn og Tryggvi misreiknar eitthvað vindinn og þal varð spyrnan arfa slök.
46. mín
Þá er þetta komið af stað hjá okkur aftur og það eru Skagamenn sem hefja seinni hálfleik og sækja í átt að höllini.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hjálfleikur á Akranesi. Blikar leiða verðskuldað en heldur betur búinn að vera líflegur fyrri hálfleikur.
45. mín
Tryggvi með frábæra hornspynu og Sindri með skalla rétt framhjá.
43. mín
Inn:Arnór Snær Guðmundsson (ÍA) Út:Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA)
40. mín Gult spjald: Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Óttar Bjarni rífur Gísla niður. Held að Óttar megi teljsast stálheppinn að þetta var gult á litinn!
35. mín
Alfons með góðan bolta fyrir og Höskuldur með skallann en yfir markið.
32. mín
Enn eitt færið hjá Blikum en Höskuldur nær ekki góðu skoti.
29. mín
Tryggvi með frábæran bolta fyrir úr aukaspyrnu en skallinn frá Einari Loga er beint á Gulla.
23. mín
Blikar fá þrjú dauðafæri í sömu sókninni. Skagamenn tapa boltanum og Viktor Karl, Mikkelsen og Höskuldur fá allir dauðafæri en tekst ekki að skora!
20. mín
Gísli skallar yfir á marklínu!!! Hvernig klúðraði hann þessu? Það koma fleiri mörk í þennan leik, það er klárt!
18. mín
Blikar svo nálægt því að setja þriðja markið! Gaui með geggjaðann sprett en í þröngu færi og boltinn framhjá.
13. mín
Breiðablik í dauðafæri!!! Sækja hratt og Gísli með sendingu á Viktor sem kemst einn í gegn en Árni ver frábærlega! Þessi leikur er enda á milli
10. mín Mark úr víti!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (ÍA)
Ttyggvi setur Gulla í rangt horn! öruggt víti. Þvílík byrjun á þessum leik!!
9. mín
Hvað er að gerast. Blikar bjarga á línu. Skaginn fær víti!
7. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
HÖSKULDUR!!!!! Þvílíkt mark hjá honum. Fær boltann fyrir utan teig þrumar honum upp í samskeytin, gjörsamlega óverjandi fyrir Árna Snæ. Strax orðin brekka fyrir Skagamenn.
4. mín MARK!
Thomas Mikkelsen (Breiðablik)
Þetta var ekki lengi að gerast!!! Blikar tættu Skagamenn í sig og Viktor Karl komst einn í gegn en Árni Snær varði frábærlega.Mikkelsen tók frákastið og lagði hann í hornið.
3. mín
Blikar með fína sókn og Alfons með sendingu fyrir en Skagamenn hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað hjá okkur og það eru Blikar sem byrja með boltann og sækja í átt að hölinni. Skagamenn að sjálfsögðu gulir og svartir og Blikar grænir og hvítir.
Fyrir leik
Þetta er alls ekki eini leikur dagins í Pepsi Max-deildinni. Það eru þrír aðrir leiki á dagskrá núna kl 16. Í skjólinu í Kórnum mætast HK og KR, KA tekur á móti Sjörnunni á Akureyri og í Víkinni mætast Víkingur R. og ÍBV.

Kl 20 í kvöld hefst svo stórleikur Vals og FH á Origo-vellinum.

Beinar textalýsingar:
Víkingur - ÍBV
KA - Stjarnan
HK - KR
ÍA - Breiðablik
Fyrir leik
Byrjnarliðin eru klár hjá liðunum. Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA gerir fjórar breytingar á sínu liði frá tapleiknum á móti FH. Albert Hafsteinsson, Viktor Jónsson, Lars Marcus Johannsson og Aron Kristófer Lárusson detta allir út. Viktor og Lars eru báðir meiddir. Inn koma í þeirra stað Bjarki Steinn Bjarkason, Steinar Þorsteinsson, Einar Logi Einarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason

Ágúst Gylfason þjálfari Breiðabliks stillir hins vegar upp óbreyttu liði frá 4-0 sigrinum á KA, enda ekki mikil ástæða til að breyta sigurliði. Damir sem var í banni í síðasta leik kemur inná bekkinn.

Liðin má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Það eru hressandi aðstæður á Akranesi í dag. Vel hvasst á hlið á villinum og frekar kalt. En þurrt og völlurinn í flottu standi.
Fyrir leik
Dómari leiksins í dag er Jóhann Ingi Jónsson og honum til aðstoðar eru Adolf Þ. Andersen og Þórður Arnar Árnason. Fjórði dómari er Arnar Ingi Ingvarsson. Eftirlitsmaður KSÍ er svo Einar Örn Daníelsson.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst alls 77 sinnum í keppnum á vegum KSÍ og þar hafa Skagamenn vinninginn. Þeir hafa unnið 39 leiki meðan Blikar hafa unnið 24 og 14 sinnum hafa liðin gert jafntefli. Skagamenn hafa skorað 144 mörk og Blikar 108 í þessum leikjum.
Fyrir leik
Skagamenn unnu fyrri leik liðanna í sumar í dramatískum leik í Kópavoginum þar sem Einar Logi Einarson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og Blikar vilja sjálfsagt hefna fyrir það.
Fyrir leik
Breiðablik hins vegar situr í öðru sæti þrátt fyrir að hafa unnið sinn fyrsta leik í rúman mánuð í síðustu umferð þegar þeir völtuðu yfir KA í Kópavoginum 4-0.
Fyrir leik
Skagamenn sitja í fimmta sæti deildarinna með 22 stig. Þeir hafa ekki unnið leik síðan 6.júlí og ef þeir tapa hér í dag gætu þeir auðveldlega farið að sogast niður í alvöru fallbaráttu eftir frábæra byrjun á mótinu.
Fyrir leik
Heilir og sælir lesendur fótbolti.net og verið velkominn í beina textalýsingu frá Norðurásvellinum á Akranesi þar sem við ætlum að fylgjast með leik ÍA og Breiðabliks í Pepsi Max-deild karla.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
5. Elfar Freyr Helgason ('61)
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('80)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson ('62)
9. Thomas Mikkelsen
11. Gísli Eyjólfsson
21. Viktor Örn Margeirsson
25. Davíð Ingvarsson
26. Alfons Sampsted
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Damir Muminovic ('61)
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17. Þórir Guðjónsson
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
30. Andri Rafn Yeoman ('80)
45. Brynjólfur Darri Willumsson ('62)

Liðsstjórn:
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Þorsteinn Máni Óskarsson
Guðmundur Steinarsson

Gul spjöld:
Thomas Mikkelsen ('86)

Rauð spjöld: