Origo völlurinn
sunnudagur 11. ágúst 2019  kl. 20:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Aðeins of hvasst en annars bara fínt.
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 1063
Maður leiksins: Davíð Þór Viðarsson
Valur 2 - 3 FH
0-1 Steven Lennon ('51, víti)
1-1 Patrick Pedersen ('55, víti)
2-1 Patrick Pedersen ('64, víti)
2-2 Björn Daníel Sverrisson ('75)
2-3 Morten Beck Guldsmed ('83)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Sebastian Hedlund ('87)
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson ('72)
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
71. Ólafur Karl Finsen ('46)

Varamenn:
33. Anton Ari Einarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson ('46)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
28. Emil Lyng ('87)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('72)

Liðstjórn:
Rajko Stanisic
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('30)
Ólafur Jóhannesson ('67)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
90. mín Leik lokið!
Þá flautar Sigurður Hjörtur til leiksloka í þessum sturlaða leik. FH-ingar taka þrjú stig héðan af Origo vellinum.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
87. mín Emil Lyng (Valur) Sebastian Hedlund (Valur)
Sóknarskipting.
Eyða Breyta
86. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)

Eyða Breyta
85. mín
Einar Karl reynir hér skot rétt fyrir utan teig sem að fer framhjá. Fyrst dæmir Sigurður ranglega horn en breytir svo dómnum í aukaspyrnu. Mjög spes.
Eyða Breyta
83. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH), Stoðsending: Brandur Olsen
ÞESSSI LEIKUR HEFUR ALLT!!!!!!

Brandur Olsen með góða aukaspyrnu inná teig Vals. Þar lendir Hannes í árekstri og Morten Beck setur hann í autt markið. Valsarar brjálaðir. Þetta er rosalegur leikur.
Eyða Breyta
82. mín Gult spjald: Jónatan Ingi Jónsson (FH)
ÚFFF ÞETTA VAR LJÓTT!!!

Jónatan Ingi alltof seinn í tæklingu á Hauk Pál og fær gult að launum. Meiðir sig fyrir vikið enda eins og að tækla múrvegg.
Eyða Breyta
80. mín
Brandur með draumabolta á Jónatan Inga sem er við það að komast í gegn en Eiður Aron gerir vel og potar boltanum útaf. Ekkert verður úr hornspyrnu FH.
Eyða Breyta
75. mín MARK! Björn Daníel Sverrisson (FH), Stoðsending: Morten Beck Guldsmed
FH-INGAR BÚNIR AÐ JAFNA!!!!!

Hornspyrnan hjá Jónatan er góð og fer beint á kollinn á Morten Beck sem að skallar í slánna. Björn Daníel er fyrstur að átta sig og setur boltann auðveldlega í netið. Þessi seinni hálfleikur er búinn að vera svakalegur.
Eyða Breyta
74. mín
FH-ingar eiga hornspyrnu sem að Jónatan ætlar að taka.
Eyða Breyta
72. mín Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Sigurður Egill Lárusson (Valur)

Eyða Breyta
71. mín
Hér er Sigurður Egill við það að sleppa í gegn en Pétur Viðars nær draumatæklingu og kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
67. mín Gult spjald: Ólafur Jóhannesson (Valur)
Fyrir mótmæli.
Eyða Breyta
65. mín Brandur Olsen (FH) Kristinn Steindórsson (FH)
Kristinn ekki búinn að vera nægilega góður í dag.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
Guðmann og Davíð gjörsamlega tryllast. Guðmann hendir boltanum í átt að dómaranum og hefði alveg getað séð annan lit á spjaldinu.
Eyða Breyta
64. mín Gult spjald: Davíð Þór Viðarsson (FH)

Eyða Breyta
64. mín Mark - víti Patrick Pedersen (Valur)
ÞVÍLÍKT ÖRYGGI!!!

Sendir Daða aftur í vitlaust horn og setur boltann í vinkilinn. Þessi leikur er algjört bull.
Eyða Breyta
62. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA!!!??? VALUR FÆR ANNAÐ VÍTI!!!!

Fyrirgjöf fyrir sem að Daði fer út í og endar á að kýla Andra Adolphs. FH-ingar tryllast!.
Eyða Breyta
57. mín
VAR-sérfræðingar blaðamannastúkunnar segir að dómurinn hafi verið rangur. Stórt.
Eyða Breyta
55. mín Mark - víti Patrick Pedersen (Valur)
ÖRUGGT VÍTI!!!!

Patrick sendir Daða í rangt horn. Þetta er fljótt að gerast.
Eyða Breyta
55. mín
VÍTI HINUM MEGINN!!!!!!!!

Andri Adolphsson tekur vel á móti honum hérna og fer framhjá Þórði Þorsteini og fellur. Þetta var held ég ekki rétt.
Eyða Breyta
51. mín Mark - víti Steven Lennon (FH)
GEGGJAÐ VÍTI!!!!

Hannes fer í hárrétt horn en vítið er upp í samskeytin. FH-ingar leiða 1-0.
Eyða Breyta
50. mín
FH FÆR VÍTI!!!!!

Eiður Aron með glórulausan bolta til baka ætlaðan Hannesi en þar lúrir Steven Lennon sem að snýr á Hannes og fellur. Afar klaufalegt hjá Val.
Eyða Breyta
49. mín
Fín sókn hjá FH. Davíð Þór nær góðri stungusendingu inná Steven Lennon sem að reynir misheppnað skot. Jónatan Ingi nær boltanum áður en að hann fer útaf og fer illa með Bjarna Ólaf en Eiður Aron nær að koma fyrirgjöf hans frá.
Eyða Breyta
46. mín Einar Karl Ingvarsson (Valur) Ólafur Karl Finsen (Valur)
Seinni hálfleikur hafinn. Einar Karl kemur inn í stað Ólafs Karls.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Sigurður Hjörtur til hálfleiks í þessum stórleik. Staðan markalaus. Heilt yfir verið frekar jafn leikur.
Eyða Breyta
45. mín
Jónatan Ingi með frábæran sprett framhjá varnarmönnum Vals og nær góðri fyrirgjöf á Kristinn Steindórs en Hannes er vel á verði og ver skot hans vel. Ekkert verður úr hornspyrnu FH.
Eyða Breyta
44. mín
Steven Lennon reynir hér enn eitt skotið eftir góðan undirbúning Jónatans en enn og aftur er skotið yfir markið.
Eyða Breyta
43. mín
Vá geggjuð sókn hjá Val!!

Kristinn Freyr fer hér illa með Þórð Þorstein á vinstri vængnum og nær góðri fyrirgjöf sem að Andri Adolphs skutlar sér eftir. Því miður fyrir Val er hann aðeins of stuttur og skalli hans fer yfir markið.
Eyða Breyta
41. mín
Enn eitt skotið frá Steven Lennon fyrir utan teig en þarna gleymdi hann að halla sér yfir boltann og skotið hátt yfir.
Eyða Breyta
38. mín Cédric D'Ulivo (FH) Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Hjörtur Logi hefur lokið leik hér í dag vegna meiðsla.
Eyða Breyta
36. mín
Bjarni Ólafur með heiðarlegustu skottilraun sem að ég hef séð. Fyrirgjöf Andra Adolphs ratar yfir allann pakkann þar sem að Bjarni Ólafur er mættur en skot hans á lofti endar hjá kapellunni.
Eyða Breyta
33. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!!

Þórður Þorsteinn með draumafyrirgjöf beint á kollinn á Morten Beck en skalli hans fer rétt framhjá markinu. Algjört dauðafæri.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Úff þetta var ljótt. Kristinn og Hjörtur Logi fara báðir í tæklingu sem að sá síðarnefndi er á undan í og Kristinn fer beint í lærið á Hirti sem að liggur eftir. Klárt gult.
Eyða Breyta
29. mín Gult spjald: Morten Beck Guldsmed (FH)
Slær Eið Aron létt í hnakkann til að vinna skallabaráttu. Algjör óþarfi hjá þeim danska.
Eyða Breyta
27. mín
Kristinn Freyr með feilsendingu sem að Steven Lennon kemst inní og reynir skot af 45 metrum en Hannes á ekki í neinum vandræðum með það. Lennon búinn að skora sitt árlega kjaftæðismark þetta tímabil.
Eyða Breyta
25. mín
Steven Lennon kominn í fína stöðu eftir góðan undirbúning Davíðs Þórs en skot hans er slakt og framhjá markinu.
Eyða Breyta
19. mín
Vindurinn étur hornspyrnu Jónatans sem að verður til þess að boltinn fer rétt yfir markið. Var alls ekki langt frá því að fara inn þarna.
Eyða Breyta
18. mín
Fyrsta skot FH. Davíð Þór vinnur boltann vel af Kristni Frey og kemur honum á Lennon sem að reynir þrumuskot utan af velli en Hannes ver vel. Hornspyrna.
Eyða Breyta
17. mín
Valsarar miklu betri fyrstu mínúturnar. Sigurður Egill með langt innkast sem að endar í klafsi. Boltinn endar svo við fætur Patricks Pedersen sem að reynir að koma honum á markið en Björn Daníel kemst fyrir skot hans.
Eyða Breyta
11. mín
ÚFFFF þetta leit ekki vel út!!

Haukur Páll fær hér neglu frá Davíð Þór beint í andlitið og svoleiðis limpast í jörðina. Leit út eins og að hann hafi rotast héðan úr blaðamannastúkunni en hann er staðinn upp og ætlar að halda leik áfram. Leit verr út en þetta var.
Eyða Breyta
8. mín
Valsarar með góða sókn hérna. Andri Adolphsson vinnur hér boltann af Birni á miðjum vellinum og kemur honum á Ólaf Karl sem að setur boltann inní teiginn þar sem að Patrick nær ekki að taka boltann niður. Hefði verið einn á móti Daða þarna.
Eyða Breyta
7. mín
Hornspyrnan er góð og ratar beint á kollinn á Eiði Aroni en FH-ingar ná að komast fyrir skalla hans.
Eyða Breyta
6. mín
Valsarar fá hornspyrnu sem að Kristinn Freyr ætlar að taka.
Eyða Breyta
3. mín
Leikurinn fer rólega af stað þar sem að Valsarar halda boltanum innan liðsins. Gervigrasið er rennandi blautt enda vökvunarkerfið búið að vera í gangi síðan að ég mætti og rúmlega það.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá flautar Sigurður Hjörtur leikinn á. FH byrjar með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin á völlinn og heilsa heiðursgesti kvöldsins en það er Jóhannes Eðvaldsson, fyrrum fyrirliði Vals.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er hvasst í Hlíðunum í dag og því hvet ég alla að koma vel klædda á leikinn. Gæti orðið skítakuldi seinna í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Á bekk FH er hinn ungi Logi Hrafn Róbertsson en hann er fæddur árið 2004. Það þýðir að hann er að fara í 10.bekk í haust. Óskum honum til hamingju með að vera í hóp í sínum fyrsta Pepsi Max-deildar leik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin er klár.

Valsarar gera bara eina breytingu á liði sínu frá sigurleiknum gegn Fylki í síðustu umferð en Hannes Þór Halldórsson er mættur aftur á milli stanganna í stað Antons Ara Einarssonar.

FH-ingar gera tvær breytingar á liði sínu. Guðmundur Kristjánsson fór útaf meiddur í síðasta leik gegn ÍA og er ekki í leikmannahópi liðsins í dag. Þá kemur Þórir Jóhann Helgason einnig út. Inn í þeirra stað koma þeir Jónatan Ingi Jónsson og Kristinn Steindórsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ásgeir Ingólfsson, fyrirliði Hauka, er sérstakur spámaður Fótbolta.net þessa umferðina en þetta hafði hann um þennan leik að segja:

Valur 3 - 3 FH
Risarnir tveir að berjast og allt undir. Bæði liðin verið upp og niður. Ég ætla að skjóta á 3-3. Lennon hleður sennilega í 2 mörk og eina stoðsendingu. Kristinn Freyr og Patti litli Pedersen sjá um mörk Valsmanna.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur þessara liða í sumar var alvöru markaleikur þar sem að FH hafði betur 3-2. Brandur Olsen, Steven Lennon og Jákub Thomsen skoruðu mörk FH-inga á meðan að þeir Eiður Aron Sigurbjörnsson og Ólafur Karl Finsen skoruðu fyrir Val.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar unnu Skagamenn í síðustu umferð eftir tvo tapleiki í röð. Leiknum lauk með 1-0 sigri Hafnfirðinganna þar sem að Steven Lennon skoraði draumamark eftir að hafa klobbað Hall Flosason með bakinu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eftir martraðarbyrjun Valsmanna í sumar hafa þeir aðeins verið að rétta úr kútnum og hafa meðal annars unnið fimm af sex síðustu deildarleikjum sínum. Þeir fengu Fylkismenn í heimsókn í síðustu umferð en þeim leik lauk með 1-0 sigri Vals. Danski markahrókurinn Patrick Pedersen sá um að skora markið.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Heimamenn í Val sitja í fimmta sæti deildarinnar með 23 stig á meðan að gestirnir frá Hafnarfirði eru í því sjöunda með 22 stig. Bæði lið hafa að sjálfsögðu verið mikið í umræðunni í sumar vegna árangurs þeirra en báðum liðum var spáð í toppbaráttu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á stórleik Vals og FH í Pepsi Max-deild karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson ('38)
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson ('65)
9. Jónatan Ingi Jónsson ('86)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
10. Davíð Þór Viðarsson (f)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
21. Guðmann Þórisson

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
3. Cédric D'Ulivo ('38)
11. Atli Guðnason
22. Halldór Orri Björnsson ('86)
27. Brandur Olsen ('65)
30. Arnar Sigþórsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Silja Rós Theodórsdóttir

Gul spjöld:
Morten Beck Guldsmed ('29)
Davíð Þór Viðarsson ('64)
Guðmann Þórisson ('64)
Jónatan Ingi Jónsson ('82)

Rauð spjöld: