Stjarnan
2
1
ÍBV
Jana Sól Valdimarsdóttir '47 1-0
1-1 Brenna Lovera '68
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '72 2-1
15.08.2019  -  18:00
Samsung völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Flottar aðstæður, 12°C og smá gola.
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 187
Maður leiksins: Sigrún Ella Einarsdóttir (Stjarnan)
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
4. Edda María Birgisdóttir
7. Shameeka Fishley
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('78)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
4. Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir
6. Camille Elizabeth Bassett ('78)
11. Diljá Ýr Zomers
14. Snædís María Jörundsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir ('43)
Kristján Guðmundsson ('67)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan sigrar 2-1!!

Skýrsla og viðtöl koma inn fljótlega.
90. mín
+3

Sjarnan með boltann við hornfána og fær horn.
90. mín Gult spjald: Caroline Van Slambrouck (ÍBV)
+1

Togaði í leikmann Stjörnunnar og fékk réttilega spjald.
89. mín
Camille með góða fyrigjöf sem enginn nær til og endar í útsparki. Hefðu getað klárað leikinn þarna Stjörnustelpur.
88. mín
Camille með fína tilraun úr teignum eftir flottan sprett. Hún renndi boltanum á Hildigunni og fékk boltann aftur en skotið rétt framhjá.
87. mín
ÍBV sækir meira þessa stundina en er ekki að skapa nein afgerandi færi.
84. mín
Inn:Þóra Björg Stefánsdóttir (ÍBV) Út:Sesselja Líf Valgeirsdóttir (ÍBV)
83. mín
Barátta einkennt undanfarnar mínútur en nú á Brenna skot fyrir utan teig. Birta gerir vel og heldur skotinu.
78. mín
Sóley með fína spyrnu inn á teig og Camille nálægt því að ná til knattarins sem rennur útfyrir og í útspark.
78. mín
Inn:Camille Elizabeth Bassett (Stjarnan) Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
77. mín
Stjarnan á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi ÍBV.
74. mín
Clara með tilraun af vinstri vængnum en vel framhjá.

Leikurinn stopp þar sem hlúið er að Sigrúni.
72. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Jana Sól Valdimarsdóttir
Sigrún á góðan sprett upp hægri vænginn. Caroline reyndi að stoppa hana en náði ekki.

Sigrún gaf út í teiginn á Jönu sem á skot í varnarmann og þaðan í stöngina en Hildigunnur hirti upp frákastið og skoraði!! 2-1 Stjarnan!
70. mín
Hörku færi hjá Stjörnunni. Jana, Hildigunnur og Guðný berjast um boltann og boltinn endar hjá Jönu en varnarmenn ÍBV komnir afturfyrir boltann og náðu að hreinsa laust skot í burtu.
68. mín MARK!
Brenna Lovera (ÍBV)
Stoðsending: Caroline Van Slambrouck
Mistök hjá Birtu eftir aukaspyrnuna. Fyrst kom fyrirgjöf frá Emmu Rose sem Brenna skallaði út í teiginn en hreinsuð var frá. Boltinn barst svo á Caroline úti hægra meginn sem á fyrirgjöf inn á miðjan teig Stjörnunnar og Birta reynir að ná til boltans en Brenna er á réttum stað og skallar yfir Birtu og í tómt markið. Boltinn lak inn!!
67. mín Gult spjald: Kristján Guðmundsson (Stjarnan)
Fyrir mótmæli.
67. mín
Emma Rose krækir í aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Stjörnunnar. Eilítið vinstra meginn.
66. mín
Hildigunnur við það að sleppa í gegn en Sísí gerir frábærlega og nær með tæklingu í boltann!
65. mín
Skrýtið atvik þar sem Sesselja brýtur á Jönu. Elías virtist ætla gefa hagnað og svo um leið og Jana losnaði þá flautaði hann.
64. mín
ÍBV fær hornspyrnu en Birta gerir mjög vel og grípur þessa með mann í sér.
62. mín
Anna kemst upp hægri vænginn en vörn Stjörnunnar þétt og hreinsar frá. Vantar smá bit í sóknarleik ÍBV.
59. mín
Shameeka með frábæra fyrirgjöf af hægri vængnum og Jana hefur allan tíma í heiminum til að stilla miðið. Mistekst það heldur betur og skallar vel yfir.
57. mín
Jana í fínni stöðu inn á vítateig ÍBV. Nær ekki skoti á markið en fær hornspyrnu. Enn og aftur tekin stutt en nú fer boltinn hátt yfir markið þegar svo reynt er að gefa fyrir.
54. mín
Ingibjörg finnur Brennu úti hægra meginn og Brenna keyrir inn á teiginn. Brenna kaus að reyna sóla þrjár í stað þess að renna boltanum út. Eigingirni þarna og Stjarnan hreinsaði í burtu.
53. mín
Jasmín var u.þ.b. mínútu útaf meðan bolti var í leik en er nú komin inn aftur.
50. mín
Shameeka kemst upp miðjuna og á skot sem fer rétt yfir mark ÍBV. Elías stoppar leikinn og leyfir sjúkraþjálfara Stjörnunnar að koma inn á því Jasmín liggur eftir.
47. mín MARK!
Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Sigrún Ella Einarsdóttir
Skyndisókn hjá Stjörnunni og Sigrún (að ég held) kemst upp kantinn og á sendingu á Jönu sem skorar af stuttu færi.
46. mín
Inn:Anna Young (ÍBV) Út:Mckenzie Grossman (ÍBV)
ÍBV gerði skiptingu í hálfleik.

Sísí fer í miðvörðinn og ég held þetta sé Anna Young sem kemur inn. Hún er í treyju númer 14 en ekki 21. Anna fer á hægri vænginn og Ingibjörg inn á miðjuna.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur hafinn. ÍBV byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur.
45. mín
45+1

Ingibjörg krækir í aukaspyrnu fyrir ÍBV rétt aftan við miðjan vallarhelming Stjörnnar. Emma Rose tók spyrnuna og Caroline skallar boltann í fínu færi framhjá.
45. mín
Sigrún Ella kemst inn í sendingu á hægri vængnum og skeiðar inn völlinn. Tekur skot með vinstri fyrir miðju marki við vítateigslínu. Guðný ver skotið til hliðar og nær svo boltanum á undan Hildigunni.
43. mín Gult spjald: Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (Stjarnan)
Tekur Clöru niður við hliðarlínu hægra meginn. Ekkert kom uppúr aukaspyrnunni.
42. mín
Róast eftir stangarskotið. ÍBV á núna útspark eftir að Hildigunnur náði ekki að halda boltanum innanvallar.
37. mín
Jana með flottan sprett upp vinstri vænginn. Vörn ÍBV kemst inn í og hreinsar út í teig þar sem Hildigunnur er nálægt því að ná til boltans. Boltinn berst svo útfyrir teig og í kjölfarið á Stjarnan hornspyrnu sem tekin var stutt. Boltinn barst á fjær eftir fyrirgjöf og þar var Anna María sem gaf boltann á nærstöngina og Hildigunnur á þar skot í stöngina af stuttu færi!!!
35. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu út við hliðarlínu vinstra meginn. Sóley spyrnir alltof innarlega og Guðný alein við markið og grípur boltann.
33. mín
Júlíana með flotta sendingu inn á Brennu sem tekur boltann vel niður en rekst í boltann með hægri áður en hún ætlaði að þruma með vinstri. Markspyrna Stjarnan.
32. mín
Júlíana með langskot vel framhjá eftir aukaspyrnuna sem dæmd var á Viktoríu.
31. mín
Viktoría brýtur af sér og sparkar svo boltanum í burtu. Annað tiltal leiksins en ekkert gult spjald.
30. mín
Emma Rose með ágætis tilraun sem Birta er í smá vandræðum með. ÍBV með ágætis sókn og eftir nokkrar misheppnaðar hreinsanir barst boltinn á Emmu sem tók skotið.
28. mín
Shameeka búin að vera öflugust hingað til. Kemst upp miðjan völlin og rennir honum út til vinstri á Hildigunni sem skýtur á markið og Guðný ver í innkast. Shameeka á svo skot hátt yfir eftir innkastið.
25. mín
Shameeka nær skoti að marki sem fer í varnarmann. Boltinn berst á Hildigunni við vítateigslínuna en hún setur hann framhjá í fínum séns.
22. mín
Guðný í smá basli með langskot og ver það upp í loft en grípur í annarri tilraun. Sóley átti skotið.
21. mín
Stjarnan fær hér fyrsta horn sitt í leiknum. Fín fyrirgjöf frá hægri, Mckenzie skallar frá en Jana á svo tilraun að marki og Stjarnan fær í kjölfarið horn.
19. mín
Eftir mikinn atgang á miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar nær Clara boltanum og á skot á Birtu sem nær að halda skotinu. Besta skot leiksins til þessa en sénsinn hjá Ingibjörg áðan töluvert betra færi.
18. mín
Anna María með flotta hugmynd og á langa sendingu inn í teig á Shameeka sem nær ekki að reikna boltann rétt og nær ekki til knattarins. Útspark ÍBV.
14. mín
Ingibjörg Lúcía vinnur boltann og er við það að ná skoti á markið úr góðri stöðu en mér sýndist Viktoría (gæti hafa verið Anna Maria fyrirliði) ná að renna sér fyrir og hornspyrna dæmd. Stjarnan skallaði svo hornið frá.
12. mín
Emma reynir langa sendingu upp kantinn en hún er of löng fyrir Brennu. Róleg byrjun hér á Samsung.
9. mín
Uppúr aukaspyrnunni kom laust skot frá Shameeka sem Guðný greip.
7. mín
Sísi brýtur af sér á miðjum velli og fær létt tiltal.
5. mín
Róleg byrjun, liðin að finna sig á vellinum og lesa í andstæðinginn.
2. mín
Sýnist bæði lið stilla upp í 4-5-1 leikkerfið.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan byrjar með boltann og leikur í átt frá Kópavogi.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Stutt í að leikur hefjist.

Stjarnan leikur í bláu (hvítar stuttbuxur) og ÍBV í hvítu, hefðbundið.
Fyrir leik
Stjarnan heiðrar 5. flokk kvenna fyrir leikinn. Stelpurnar hafa gert vel í sumar. Áhorfendur (ekki margir) standa upp og gefa þeim gott klapp.
Fyrir leik
Kristján gerir tvær breytingar á sínu liði. Diljá Ýr Zomers og Birna Jóhannsdóttir taka sér sæti á bekknum og inn koma þær Jana Sól Valdimarsdóttir og Edda María Birgisdóttir. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir, sem skoraði eina mark Stjörnunnar gegn Fylki, er ekki í leikmannahópi Stjörnunnar í kvöld.

Jón Óli gerir tvær breytingar á sínu liði. Ragna Sara Magnúsdóttir og Sesselja Líf Valgeirsdóttir koma inn í liðið í stað Kristínar Ernu Sigurlásdóttur og Helenu Jónsdóttur sem eru á varamannabekknum.
Fyrir leik
Nú styttist í að byrjunarliðin verði tilkynnt og spennandi að sjá hvort þjálfararnir geri breytingar á liðunum frá síðasta leik en bæði lið hafa tapað að minnsta kosti síðustu tveimur leikjum sínum.

ÍBV tapaði 2-4 gegn KR í síðustu umferð og Stjarnan tapaði 3-1 gegn Fylki.
Fyrir leik
Jón Ólafur Daníelsson (ÍBV) og Kristján Guðmundsson (Stjarnan) eru þjálfarar liðanna.

Jón Óli tók við ÍBV í vetur þegar að Ian Jeffs hætti með liðið. Jón hafði áður verið aðstoðarmaður Kristjáns þegar Kristján var aðalþjálfari karlaliðs ÍBV en hann hætti þar eftir síðustu leiktíð.

Kristján tók við af Ólafi Þór Guðbjörnssyni sem hætti með Stjörnuna eftir síðustu leiktíð.
Fyrir leik
ÍBV vann 5-0 stórsigur í fyrri leik þessara liða í sumar. Leikurinn fór fram í Vestmannaeyjum og skoruðu þær Cloé Lacasse (3x) og Clara Sigurðardóttir mörk ÍBV. Þar að auki gerði Stjarnan eitt sjálfsmark.
Fyrir leik
Liðin sitja í 7. og 8. sæti.

Bæði lið hafa sigrað fjóra leiki í sumar en Stjarnan hefur gert eitt jafntefli og er því með stigi meira og er sæti ofar en ÍBV.
Fyrir leik
Stjarnan vann langþráðan sigur þann 23. júlí þegar liðið vann sinn fyrsta sigur síðan í maí. Sigurleiknum í júlí fylgdu svo tveir tapleikir í röð.

Síðasti sigur ÍBV kom einnig þann 23. júlí og síðan þá hefur ÍBV tapað þremur leikjum.
Fyrir leik
Markahæst hjá ÍBV er Cloé Lacasse sem hefur skorað 11 mörk í deildinni.

Hjá Stjörnunni eru tvær markahæstar. Þær Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir hafa báðar skorað fjögur deildarmörk í sumar.
Fyrir leik
Leikurinn er annar af tveimur leikjum sem hefjast klukkan 18:00 í deildinni og eru þeir fyrstu leikir í 14. umferð deildarinnar.
Fyrir leik
Leikurinn hefst, eins og glöggir lesendur vita, klukkan 18:00 og fer fram á Samsung vellinum í Garðabæ.
Fyrir leik
Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá leik Stjörnunnar og ÍBV í Pepsi Max-deild kvenna.
Byrjunarlið:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
2. Ragna Sara Magnúsdóttir
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
5. Mckenzie Grossman ('46)
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir ('84)
9. Emma Rose Kelly
10. Clara Sigurðardóttir
11. Sigríður Lára Garðarsdóttir
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
33. Brenna Lovera

Varamenn:
6. Thelma Sól Óðinsdóttir
7. Þóra Björg Stefánsdóttir ('84)
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
14. Anna Young ('46)
18. Margrét Íris Einarsdóttir
24. Helena Jónsdóttir

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Sigríður Sæland Óðinsdóttir
Jón Ólafur Daníelsson
Óskar Rúnarsson
Sigþóra Guðmundsdóttir
Sonja Ruiz Martinez
Berglind Sigmarsdóttir
Richard Matthew Goffe

Gul spjöld:
Caroline Van Slambrouck ('90)

Rauð spjöld: