Fram
2
0
Njarðvík
Fred Saraiva '79 1-0
Helgi Guðjónsson '90 2-0
15.08.2019  -  19:15
Framvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Fred Saraiva.
Byrjunarlið:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
6. Marcao
6. Gunnar Gunnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Fred Saraiva
11. Jökull Steinn Ólafsson ('90)
17. Alex Freyr Elísson ('66)
20. Tiago Fernandes
22. Hilmar Freyr Bjartþórsson ('80)

Varamenn:
12. Rafal Stefán Daníelsson (m)
3. Heiðar Geir Júlíusson
4. Stefán Ragnar Guðlaugsson ('90)
11. Magnús Þórðarson ('80)
15. Guðlaugur Rúnar Pétursson
15. Steinar Bjarnason
23. Már Ægisson ('66)

Liðsstjórn:
Jón Sveinsson (Þ)
Daði Guðmundsson
Aðalsteinn Aðalsteinsson
Daði Lárusson
Sverrir Ólafur Benónýsson
Hilmar Þór Arnarson
Magnús Þorsteinsson

Gul spjöld:
Marcao ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+7

Leik lokið með 2-0 heimasigri Fram.
90. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Fram)
Stoðsending: Tiago Fernandes
+6

Marcao skallaði frá og Brynjar ekki í markinu. Líkt og í leiknum þá voru þeir ekkert að flýta sér að skjóta á markið. Tiago var með boltann í góðan tíma með opið mark fyrir framan sig. Gaf samt boltan til hliðar á Helga sem gat ekki annað en skorað
90. mín
+5

Njarðvík eiga hornspyrnu þegar mjög lítið er eftir. Brynjar fer með í teiginn. Kemur jöfnunarmarkið?
90. mín
+4

Hvað ertu að gera Már?!?

Þrír á markmann. Möguleikarnir voru að skjóta, eða senda á annaðhvort Magnús eða Helga. Ákvað í lokin að gefa á hvorugan þeirra og sóknin út í sandinn
90. mín
Inn:Stefán Ragnar Guðlaugsson (Fram) Út:Jökull Steinn Ólafsson (Fram)
+3

Loka breyting heimamanna
90. mín
Komið í uppbótartíma en ég veit ekkert hverju var bætt við
90. mín
Arnar með bylmingsskot fyrir utan teig en rétt framhjá markinu
88. mín
Inn:Andri Gíslason (Njarðvík) Út:Stefán Birgir Jóhannesson (Njarðvík)
Önnur breyting gestanna
88. mín
TIAGO!! SKJÓTTU Á MARKIÐ DRENGUR!!!

Það er bara vont að sjá þetta. Hann er trekk í trekk kominn í mjög gott skotfæri en annaðhvort reynir hann sendingu eða að troða sér í gegn
86. mín
Kom smá stopp á leikinn núna þar sem Jökull lág niðri í eigin teig. Staðinn upp þó og mættur aftur inná
84. mín
Hlynur Örn hársbreidd frá því að gera sig sekan um glórulaus mistök. Langt innkast sem var flikkað áfram. Hlynur ætlaði að grípa boltann en stökk í tóminn og Njarðvíkingar klaufar að ná ekki að bregðast við
82. mín
Fred í þann mund að senda Helga í gegnum vörn Njarðvíkur. Brynjar var þó á undan í boltan og þrumaði boltanum langt í burtu
81. mín
Njarðvíkingar reyndu að svara strax en Hlynur varði skalla frá Kenneth mjög örugglega
80. mín
Inn:Magnús Þórðarson (Fram) Út:Hilmar Freyr Bjartþórsson (Fram)
Frammarar gera einnig breytingu á sínu liði
80. mín
Inn:Krystian Wiktorowicz (Njarðvík) Út:Hilmar Andrew McShane (Njarðvík)
Fyrsta breyting gestanna
79. mín MARK!
Fred Saraiva (Fram)
Það hlaut að koma að þessu!

Skeeelfileg varnarmistök hjá Njarðvík. Boltinn skoppaði manna á milli áður en Atli ætlaði að hreinsa en kixaði boltann beint fyrir lappirnar á Fred sem gat ekki annað en skorað
78. mín
Þetta er svo ótrúlega lánlaust hjá Fram... Tiago með boltan í kjörstöðu fyrir skot en reyndi að troða sér í gegnum vörnina og missti boltann
77. mín
Marcao að reyna einhverja Kompany snilld hérna með skot af ca 30 metra færi. Meðfram jörðinni þó og langt framhjá markinu
75. mín Gult spjald: Marcao (Fram)
Sá ekki fyrir hvað
72. mín
Loksins kom smá breyting í sókn Fram. Jökull fékk boltan úti hægra megin og geystist upp kantinn og gaf boltan fyrir markið. Skallinn frá Tiago hins vegar hátt yfir markið
70. mín
Fyrir utan spilamennskuna hjá Fram þá er amk hægt að líta á það sem jákvæðan hlut að Alex Freyr er staðinn á fætur og byrjaður að labba. Virðist hafa fengið högg á hnéð
68. mín
Hvað er í gangi! Nú fer Fred niður eftir hörkubrot á miðjum vallarhelming Njarðvíkur. Allt að verða vitlaust hérna
66. mín
Inn:Már Ægisson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
Alex borinn af velli. Óskum honum skjótum bata.

Már kemur inn fyrir hann
64. mín
Hefur legið núna í góðar 3 mínútur og eru börurnar á leiðinni inná. Vonum að það sé ekki eins alvarlegt og lýtur út fyrir
63. mín
Alex Freyr liggur eftir á vallarhelming Fram. Virðist sárþjáður
61. mín
Það er eins og það vanti alveg Plan B hjá Fram. Þeir spila boltanum vel sín á milli og þegar pakkinn er orðinn þéttur fyrir framan þá, þá reyna þeir samt að spila sig í gegn
60. mín
Sendingar beggja liða á síðasta þriðjung hafa verið of mistækar allan leikinn. Of fáar sendingar sem heppnast og of langt á milli
58. mín
Helgi tekinn niður fyrir utan teiginn. Var umkringdur Njarðvíkingum. Einn þeirra tók boltan réttlætilega en annar sparkaði hann niður. Guðgeir líklegast ekki séð það og ekkert dæmt
56. mín
Fyrsta svona almennilega færi síðari hálfleiksins. Tiago með magnaða sendingu yfir á Alex sem tók vel á móti boltanum. Í annari snertingu tók hann boltan framhjá Pawel en skotið kom svo með vinstri og mjög hátt yfir markið
53. mín
Alex Freyr með boltan úti hægra megin. Reyndi að komast framhjá Pawel sem tók boltan auðveldlega af honum. Alex reyndi svo að biðja um brot á eitthvað, veit ekki hvað
52. mín
Fram sækja stíft og halda boltanum ágætlega en þeir verða einfaldlega að fara skapa sér betri færi í staðinn fyrir að skjóta alltaf af löngu færi.
49. mín
Tiago með spyrnuna í boxið en beint í hendurnar á Brynjari
49. mín Gult spjald: Atli Geir Gunnarsson (Njarðvík)
Tekur Helga niður sem var á blússandi siglingu. Aukaspyrna hægra megin við vítateiginn
47. mín
Engar breytingar í hálfleik. Njarðvíkingar verða hreinlega að lyfta sér ofar á völlinn ef þeir vilja fá sigur í þessum leik. Kjörið tækifæri fyrir lið í þeirra stöðu að vinna leik gegn liði sem hefur tapað mikið uppá síðkastið
46. mín
Leikurinn kominn af stað aftur. Vonumst eftir mörkum í síðari hálfleik og meira fjöri
45. mín
Hálfleikur
Mjög bitlausum fyrri hálfleik lokið. Fram betra liðið en ekki náð að skora
45. mín
+1

ÚFF Guðgeir minn...

Féll í svaaaakalega gryfju þarna. Fram í blússandi sókn. Arnar Helgi lág eftir á vallarhelming Fram eftir að hafa fengið högg á lærið en hann ákvað að halda um höfuðið til að reyna stöðva leikinn. Guðgeir féll fyrir því að stöðvaði leikinn. Arnar var svo ekki lengi að standa upp.
45. mín
Fred reyndi að skrúfa boltan fast á fjær en framhjá markinu
45. mín
Fred með aukaspyrnuna beint í vegginn. Unnar nær frákastinu og nær í aðra aukaspyrnu. Aðeins utar þó
44. mín
í þeim töluðu orðum tekur Alex á skarið og leggur af stað. "Ronaldo Chop" inná völlinn og nælir í aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn
43. mín
Orðið algjört miðjumoð.
40. mín
Liðin bæði ná engan vegin að spila sig upp. Það koma tvær, þrjár góðar sendingar og þá kemur feilsendingin
38. mín
Njarðvíkingar byrjaðir að færa sig framar á völlinn. Ekkert mjög ógnandi en þeir sækja þó
36. mín
Í sömu mynd geystust gestirnir upp og þurfti Hlynur að gera sig breiðan til að loka á Ivan
35. mín
Loksins almennileg sókn hjá Fram. Alex með fína fyrirgjöf á Fred sem náði ekki skoti framhjá Arnari sem kastaði sér fyrir
33. mín
Þetta byrjaði svo framandi. Bongóblíða og sæti úti. Nú er farið að grána virkilega þó og droparnir farnir að detta
32. mín
Hilmar Freyr með laflaust skot yfir markið fyrir utan teig
30. mín
ÚFF. Stefán Birgir fékk þrumuskot beint í andlitið. Ekki þæginlegt
27. mín
Kominn smá hiti í leikinn. Marcao í fullorðins tæklingu. Eini sem fann fyrir því var Jökull Steinn þó. Fékk Njarðvíking beint framanásig
25. mín
Njarðvíkingar koma boltanum í markið eftir að Ivan var spilaður í gegn. Dæmdur rangstæður þó
22. mín
Marcao reyndi bara skot þegar leikurinn fékk að halda áfram. Brynjar rétt svo varði boltan. Stórskemmtileg tilraun
21. mín
Ivan fær höfuðhögg á miðsvæðinu eftir samstuð við Marcao
18. mín
Mjög bitlausar mínútur núna. Fram reyndar miklu meira með boltan
15. mín
Aliu ekki sáttur með samherja sína eftir mjög misheppnaða skyndisókn. Marcao vandanum vaxinn og leysti vandamálið vel
13. mín
Hilmar með skelfilega sendingu. Virtust vera á leið með að koma sér í gott færi en í staðinn fyrir að senda boltan vel þá ýtti hann bara boltanum áfram og beint fyrir lappirnar á Marcao
11. mín
Alex með frábæran sprett eftir góða sókn Fram. Tiago kom boltanum út á hægri þar sem Alex tók vel á móti boltanum. Brynjar var snöggur niður og varði í horn
9. mín
Tiago með skot fyrir utan teiginn vel yfir markið eftir ágæta sókn Framara. Öll skot sem hafa komið í leiknum hafa verið fyrir utan teig og öll yfir markið nema eitt
7. mín
Stefán Birgir með bylmingsskot af ca 25 metra færi en rétt yfir markið. Misskilningur hjá Tiago og Marcao. Jafnvel eftir að Hlynur var búinn að koma boltanum aftur í leik þá voru þeir ennþá að skammast í hvor öðrum
5. mín
Það er eins og Njarðvíkingar séu bara búnir að búa sig undir að vera bara í vörn í þessum leik. Unnu boltan á miðjum vallarhelmingi sínum eftir feilsendingu hjá Tiago. Það fór nákvæmlega enginn upp til að reyna byggja upp einhverja sókn, heldur gáfu þeir boltann bara frá sér strax
3. mín
Fyrsta sókn Fram endar með góðu skoti frá Fred. Það voru allir leikmenn vallarins nema Hlynur Örn á vallarhelming Njarðvíkur.. samt var Fred aleinn á kantinum. Tók létta gabbhreyfingu inn á völlinn og tók fast skot sem Brynjar gerði vel í að kýla boltan frá markinu. Sóknin endaði með horni sem ekkert varð úr
1. mín
Gestirnir eiga fyrsta færi leiksins. Kæruleysi í uppspili hjá Haraldi Einari sem gaf boltann klaufalega frá sér. Njarðvíkingar keyrðu að markinu áður en Ivan Prskalo átti skot hátt yfir
1. mín
Það eru Njarðvíkingar sem byrja með boltan í fyrri hálfleik og sækja þeir í átt að vallarhúsi Fram í fyrri hálfleik
Fyrir leik
Þetta yndislega fólk sem starfar fyrir Fram er ekkert að spara stórlegheitin. Börger og meððí ásamt því að undirritaður situr úti á svölum og fær að tana sig í sólinni á meðan lýsingu stendur. Í staðinn fyrir að sitja inni í heitu herbergi með sólina í augunum þá færðum við bara út fyrir borð og stól og aðstaðan orðin allsvo glæsileg
Fyrir leik
Fram situr nokkuð þæginlega um miðja deild í 6 sætinu en einungis eru þó 2 stig í Þróttara í 8 sætinu og 1 stig í Keflavík sem situr á milli þeirra í 7 sæti. Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar í 1 dag í 9 umferðinni hefur aðeins byrjað að minnka krafturinn í Reykjavíkurliðinu. Liðið hefur tapað 4 af síðustu 5 leikjum og hefur liðið aðeins unnið 2 af síðustu 8 leikjum sínum.

Njarðvík hins vegar situr á botni deildarinnar og þarf nauðsynlega á sigri að halda til að möguleikana á að halda sæti sínu í deildinni. Þeir eru í dag með 11 stig eftir 16 leiki. Þrjú stig eru í öruggt sæti í deildinni og því botnbaráttan mjög jöfn
Fyrir leik
Liðin mættust í 6. umferð Inkasso deildarinnar þar sem Fram hafði betur 1-0 suður með sjó í baráttu leik. Þar var Helgi Guðjónsson sem skoraði eina mark leiksins, einn hæfileikaríkasti ungi leikmaður deildarinnar.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og Njarðvíkur í Inkasso-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 á Framvellinum í Safamýri.
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Atli Geir Gunnarsson
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Stefán Birgir Jóhannesson ('88)
8. Kenneth Hogg
14. Hilmar Andrew McShane ('80)
17. Toni Tipuric
20. Aliu Djalo
21. Ivan Prskalo
22. Andri Fannar Freysson
27. Pawel Grudzinski

Varamenn:
1. Árni Ásbjarnarson
6. Sigurbergur Bjarnason
10. Bergþór Ingi Smárason
11. Krystian Wiktorowicz ('80)
14. Andri Gíslason ('88)
16. Jökull Örn Ingólfsson
18. Victor Lucien Da Costa

Liðsstjórn:
Rafn Markús Vilbergsson (Þ)
Árni Þór Ármannsson
Brynjar Freyr Garðarsson
Snorri Már Jónsson
Gunnar Örn Ástráðsson
Leifur Gunnlaugsson

Gul spjöld:
Atli Geir Gunnarsson ('49)

Rauð spjöld: