Víkingsvöllur
föstudagur 16. ágúst 2019  kl. 19:15
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Sólin skín en það er mikill vindur. Völlurinn flottur.
Dómari: Helgi Ólafsson
Maður leiksins: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
HK/Víkingur 0 - 2 Fylkir
0-1 Marija Radojicic ('28)
0-2 Bryndís Arna Níelsdóttir ('65)
Myndir: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Byrjunarlið:
21. Audrey Rose Baldwin (m)
0. Karólína Jack ('83)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
5. Fatma Kara
6. Tinna Óðinsdóttir (f)
9. Margrét Eva Sigurðardóttir
10. Hugrún María Friðriksdóttir
14. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
15. Eva Rut Ásþórsdóttir ('53)
19. Eygló Þorsteinsdóttir
20. Simone Emanuella Kolander

Varamenn:
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir ('53)
7. Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir ('83)
8. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
11. Dagmar Pálsdóttir
16. Dagný Rún Pétursdóttir
17. Arna Eiríksdóttir
22. Emma Sól Aradóttir
28. Vigdís Helga Einarsdóttir

Liðstjórn:
Halla Margrét Hinriksdóttir
Rakel Logadóttir (Þ)
Milena Pesic
Þórður Jensson
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('27)
Eygló Þorsteinsdóttir ('86)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
94. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið hér í kvöld! Viðtöl og skýrsla sem fyrst
Eyða Breyta
93. mín
Þarna hefði Fylkir átt að skora þriðja markið, mikið öngþveiti í teik heimakvenna og bjarga þær á línu eftir skot frá Bryndísi

Þær fá svo horn sem Ísabella skorar úr en er dæmd rangstæð sýnist mér
Eyða Breyta
87. mín
Fylkir fær aukaspyrnu á flottum stað sem Þórdís Elva tekur. Spyrnar er hátt yfir markið
Eyða Breyta
87. mín Amy Strath (Fylkir) Rut Kristjánsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
86. mín Gult spjald: Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
83. mín Ragnheiður Kara Hálfdánardóttir (HK/Víkingur) Karólína Jack (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
82. mín
María reynir hér skot langt utan að velli sem Audrey á ekki í neinum vandræðum með
Eyða Breyta
80. mín Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir (Fylkir) Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
74. mín
FÆRI! Karólína Jack með frábært skot en það smellur í slánna. Þetta er í annað skipti í leiknum sem heimakonur skjóta í tréverkið
Eyða Breyta
70. mín Ísabella Anna Húbertsdóttir (Fylkir) Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Fylkir)

Eyða Breyta
65. mín MARK! Bryndís Arna Níelsdóttir (Fylkir), Stoðsending: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
ÞVÍLÍK AFGREIÐSLA HJÁ BRYNDÍSI. Margrét sendir boltann á Bryndísi sem vippar honum snyrtilega yfir Audrey í markinu
Eyða Breyta
59. mín
HK/Víkingur fær horn. Það kemur ekkert úr horninu
Eyða Breyta
56. mín
DAUÐAFÆRI!! Ída Marín í frábæru færi, fékk boltann inn fyrir vörnina en lætur verja frá sér. Þarna átti hún að gera betur, hefði getað sett boltann í fjærhornið en skýtur beint á Audrey í markinu. Fylkir fær svo horn sem ekkert kemur úr.
Eyða Breyta
53. mín Brynhildur Vala Björnsdóttir (HK/Víkingur) Eva Rut Ásþórsdóttir (HK/Víkingur)

Eyða Breyta
52. mín
Berglind gerir þvílíkt vel, vinnur boltann og hleypur upp miðjuna og á frábæra stungusendingu inn fyrir vörnina en línuvörðurinn dæmir Margréti á óskiljanlegan hátt rangstæða. Skandall
Eyða Breyta
51. mín Gult spjald: Marija Radojicic (Fylkir)
Virðist verja boltann með hendi, sá það samt ekki en Helgi spjaldar hana og heimakonur fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað
Eyða Breyta
50. mín
Heimakonur fá aukaspyrnu á hættulegum stað
Eyða Breyta
46. mín
Þá er leikurinn hafinn á ný! Nú byrjar Fylkir með boltann og leika undan vindi
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Hálfleikstölur eru 1:0 fyrir Fylki.

Þetta hefur verið nokkuð jafn leikur, ágætis færi á báða bóga en heimakonur hafa fengið hættulegri færi að mínu mati. Þá finnst mér þær einnig hafa verið með meiri baráttu - kannski vegna þess að það er meira undir hjá þeim?

Ég vonast eftir skemmtilegum seinni hálfleik!
Eyða Breyta
45. mín
HK/Víkingur fær aukaspyrnu á hættulegum stað.
VEL VARIÐ HJÁ CECILÍU. Skotið hjá Evu Rut er lúmskt undir veggin en Cecilía gerir vel og grípur boltann
Eyða Breyta
44. mín
Marija reynir hér fyrirgjöf inn í teig HK/Víkings en hún er aðeins of innarlega svo Audrey nær til boltans á undan Fylkisstelpum
Eyða Breyta
43. mín
Flott spil hjá Fylkiskonum, Simone nær boltanum og flikkar honum yfir til vinstri á Fötmu Köru og hún á gott skot en Cecilía ver boltann yfir markið. Þá fá þær horn en Cecilía stekkur hæst og grípur boltann
Eyða Breyta
41. mín
Ágætis tilraun hjá Simone, hleypur upp vinstra megin og er einfaldlega sterkari en varnarmenn Fylkis og nær skoti en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
37. mín
Eva Rut reynir skot fyrir HK/Víking á langt fyrir utan teig og er skotið svo slakt að það fer í innkast svona 10 metrum frá hornfánanum
Eyða Breyta
36. mín
Nokkuð spes dómgæsla þessa stundina finnst mér. Ekkert stórt en finnst hann sleppa augljósum aukaspyrnum og svo dæma þegar engin ástæða er til
Eyða Breyta
34. mín
HK/Víkingur fær horn.
FÆRI. Mikil ringulreið í teig Fylkis en Cecilía hoppar upp í boltann og missir af honum og þá taka við nokkur skot hjá heimakonum en Fylkir nær loks að sparka úr teignum. Þá reynir Hugrún skot en Cecilía ver vel
Eyða Breyta
31. mín
Marija vinnur hér horn fyrir Fylki. Skemmtileg útfærsla á horninu sem endar með skoti frá Maríu en það fer í varnarmann HK/Víkings og þær koma boltanum í burtu
Eyða Breyta
29. mín
Fylkir ætlar að reyna að endurtaka leikinn en nú er Margrét rangstæð. Mikið af rangstöðum í þessum leik hingað til
Eyða Breyta
28. mín MARK! Marija Radojicic (Fylkir), Stoðsending: Margrét Björg Ástvaldsdóttir
FYLKISSTÚLKUR KOMNAR YFIR. Það er ekki hægt að segja að markið hafi legið í loftinu en Margrét var með gullfallega sendingu inn fyrir vörnina og María klárar snyrtilega yfir Audrey í vinstra hornið
Eyða Breyta
27. mín Gult spjald: Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (HK/Víkingur)
Karólína tekur hornspyrnuna, Cecilía stekkur upp en Svanhildur keyrir inn í hana og Helgi rífur upp spjaldið. Ég sem var farin að halda að hann hefði bara gleymt spjöldunum heima
Eyða Breyta
26. mín
HK/Víkingur fær hér horn
Eyða Breyta
24. mín
Jæja klukkan loksins komin í gang
Eyða Breyta
21. mín
Heimakonur aftur dæmdar rangstæðar
Eyða Breyta
19. mín
Simone fær stungusendingu inn fyrir vörn Fylkis en er dæmd rangstæð. Annað eða þriðja skipti í leiknum sem það gerist hjá þeim
Eyða Breyta
16. mín
VÁVÁ ÞETTA VAR SKO FÆRI HJÁ HK/VÍKINGI. Fatma Kara stelur boltanum af Rut og er næstum komin ein í gegn, gefur hann til vinstri á Svanhildi sem tekur skotið og það fer í stöngina og út. Þarna munaði litlu að heimamenn kæmust yfir! Sannkallað dauðafæri
Eyða Breyta
15. mín
Fylkir fær hér fyrsta horn leiksins. Það kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
13. mín
Flott tilþrif hjá Ídu Marín en hún fær boltann vinstra megin og spólar sig í gegnum Hugrúnu og fleiri varnarmenn en Audrey kemur höndum yfir boltann. Þá lætur Ída sig detta og vill fá víti en þetta var hárrétt hjá Helga held ég
Eyða Breyta
12. mín
Fylkisstúlkur enn að reyna að færa sig framar á völlinn án þess þó að ná að skapa sér færi. Nú berst boltinn á Mariju langt fyrir utan teig og það er hátt yfir
Eyða Breyta
10. mín
Nú eru liðnar 10 mínútur af leiknum og klukkan ekki enn komin í gang hér á Víkingsvellinum, standard takk
Eyða Breyta
9. mín
Aftur er svona skot/sending frá hægri vængnum hjá Fylki og þetta skot var alveg jafn auðvelt fyrir hana Audrey í markinu
Eyða Breyta
8. mín
Fatma Kara reynir nú skot soldið fyrir utan teig en það er hátt yfir svo nýi landsliðsmarkmaðurinn þurfti ekkert að stressa sig á þessu
Eyða Breyta
6. mín
Fylkir aðeins að reyna að sækja og fær Maria sendingu upp hægri teiginn og hún reynir skot/sendingu sem Audrey á ekki í vandræðum með í markinu
Eyða Breyta
3. mín
HK/Víkingur spilar í sínum rauðu og svörtu búningum á meðan Fylkir spilar í hvítum varabúningum
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er þetta hafið! Helgi nennti ekki að bíða eftir að klukkan yrði 19:15 svo hann flautaði þetta aðeins fyrr af stað
Eyða Breyta
Fyrir leik
Jæja þá eru liðin að ganga út á völlinn eftir að hafa stoppað örstutt í búningsklefanum til að stilla saman strengi.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp þessa stundina. 25 mínútur í leik - hvet alla til að mæta og styðja sín lið! Já eða bara til þess að baða sig í sólinni og njóta þess að horfa á fótbolta
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin komin inn og þið getið séð þau hér til hliðanna!

Rakel gerir 3 breytingar á sínu liði frá 7-0 tapinu gegn toppliði Vals
Kristrún Kristjánsdóttir, Brynhildur Vala og Dagný Rún Pétursdóttir fara úr liðinu og inn koma Tinna Óðinsdóttir, Eva Rut og Eygló Þorsteinsdóttir.

Kjartan heldur sama liði og í síðasta leik þar sem Fylkir unnu Stjörnuna sannfærandi 3:0. Algjör óþarfi að breyta sigurliði
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ída Marín Hermannsdóttir hefur verið hvað mest áberandi í Fylkisliðinu það sem af er sumri og hefur hún skorað 7 mörk. Marija er næstmarkahæst í Fylkisliðinu með 4 mörk.

Markaskorunin hefur dreifst meira hjá HK/Víkingi en Eva Rut er markahæst með 2 mörk og svo eru 8 aðrir leikmenn liðsins sem hafa komist á blað með eitt mark.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram í Lautinni 27. maí og þar hafði HK/Víkingur betur.
Ída Marín kom Fylki þar yfir á 44. mínútu en Karólína Jack jafnaði leikinn 10 mínútum síðar. Svo varð Hulda Sigurðardóttir fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 85 mínútu og þannig enduðu leikar.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Fylkir situr í 5. sæti deildarinnar með 19 stig og hafa unnið 6 leiki, gert 1 jafntefli og tapað 6. Fylkisstelpurnar hafa skorað 18 mörk og fengið á sig 26.

Síðasti leikur Fylkis var einnig spilaður 9. ágúst þar sem þær sigruðu Stjörnuna 3:1.
Eyða Breyta
Fyrir leik
HK/Víkingur situr í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig og hafa aðeins unnið 2 leiki og gert 1 jafntefli í deildinni í sumar. Þá hafa þær skorað 10 mörk en fengið á sig 37.

Síðasti leikur þeirra var spilaður 9.ágúst gegn toppliði Vals þar sem þær töpuðu 7-0.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik HK/Víkings og Fylkis í Pepsi-Max deild kvenna

Leikurinn hefst 19:15 og verður spilaður á Víkingsvelli.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Cecilía Rán Rúnarsdóttir (m)
0. Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
3. Kyra Taylor
4. María Björg Fjölnisdóttir
5. Ída Marín Hermannsdóttir
7. Rut Kristjánsdóttir ('87)
9. Marija Radojicic
10. Bryndís Arna Níelsdóttir ('80)
20. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('70)
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
6. Hulda Sigurðardóttir
6. Sunna Baldvinsdóttir
13. Amy Strath ('87)
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
18. Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir ('80)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir
24. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('70)

Liðstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Þorsteinn Magnússon
Viktor Steingrímsson
Hilmar Þór Hilmarsson
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Marija Radojicic ('51)

Rauð spjöld: