Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
KR
1
0
Víkingur R.
Kristján Flóki Finnbogason '41 1-0
19.08.2019  -  18:00
Meistaravellir
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Geggjaður völlur, 15 gráður og sól
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Áhorfendur: 1.521
Maður leiksins: Óskar Örn Hauksson - KR
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen
10. Kristján Flóki Finnbogason ('89)
11. Kennie Chopart (f) ('36)
14. Ægir Jarl Jónasson ('66)
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('66)
9. Björgvin Stefánsson
16. Pablo Punyed ('36)
18. Aron Bjarki Jósepsson
23. Atli Sigurjónsson ('89)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('35)
Pálmi Rafn Pálmason ('45)
Finnur Orri Margeirsson ('93)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR-INGAR NÁLGAST ÍSLANDSMEISTARATITILINN!
94. mín
Þórður Ingason með rosalega vörslu! Óskar Örn enn og aftur.
93. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
92. mín
KR-ingar éta af klukkunni og Víkingar komast lítt áleiðis.
91. mín
Uppbótartíminn að minnsta kosti 4 mínútur.
90. mín
Tobias með skot í varnarman og rétt framhjá.
89. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
88. mín
Víkingar að reyna að skapa sér eitthvað fram á við en það verður að segjast að þeir eru óttalega bitlausir.
83. mín
Áhorfendavaktin: 1.521.
81. mín
Hættuleg sókn hjá Víkingum en KR-ingar ná að verjast þessu.

Arnór Sveinn þarf aðhlynningu.
80. mín
Valsmenn eru komnir í 2-0 gegn Blikum. Stefnir í að KR verði með tíu stiga forystu eftir kvöldið.
76. mín
Inn:Örvar Eggertsson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
73. mín
Það hefur dregið af KR-ingum og Víkingar eru að sýna okkur aðeins meira en þeir hafa gert hingað til... en betur má ef duga skal!
69. mín
Bóas byrjar skyndilega að fagna af krafti í stúkunni! Var að fá þær upplýsingar að Manchester United væri komið yfir gegn Úlfunum.
67. mín
Kári Árna með sendingu til baka á Þórð Ingason sem tekur boltann með höndum, Einar dæmir hinsvegar ekki óbeina aukaspyrnu.
66. mín
Inn:Finnur Orri Margeirsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
Það á að þetta miðjuna.
65. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
64. mín
Óskaaaar!!!!! Enn og aftur að ógna en náði ekki alveg að finna skotfærið.
60. mín
Kristján Flóki með skalla framhjá.
59. mín
Vó!!! Erlingur Agnarsson nær ekki til boltans! Var við markteig KR-inga þegar boltinn var sendur fyrir.

Það er loks eitthvað farið að frétta á síðasta þriðjungi hjá Víkingum.
56. mín
Logi Tómasson með fyrirgjöf... KR bjargar í horn.
52. mín
ÓTTAR MAGNÚS tekur að sjálfsögðu aukaspyrnuna! Skaut í vegginn og í horn.
51. mín
Guðmundur Andri fellur, aukaspyrna. Víkingar fá skotfæri á hættulegum stað. Spurning hvort Einar hafi verið of fljótur að flauta. Erlingur var að komast í hörkufæri.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað. Miklar breytingar á varnarlínu Víkings.

Kári er tekinn við fyrirliðabandinu hjá Víkingum og Davíð Örn Atlason færist við hlið hans í miðvörðinn. Dofri í hægri bakvörð og Logi í vinstri.
46. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Einhver meiðsli að hrjá Halldór Smára.
46. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.) Út:Kwame Quee (Víkingur R.)
Kwame gerði lítið sem ekkert í fyrri hálfleik.
45. mín
Vorum að fá þau tíðindi að Kennie Chopart hafi verið fluttur burt í sjúkrabíl.
45. mín
Hálfleikur
Ekki mjög opinn leikur en KR-ingar verið öflugri og verðskulda forystuna.
45. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Pálmi braut á Guðmundi Andra.
44. mín
Pablo með skot hátt yfir eftir smá sóknarþunga KR-inga.
41. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (KR)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
SLAAAPPPP EINN Í GEGN!!!!

Kristinn Jónsson með frábæra sendingu sem splundraði vörn Víkinga! Gestirnir voru ekki viðbúnir þessu!

Flóki einn gegn Þórði og kláraði!
41. mín
Fjórar hornspyrnur í röð hjá Víkingum!

Loks nær Óskar Örn að koma boltanum í burtu.
39. mín
Davíð Örn Atlason með flottan sprett fyrir Víkinga og vinnur hornspyrnu.
37. mín
Skúli Jón færist í bakvörðinn og Pablo fer á miðjuna.

Rétt fyrir þetta atvik þá fékk Tobias Thomsen skallafæri en hitti boltann illa.
36. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Chopart borinn af velli á börum!
35. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Datt á Óttar Magnús þegar Víkingar voru á leið í skyndisókn. Rosalegt samstuð og Kennie Chopart þarf að fara af velli vegna meiðsla.
33. mín
Guðmundur Andri brýtur af sér og mótmælir. Er á gulu spjaldi, verður að passa sig.
32. mín
FINNUR TÓMAS!!! Kemur boltanum í netið en þarna var Andri Vigfússon búinn að flagga rangstöðu.

Það hefði verið of mikið ef Finnur Tómas hefði skorað annan leikinn í röð.
30. mín
Kiddi Jóns með fyrirgjöf en Óskar Örn missir jafnvægið í teignum. Boltinn dettur svo á Tobias sem á skot í varnarmann og boltinn dettur í hendurnar á Þórði.

Ekki mikið að frétta í þessum leik en ef eitthvað gerist sóknarlega þá er það frá KR. Víkingar ekkert ógnað.
27. mín
Þessi leikur hefur einkennst af miðjubaráttu hingað til. Mikilvæg stig í boði.
24. mín
Ágúst Hlyns með sendingu inn í teig KR úr aukaspyrnu. Haförninn Beitir handsamar boltann.

Bóas, dyggasti stuðningsmaður KR-inga, er í sérstaklega miklu stuði í kvöld. Afmælisgír á okkar manni.
21. mín
Óttar Magnús reynir að vippa boltanum á Guðmund Andra en aðeins of föst spyrna og Beitir handsamar knöttinn.
19. mín
ROSALEGT SLÁARSKOT!!!!!

Óskar Örn fer framhjá varnarmanni og á svakalegt skot í slá! Þarna voru Víkingar STÁLHEPPNIR!
18. mín
LÚMSKT SKOT!!! Kristján Flóki með skot úr þröngri stöðu, Þórður þarf að slá þennan í hornspyrnu..
16. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (Víkingur R.)
Stöðvar skyndisókn KR-inga og fær réttilega gult spjald.
15. mín
Kennie Chopart brýtur á Óttari Magnúsi við hornfánann á vinstri kantinum

Ágúst Eðvald með aukaspyrnuna, sendir fyrir en Beitir kemur á flugi úr markinu og handsamar knöttinn.
13. mín
Svanurinn... Ægir Jarl braut af sér og fær tiltal frá Einari dómari. Víkingar fá aukaspyrnu á vallarhelmingi KR-inga.
11. mín
Óskar Örn með svakalegan sprett! Fór illa með Dofra Snorrason og sótti inn völlinn, lét vaða en skaut í varnarmann! Flott rispa hjá fyrirliða KR-inga.
9. mín
Tobias reynir fyrirgjöf en Halldórs Smári, sem er með fyrirliðabandið hjá Víkingum í dag, nær að komast fyrir. KR meira með boltann í upphafi leiks.
7. mín
Kristinn Jóns reynir að komast upp vinstra megin en vel gert hjá Júlíusi Magnússyni sem les þetta vel og hirðir knöttinn af honum.
3. mín
Eins og við var búist er Kári í miðverðinum hjá Víkingum...

Kristján Flóki að vinna hornspyrnu fyrir KR. Fyrsta hornspyrna leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingar sem hófu leik.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn. Afmælisbúningur KR vel svalur, alsvartur með gull-lituð númer á bakinu.
Fyrir leik
Ekki ódýr hópur af heiðursgestum á þessum leik, Íslandsmeistarahópur KR frá 1999 með Þormóð Egilsson í fararbroddi. Atli Eðvaldsson þjálfaði liðið en því miður getur hann ekki verið viðstaddur í kvöld vegna veikinda.

Alls léku 24 leikmenn sumarið 1999. Tveir af þeim eru látnir, Einar Örn Birgisson og Sigursteinn Gíslason. Blessuð sé minning þeirra.
Fyrir leik
Röddin sjálf mætt á vettvang, Páll Sævar Guðjónsson vallarþulur. Hann segist hafa álpast inn í klefa KR áðan og séð afmælisbúninginn sem aðeins verður notaður í þennan eina leik.

"Hann er geggjaður, ég ætla að kaupa mér eintak," segir Palli sem er jú þekktur smekksmaður.
Fyrir leik
Björgvin Stefánsson heldur áfram að vera á tréverkinu hjá KR-ingum. Hann var orðaður við Víkinga í sumarglugganum en vildi ekki yfirgefa Vesturbæinn.
Fyrir leik
Fylgist með...

Guðmundur Andri Tryggvason hefur verið geggjaður með Víkingum síðustu vikur og hann er hér að fara að mæta sínu uppeldisfélagi. Skoraði rosalegt skallamark gegn Blikum.

Kristján Flóki Finnbogason byrjar hjá KR-ingum en hann kom inn af bekknum gegn FH í bikarnum. Flóki hefur víst verið eitthvað veikur síðustu daga og misst út æfingar en Rúnar Kristins sýnir honum traustið.
Fyrir leik
Beitir fyrstur út að hita.

Haförninn í marki KR er mættur út á völl í upphitun með Stjána Finnboga markvarðaþjálfara. Beitir hefur verið virkilega öflugur í sumar en dottið í smá lægð í undanförnum leikjum.
Fyrir leik
Þessi lið áttust við þann 25. maí á Eimskipsvellinum í Laugardal. Aðeins eitt mark var skorað í þeim leik. Óskar Örn Hauksson gerði það á 5. mínútu leiksins og KR-ingar fögnuðu sigri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn og má sjá þau hér til hliðar.

Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson setjast á bekkinn hjá KR en Kristján Flóki Finnbogason, Ægir Jarl Jónasson og Skúli Jón Friðgeirsson koma inn í byrjunarlið toppliðsins.
Fyrir leik
Arnþór á meiðslalistanum
Einn besti leikmaður KR í sumar, Arnþór Ingi Kristinsson missir af næstu leikjum KR í Pepsi Max-deildinni vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri hálfleik í bikarleiknum gegn FH.
Fyrir leik
Afmælisleikur
Á leiknum verður haldið sérstaklega upp á 120 ára afmæli KR í ár og verður því mikið um dýrðir. KR mun leika í sérstakri afmælistreyju í þetta eina skipti. Þá verða gamlar hetjur - Íslandsmeistaraliðið goðsagnakennda frá 1999 sem fagnar um þessar mundir 20 ára afmæli sætasta sumars í sögu KR - heiðursgestir á leiknum.
Fyrir leik
Sölvi í banni
Fyrirliði Víkinga, Sölvi Geir Ottesen, tekur út leikbann í kvöld vegna uppsafnaðra áminninga. Líklegt er að Kári Árnason verði miðvörður í kvöld en hann hefur verið djúpur á miðju í síðustu tveimur leikjum.
Fyrir leik
Tveir tapleikir í röð hjá KR
KR er með sjö stiga forystu í deildinni en liðið hefur þó tapað síðustu tveimur leikjum. 4-1 tap gegn HK vakti mikla athygli en svo kom tap gegn FH í undanúrslitum bikarsins.

Er farið að hrista í stoðunum eða þjappar þetta KR-ingum enn frekar saman?
Fyrir leik
Síðasta vika hrikalega góð fyrir Víkinga
Víkingar eru aðeins stigi fyrir ofan fallsæti en þeir ættu að vera fullir sjálfstrausts eftir góð úrslit í síðustu leikjum. Liðið fylgdi deildarsigri gegn ÍBV eftir með því að vinna Breiðablik í æsilegum undanúrslitaleik í bikarnum í síðustu viku.

Bikarúrslitin verða ekki fyrr en 14. september svo Víkingar þurfa að koma sér niður á jörðina og safna stigum í Pepsi Max þangað til.
Fyrir leik
Hjartanlega velkomin með okkur á Meistaravelli þar sem KR og Víkingur Reykjavík eigast við í 17. umferð Pepsi Max-deildarinnar.

Dómari er Einar Ingi Jóhannsson. Aðstoðardómarar Bryngeir Valdimarsson og Andri Vigfússon. Elías Ingi Árnason er með skiltið og Þórarinn Dúi Gunnarsson er röggsamur eftirlitsmaður leiksins.
Byrjunarlið:
Kári Árnason
Þórður Ingason
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason ('76)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
20. Júlíus Magnússon (f)
21. Guðmundur Andri Tryggvason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Kwame Quee ('46)

Varamenn:
32. Fran Marmolejo (m)
3. Logi Tómasson ('46)
4. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
8. Viktor Örlygur Andrason
18. Örvar Eggertsson ('76)
19. Þórir Rafn Þórisson
77. Atli Hrafn Andrason ('46)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Guðmundur Andri Tryggvason ('16)
Erlingur Agnarsson ('65)

Rauð spjöld: