Þróttur R.
2
0
Afturelding
Linda Líf Boama '26 1-0
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir '41 2-0
19.08.2019  -  18:00
Eimskipsvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Halldór Vilhelm Svavarsson
Maður leiksins: Andrea Rut Bjarnadóttir ( Þróttur )
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
4. Hildur Egilsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic ('60)
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('90)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f) ('73)
11. Lauren Wade
13. Linda Líf Boama
15. Olivia Marie Bergau
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir
20. Friðrika Arnardóttir
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('68)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
6. Gabríela Jónsdóttir ('60)
14. Margrét Sveinsdóttir ('73)
17. Katrín Rut Kvaran ('68)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Þórey Kjartansdóttir
Aníta Lísa Svansdóttir
Valgeir Einarsson Mantyla

Gul spjöld:
Andrea Rut Bjarnadóttir ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið !

Leikurinn endar með 2-0 sigri Þróttar.

Skýrsla og viðtöl í vinnslu!
90. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
87. mín
Þarna hefði Linda getað sett þriðja mark Þróttara í kvöld. Hún fær stungu inn fyrir vörn Aftureldingar af stuttu færi og fyrsta snertingin sveik hana aðeins.
84. mín
Ég sá þennan fara inn!

Hafrún Rakel á flott skot sem breytir um stefnu eftir að hafa farið í varnarmann Þróttar.

Afturelding fær hornspyrnu sem verður þó ekkert úr.
82. mín
Katrín Rut búin að vera virkilega spræk eftir að hún kom inn á!
Hún átti góðan sprett upp hægri kantinn sem endaði með fyrirgjöf meðfram jörðinni inn í teig Aftureldingar. Þróttarar náðu hinsvegar ekki að nýta það færi og Afturelding fékk marksspyrnu.
80. mín Gult spjald: Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)
Andrea sparkar boltanum í átt að dómaranum eftir að hann dæmdi hana brotlega.

Afturelding fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Samira nær skallanum sem fer þó aðeins yfir.
78. mín
Afturelding fær hornspyrnu. Þær taka hana stutta sem endar með að Hafrún Rakel spyrnir boltanum inn í teig. Frikka gerir hinsvegar vel og slær hann aftur í horn.

74. mín
Hafrún Rakel var að undibúa sig í skot þegar hún rennur og Þróttur fer í hraða sókn. Andrea Rut fer upp allann kantinn og er komin inn í vítateig þegar hún ætlar að renna boltanum á Lindu sem er í betra færi en hún. Íris Dögg gerir hinsvegar vel og nær til boltans á undan Lindu.
73. mín
Inn:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Fyrirliðinn fer af velli, flottur leikur hjá henni.
71. mín Gult spjald: Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding)
68. mín
Lauren gerir vel og keyrir upp kantinn. Hún nær fyrir að koma boltanum inn í teiginn en Janet nær að hreinsa hann í horn.
68. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.) Út:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.)
66. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Þróttara sem endar með að Frikka rétt nær að slá hann frá markinu.
Eftir það er mikið klafs í vítateignum sem endar með hornspyrnu sem Afturelding fær. Það var hinsvegar ekkert úr þeirri spyrnu.
63. mín
Andrea Rut með frábæra stungu inn á Lindu Líf sem setur hann rétt framhjá!

Andrea Rut búin að vera virkilega spræk í þessum leik!
62. mín
Afturelding nær að stinga boltanum yfir vörn Þróttar sem liggur mjög ofarlega. Hafrún Rakel fær boltann og er ein á móti tveimur varnarmönnum en skýtur rétt yfir !
61. mín
Afturelding á fína sókn sem endar með skiptingu yfir á Hafrúnu Rakel. Hún nær þó ekki til boltans og Frikka tekur markspyrnu.
60. mín
Inn:Gabríela Jónsdóttir (Þróttur R.) Út:Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Jelena fer út af. Komin með klakapoka á hausinn. Vonandi er þetta ekki alvarlegt.
57. mín
Þetta leit ekki vel út!!

Sigrún Gunndís og Jelena skella saman með þeim afleiðingum að Jelena endar með hálsinn á öxlinni á Sigrúni Gunndísi. Þetta leit alls ekki vel út og sjúkraþjálfarinn hjá Þrótti er að skoða hana.
54. mín
Andrea gerir vel og fer upp vinstri kantinn og nælir í hornspyrnu fyrir Þrótt. Það verður hinsvegar ekkert úr þeirri spyrnu.
50. mín
HEYRÐU !!

Þróttur fékk hornspyrnu sem endaði með að þær náðu þremur skotum á markið!
Íris Dögg grípur hann á endanum en Linda Líf ýtir við henni og boltinn fer í netið. Dómarinn dæmir hinsvegar aukaspyrnu á Lindu og ekkert mark dæmt!
49. mín
Brotið á Lindu líf á miðjum vallarhelmingi Aftureldingar. Andrea Rut tekur aukaspyrnuna sem verður ekkert úr.
46. mín
Darian reynir við skot sem fer í varnarmann Þróttar.
45. mín
Inn:Ragna Guðrún Guðmundsdóttir (Afturelding) Út:Inga Laufey Ágústsdóttir (Afturelding)
45. mín
Inn:Erika Rún Heiðarsdóttir (Afturelding) Út:Margrét Selma Steingrímsdóttir (Afturelding)
Afturelding gerir tvær breytingar í hálfleik!
45. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn að nýju !
45. mín
Hálfleikur
Aðeins búið að færast líf í leikinn eftir bragðdaufa byrjun hér í Laugardalnum.

Þróttarar með öll tök á leiknum eftir fyrsta mark þeirra!
42. mín
Þróttur vill víti !!

Andrea Rut fellur niður inn í vítateig Aftureldingar. Halldór hefði alveg getað dæmt vítaspyrnu þarna!
41. mín MARK!
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Margrét Selma slær í boltann við hornfána Aftureldingar.

Þróttur fékk aukaspyrnu sem Andrea Rut tók og setti hann beint á kollinn á Álfhildi.
Virkilega vel gert !
38. mín
Andrea vinnur boltan á vinstri vængnum og gerir vel með að finna Lauren í fætur. Varnarmaður Aftureldingar nær hinsvegar að stoppa hana og Þróttur fær hornspyrnu.

Margrét Regína bjargar hinsvegar á línu í horninu með því að skalla boltann frá!!
36. mín
Rakel Sunna búin að vera algjör nagli í þessum leik. Hún brýtur á Hafrúnu Rakel á miðjum vallarhelming Þróttara. Þær fá aukaspyrnu sem verður ekkert úr.
33. mín
Lauren nær boltanum af Lovísu Mjöll og fer á fulla ferð upp að teignum þar sem hún finnur Lindu Líf í teignun, hún nær skotinu en Íris Dögg sér hinsvegar við henni og fer vel!!

Þarna hefði Þróttur alveg getað tekið forystuna upp í 2-0!
26. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Stoðsending: Lauren Wade
Nei þetta var allt of vel gert!

Samira ætlar sér upp kantinn en Elísabet Freyja stoppar hana og finnur Andreu á miðjunni.
Andrea snýr sér upp völlinn og á geggjaða stungu sendingu upp á Lauren.
Lauren skýtur á markið en Íris Dögg í markinu ver. Linda Líf fylgir eftir og smellir boltanum upp í þaknetið!
24. mín
Afturelding fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig.
Sara Dögg tekur aukaspyrnuna sem er nokkuð góð en Samira endar með að skalla boltann hátt yfir.
20. mín
Hildur fær boltan á hægri kantinu og reynir stunguna inn á Lindu Líf.
Linda nær til boltans en missir boltann aðeins of langt frá sér og Afturelding fær markspyrnu.
15. mín
Rosalega lítið búið að gerast fyrsta korterið.

Þróttur er aðeins að koma til og halda boltanum.
Það verður hinsvegar erfitt að sækja á Aftureldingu þar sem þær eru gríðalega þéttar.
10. mín
Afturelding er að halda boltanum betur hér í upphafi leiks.
5. mín
Sigrún Gunndís með laust skot sem Friðrika tekur auðveldlega.
1. mín
Fyrsta aukaspyrna leiksins!

Elísabet Freyja fer framhjá þremur leikmönnum Aftureldingar. Hún verður hinsvegar stoppuð rétt fyrir utan vítateig Aftureldingar.

Spyrnan fór þó beint á Írisi í markinu og engin hætta á ferð þar.

1. mín
Leikur hafinn
Afturelding byrjar með boltann!
Fyrir leik
Byrjunarliðin gera sig klára að labba inn á völlinn.

Flott fótboltaveður sem við fáum hér í dag!
Fyrir leik
Þessi tvö lið mættust síðast 21.júní í hörkuleik.

Afturelding vann þann leik 1-0 og býst ég við að Þróttur vilji hefna fyrir það hér í dag, enda í toppbaráttu og mega varla misstíga sig.
Fyrir leik
Toppbaráttan virðist vera á milli tveggja liða, Þróttar og FH.

Þróttur er á toppi deildarinnar með 33 stig á meðan FH situr í 2.sæti með 32 stig.
Þessi tvö liða eiga leik 6.september og spái ég svakalegum leik þar!
FH hafði betur í fyrri leik liðanna í sumar þegar þær unnu Þrótt 2-1 í Hafnafirðinum.

Afturelding siglir hinsvegar um miðja deild og er í 5.sæti.
Þær töpuðu síðasta leik sínum á móti Haukum en sá leikur fór 3-2.
Fyrir leik
14.umferð Inkasso deild kvenna hófst í gær og lýkur í kvöld með fjórum leikjum á dagskrá.

Þróttur og Afturelding hefja leik kl.18:00 á Eimskipsvellinum.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Laugardalnum.
Byrjunarlið:
33. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
Margrét Regína Grétarsdóttir
Margrét Selma Steingrímsdóttir ('45)
4. Inga Laufey Ágústsdóttir ('45)
5. Janet Egyir
9. Samira Suleman
10. Hafrún Rakel Halldórsdóttir
16. Sara Dögg Ásþórsdóttir
19. Darian Elizabeth Powell
20. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)

Varamenn:
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
8. Ólína Sif Hilmarsdóttir
11. Elena Brynjarsdóttir
14. Erika Rún Heiðarsdóttir ('45)
17. Halla Þórdís Svansdóttir
18. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('45)
23. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir
23. Krista Björt Dagsdóttir
24. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir

Liðsstjórn:
Júlíus Ármann Júlíusson (Þ)
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Sigurjón Björn Grétarsson
Sigurbjartur Sigurjónsson
Marsý Dröfn Jónsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('71)

Rauð spjöld: