ÍA
0
4
Þróttur R.
0-1 Linda Líf Boama '43
0-2 Margrét Sveinsdóttir '60
0-3 Lauren Wade '62
0-4 Linda Líf Boama '87
23.08.2019  -  18:00
Norðurálsvöllurinn
Inkasso deild kvenna
Dómari: Guðni Þór Þórsson
Maður leiksins: Linda Líf Boama
Byrjunarlið:
1. Aníta Ólafsdóttir (m)
Eyrún Eiðsdóttir ('45)
3. Andrea Magnúsdóttir
6. Eva María Jónsdóttir ('81)
7. Erla Karitas Jóhannesdóttir ('77)
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir
10. Bryndís Rún Þórólfsdóttir (f)
11. Fríða Halldórsdóttir
18. María Björk Ómarsdóttir ('81)
22. Selma Dögg Þorsteinsdóttir
24. Dagný Halldórsdóttir

Varamenn:
5. Anna Þóra Hannesdóttir ('81)
6. Ásta María Búadóttir
8. Lilja Björg Ólafsdóttir
9. Róberta Lilja Ísólfsdóttir ('45)
9. Erna Björt Elíasdóttir ('81)
15. Klara Kristvinsdóttir
17. Védís Agla Reynisdóttir
21. Ylfa Laxdal Unnarsdóttir ('77)

Liðsstjórn:
Aron Ýmir Pétursson (Þ)
Unnar Þór Garðarsson (Þ)
Björn Sólmar Valgeirsson (Þ)
Anna Sólveig Smáradóttir
Hjördís Brynjarsdóttir

Gul spjöld:
Unnar Þór Garðarsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
ÞRÓTTARAR LEIKA Í PEPSI MAX-DEILDINNI Á NÆSTA ÁRI!

Guðni Þór dómari flautar af og Þróttarar tryllast úr fögnuði. Frábær seinni hálfleikur tryggir Þrótturum sigur hér í kvöld og sæti í deild þeirra bestu næsta sumar.

Frábær árangur enda þrjár umferðir enn eftir af mótinu. Heimakonur í ÍA eru áfram í bullandi botnbaráttu en þær geta tekið margt jákvætt út úr flottum fyrri hálfleik.

Ég óska Þrótturum til hamingju og þakka fyrir mig. Skýrsla og viðtöl seinna í kvöld.
93. mín
Enn ein hornspyrnan hjá Þrótti. Eflaust sú síðasta í leiknum. Ég sé ekkert hver það var sem neglir hátt yfir eftir spyrnuna.
92. mín Gult spjald: Unnar Þór Garðarsson (ÍA)
Gult á ÍA-bekkinn fyrir mótmæli. Mér heyrðist Aron Ýmir kalla en sýnist Unnar hafa fengið spjaldið.
90. mín
Inn:Magdalena Matsdóttir (Þróttur R.) Út:Lauren Wade (Þróttur R.)
Tvöföld heiðursskipting hjá Þrótti.
90. mín
Inn:Katla Ýr Sebastiansd. Peters (Þróttur R.) Út:Linda Líf Boama (Þróttur R.)
88. mín
Inn:Eva Bergrín Ólafsdóttir (Þróttur R.) Út:Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir (Þróttur R.)
Elísabet Freyja búin að spila vel í dag og það er gaman að sjá Evu Bergrín koma inná í hennar stað. Eva Bergín er að snúa aftur eftir tvenn krossbandaslit.
87. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Stoðsending: Margrét Sveinsdóttir
Þróttarar eru að setja rjómann á kökuna!

Margrét Sveins þræðir boltann fallega inn fyrir á Lindu Líf sem klárar örugglega framhjá Anítu.
85. mín
Einhver vandræðagangur í öftustu línu Þróttar. Friðrika með furðulega hreinsun eftir fyrirgjöf ÍA. Svosem engin hætta en þarna virtist smá kæruleysisbragur á gestunum.
84. mín
Andrea Rut tekur horn fyrir Þrótt og Margrét Sveins gerir sig líklega í tvígang. Fyrst bjarga Skagakonur á línu og Aníta ver svo seinna skot Margrétar.
82. mín
Fyrsta verk Þórkötlu Maríu í leiknum er að eiga þrumuskot að Skagamarkinu! Aníta ver vel.
81. mín
Inn:Anna Þóra Hannesdóttir (ÍA) Út:María Björk Ómarsdóttir (ÍA)
Tvöföld skipting hjá ÍA.
81. mín
Inn:Erna Björt Elíasdóttir (ÍA) Út:Eva María Jónsdóttir (ÍA)
80. mín
Skagakonur eru loksins að komast aðeins inn í leikinn aftur eftir erfiða byrjun í seinni hálfleik.
79. mín
Ég sá nú ekki hvað gerðist þarna en ÍA fær dæmda aukaspyrnu vinstra megin á miðjum vallarhelmingi Þróttar. Sigrún Eva kannski full bjartsýn en lætur vaða. Setur boltann yfir.
78. mín
Inn:Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Út:Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.)
Tóta tæknitröll kemur inná fyrir lánskonuna Katrínu Rut Kvaran.
77. mín
Inn:Ylfa Laxdal Unnarsdóttir (ÍA) Út:Erla Karitas Jóhannesdóttir (ÍA)
Önnur skipting ÍA. Ylfa Laxdal er mikið efni. Fædd 2005. Fer upp á topp.
76. mín
Fín tilraun hjá ÍA úr horninu.

Sigrún Eva spilar boltanum til baka á Fríðu sem reynir skot við vítateigshornið. Tekur snúningsskot sem dettur ofan á þaknetið.
75. mín
Önnur sókn ÍA í seinni hálfleiknum. Erla Karitas fær stungu, reynir að leika framhjá Sigmundínu en hún gerir vel í að renna sér í boltann og bjarga í horn.
72. mín
Ný útfærsla á hornspyrnu hjá Þrótti. Andrea Rut spilar til baka á Sigmundínu. Hún reynir skot utan af velli enda með hörku vinstri fót. Mjög gott skot en boltinn dettur ofan á þverslánna og fer aftur fyrir.
71. mín
FÆRI!

Linda Líf eltist við krefjandi stungusendingu aðþrengd varnarmönnum ÍA. Mér sýnist það vera Eva María sem kiksar svo boltinn dettur óvænt fyrir Lindu Líf en hún skýtur vel framhjá.
68. mín
Linda Líf fer illa með Evu Maríu, kemst framhjá henni og er að komast í hættulega stöðu inná teig þegar Andrea Magg mætir í góða rennitæklingu og bjargar í enn eitt hornið.

Andrea Rut með sína tólftu hornspyrnu en setur boltann yfir pakkann og Skagakonur anda léttar.
66. mín
Fríða stendur upp. Virðist vera í lagi.
65. mín
Úff. Fríða Halldórs fær boltann beint í andlitið af stuttu færi. Steinliggur eftir. Vonandi er í lagi með hana.
62. mín MARK!
Lauren Wade (Þróttur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Þróttarar ganga á lagið!

Nú skorar Lauren eftir gullfallegt þríhyrningsspil við Lindu Líf.

Lauren var með fimm varnarmenn ÍA í kringum sig. Skoraði í annari tilraun eftir að Aníta hafði varið fyrra skot hennar.

Þróttarar eru á leið í Pepsi Max 2020!
60. mín MARK!
Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Andrea Rut Bjarnadóttir
Tíunda hornspyrna Þróttar skilar ávexti!

Margrét Sveins er nautsterk í teignum og skallar fyrirgjöf Andreu Rutar í netið.
59. mín
Úff. Það er ekki hægt að skrifa upp alla sénsana í vítateig ÍA síðustu mínútuna. Allskonar skot og nauðvarnartilburðir í teignum!

Mark númer tvö liggur í loftinu.
58. mín
ANÍTA!

Frábær varsla. Hildur Egils skveraði boltann þvert fyrir Margréti Sveins sem reyndi skot af markteig en Aníta lokaði markinu!
56. mín
Skrítnasti dómur dagsins. Lauren reynir að prjóna sig inn á vítateig ÍA. Fellur við og virtist eiga að fá aukaspyrnu. Hún er hinsvegar dæmd brotleg?
55. mín
Það er greinilegt að það létti mikið á Þrótturum við að brjóta ísinn. Nik og Egill virðast líka hafa farið vel yfir málin í hálfleik og gestirnir eru að komast betur aftur fyrir þéttan varnarmúr Skagakvenna.

Baráttan er enn til staðar hjá gulum en þessar fyrstu 10 mínútur seinni hálfleiks hafa verið óttalegur eltingaleikur fyrir þær.
52. mín
Enn og aftur nauðvörn í vítateig ÍA!

Andrea Rut brunar upp að endalínu, leggur boltann út á Lauren sem framlengir hann á Hildi sem lætur vaða en Skagakonur ná að henda sér fyrir.

Andrea Rut tekur svo enn eina hornspyrnuna fyrir Þrótt. Ætlar að setja boltann á nær en hann endar aftur fyrir.
48. mín
Það er stórhætta í vítateig ÍA hér í byrjun seinni hálfleiks. Aníta markvörður missti boltann frá sér og á Lauren sem leggur boltann út í teig. Að mér sýnist á Margréti Sveins sem lætur vaða en Aníta bætir fyrir mistökin rétt áðan með flottri vörslu.
47. mín
Inn:Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.) Út:Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.)
Áhugavert að Þróttarar hafi ekki bara tekið þessa skiptingu í hálfleik. Við þetta fer Lauren líklega í holuna og Margrét upp á topp.
47. mín
Og aftur!

Boltinn endar í stönginni á Skagamarkinu eftir hættulega sókn Þróttar. Lauren Wade var komin í fína stöðu. Ætlaði að setja boltann fyrir en varnarmaður ÍA komst inn í sendinguna og boltinn fór af henni í stöngina og aftur fyrir.

Hættulegt.
47. mín
Þróttarar skapa sér gott færi strax í byrjun seinni hálfleiks. Hildur Egils kemst upp að endamörkum og kemur boltanum á Lindu Líf sem var í fínni stöðu í teignum en skýtur rétt framhjá.
46. mín
Leikur hafinn
Þá hefst fjörið aftur. Mér sýnist Róberta fara fremst með Erlu Karitas.
45. mín
Inn:Róberta Lilja Ísólfsdóttir (ÍA) Út:Eyrún Eiðsdóttir (ÍA)
Ein skipting hjá ÍA í hálfleik. Róberta inn fyrir Eyrúnu.
45. mín
Hálfleikur og Þróttarar leiða 1-0. Leikurinn þannig lagað jafn í færum talið, Skagakonur yfir í baráttunni. En það eru mörkin sem telja og Þróttarar eiga töfrakonur í fremstu víglínu sem geta gert gæfumuninn.

Það verður spennandi að sjá hvað gerist í síðari hálfleik. Náði Linda Líf að skjóta Þrótturum í gírinn og Skagakonur útaf laginu eða ná heimakonur að koma til baka?

Kemur allt í ljós eftir kaffi og korter.
43. mín MARK!
Linda Líf Boama (Þróttur R.)
Stoðsending: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Andrea Rut tók hornspyrnu fyrir Þrótt. Dagný skallaði boltann út. Þar mætti Sigmundína með vinstri fótinn sinn og smellti boltanum fyrir á Lindu Líf sem tók við boltanum og skilaði í netið.

Skagakonur voru á leiðinni upp með liðið sitt eftir hreinsunina og gleymdu Lindu Líf þarna í nokkrar sekúndur. Ákveðinn skellur á vondum tímapunkti eftir flotta frammistöðu í fyrri hálfleik.
40. mín
Hætta í vítateig ÍA!

Elísabet Freyja gerir vel í að koma hættulegum bolta inn á markteig ÍA. Aníta nær ekki til boltans en sem betur fer fyrir hana þá gerir Linda Líf það ekki heldur en hún var mætt þarna í baráttuna.
36. mín
Flott tækling hjá Selmu Dögg og Þróttarar fá enn eina hornspyrnuna frá vinstri. Andrea Rut heldur áfram að setja fína bolta fyrir markið en Skagakonur eru einfaldlega grimmari og koma þessum boltum frá.
35. mín
ÍA er að mörgu leyti að gera betur úti á vellinum. Við skulum samt ekki gleyma því að Þróttarar eiga tvo af markahæstu leikmönnum deildarinnar í þeim Lindu Líf og Lauren og það fer hrollur um flesta þegar þær komast nálægt marki andstæðinga sinna.
32. mín
Þróttarar spila í sínu víðfræga 4-4-2 tígulmiðjukerfi:

Friðrika

Elísabet - Sigmundína - Olivia - Andrea Rut

Álfhildur

Hildur - Rakel Sunna - Katrín Rut

Linda Líf - Lauren
31. mín
Uppstilling ÍA:

Þær spila með fimm manna línu. Þrjár þéttar á miðjunni og þær Eyrún og Erla Karitas eru fremstar.

Aníta

Selma Dögg - Dagný - Andrea - Eva María - María Björk

Bryndís - Fríða - Sigrún Eva

Erla Karitas - Eyrún
27. mín
Aftur fá Þróttar horn. Andrea Magg átti virkilega flotta tæklingu og kom í veg fyrir að Andrea Rut slyppi í gegn. Andrea Rut tekur hornið. Álfhildur reynir við boltann en Skagakonur ná henni úr jafnvægi og skalla frá.
26. mín
ANÍTA!

Ver vel í tvígang. Þróttarar fengu tvö frí skot í teignum en fóru illa að ráði sínu og settu boltann beint á markmanninn í bæði skiptin. Engu síður vel gert hjá markmanninum unga.

Hættulegustu sénsar Þróttar í leiknum.
24. mín
Banter á bekknum. Egill Atla og Aron Ýmir ekki sammála um hvort rétt hafi verið að dæma Lindu Líf brotlega eða ekki þegar hún reyndi að vinna boltann rétt utan vítateigs ÍA.
21. mín
Þróttarar fá aukaspyrnu úti til vinstri. Andrea Rut setur fínan bolta fyrir markið en sem fyrr eru heimakonur grimmar og Fríða Halldórsdóttir hreinsar frá.

Stuttu síðar reynir Lauren skot utan af velli. Alls ekki galin tilraun en skotið vel framhjá.
19. mín
Það á að berjast fyrir stigunum í dag. Það hefur fjölgað í stúkunni og hér eru mættir einhverjir snillingar með trommur að hvetja ÍA.

Það er einhver hrollur í Þrótturum sem þær eru ekki að ná að hrista af sér. Skagakonur eru að byrja þetta kröftugt og hafa engan áhuga á að sjá gestina fagna úrvalsdeildarsæti á þeirra velli.
16. mín
Jæja, aftur að leiknum hérna. Skagakonur er að spila fast og þétt og Þróttarar ekki að ná að skapa sér opin færi. Þróttarar fá nú horn en gular eru grimmar í teignum og koma fínni spyrnu Andreu Rutar frá.
15. mín
Ókey. Ég er í sjokki. Staðan í Hafnarfirði er orðin 4-0 fyrir Hauka eftir 11 mínútur! Hvað er að gerast?
14. mín
Ekkert verður úr hornspyrnunni hjá ÍA, þær setja boltann beint aftur fyrir.
13. mín
VÁ!

Þarna munar engu að Eyrún nái forystunni fyrir ÍA!

Hún pressar á Sigmundínu, vinnur af henni boltann og sleppur í gegn. Er með fjóra varnarmenn á eftir sér en nær skotinu sem Friðrika gerir vel í að verja í horn.
11. mín
Það eru áhugaverðar fréttir að berast úr Hafnarfirðinum. Haukar eru komnar 2-0 yfir gegn FH. FH getur, rétt eins og Þróttur, tryggt sér sæti í efstu deild með sigri í kvöld.

Ætla toppliðin að hiksta í kvöld?
7. mín
Háspenna í vítateig Þróttar!

ÍA hafði fengið aukaspyrnu úti til vinstri. Sigrún Eva setti eitraðan bolta inn á teig. Eyrún Eiðs náði að setja ennið í boltann en varnarmaður Þróttar komst fyrir skallann.

Sigrún Eva vann boltann svo aftur, spilaði á Eyrúnu sem lagði boltann út í skot á Fríðu sem skaut rétt framhjá.
4. mín
Þróttarar halda þá í sína fyrstu sókn. Vinna tvær hornspyrnur í röð. Andrea Rut setur þær báðar á nærsvæðið. Dagný skallar þá fyrri í annað horn en Andrea setur þá seinni svo aftur fyrir.
2. mín
Falleg sókn hjá ÍA. Dagný vinnur boltann og hefur laglega sókn. Boltinn gengur vel á milli manna áður en Sigmundína skallar fyrirgjöf Erlu Karitasar aftur fyrir í horn.

Álfhildur skallar hornspyrnu ÍA frá en Skagakonur eru grimmar. Vinna frákastið og mér sýndist það vera María Björk sem reyndi skot rétt utan teigs. Friðrika þurfti að hafa aðeins fyrir því að halda boltanum.
1. mín
Leikur hafinn
Við erum farin af stað. Þróttarar hefja leik. Byrja á að spila til baka í öftustu línu.
Fyrir leik
Það er létt skýjað, svalt og lygnt á Skaganum. Það er fámennt í stúkunni nú þegar 5 mínútur eru til leiks. Ég trúi ekki öðru en að stuðningsmenn liðanna fari að streyma í stúkuna. Það er mikið í húfi hjá báðum liðum.
Fyrir leik
Hálftími í leik og byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Eyrún Eiðs byrjar fyrir ÍA og hjá Þrótti er Jelena Tinna á bekknum. Hún er búin að eiga frábært sumar en fór meidd útaf í síðasta leik og það útskýrir líklega bekkjarsetuna.
Fyrir leik
Liðin hafa mæst tvívegis í sumar.

Fyrst í bikarkeppninni þann 31. maí síðastliðinn. Þá vann Skaginn magnaðan 3-2 endurkomu sigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.

Liðin mættust svo tæpum mánuði síðar í deildinni og þá náðu Þróttarar fram hefndum. Unnu 3-0 sigur.

Hvað gerist hér á eftir?
Fyrir leik
Það er mjög mikið í húfi hér í dag. Liðin berjast á sitthvorum enda deildarinnar. Þróttarar sitja á toppnum með 36 stig og þurfa aðeins 2 stig í viðbót til að tryggja sér sæti í deild hinna bestu að ári.

Lið ÍA er aftur á móti í 6. sæti með 16 stig. Botnpakki deildarinnar er þéttur og Skaginn aðeins þremur stigum frá fallsæti.
Fyrir leik
Gleðilegan föstudag!

Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá stórleik ÍA og Þróttar í Inkasso-deild kvenna.

Guðni Þór Þórsson, dómari, mun flauta til leiks hér á Akranesi á slaginu 18:00.
Byrjunarlið:
2. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
4. Hildur Egilsdóttir
7. Andrea Rut Bjarnadóttir
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
11. Lauren Wade ('90)
13. Linda Líf Boama ('90)
15. Olivia Marie Bergau
17. Katrín Rut Kvaran ('78)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir ('88)
20. Friðrika Arnardóttir
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('47)

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
5. Jelena Tinna Kujundzic
14. Margrét Sveinsdóttir ('47)
16. Katla Ýr Sebastiansd. Peters ('90)
20. Eva Bergrín Ólafsdóttir ('88)
32. Magdalena Matsdóttir ('90)

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason
Þórey Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: