Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Breiðablik
2
0
Stjarnan
Agla María Albertsdóttir '20 1-0
Alexandra Jóhannsdóttir '60 2-0
25.08.2019  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Skítaveður, rigning og rok
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 182
Maður leiksins: Agla María Albertsdóttir
Byrjunarlið:
Fjolla Shala ('82)
Sonný Lára Þráinsdóttir
7. Agla María Albertsdóttir
8. Heiðdís Lillýardóttir
9. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir ('90)
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
16. Alexandra Jóhannsdóttir
18. Kristín Dís Árnadóttir
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
4. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
6. Isabella Eva Aradóttir ('82)
6. Þórhildur Þórhallsdóttir ('90)
19. Esther Rós Arnarsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
24. Hildur Þóra Hákonardóttir

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Kristín Dís Árnadóttir ('13)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðtöl og skýrsla sem fyrst
92. mín
Berglind reynir hérna skot en það er veeeel framhjá
90. mín
Inn:Þórhildur Þórhallsdóttir (Breiðablik) Út:Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Breiðablik)
90. mín
Inn:Sonja Lind Sigsteinsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
88. mín
Stjarnan fær horn eftir ágætis sókn
86. mín
Berglind fær fína sendingu fram vinstra megin en hún skýtur boltanum vel framhjá markinu
85. mín
Stjarnan aðeins að gefa í þessa stundina á meðan Blikar slaka á, ætli við fáum dramatík í lokin?
83. mín
Diljá með frábært skot fyrir utan teig sem Sonný ver í horn. Kristín Dís skallar boltann aftur í horn, hinum megin
82. mín
Inn:Isabella Eva Aradóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
81. mín
Úff hvernig skoraði Berglind ekki þarna. Hún fær boltann inn í teig og ætlar að vippa yfir Birtu en boltinn fer yfir markið
80. mín
Blikar fá hér horn.
Vá hvernig nýttu Blikar þetta ekki. Birta hoppar upp í boltann en missir af honum. Þá er mikill darraðardans í teignum, Berglind skýtur í varnarmann og svo Karóliína yfir markið
76. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Stjarnan) Út:Shameeka Fishley (Stjarnan)
68. mín
Agla með frábæra sendingu sem hittir beint á kollinn á Karólínu en hún skallar boltann rétt framhjá markinu. Þarna hefði hún átt að gera betur
67. mín
Shameeka með ágætis skot vel fyrir utan teig. Sonný gerir þó mjög vel og grípur boltann
63. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
62. mín
Selma Sól með flott skot en Birta nær að verja
60. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Breiðablik)
Flott sókn hjá Blikum. Mér sýndist þetta vera Karólína sem kemur með sendingu inn í teig og Alexandra skallar boltann í netið af stuttu færi
57. mín
Smá misskilningur í vörn Blika, Jana fær sendingu og Sonny og miðverðirnir eru ekki alveg vissar hver ætlar að koma á móti boltanum, Sonný gerir það þó á endanum og kemur hættunni frá.
52. mín
Alexandra með ágætis fyrirgjöf inn í teig Stjörnunnar en það er enginn Bliki til að taka við þessu
50. mín
Karólína með fyrsta skotið í seinni hálfleiknum en það er frekar laust og Birta á ekki í vandræðum með þetta
46. mín
Þetta er farið aftur af stað. Nú byrjar Stjarnan með boltann og sækja undan vindi í átt að Fífunni
45. mín
Hálfleikur
Gunnar bætir ekki sekúndu við þennan hálfleik. Enda algjör óþarfi, engar tafir og allir vilja ólmir komast inn í hlýjuna.
Bæði lið hafa fengið ágætis færi í leiknum en það hefur aðeins komið eitt mark. Vonandi fáum við fleiri mörk í þeim seinni.
En nú tökum við okkur kaffipásu
44. mín
Þetta á Berglind að nýta. Fær boltann á vítateigslínunni, hleypur áfram með boltann en tekur lélegt skot beint á Birtu.
41. mín Gult spjald: María Eva Eyjólfsdóttir (Stjarnan)
Er hangandi í Selmu Sól ansi lengi og uppsker gult spjald
38. mín
Berglind með ágætis tilraun, fær boltann á vítateigslínunni og tekur snúning en skotið er framhjá markinu
37. mín
Nú fá Blikar aukaspyrnu á flottum stað. Selma tekur. Spyrnan er beint í vegginn
36. mín
Nú reynir Agla skot vel fyrir utan teig en Birta grípur. Um að gera að reyna skot undan vindi
34. mín
Þarna munaði litlu fyrir blika. Karólína gefur á Berglindi sem stingur boltanum í gegn á Selmu og hún ætlar að pota boltanum framhjá Birtu en boltinn fer rétt framhjá. Stuðningsmenn Blika voru byrjaðir að fagna þarna
33. mín
Karólína er með skot vinstra megin rétt fyrir utan teig og það endar í slánni og þaðan í innkast. Ágætis tilraun
29. mín
Flott tilraun hjá blikum. Agla reynir skotið og Alexandra reynir að pota í boltann til að rugla Birtu í markinu en hún handsamar knöttinn
28. mín
Og enn eitt
28. mín
Og þær fá hér annað horn
27. mín
Blikar fá enn eitt hornið
25. mín
Þetta var svo fallegt hjá Blikum. Agla sendir á Alexöndru sem gefur hælsendingu á Berglindi sem á skot rétt yfir
23. mín
Breiðablik fær horn sem Selma tekur. Boltinn berst á Karólínu en hún á skot í varnarmann. Annað horn
22. mín
Stjarnan fékk hér aukaspyrnu á miðjum velli. Sigrún Ella stígur upp og tekur spyrnuna og reynir skot en það er vel yfir
20. mín MARK!
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
BLIKASTELPUR KOMNAR YFIR! Karólína fær boltann vinstra megin á vellinum og sendir fyrir, þar er Agla á hárréttum stað og getur ekki annað en potað boltanum yfir línuna
18. mín
Sigrún Ella fellur niður í teig Blika og gestirnir heimta vítaspyrnu. Gunnar er ekki sammála og áfram heldur leikurinn. Ég held að þetta hafi verið rétt hjá honum
18. mín
Ágætis tilraun hjá Karólínu. Hún er með boltann rétt fyrir utan vítateiginn og tekur skot en það er rétt framhjá
16. mín
Blikar fá horn. Það kemur ekkert úr því
13. mín Gult spjald: Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik)
13. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað rétt fyrir utan teig. Fjolla sendir slaka sendingu til baka sem Hildigunnur kemst inn í og Kristín Dís þarf að brjóta á henni og fær gult spjald að launum. Sigrún tekur spyrnuna en hún fer í vegginn og þaðan út af vellinum. Hornspyrna
10. mín
Jæja stjörnustúlkur að gera sig líklega. Hildigunnur fær sendingu inn fyrir vörn Blika en Sonný gerir virkilega vel þegar hún hleypur út úr teignum og hreinsar boltann áður en Hildigunnur nær til boltans
4. mín
Blikar fá hér fyrstu hornspyrnu leiksins. Fínasta hornspyrna hjá Öglu og Karólína fær boltann og tekur skot en það er rétt yfir
1. mín
Blikar byrja þetta af krafti. Agla fær boltann á vítateigslínunni og tekur skotið en það er rétt framhjá
1. mín
Leikur hafinn
Gunnar vill greinilega komast heim sem fyrst svo hann flautar þetta í gang 4 mínútum fyrr

Blikar byrja með boltann og sækja í átt að Fífunni
Fyrir leik
Liðin eru í þessu að labba inn á völlinn - 5 mínútur í leik
Fyrir leik
Liðin eru nú farin inn í búningsklefa til að stilla saman strengi. 10 mínútur í leik
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin loksins dottin inn og þið getið séð þau hér til hliðanna!

Steini gerir eina breytingu á sínu liði en Fjolla Shala kemur inn fyrir Hildi Þóru. Gaman að sjá Fjollu loksins í byrjunarliði Breiðabliks

Kristján gerir 2 breytingar á sínu liði, Edda María og Viktoría fara úr liðinu og Aníta Ýr og Jana Sól koma inn
Fyrir leik
Berglind Björg er markahæst í liði Breiðabliks með 12 mörk, næst kemur Agla María með 11 mörk og Alexandra Jóhanns er þriðja með 9 stykki.

Hjá Stjörnunni eru Jasmín Erla og Hildigunnur Ýr markahæstar með 4 mörk hvor
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 6. júní þar sem Blikar sigruðu 0:1. Agla María skoraði þá eina mark leiksins á 5. mínútu.
Fyrir leik
Stjarnan situr í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, 24 stigum frá toppnum en 6 stigum frá fallsæti. Sigur í dag færi því langt með að tryggja þeim sæti í deildinni á næsta ári!

Síðasti leikur Stjörnunnar fór fram 15. ágúst þar sem þær sigruðu ÍBV með tveimur mörkum gegn einu. Áður höfðu þær tapað tveimur leikjum í röð, gegn Fylki og Val.
Fyrir leik
Breiðablik er í harðri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn við Val og situr nú í 2. sæti deildarinnar með 38 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Það styttist óðum í það sem flestir telja að verði úrslitaleikur í deildinni en það er leikur Breiðabliks og Vals sem fer fram 15. september á Kópavogsvelli. En ef Breiðablik vill eiga möguleika að ná titlinum í þeim leik er nauðsynlegt að sækja 3 stig hér í dag.

Breiðablik hefur unnið 12 leiki í deildinni og gert 2 jafntefli (gegn Val og Þór/KA). Síðasti leikur var gegn KR 21. ágúst þar sem Blikar sigruðu 2:1 eftir að hafa lent marki undir.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu. Nú fer fram leikur í 15. umferð Pepsi-Max deildar kvenna þar sem Breiðablik tekur á móti Stjörnunni.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 14:00
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('90)
7. Shameeka Fishley ('76)
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('63)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Sonja Lind Sigsteinsdóttir ('90)
6. Camille Elizabeth Bassett
11. Diljá Ýr Zomers ('76)
14. Snædís María Jörundsdóttir
19. Birna Jóhannsdóttir ('63)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson

Gul spjöld:
María Eva Eyjólfsdóttir ('41)

Rauð spjöld: