Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Í BEINNI
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Valur
2
2
Stjarnan
Patrick Pedersen '7 1-0
1-1 Hilmar Árni Halldórsson '28
1-2 Sölvi Snær Guðbjargarson '57
Andri Adolphsson '83 2-2
Patrick Pedersen '89 , misnotað víti 2-2
26.08.2019  -  19:15
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hundleiðinlegt. Rigning og hvasst
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 820 í leiðindaveðri
Maður leiksins: Hilmar Árni Halldórsson
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('68)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('68)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Einar Karl Ingvarsson ('68)
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('68)
18. Kristófer André Kjeld Cardoso
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
27. Kári Daníel Alexandersson
28. Emil Lyng

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sebastian Hedlund ('12)
Haukur Páll Sigurðsson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 jafntefli niðurstaðan í hádramatískum leik hér á Origo vellinum!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
95. mín Gult spjald: Rúnar Páll Sigmundsson (Stjarnan)
Nú fær Rúnar gult fyrir kjaft.
94. mín Gult spjald: Baldur Sigurðsson (Stjarnan)
Baldur faðmar Patrick þegar hann er að fara upp í skyndisókn og fær réttilega gult.
92. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Haukur stöðvar skyndisókn með að rífa í Eyjólf, hárrétt spjald.
91. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma, fáum við sigurmark?
90. mín
Eiður Aron með skalla yfir Halla en Baldur skallar frá.
89. mín Misnotað víti!
Patrick Pedersen (Valur)
Halli bætir upp fyrir mistökin og skutlar sér í rétt horn og ver vítið frá Patrick! Valur fá svo aukaspyrnu á vinstri kantinum.
88. mín
Valur fá víti! Andri með sendingu í gegn sem Stinni sprettar á eftir og nær snertinu framhjá Halla sem tekur hann niður.
88. mín
Danni Lax reynir utanfótarskot í fjærhornið en það er laflaust og auðvelt fyrir Hannes.
83. mín MARK!
Andri Adolphsson (Valur)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
Það er dramatík á Origo vellinum!
Ívar kemur með frábæra fyrirgjöf á fjær aftur og nú mætir Andri og rennir honum yfir línuna. Spurning hvort Baldur hefði ekki átt að ná að skalla boltann frá. Stjarnan eru sennilega ennþá brjálaðri núna yfir þessu marki sem dæmt var af þeim áðan!
80. mín
Inn:Ævar Ingi Jóhannesson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Ævar Ingi kemur hér inná fyrir besta mann vallarins Hilmar Árna.
80. mín
Eyjólfur með enn eitt skotið fyrir utan teig en það fer framhjá.
74. mín Gult spjald: Jósef Kristinn Jósefsson (Stjarnan)
Jósef fékk gult fyrir mótmæli.
74. mín
Það var ótrúlegt atriði að eiga sér stað hér. Þorsteinn Már skoraði eftir hornspyrnu Hilmars Árna. Dómarinn ræddi við aðstoðardómarann og dæmdi svo mark. Síðan þegar Valur var að fara taka miðjuna dæmdi allt í einu Helgi markið ólöglegt og Valur fá aukaspyrnu. Mjög spes því hann flautaði markið fyrst á!
70. mín
Eyjólfur hleður í skotið fyrir utan teig, fast er það en framhjá markinu.
68. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
68. mín
Inn:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Kristinn Freyr sem er búinn að vera afleitur í kvöld kemur hér af velli fyrir nafna sinn Kristinn Inga. Þá kemur Kaj Leó af velli fyrir Einar Karl en Kaj hefur heldur ekki átt góðan leik í kvöld.
65. mín
Ívar Örn með mjög lúmskt skot, fast meðfram jörðinni og fer af varnarmanni og rétt framhjá stönginni.
60. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá gestunum, Þorri og Daníel Laxdal að koma inn fyrir Alex Þór og Sölva Snæ.
60. mín
Inn:Daníel Laxdal (Stjarnan) Út:Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
57. mín MARK!
Sölvi Snær Guðbjargarson (Stjarnan)
Stoðsending: Hilmar Árni Halldórsson
Stjarnan eru komnir yfir.
Hilmar Árni rennir boltanum í gegn vinstra megin á Sölva sem klárar vel í fjærhornið alveg út við stöng.
55. mín
Þorsteinn Már með fyrirgjöf inná teiginn sem Birkir Már skallar aftur fyrir.
50. mín
Eyjólfur hleður í skotið af löngu færi en það er beint á Hannes.
46. mín
Leikur hafinn
Valur hefja hér seinni hálfleikinn.
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma hér í fyrri hálfleik.
44. mín
Þessi spyrna er alveg eins og spyrnan hans Hilmars áðan, mjög slök og fer beint aftur fyrir.
43. mín
Andri rétt skríður framúr Jósefi sem ýtir aðeins aftan á hann og dómarinn dæmir aukaspyrnu úti á hægri kantinum.
43. mín
Andri brýtur á Alexi rétt utan vítateigs á vinstri kantinum. Aukaspyrna Hilmars fer yfir allan pakkan og aftur fyrir.
38. mín
Birkir með hörkusprett inn á völlinn, kemur honum á Kaj sem leggur boltan út á Ívar og hann skýtur í varnarmann.
35. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (Stjarnan)
Alex fer full geyst í Andra og sýnir takkana og fær gult spjald.
33. mín
Eyjólfur með frábæra fyrirgjöf og Baldur nær skallanum en hann fer rétt framhjá stönginni.
32. mín
Patrick of lengi að senda Andra einan í gegn sem er rangstæður en skorar örugglega, telur ekki.
28. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Eyjólfur Héðinsson
Hilmar Árni með sleggju hér og jafnar leikinn!
Eyjólfur sendir boltann fram á Hilmar sem tekur boltann aðeins með sér og hleður svo í skotið vel fyrir utan í fjærhornið. Alvöru sleggja hjá Hilmari!
24. mín
Kristinn reynir skotið úr erfiðu færi en Halli grípur það þægilega.
20. mín
Sölvi Snær fer í skotið við vítateigslínuna en setur hann vel yfir markið.
17. mín
Birkir vinnur boltann og keyrir inná teiginn en Jósef kemst í boltann og setur hann í hornspyrnu.
12. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Hedlund að fá skólabókar gult spjald. Togar Hilmar niður þegar hann missir hann framhjá sér.
9. mín
Hilmar Árni með aukaspyrnu 5 metrum fyrir utan D bogann en hann skýtur beint í Hedlund.
7. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
Valur komast yfir hér og hver annar en Patrick Pedersen!?

Ívar Örn með gott hlaup upp vinstri vænginn og kemur með frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Patrick var mættur til að setja hann yfir línuna.
7. mín
Aukaspyrna inná teig Stjörnumanna sem Haukur flikkar á Patrick sem flikkar hann á Orra og hann er í mjög góðu færi en skýtur rétt yfir markið. Besta færið hingað til.
6. mín
Það er alvöru leikur í gangi í Krikanum. FH voru 2-0 yfir en nú eru Blikar komnir 3-2 yfir og eru manni fleiri eftir að fyrirliði FH, Davíð Þór Viðarsson fékk beint rautt spjald. Tæpur hálftími eftir þar.
5. mín
Hilmar tekur aukaspyrnu úti á hægri kanti og setur hann fyrir markið á Brynjar sem skallar framhjá markinu.
3. mín
Birkir með góða fyrirgjöf sem Kaj Leó skallar framhjá markinu.
2. mín
Elís hleður í skotið af 30 metrunum en það er aldrei líklegt og fer beint á Hannes.
1. mín
Leikur hafinn
Stjarnan hefur leik hér á Origo vellinum.
Fyrir leik
Anton Ari Einarsson varamarkmaður Vals samdi við Breiðablik í vikunni og gengur til liðs við þá eftir tímabilið. Hann missir sæti sitt í liðinu í kvöld og má álykta að það sé vegna þess að hann er á förum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson er í leikbanni hjá Val og Sigurður Egill er meiddur. Inn í þeirra stað koma Ívar Örn Jónsson og Kaj Leó í Bartalsstovu. Þá eru tveir ungir strákar í leikmannahópi Vals í dag. Þeir Kári Daníel Alexandarson fæddur 2003 og Kristófer André Kjeld Cardoso fæddur árið 2002.

Hjá Stjörnunni er Guðjón Baldvinsson frá vegna meiðsla og Guðmundur Steinn Hafsteinsson byrjar frammi í hans stað. Þá eru Daníel Laxdal og Martin Rauschenberg komnir úr leikbanni og eru á bekknum ásamt Ævari Inga Jóhannessyni sem er búinn að vera meiddur.
Fyrir leik
Valur tapaði 3-2 fyrir FH í þar síðustu umferð eftir að hafa leitt leikinn 2-1 og þá gerðu þeir 3-3 jafntefli við Breiðablik í síðustu umferð eftir að hafa verið 2-0 yfir. Þeir hafa misst niður forskot þónokkrum sinnum í sumar sem er áhyggjuefni.

Stjarnan tapaði 4-2 fyrir KA á Akureyri í þar síðustu umferð en unnu svo góðan 3-1 sigur á ÍA í síðasta leik þar sem þeir höfðu góða stjórn á leiknum.
Fyrir leik
Það má búast við hörkuleik og háu skemmtanagildi hér í kvöld ef rýnt er í síðustu leiki. Í síðustu tveim leikjum Vals hafa komið 11 mörk og í síðustu tveim leikjum Stjörnunnar hafa komið 10 mörk.
Fyrir leik
Þessi lið mættust á Samsung vellinum fyrr í sumar og þá kom Ólafur Karl Finsen Val yfir en Stjarnan jafnaði leikinn og í blálokin tryggði uppaldi Valsarinn, Guðmundur Steinn Hafsteinsson Stjörnumönnum 2-1 sigur.
Fyrir leik
Fyrir leikinn situr Valur í 7.sæti deildarinnar með 24 stig en Stjarnan í 4.sætinu með 27 stig. Vinni Valur hér í kvöld fara þeir uppfyrir Stjörnuna en Stjarnan getur komið sér upp í 3.sætið í kvöld.
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Vals og Stjörnunnar í 18. umferð Pepsí Max-deildar karla á Origo vellinum.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
8. Baldur Sigurðsson
10. Hilmar Árni Halldórsson ('80)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
18. Sölvi Snær Guðbjargarson ('60)
20. Eyjólfur Héðinsson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson
29. Alex Þór Hauksson (f) ('60)

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
6. Þorri Geir Rúnarsson ('60)
7. Ísak Andri Sigurgeirsson
9. Daníel Laxdal ('60)
14. Nimo Gribenco
16. Ævar Ingi Jóhannesson ('80)
19. Martin Rauschenberg

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Davíð Sævarsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Halldór Svavar Sigurðsson

Gul spjöld:
Alex Þór Hauksson ('35)
Jósef Kristinn Jósefsson ('74)
Baldur Sigurðsson ('94)
Rúnar Páll Sigmundsson ('95)

Rauð spjöld: