Samsung völlurinn
laugardagur 31. ágúst 2019  kl. 19:15
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Blautt og frekar kalt.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1109 manns
Maður leiksins: Morten Beck Guldsmed
Stjarnan 1 - 3 FH
1-0 Þorsteinn Már Ragnarsson ('45)
1-1 Morten Beck Guldsmed ('61)
1-2 Morten Beck Guldsmed ('72)
1-3 Morten Beck Guldsmed ('82)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('78)
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Þorsteinn Már Ragnarsson
14. Nimo Gribenco
18. Sölvi Snær Guðbjargarson
19. Martin Rauschenberg
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
16. Ævar Ingi Jóhannesson
21. Elís Rafn Björnsson
22. Guðmundur Steinn Hafsteinsson ('78)
27. Óli Valur Ómarsson
28. Ísak Andri Sigurgeirsson
35. Eggert Aron Guðmundsson

Liðstjórn:
Halldór Svavar Sigurðsson
Fjalar Þorgeirsson
Andri Freyr Hafsteinsson
Veigar Páll Gunnarsson
Davíð Sævarsson

Gul spjöld:
Þorri Geir Rúnarsson ('14)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('75)
Brynjar Gauti Guðjónsson ('78)

Rauð spjöld:
@kristoferjonss Kristófer Jónsson
93. mín Leik lokið!
Þá flautar Erlendur til leiksloka á Samsung vellinum og 3-1 sigur FH staðreynd.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
Eyða Breyta
87. mín
Hilmar Árni með skemmtilega sendingu fyrir sem að Þórður Þorsteinn kemur útaf.
Eyða Breyta
87. mín Guðmann Þórisson (FH) Brandur Olsen (FH)
Síðasta skipting FH í kvöld.
Eyða Breyta
86. mín
Hilmar Árni tekur hornspyrnu beint á Guðmund Stein sem að skallar framhjá.
Eyða Breyta
83. mín Gult spjald: Halldór Orri Björnsson (FH)

Eyða Breyta
82. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH)
GULLSMIÐURINN FULLKOMNAR ÞRENNU SÍNA!!!!

Baldur Sig gerir sig sekan um klaufalega mistök og missir boltann til Morten Beck sem að geysist upp völlinn og klárar framhjá Haraldi.
Eyða Breyta
80. mín
Baldur Sig dæmdur hér brotlegur við að fara aftan í Morten Beck. Virðist hins vegar fara í boltann og sleppur við spjald. Spes dómur.
Eyða Breyta
79. mín
Brandur Olsen tekur aukaspyrnuna en hún er hátt yfir markið.
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Brýtur á Jónatan Inga.
Eyða Breyta
78. mín Guðmundur Steinn Hafsteinsson (Stjarnan) Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Guðmundur Steinn kemur inn. Hann eignaðist barn í nótt og óskum við honum til hamingju með það.
Eyða Breyta
77. mín
Morten Beck í fínum séns að fullkomna þrennu sína hérna en skot hans er beint á Harald í markinu.
Eyða Breyta
75. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
72. mín Halldór Orri Björnsson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH)
Halldór Orri kemur hér inná gegn sínum gömlu félögum.
Eyða Breyta
72. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH), Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
FH-INGAR KOMNIR YFIR!!!!

Jónatan Ingi fer hér illa með þrjá Stjörnumenn fyrir utan teiginn og rennir honum svo á Morten Beck sem að er aleinn á móti Halla og vippar yfir hann. Þetta er fljótt að breytast maður.
Eyða Breyta
71. mín
Hér heldur Þórður Þorsteinn um andlitið á sér efetir viðskipti sín við Þorstein Má sem að er dæmdur brotlegur. Ólsarinn er gjörsamlega æfur og lætur Skagamanninn heyra það.
Eyða Breyta
68. mín
Hilmar Árni hleypur hér inná teiginn og fellur eftir viðskipti sín við Björn Daníel. Stjörnumenn vilja fá vítaspyrnu en Erlendur dæmir ekkert.
Eyða Breyta
67. mín
Hilmar Árni tekur hornspyrnuna með vinstri og nær Gummi Kristjáns að skalla hana frá.
Eyða Breyta
67. mín
Stjörnumenn fá hornspyrnu.
Eyða Breyta
61. mín MARK! Morten Beck Guldsmed (FH)
FH-INGAR BÚNIR AÐ JAFNA!!!!!

Steven Lennon setur hann hér á Morten Beck Guldsmed sem að skorar framhjá Halla í markinu. Stefnir allt í Waterloo átök hérna á Samsung vellinum.
Eyða Breyta
61. mín
Nimo fer hér illa með þrjá FH-inga sem að endar með að Björn Daníel brýtur á honum. Nimo búinn að vera frábær.
Eyða Breyta
57. mín Jónatan Ingi Jónsson (FH) Atli Guðnason (FH)
Fyrsta skipting leiksins.
Eyða Breyta
53. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA HARALDUR BJÖRNSSON!!!!

Atli Guðnason með frábæran sprett í átt að vítateig Stjörnunnar og rennir honum á Steven Lennon sem að, eins og sannur byssubrandur, skýtur fast á markið. Halli er hins vegar vel á verði og ver glæsilega.
Eyða Breyta
51. mín
Seinni hálfleikur fer svona þokkalega rólega af stað. Hvorugt lið að ógna eitthvað af viti.
Eyða Breyta
46. mín
Þá er leikurinn hafinn að nýju.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Þá flautar Erlendur til hálfleiks. Stjörnumenn leiða með flautumarki.
Eyða Breyta
45. mín
Stuttu eftir markið reynir Brandur skot sem að fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
45. mín MARK! Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan), Stoðsending: Sölvi Snær Guðbjargarson
STJÖRNUMENN ERU KOMNIR YFIR!!!!

Nimo Gribenco tekur góða sprett og sendir boltann inn fyrir á Daníel sem að setur hann út á Sölva Snæ. Sölvi setur hann fastann fyrir þar sem að Þorsteinn lúrir og setur boltann auðveldlega í netið. Frábærlega útfærð sókn hjá Stjörnumönnum.
Eyða Breyta
44. mín
Sölvi Snær með skot af vítateigslínunni eftir laglegan undirbúning Þorsteins Más en boltinn fer rétt framhjá markinu.
Eyða Breyta
42. mín
Baldur Sig með skemmtilega sendingu inná Þorstein Má á teignum sem að hittir boltann illa. Þá var hann einnig rangstæður.
Eyða Breyta
39. mín
Aðeins búið að róast hérna. Liðin skiptast á að vera með boltann án þess að skapa sér neitt á viti. Ég fékk hins vegar Dúlluborgara sem að var mjög góður.
Eyða Breyta
32. mín
ANNAÐ DAUÐAFÆRI HJÁ STJÖRNUNNI!!!!

Brynjar Gauti fær hér boltann á vinstri kantinum og tekur þrumuskot sem að Daði á í bölvuðum vandræðum með. Aftur er það Þorsteinn Már sem að tekur frákastið en aftur er það Gummi Kristjáns sem að bjargar á ögurstundu.
Eyða Breyta
29. mín
Hiti í þessu hérna. Sölvi geysist upp hérna og endar í 50/50 baráttu við Brand sem að endar með að Færeyjingurinn liggur eftir. Leikurinn heldur áfram og endar það með hörkutæklingu Þóris Jóhanns. Aukaspyrna dæmd og Brandur fær aðhlynningu.
Eyða Breyta
23. mín
Skalli Baldurs eftir hornspyrnu Hilmars er laus og handsamar Daði knöttinn auðveldlega. Stjörnumenn hættulegri núna.
Eyða Breyta
22. mín
Nimo Gribenco með góða sprett og vinnur hornspyrnu.
Eyða Breyta
21. mín
Brandur reynir hér þrumuskot af löngu færi eftir góðan undirbúnig Þóris Jóhanns en skot hans er hátt yfir.
Eyða Breyta
19. mín
ÞVÍLÍKT DAUÐAFÆRI HJÁ STJÖRNUNNI!!!!!

Hilmar Árni og Nimo endar með að sá síðarnefndi er sloppinn í gegn. Daði ver hinsvegar vel frá honum en boltinn berst þá á Þorstein sem að er einn gegn opnu marki. Hann hittir boltann hins vegar ekki nægilega vel og nær Gummi Kristjáns að bjarga á ögurstundu.
Eyða Breyta
14. mín Gult spjald: Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Neglir hér Cedric niður. Þriðja gula spjaldið kemur hér áður en að korter er liðað af leiknum.
Eyða Breyta
13. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Fullseinn hérna í Sölva Snæ.
Eyða Breyta
12. mín
Hilmar Árni með fínan bolta inní teig ætlaðan Rauschenberg en hann er dæmdur brotlegur.
Eyða Breyta
11. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Nimo er hér á fleygiferð upp völlinn og Björn Daníel rífur hann niður. Hárrétt.
Eyða Breyta
6. mín
Stjörnumenn virðast ekki vera í þriggja manna vörn eins og ég hélt. Baldur og Martin virðast vera í miðverði, Daníel Laxdal í hægri bakverði og Brynjar Gauti í þeim vinstri. Áhugavert.
Eyða Breyta
4. mín
Eyjólfur Héðins skallar hornspyrnu Brands frá og við það myndast eitthvað klafs sem að endar með að Eyjólfur kemur boltanum frá.
Eyða Breyta
4. mín
FH-ingar meira með boltann hér í upphafi og fá hér hornspyrnu.
Eyða Breyta
1. mín
Stjörnumenn leika með sorgarbönd í dag í minningu Óla Freys Kristjánssonar sem að lést sunnudaginn síðastliðinn en hann var mikill Stjörnumaður. Við hjá Fótbolta.net vottum okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina hans.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá er leikurinn hafinn. FH-ingar byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn og þetta fer að hefjast.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leit snögglega á Guðjón Orra, varamarkvörð Stjörnunnar, og mér sýndist hann vera Jói Pé, rappari og Garðbæjingur. Svipur með þeim.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Ég ætla ekkert að reyna að fegra eitt né neitt hérna en veðrið er bara frekar vont hérna í Garðabænum. Klæða sig vel áður en maður kemur á völlinn.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá eru byrjunarliðin klár.

Stjörnumenn gera fjórar breytingar á liði sínu. Alex Þór Hauksson og Jósef Kristinn Jósefsson eru í leikbanni, ásamt Rúnari Pál þjálfara, og eru þeir því ekki á skýrslu í dag. Auk þeirra koma þeir Elís Rafn Björnsson og Guðmundur Steinn Hafsteinsson út. Inn í þeirra stað koma þeir Þorri Geir Rúnarsson, Daníel Laxdal, Nimo Gribenco og Martin Rauschenberg.

FH-ingar gera tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Breiðablik í síðustu umferð. Fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson er í leikbanni og ásamt honum kemur Hjörtur Logi Valgarðsson útúr liðinu. Inn í þeirra stað koma þeir Morten Beck Guldsmed og Þórður Þorsteinn Þórðarson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og hefur komið fram þá eru bæði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, í leikbanni í kvöld. Þá munu Stjörnumenn einnig sakna Jósefs Kristins Jósefssonar og Alex Þórs Haukssonar í kvöld en þeir eru einnig báðir í leikbanni.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar fengu Breiðablik í heimsókn í síðustu umferð og var þar boðið uppá hörkuleik. FH-ingar komust í 2-0 snemma í leiknum með mörkum frá Steven Lennon og Atla Guðnasyni. Blikar minnkuðu muninn stuttu síðar og þannig stóðu leikar í hálfleik. Snemma í þeim síðari fékk fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson klaufalegt rautt spjald og eftir það tóku Blikar öll völd á vellinum. Kópavogsbúar settu þrjú mörk beint í grillið á FH-ingunum og lauk leiknum með 4-2 sigri Blika.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Stjörnumenn heimsóttu Íslandsmeistara Vals á Origo-völlinn í síðustu umferð og lauk þeim leik með 2-2 jafntefli. Mikið hefur verið rætt og ritað um þann leik en í stöðunni 2-1 fyrir Stjörnunni skoruðu þeir bláu þriðja markið sem að Helgi Mikael, dómari leiksins, virtist dæma gott og gilt. Það var ekki fyrr en að Valsarar voru reiðubúnir að taka miðjuna sem að Helgi var búinn að melta atvikið og ákvað að dæma markið af þar sem að Þorsteinn Már var mögulega fyrir innan. Stuttu síðar jöfnuðu Valsarar og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Rúnar Páll var vægast sagt ósáttur með þessa ákvörðun og fékk að lýta gula spjaldið fyrir mótmæli. Það þýðir að hann er kominn í leikbann og þarf því að horfa á leikinn úr stúkunni í kvöld.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið mættust í Kaplakrika fyrr í sumar þar sem að Stjarnan komst í 2-0 með tveimur mörkum frá Hilmari Árna Halldórssyni. Þá tók við tveggja mínútna kafli sem að Garðbæjingar vilja sennilega gleyma sem fyrst þar sem að FH jafnði. Guðmundur Steinn byrjaði á því að skora sjálfsmark og Steven Lennon bætti við mínútu síðar. Því skildu liðin jöfn í hörkuleik.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það er von á alvöru leik hér í dag enda bæði lið í bullandi Evrópubaráttu. Stjörnumenn sitja í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig en það eru jafn mörg stig og FH eru með í því fjórða. Vondu fréttirnar fyrir FH-inga er að þeir eru með -2 í markatölu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði hjartanlega sæl og blessuð lesendur góðir og veriði velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik Stjörnunnar og FH í 19.umferð Pepsi Max-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Cédric D'Ulivo
4. Pétur Viðarsson
7. Steven Lennon
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
11. Atli Guðnason ('57)
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
16. Guðmundur Kristjánsson
27. Brandur Olsen ('87)
29. Þórir Jóhann Helgason ('72)

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
8. Kristinn Steindórsson
9. Jónatan Ingi Jónsson ('57)
21. Guðmann Þórisson ('87)
22. Halldór Orri Björnsson ('72)
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Styrmir Örn Vilmundarson

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('11)
Brandur Olsen ('13)
Halldór Orri Björnsson ('83)

Rauð spjöld: