Eimskipsvöllurinn
föstudagur 06. september 2019  kl. 17:00
Inkasso deild kvenna
Aðstæður: Fínasta veður, smá vindur
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Áhorfendur: 432
Maður leiksins: Linda Líf Boama
Þróttur R. 2 - 0 FH
1-0 Linda Líf Boama ('4)
2-0 Lauren Wade ('9)
Byrjunarlið:
1. Friðrika Arnardóttir (m)
0. Linda Líf Boama
0. Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Andrea Rut Bjarnadóttir ('92)
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
11. Lauren Wade ('86)
14. Margrét Sveinsdóttir ('68)
15. Olivia Marie Bergau
17. Katrín Rut Kvaran ('66)
19. Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir

Varamenn:
31. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
6. Gabríela Jónsdóttir
16. Katla Ýr Sebastiansd. Peters ('92)
18. Alexandra Dögg Einarsdóttir ('86)
22. Rakel Sunna Hjartardóttir ('68)
99. Signý Rós Ólafsdóttir

Liðstjórn:
Þórey Kjartansdóttir
Nik Anthony Chamberlain (Þ)
Þórkatla María Halldórsdóttir
Egill Atlason

Gul spjöld:
Þórkatla María Halldórsdóttir ('78)

Rauð spjöld:
@ Helga Katrín Jónsdóttir
94. mín Leik lokið!
Þá er þessu lokið með 2:0 sigri heimakvenna. ÞRÓTTUR ER MEISTARI Í INKASSO-DEILDINNI!!!! TIL HAMINGJU STELPUR. Þið eigið þetta 100% skilið.
Eyða Breyta
92. mín Katla Ýr Sebastiansd. Peters (Þróttur R.) Andrea Rut Bjarnadóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
90. mín
Það er 4 mínútum bætt við sem þýðir að Þróttur er aðeins 4 mínútum frá sigri í Inkasso deildinni
Eyða Breyta
86. mín Alexandra Dögg Einarsdóttir (Þróttur R.) Lauren Wade (Þróttur R.)

Eyða Breyta
85. mín
Aftur er Lauren Wade á ferðinni en skotið er aftur rétt framhjá
Eyða Breyta
84. mín
Helena með flotta takta og tekur skorið en Friðrika ver í horn. FH taka hornið og fá færi upp úr því en Sigmundína nær til boltans og sparkar fram
Eyða Breyta
83. mín Nótt Jónsdóttir (FH) Margrét Sif Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
82. mín
Þá er komið að Þrótti en Lauren Wade fær sendingu í gegn og skýtur rétt yfir. Þarna munaði litlu
Eyða Breyta
82. mín
DAUÐAFÆRI hjá FH. Helena fær frábæra stungusendingu og tekur skotið en Friðrika ver frábærlega.
Eyða Breyta
79. mín
Þróttur fær hér horn. Það kemur ekkert úr því
Eyða Breyta
78. mín
Mig langar líka að hrósa Þrótturum fyrir mætingu á völlin. Ég hef bara aldrei séð svona marga á leik í Inkasso-kvenna. Algjörlega til fyrirmyndar
Eyða Breyta
78. mín Gult spjald: Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
77. mín Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) Rannveig Bjarnadóttir (FH)

Eyða Breyta
75. mín
Þróttarar að spila mjög vel þessa stundina og hafa átt fín færi
Eyða Breyta
74. mín
Andrea reynir hér skot vel fyrir utan teig en það er yfir markið
Eyða Breyta
71. mín
Ég vil minna alla Þróttara nær og fjær á það í kvöld verður annar leikur á Eimskipsvellinum þar í Inkasso-deild karla. Það er því mikil hátíð hjá Þrótturum sem fagna um helgina 70 ára afmæli. Það er því mikið fjör á vellinum og svo er dansleikur á morgun. Enn hægt að tryggja sér miða á tix.is og við hurð. Hvet alla til að mæta!
Eyða Breyta
68. mín Rakel Sunna Hjartardóttir (Þróttur R.) Margrét Sveinsdóttir (Þróttur R.)

Eyða Breyta
67. mín
Og nú reynir Helena skot og það fer líka yfir
Eyða Breyta
66. mín
Úlfa Dís reynir hér skot en það fer rétt yfir markið
Eyða Breyta
66. mín Þórkatla María Halldórsdóttir (Þróttur R.) Katrín Rut Kvaran (Þróttur R.)
Fyrsta breyting Þróttara
Eyða Breyta
64. mín Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH) Birta Georgsdóttir (FH)
Þriðja skipting gestanna
Eyða Breyta
63. mín
FH enn og aftur að sækja. Birta Georgsdóttir kemst ein í gegn en Jelena Tinna sýnir okkur frábæran varnarleik og kemur boltanum frá
Eyða Breyta
62. mín
FH-ingar að vakna. Helena aftur á ferðinni og nú með geggjað skot sem fer í slánna og yfir markið
Eyða Breyta
60. mín
DAUÐAFÆRI HJÁ FH. Helena fær frábæra sendingu og maður hélt að hún myndi skalla boltann beint í netið en Friðrika ver frábærlega
Eyða Breyta
59. mín Gult spjald: Eva Núra Abrahamsdóttir (FH)
Fyrir brot á Lindu
Eyða Breyta
57. mín
FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt fyrir utan teig hægra megin. Rannveig tekur. Það kemur ekkert úr þessu
Eyða Breyta
55. mín
Andrea með flotta sendingu á Lindu sem keyrir áfram en varnarmenn FH ná að komast fyrir
Eyða Breyta
52. mín
Sigmundína liggur hér eftir og fær aðhlynningu frá sjúkraþjálfaranum. Vonandi getur hún haldið leik áfram
Eyða Breyta
50. mín
Þróttur með sína fyrstu sókn í síðari hálfleik. Elísabet kemur með frábæra sendingu inn og Margrét skallar rétt framhjá!
Eyða Breyta
46. mín Eva Núra Abrahamsdóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)

Eyða Breyta
46. mín
Leikurinn hafinn á ný. Í þetta skiptið byrja gestirnir með boltann
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
2:0 er staðan í hálfleik. Mjög verðskuldað en Þróttarar hafa verið mikið betri. Eins og staðan er þá eru þær meistarar
Eyða Breyta
43. mín Andrea Marý Sigurjónsdóttir (FH) Ingibjörg Rún Óladóttir (FH)
Ingibjörg mjög tæp að fá sitt annað gula spjald. Skiljanlegt
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Guðni Eiríksson (FH)

Eyða Breyta
42. mín
Helena fær stungusendingu inn fyrir vörnina en skotið er rétt yfir markið
Eyða Breyta
34. mín Gult spjald: Maggý Lárentsínusdóttir (FH)
Fyrir brot á Margréti
Eyða Breyta
32. mín
FH fær hér aukaspyrnu rétt framan við miðlínu. Spyrnan er fín og boltinn hoppar einhvern veginn yfir allan pakkan og þar er Helena mætt en Friðrika kemur höndunum yfir knöttinn
Eyða Breyta
30. mín
Það skapast hætta veftir hornið, mér sýndist Helena hoppa upp í skallann en boltinn lekur framhjá og útaf vellinum
Eyða Breyta
30. mín
Nú er það Helena sem fær boltann vinstra megin á vellinum, sækir inn aðeins til hægri og tekur frábært skot en Friðrika gerir virkilega vel og ver í horn
Eyða Breyta
29. mín
Nú er komið að FH. Jelena Tinna fær boltann rétt fyrir utan teig heimakvenna og reynir skot en það er rétt yfir markið
Eyða Breyta
28. mín
VÁVÁVÁ Linda klobbar hérna Ingibjörgu við endalínuna og kemur með sendingu inn í teig, Margrét rétt missir af honum og boltinn berst svo á Katrínu sem skorar en hún er dæmd rangstæð
Eyða Breyta
27. mín
Þróttur tekur aukaspyrnuna og þá tekur við mikill darraðardans inn í teig gestanna. Lauren fær boltann fyrst og reynir skot, þá er komið að Lindu sem snýr en missir botlann frá sér og loks á Andrea skot framhjá
Eyða Breyta
26. mín Gult spjald: Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Fyrir peysutog
Eyða Breyta
24. mín
Linda reynir hér skot en það er yfir markið. Sú er búin að vera spræk í dag
Eyða Breyta
23. mín
Margrét Sif liggur hérna eftir og Atli stoppar leikinn. Hún þarf að fá aðhlynningu, við vonum að sjálfsögðu að hún geti haldið leik áfram
Eyða Breyta
20. mín
Andrea Rut fær boltann á vinstri kantinum, keyrir upp að teig og reynir skot en Aníta ver boltann
Eyða Breyta
18. mín
Linda enn og aftur í boltanum og reynir nú skot rétt fyrir utan teig hægra megin en Aníta grípur
Eyða Breyta
15. mín
Linda vinnur boltann enn og aftur og sendir inn á Margréti sem nær ekki að sækja hratt á markið og varnarmaður FH sparkar boltanum fram
Eyða Breyta
14. mín
Þróttarar aftur í sókn. Margrét fær boltann hægra megin og kemur með frábæra sendingu inn fyrir vörnina á Lauren sem er ein fyrir framan markið en á ótrúlegan hátt skýtur hún boltanum framhjá markinu. Þarna munaði litlu
Eyða Breyta
13. mín
Frábærlega gert hjá Lindu, stelur boltanum á miðjusvæðinu og kemur með frábæra sendingu á LAuren sem er aðeins of sein í boltann
Eyða Breyta
12. mín
Gestirnir aðeins að vakna hérna, eiga eina fína sókn og fá svo fyrstu hornspyrnu leiksins
Eyða Breyta
9. mínEyða Breyta
9. mín MARK! Lauren Wade (Þróttur R.), Stoðsending: Linda Líf Boama
HVAÐ ER Í GANGI HÉRNA.
Friðrika tekur markspyrnu, Margrét tekur boltann niður og sendir á Lindu Líf sem rennir boltanum inn fyrir vörn gestanna á Lauren sem klárar örugglega framhjá Anítu í markinu
Eyða Breyta
8. mín
Heyrðu jú, hér fær Lauren boltann rétt fyrir utan teig og reynir skot. Það er ekkert sérstakt og grípur Aníta það örugglega
Eyða Breyta
8. mín
Það er nákvæmlega ekkert annað búið að gerast í þessum leik nema þetta mark
Eyða Breyta
4. mínEyða Breyta
4. mín MARK! Linda Líf Boama (Þróttur R.), Stoðsending: Lauren Wade
JAHÁ ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA. ÞRÓTTUR KOMIÐ Í 1:0.
Lauren vinnur boltann á miðsvæðinu, snýr sér við og keyrir fram og rennir honum á Lindu sem skýtur snyrtilega yfir Anítu í markinu
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Ég vonast að sjálfsögðu eftir því að fá skemmtilegan leik hér í dag.

Þróttur leikur í sínum rauðu og hvítu búningum en FH í bláum varabúningum
Eyða Breyta
Fyrir leikEyða Breyta
Fyrir leik
Núna eru liðin að ganga út á völlinn eftir að hafa stoppað stutt við í búningsklefum til að stilla saman strengi sína.
Áður en leikurinn hefst verður mínútu þögn á vellinum til að heiðra minningu Atla Eðvaldssonar sem lést í vikunni eftir harða baráttu við krabbamein.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Liðin eru nú að hita upp - 20 mín. í leik
Eyða Breyta
Fyrir leik
Eins og þið sjáið þá eru byrjunarliðin dottin inn!

Guðni gerir eina breytingu hjá FH frá síðasta leik. Úlfa Dís kemur inn og Eva Núra sest á bekkinn.

Nik Anthony gerir tvær breytingar hjá Þrótti frá síðasta leik. Jelena Tinna og Margrét koma inn í byrjunarliðið í stað Hildar og Rakelar

Eyða Breyta
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna fór fram 5. júlí síðastliðinn og þar sigraði FH 2:1. Margrét Sif Magnúsdóttir kom FH-ingum yfir á 11 mínútu og Nótt Jónsdóttir tvöfaldaði svo forystu þeirra eftir klukkutíma leik. Olivia Marie Bergau skoraði að lokum sárabótamark fyrir Þrótt á 96 mínútu.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH situr í 2. sæti deildarinnar með 35 stig, 7 stigum á undan Tindastóli sem er í þriðja sætinu. Það er því ljóst að sigri FH hér í dag tryggja þær sér sæti í efstu deild! Þær hefðu líka getað tryggt sæti sitt í efstu deild í síðasta leik, grannaslag gegn Haukum, en þar töpuðu þær sannfærandi 3:5 (eftir að hafa lent 0:5 undir)
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þróttur situr í efsta sæti deildarinnar með 39 stig og eru nú þegar búnar að tryggja sér sæti í efstu deild næsta sumar. Þær hafa unnið 13 leiki og tapað tveimur leikjum í sumar. Þá hafa þær skorað langflest mörkin í deildinni (62) og fengið á sig fæst (10). Það er því óhætt að segja að þetta hefur verið yfirburðalið í sumar og verður gaman að fylgjast með þeim í Pepsi-Max deildinni næsta sumar
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu úr toppslagnum í Inkasso-deild kvenna. Á slaginu 17:00 eigast við Þróttur og FH og fer leikurinn fram á Eimskipsvellinum
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir ('83)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir ('43)
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('46)
9. Rannveig Bjarnadóttir ('77)
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
28. Birta Georgsdóttir ('64)

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
8. Nótt Jónsdóttir ('83)
13. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir
15. Birta Stefánsdóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir ('46)
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('64)
23. Andrea Marý Sigurjónsdóttir ('43)

Liðstjórn:
Hlynur Svan Eiríksson
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:
Erna Guðrún Magnúsdóttir ('26)
Maggý Lárentsínusdóttir ('34)
Guðni Eiríksson ('42)
Eva Núra Abrahamsdóttir ('59)

Rauð spjöld: