Ísland U21
3
0
Lúxemborg U21
Sveinn Aron Guðjohnsen '48 , víti 1-0
Jón Dagur Þorsteinsson '58 2-0
Willum Þór Willumsson '64 3-0
06.09.2019  -  17:00
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Toppaðstæður á heimavelli hamingjunnar
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs (Lettland)
Áhorfendur: 412
Maður leiksins: Willum Þór Willumsson
Byrjunarlið:
13. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
5. Ísak Óli Ólafsson
7. Jónatan Ingi Jónsson ('46)
8. Daníel Hafsteinsson ('76)
9. Stefán Teitur Þórðarson ('65)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('73)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('65)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Birgir Finnsson
23. Ari Leifsson (f)

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
4. Torfi Tímoteus Gunnarsson
6. Alex Þór Hauksson ('76)
8. Kolbeinn Þórðarson ('73)
9. Brynjólfur Willumsson (f) ('65)
10. Mikael Anderson ('46)
16. Hörður Ingi Gunnarsson
19. Guðmundur Andri Tryggvason ('65)
21. Þórir Jóhann Helgason

Liðsstjórn:
Arnar Þór Viðarsson (Þ)
Eiður Smári Guðjohnsen (Þ)

Gul spjöld:
Sveinn Aron Guðjohnsen ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur Íslands gegn lélegum andstæðingum. Næsti leikur liðsins er gegn Armenum á mánudag, á sama stað.
92. mín
Inn:Kenan Avdusinovic (Lúxemborg U21) Út:Yannick Schaus (Lúxemborg U21)
87. mín
Íslenska liðið að ná flottum samleiksköflum.
84. mín
SKOT Í SLÁ OG SVO STÖNG!!!

Guðmundur Andri með fyrra skotið og svo var það Kolbeinn Þórðarson! Þarna átti fjórða markið að koma.
81. mín
Inn:Kevin D'Anzico (Lúxemborg U21) Út:Luca Duriatti (Lúxemborg U21)
80. mín
Lúxemborg með skot!!! En í varnarmann.
78. mín
Þess má geta að Lúxemborg hefur ekki enn átt marktilraun...
76. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (Ísland U21) Út:Daníel Hafsteinsson (Ísland U21)
73. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Ísland U21) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Willum tekur við fyrirliðabandinu.
70. mín
Ísland komið með öll spil á hendi og Lúxarar vita það vel að þeir fara tómhentir af landinu, það er augljóst. Bara spurning hversu mörg mörkin verða.
66. mín
Inn:Loris Tinelli (Lúxemborg U21) Út:Dylan Kuete (Lúxemborg U21)
65. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (Ísland U21) Út:Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Guðmundur Andri þekkir þennan völl vel.
65. mín
Inn:Brynjólfur Willumsson (f) (Ísland U21) Út:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland U21)
64. mín MARK!
Willum Þór Willumsson (Ísland U21)
Stoðsending: Kolbeinn Birgir Finnsson
FLÓÐGÁTTIRNAR!

Kolbeinn með sendingu frá vinstri og Willum setur boltann snyrtilega í markið.
63. mín
Áhorfendavaktin: 412.
61. mín
Inn:Belmin Muratovic (Lúxemborg U21) Út:Alessio Curci (Lúxemborg U21)
58. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland U21)
Stoðsending: Willum Þór Willumsson
GEGGJAÐ MARK!

Fékk boltann úti vinstra megin, lék inn og skaut fyrir utan teig. Hitti boltann frábærlega, hann endaði upp við samskeytin hægra megin.
55. mín
Mikael með skot í varnarmann eftir gott samspil við Alfons.
54. mín
Mikael hefur komið verulega líflegur inn. Kemur með nýtt stuð í þennan leik.
53. mín
Nú þurfa Lúxarar að reyna að gera eitthvað meira sóknarlega, það gæti opnað þetta enn frekar fyrir íslenska liðið.
48. mín Mark úr víti!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Þéttingsfast í hornið! Markvörðurinn fór í rétt horn en á ekki möguleika.

Lúxus byrjun á seinni hálfleik.
47. mín Gult spjald: Joao Machado (Lúxemborg U21)
ÍSLAND FÆR VÍTASPYRNU!!! Markvörður Lúxemborg brýtur á Mikael! Jón Dagur með baneitraða sendingu í aðdragandanum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
46. mín
Inn:Mikael Anderson (Ísland U21) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Ísland U21)
Jónatan fann sig ekki í dag.
45. mín
Hálfleikur
Miðað við byrjun leiksins hélt ég að staðan yrði svona 3-0 í hálfleik... en okkar strákar hafa ekki náð að finna leiðina í markið og spilamennskan dalaði eftir því sem á fyrri hálfleikinn leið.
45. mín
Stefán Teitur með skot en hittir boltann herfilega.
44. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Ísland U21)
Fór groddaralega í Prudhomme.
39. mín
Willum í fínu færi en skallar yfir. Fáum við ekki mark fyrir hálfleik??? Annað væri vonbrigði.
38. mín
Leikurinn var stopp í smá tíma því Machado markvörður gestana þurfti aðhlynningu. Hann heldur leik áfram.
36. mín
Kolbeinn með sendingu á Jónatan Inga sem kemst í dauðafæri en Machado ver!!! Svo á Sveinn Aron skot en í varnarmann.

Þetta var besta tækifæri Íslands síðan skallað var í slá.
35. mín
Brotið á Jóni Degi á vinstri kantinum, Ísland fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Jón Dagur tekur spyrnuna sjálfur. Reynir skot en boltinn flýgur framhjá fjærstönginni.
32. mín
Lettneski aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu úr innkasti, menn ekki alveg með reglurnar á hreinu. Það er ekki hægt að setja neinar kröfur.
31. mín
Misskilningur milli Ara og Patriks! Ari með dapra sendingu til baka og Lúxemborgari setur pressuna. Patrik sparkar í hann en boltinn flýgur í markspyrnu.
29. mín
Sveinn Aron með skottilraun, veeel framhjá.
27. mín
Sóknarþungi Íslands hefur minnkað en yfirburðirnir þó enn miklir.
25. mín
Ísland fær sína sjöundu hornspyrnu í leiknum. Jón Dagur spyrnir fyrir en gestirnir ná að koma knettinum frá.
22. mín
Sveinn Aron skýtur í varnarvegginn úr aukaspyrnu.
18. mín
Naujjj óvænt! Lúxemborg fór í sókn! Fyrirgjöf frá hægri. Ari Leifsson bjargar í hornspyrnu. Hornspyrnan svo vandræðalega léleg, reyna að spila stutt en sparka boltanum í innkast.
15. mín
Ísland er að fá nóg af hornspyrnum!
10. mín
Þá er Willum með skot en beint á Machado í markinu.
9. mín
Ísland sækir og sækir og sækir! Ari Leifsson með SKALLA Í SLÁ eftir hornspyrnu. Það liggur svo sannarlega íslenskt mark í loftinu!
7. mín
Bíddu nú við! Machado markvörður gestaliðsins ekki sannfærandi þarna! Sveinn Aron með skot sem átti að vera auðvelt fyrir Machado en hann nálægt því að missa boltann inn!
5. mín
Önnur hættuleg hornspyrna og Willum var í dauðafæri við stöngina en er svo flaggaður rangstæður.
3. mín
Ísland fær aukaspyrnu... vinnur horn úr henni.

Jón Dagur með stórhættulega hornspyrnu og boltinn berst á Willum se mer í hörkufæri! Markvörður Lúxemborg ver með naumindum! Skalli frá Willum. Fyrsta marktilraun leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Anufrijevs frá Lettlandi hefur flautað til leiks! Ísland sækir í átt að félagsheimili Víkinga í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völlinn og verið er að spila þjóðsöng Lúxemborg. Fínasta tónverk. Mega vera stoltir af söngnum sínum.
Fyrir leik
Það bætist við í stúkuna. Siggi Raggi og Gunni Einars eru mættir og eru í fantagír. Ólafur Páll Snorrason, Arnór Guðjohnsen, Þorsteinn Gunnarsson og fleiri að koma sér fyrir.
Fyrir leik
Selebb vaktin! Ein rosaleg röð að myndast í stúkunni. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, fékk sér sæti við hlið Loga Ólafssonar. Svo bættust við Óli Kristjáns og Þorvaldur Örlygsson. Ekki eðlilega dýrt prógramm!
Fyrir leik
Fremstu menn...
Jón Dagur Þorsteinsson, leikmaður AGF, er fyrirliði en hann á þrjá A-landsleiki að baki. Það kæmi mér persónulega ekki á óvart ef hann yrði kallaður upp í A-landsliðið fyrir Albaníuleikinn.

Á hinum vængnum er Jónatan Ingi Jónsson, leikmaður FH.

Fremstur er svo Sveinn Aron Guðjohnsen, sonur aðstoðarþjálfarans Eiðs Smára. Sveinn hefur aðeins skorað eitt mark í 19 leikjum á Ítalíu en finnur vonandi markaskóna í kvöld.
Fyrir leik
Á miðjunni...
Daníel Hafsteinsson, sem gekk í raðir Helsingborgar í Svíþjóð frá KA í sumar, er aðeins fyrir aftan Willum Þór Willumsson og Stefán Teit Þórðarson.

Bróðir Willums, Brynjólfur Darri, byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Í varnarlínu Íslands...
Er áhugavert að Kolbeinn Birgir Finnsson sé vinstri bakvörður. Við sáum hann leika nokkra leiki sem vængbakvörður með Fylki í sumar en hann er þekktari fyrir að leika framar á vellinum.

Ari Leifsson og Ísak Óli Ólafsson eru í hjarta varnarinnar. Ísak gekk í sumar í raðir SönderjyskE frá Keflavík. Í hægri bakverði er svo Alfons Sampsted sem er sá leikmaður í hópnum sem á flesta U21-landsleiki.
Fyrir leik
Í marki Íslands...
Patrik Sigurður Gunnarsson var formlega tekinn upp í aðalliðshóp enska Championship-félagsins Brentford nýlega.

"Patrik er einn af ungu strákunum sem ég er hrifinn af. Hann á góða framtíð fyrir sér og gæti orðið aðalliðsmarkvörður Brentford í framtíðinni ef hann heldur rétt á spöðunum. Hugarfar hans er gott og hann æfir vel. Aðalliðshópurinn hefur miklar mætur á Patrik," sagði Thomas Frank, stjóri Brentford.
Fyrir leik
Fyrir leik
Reglum hefur verið breytt í undankeppni EM hjá U21 landsliðum en nú eru fimm skiptingar leyfilegar hjá hvoru liði í leikjum.

Til að forðast of mörg stopp á leikjum þá má hvort liðið einungis stöðva leikinn þrisvar í síðari hálfleik til að skipta. Taka þarf tvöfaldar skiptingar til að ná að nýta allar fimm skiptingarnar.

Önnur breyting hjá U21 liðum er sú að nú mega 20 leikmenn vera í leikmannahóp en ekki 18 eins og áður.
Fyrir leik
Fyrir leik
Willum Þór Willumsson, leikmaður U21:
"Við erum mjög vel stemmdir og ég held að þetta verði gaman. Mér lýst mjög vel á Adda og Eið, þeir koma vel inn í þetta og við erum með mjög góðan og spennandi hóp. Ég held að þetta muni ganga vel. Við höfum farið yfir þessa fyrstu tvo leiki og við ætlum bara að vinna þá. Við eigum að vera með sterkara lið."
Fyrir leik
Stefnt á sex stig úr glugganum
Lúxemborg og Armenía eru fyrirfram veikustu lið riðilsins og mikilvægt fyrir okkar stráka að taka sex stig úr þessum glugga, byrja á því að vinna sigur hér í dag.

Víkingsvöllur hefur verið gerður að heimavelli U21 landsliðsins.

"Þetta verður okkar heimavöllur, allavega út 2019. Svo verður það endurskoðað eftir þessa þrjá heimaleiki sem við eigum á árinu. Þegar ég og Eiður Smári tókum við þessu þá vildum við fá meiri heimavallartilfinningu og að strákarnir viti hvert þeir eru að koma," segir Arnar Þór Viðarsson þjálfari U21 landsliðsins.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag!

Það er dínamísk landsliðshelgi í gangi og hér í Fossvoginum eru Ísland og Lúxemborg að fara að eigast við í undankeppni EM U21.

Þetta er fyrsti leikur Íslands í keppninni en einn leikur er búinn í riðlinum. Írland vann Lúxemborg 3-0.

Auk þessara liða eru Ítalía og Svíþjóð í riðlinum, einnig Armenía en strákarnir okkar mæta Armenum á mánudaginn.
Byrjunarlið:
12. Joao Machado (m)
2. Eric Brandenburger
3. Tun Held
4. Pit Simon
6. Yannis Dublin
7. Yannick Schaus ('92)
8. Luca Duriatti ('81)
10. Lucas Prudhomme
13. Dylan Kuete ('66)
16. Seid Korac
18. Alessio Curci ('61)

Varamenn:
1. Tom Ottele (m)
5. Kevin D'Anzico ('81)
11. Loris Tinelli ('66)
14. Belmin Muratovic ('61)
15. Kenan Avdusinovic ('92)
17. Edin Osmanovic
19. Tiago Semedo Monteiro
20. Leon Schmit

Liðsstjórn:
Manuel Cardoni (Þ)

Gul spjöld:
Joao Machado ('47)

Rauð spjöld: