Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
LL 2
1
Breiðablik
Stjarnan
4
1
Keflavík
0-1 Maired Clare Fulton '30
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir '54 1-1
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '69 2-1
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '81 3-1
Jasmín Erla Ingadóttir '91 , víti 4-1
08.09.2019  -  14:00
Samsung völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Hægur vindur, þurrt að kalla og 11 stiga hiti. Teppið slétt og fínt að vanda.
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Áhorfendur: 100
Maður leiksins: Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Viktoría Valdís Guðrúnardóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir
7. Aníta Ýr Þorvaldsdóttir ('88)
7. Shameeka Fishley
9. Sigrún Ella Einarsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Jasmín Erla Ingadóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir ('88)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('18)

Varamenn:
1. Berglind Hrund Jónasdóttir
3. Sonja Lind Sigsteinsdóttir
5. Hanna Sól Einarsdóttir
6. Camille Elizabeth Bassett ('18)
11. Diljá Ýr Zomers ('88)
19. Birna Jóhannsdóttir ('88)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Róbert Þór Henn
Kjartan Sturluson
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Gréta Guðnadóttir
Guðný Guðnadóttir
Sigurður Már Ólafsson
Þórdís Ólafsdóttir

Gul spjöld:
Sóley Guðmundsdóttir ('55)
Shameeka Fishley ('86)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Stjarnan er örugg með sæti í Pepsi Max 2020 en Keflavík stefnir því miður hraðbyri í Inkasso deildina að ári.
92. mín
+3 í uppbót svo það komi fram.
91. mín Mark úr víti!
Jasmín Erla Ingadóttir (Stjarnan)
Setur boltann öruggt í markið. Aytac farin í hornið og Jasmín gerir sitt.
90. mín
Ásmundur er að dæma víti.

Sá engan vegin hvað gerðist.
88. mín
Inn:Diljá Ýr Zomers (Stjarnan) Út:Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Hildigunnur átt góðan dag fyrir framan markið.
88. mín
Inn:Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan) Út:Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
86. mín Gult spjald: Shameeka Fishley (Stjarnan)
85. mín
Maried Clare með skot en beint á Birtu.
84. mín
Shameeka með skot en framjá fer boltinn.
83. mín Gult spjald: Maired Clare Fulton (Keflavík)
Svokallað pirringsbrot.
81. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Maaaark!!!!!!

Game Over.

Hildigunnur ber boltann upp og leggur hann í hlaupaleið Shameeku sem er í dauðafæri á markteig. Aytac ver frábærlega en beint fyrir fætur Hildigunnar sem klárar auðveldlega í tómt markið.
79. mín
Anna María í kapphlaupi við Sveindísi og gerir vel í að tækla boltann í Sveindísi og afturfyrir.
79. mín
Gríðarlegt stress í gestunum þessa stundina.
78. mín
Hildigunnur í fínu færi en setur boltann framhjá.
77. mín
Sveindís með skot sem ratar á markið en Birta vel staðsett og ver.
75. mín
Staðan orðin gjörbreytt frá því í hálfleik. Stjarnan endanlega að losa sig við falldrauginn eins og staðan er og skilja Keflavíkurstúlkur eftir í virkilega vondum málum.
73. mín
Jasmín Erla með skot himinhátt yfir.
69. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (Stjarnan)
Maaaark!!!!

Fær boltann hægra meginn á vellinum. Leikur að teignum og á snyrtilegt skot sem Aytac ræður ekki við.

Stjarnan að refsa Keflavík grimmilega fyrir færanýtinguna.
66. mín
Amelía í færi vinstra meginn í teignum eftir undirbúning Sveindísar en sem fyrr er skotið framhjá.

Færanýting Keflavíkur gæti reynst þeim dýr í dag.
62. mín
Natasha Anasi með skallann á fjærstönginni en framhjá fer boltinn.

Stúkan hélt að hann væri inni.
61. mín
Keflavík fær horn.
60. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík)
Hin 15 ára Amelía kemur inn á fyrir Marín
58. mín
Shameeka í dauðafæri í teignum eftir frábæran sprett Anítu en beint á Aytac fer skotið. Strax í kjölfarið Hildigunnur sloppin í gegn en skýtur beint á Aytac líka. Illa farið með góð færi.
55. mín Gult spjald: Sóley Guðmundsdóttir (Stjarnan)
Rígheldur í Sveindísi og sleppir henni varla þegar Ásmundur flautar.

Stjarnan finnur blóðlykt og kominn talsvert meiri barátta í þær.
54. mín MARK!
Aníta Ýr Þorvaldsdóttir (Stjarnan)
Maaaark!!!!!!!

Keflavík kemur boltanum ekki frá berst hann á Anítu Ýr sem er á 20 metrum aðeins til vinstri. Hún er ekkert að tvínóna við þetta og snýr boltann frábærlega í fjærhornið. Aytac hreyfði sig varla.
51. mín
Kristrún Ýr rís kvenna hæst í teignum og á hörkuskalla en því miður fyrir hana framhjá markinu.
51. mín
Keflavík fær horn.
49. mín
Sophie með skalla eftir langt innkast Sveindísar en framhjá fer boltinn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Stjarnan hefur leik.
45. mín
Hálfleikur
Ekki úr vegi að nýta hálfleikinn í að velta fyrir sér stöðunni á botninum.

Staðan í leikjunum

Valur - ÍBV 3 - 0

Stjarnan - Keflavík 0 - 1

Verði úrslit leikjanna svona fer Keflavík í 13 stig og uppfyrir ÍBV sem er með 12 stig og sendir eyjakonur í fallsæti. ÍBV á þó leik til góða gegn HK/Víking í Vestmannaeyjum á miðvikudag.

Stjarnan er svo næsta lið fyrir ofan með 16 stig.

Staða botnliðanna núna
7. Stjarnan 16 stig markatala -17
8. Kefllavík 13 stig markatala - 9
9. ÍBV 12 stig markatala - 16

Leikir liðanna sem eftir eru.

Keflavík: HK/Víkingur (H) Valur (Ú)

ÍBV: HK/Víkingur (H) Fylkir (H) Selfoss (Ú)

Stjarnan: Þór/KA (Ú) KR (H)


45. mín
Hálfleikur
+2 Flautað til hálfleiks hér á Samsung. Keflavík leiðir og ætti að ósekju að vera búið að setja fleiri mörk.
45. mín
+2 hér í fyrri hálfleik. Tilkomnar vegna meiðsla Jönu Sól hér í upphafi.
44. mín
Basset með skot eftir ágætan sprett en beint á Aytac
43. mín
Natasha nú með skot úr D-boganum eftir slakan skalla frá en rétt framhjá.
41. mín
Hildigunnur böðlast inn í teiginn með boltann og er að komast í góða stöðu þegar varnarmenn komast fyrir, Stjarnan svo dæmd brotleg.
40. mín
Sveindís í dauðafæri á vítapunkti eftir slaka hreinsun Stjörnunar. Birta úr leik í markinu en Sveindís setur boltann yfir.
36. mín
Natasha í færi!!!!

Skallar boltann rétt framhjá af markteig eftir góðan undirbúning Sveindísar.
35. mín
Shameeka með skot fyrir Stjörnuna. Af talsverðu færi og boltinn var heila eilífð á leiðinni í hendur Aytac.
30. mín MARK!
Maired Clare Fulton (Keflavík)
Maaaark!!!!

Maried Clare er að skora fyrir Keflavík.
Sveindís Jane með langt innkast sem Birta er í alskonar vandræðum með og er næstum búin að slá boltann í eigið net. Stjarnan nær þó að skalla frá en ekki lengra en að vítateigslínu þar sem Maried Clare bíður eins og gammur, tekur eina á og leggur hann snyrtilega í hornið.
30. mín
Keflavik að bæta í pressuna á ný.
29. mín
Sveindís of lengi að setja boltann innfyrir á Natöshu sem er í góðu hlaupi.

Flaggið á loft.
27. mín
Stjarnan fær horn.
26. mín
Kristrún Ýr með geggjaða tæklingu í teignum þegar Hildigunnur er að sleppa að marki.

Kemur á fleygiferð og rennir sér í boltann og bægir hættunni frá.
25. mín
Maried Claire með skot af löngu færi en vel framhjá.

Stjarnan að vinna sig betur inn í leikinn.
22. mín
Aytac í veseni eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Þarf að kýla boltann frá í hættulítilli stöðu. Virkar ekki sannfærarndi þarna.
18. mín
Inn:Camille Elizabeth Bassett (Stjarnan) Út:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan)
Jana Sól getur ekki haldið áfram.
17. mín
Sveindís leikur sér að varnarlínu Stjörnunar sem þó á endanum ná að tækla boltann í horn.

Hreinsað.
15. mín
Keflavík heldur áfram að setja pressu á Stjörnuna en er ekki að ná að skapa sér opin færi.

Leikurinn stopp í augnablikinu, Jana Sól liggur og hefur eitthvað snúið sig að mér sýnist. Virðist hreinlega hafa lokið leik er hún haltrar hér út af.
12. mín
Shameeka skallar langt innkast Sveindísar í horn.
11. mín
Natasha með skot af löngu færi en framhjá.
10. mín
Natasha sem hóf leik sem fremsti maður hefur fært sig niður á miðjunna. Verið einhver taktísk pæling hjá Gunnari að reyna setja mark snemma.
8. mín
Keflavík sér alfarið um að sækja hér í upphafi. Marín með skalla sem Birta á ekki í vandræðum með. Keflavík vinnur boltann strax. Sveindís vinstra meginn leikur inn í teiginn og á skot úr þröngri stöðu sem Birta handsamar.
7. mín
Lúmskur bolti frá Sveindísi sem svífur rétt yfir markið af varnarmanni. Ásmundur gefur þó merki um markspyrnu.
5. mín
Sveindís með ágætis sprett upp vinstra megin. Setur boltann með jörðinni út í teiginn þar sem Natsha á skot en varnarmenn Stjörnunar komast fyrir skotið.
4. mín
Dröfn með fyrirgjöf frá hægri vængnum en beint í fang Birtu.
1. mín
Fyrsta færið er komið. Natasha Anasi sem leikur sem fremsti maður Keflavíkur í dag fær boltann ó markteignum eftir hápressu Keflavíkur en hittir boltann illa.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Gestirnir hefja leik hér í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar og þetta fer að bresta á. Vonumst að sjálfsögðu eftir skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Kristján og Gunnar þjálfarar liðanna eiga í hrókasamræðum hér á miðjum vellinum. Miklir mátar að því er virðist og eru líklega að ræða fóbolta. Geri allavega ráð fyrir því frekar en pólitík.
Fyrir leik
Gleðiefni fyrir gestinna að Nathasha Anasi er mætt aftur í byrjunarliðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn KR. Hún er klárlega lykilmaður í þessu Keflavíkurliði og hreinlega ein af betri leikmönnum í deildinni.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar var eign Keflavíkur frá A til Ö.
Keflavík yfirspilaði þar Stjörnuna og hafði 5-0 sigur á Nettóvellinum. Sophie Mc Mahon Groff (2), Sveindís Jane Jónsdóttir, Natasha Moraa Anasi og Dröfn Einarsdóttir skoruðu þar mörk Keflavíkur.
Fyrir leik
Stjörnustúlkur hafa verið sveiflukenndar í sumar. Eftir ágætis byrjun fataðist liðinu flugið og hafa þær tapað nokkrum leikjum stórt í sumar. Þær hafa þó sótt góða sigra inn á milli og tryggja sig endanlega í Pepsi Max að ári sigri þær í dag en þær sitja í 7.sæti deildarinnar með 16 stig.
Fyrir leik
Gestirnir úr Keflavík þurfa sárlega á sigri að halda hér í dag. Þær sitja fyrir leikinn í 9.sæti deildarinnar með 10 stig 2 stigum á eftir ÍBV sem á leik gegn Val á Hásteinsvelli í dag kl.14. Keflavík getur því lyft sér upp úr fallsæti með sigri vinni ÍBV ekki sinn leik.

Eyjakonur eiga þó leik til góða gegn HK/Víkingi en hann fer fram næstkomandi miðvikudag.
Fyrir leik
Góðan dag kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu Fótbolta.net frá leik Stjörnunar og Keflavíkur í Pepsi Max deild kvenna.
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir ('60)

Varamenn:
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
6. Eydís Ösp Haraldsdóttir
7. Kara Petra Aradóttir
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
21. Ester Grétarsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Haukur Benediktsson
Amelía Rún Fjeldsted
Benedikta S Benediktsdóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Herdís Birta Sölvadóttir
Hilmar Þór Hilmarsson

Gul spjöld:
Maired Clare Fulton ('83)

Rauð spjöld: