Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Albanía
4
2
Ísland
Kastriot Dermaku '32 1-0
1-1 Gylfi Þór Sigurðsson '47
Elseid Hysaj '52 2-1
2-2 Kolbeinn Sigþórsson '58
Odise Roshi '77 3-2
Sokol Çikalleshi '83 4-2
10.09.2019  -  18:45
Elbasan Arena
A-landslið karla - EM 2020
Aðstæður: Hitinn í 25 stigum. Langt frá því að vera eitthvað íslenskt veður
Dómari: Ivan Kruzliak (Slóvakía)
Byrjunarlið:
23. Thomas Strakosha (m)
3. Ermir Lenjani ('62)
4. Elseid Hysaj ('72)
6. Berat Xhimshiti ('66)
7. Keidi Bare
9. Ledian Memushaj
10. Rey Manaj
13. Klaus Gjasula
16. Sokol Çikalleshi
17. Kastriot Dermaku
18. Ardian Ismajli

Varamenn:
1. Gentian Selmani (m)
12. Alban Hoxha (m)
2. Ylber Ramadani
5. Fréderic Veseli ('66)
8. Kristi Qose
11. Myrto Uzuni
14. Taulant Xhaka
15. Mergim Mavraj
15. Marash Kumbulla
19. Bekim Balaj
21. Odise Roshi ('62)
22. Amir Abrashi ('72)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sokol Çikalleshi ('55)
Thomas Strakosha ('81)
Edoardo Reja ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið í Elbasan. 4-2 svekkjandi tap gegn Albaníu. Íslenska liðið kom til baka tvisvar en það dugði ekki.

Skýrsla og viðtöl eru á leiðinni!
Brynjar Ingi Erluson
92. mín
GYLFIIIII!! Dansar með boltann fyrir utan teiginn, reynir skotið en boltinn fer rétt framhjá markinu. Hefði verið notalegt að fá mark þarna.
Brynjar Ingi Erluson
90. mín
Kominn pirringur í menn. Rúnar Már með tæklingu af gamla skólanum.
Brynjar Ingi Erluson
90. mín
Sex mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
Brynjar Ingi Erluson
88. mín
Gylfi reynir skot fyrir utan teig en þessi bolti fer hátt yfir markið. Maður sér svekkelsið í augunum á leikmönnum.
Brynjar Ingi Erluson
87. mín
Þessi leikur er að fjara út. Kári Árna virkar eitthvað tæpur og þarf aðhlynningu.
Brynjar Ingi Erluson
85. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (Ísland) Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
84. mín Gult spjald: Edoardo Reja (Albanía)
Þjálfari Albaníu fær gult spjald fyrir tuð.
Brynjar Ingi Erluson
84. mín
Tyrkland er að vinna Moldóva 3-0 á meðan Frakkar eru að leggja Andorra að velli, 2-0.
Brynjar Ingi Erluson
83. mín MARK!
Sokol Çikalleshi (Albanía)
Stoðsending: Ledian Memushaj
Cikalleshi skorar fjórða marki og útlitið rosalega svart. Albanska liðið keyrði fram. Roshi kom boltanum vinstra megin á Memeushaj sem gaf fyrir. Þar var Cikalleshi, sem leggur boltann fyrir sig og skorar örugglega. Úff.
Brynjar Ingi Erluson
81. mín Gult spjald: Thomas Strakosha (Albanía)
Fær spjald fyrir að tefja.
Brynjar Ingi Erluson
80. mín
Íslenska liðið þarf að svara þessu. Liðið hefur gert það hingað til og nægur tími. Fáum við einhverjar sprengjur í lokin?
Brynjar Ingi Erluson
77. mín MARK!
Odise Roshi (Albanía)
ODISE ROSHI að skora fyrsta mark sitt í undankeppninni. Kom löng sending út vinstra megin á Roshi sem leitaði hægra megin í teiginn, fór framhjá Hirti, þrumaði á markið, boltann hrökk af Kára og fór í netið. Skelfilegt!!
Brynjar Ingi Erluson
76. mín
Heimamenn að sækjast eftir því að fá vítaspyrnu eftir þessa hornspyrnu. Kári kemur boltanum frá og gat ekki betur séð en að þetta hafi verið löglegt þegar hann hreinsaði frá. Cikalleshi sem féll í teignum.
Brynjar Ingi Erluson
76. mín
Albanir fá aðra hornspyrnu. Vörn Ísland afar þétt og fjölmenn.
Brynjar Ingi Erluson
74. mín
Memushaj skýtur í varnarvegginn og Albanir fá hornspyrnu.
Brynjar Ingi Erluson
73. mín
Ari Freyr brýtur af sér rétt fyrir utan teig. Albanir fá aukaspyrnu á STÓRhættulegum stað.
Brynjar Ingi Erluson
72. mín
Inn:Amir Abrashi (Albanía) Út:Elseid Hysaj (Albanía)
Fyrirliðinn fer af velli og Amir Abrashi kemur inn.
Brynjar Ingi Erluson
71. mín
Inn:Hörður Björgvin Magnússon (Ísland) Út:Birkir Bjarnason (Ísland)
Birkir fer af velli og Hörður Björgvin Magnússon kemur inn í staðinn fyrir hann. Áhugavert útspil. Hörður ræðir við Ara og spurning hvort þeir fara að dæla inn fyrirgjöfum.
Brynjar Ingi Erluson
70. mín
JÓN DAÐI!!! Kolbeinn fær boltann hægra megin, flengir boltanum á nærstöngina en Jón Daði þrumar knettinum yfir markið!
Brynjar Ingi Erluson
68. mín
Aron Einar að kveinka sér. Ekki góð tíðindi. Vonandi að hann harki þetta af sér, eins og flest annað.
68. mín
Íslendingar að skapa sér hættulegar stöður. Vantar bara upp á síðustu sendinguna.
67. mín
Hætta í markteig Albaníu, en Jón Daði nær ekki nægilega góðri snertingu og missir boltann. Þarna hefði getað skapast hættulegt færi.
66. mín
Inn:Fréderic Veseli (Albanía) Út:Berat Xhimshiti (Albanía)
64. mín
Ísland að sækja stíft að marki Albaníu. Boltinn dansaði þarna í markteig Albaníu, en fór að lokum yfir markið. Það liggur eitthvað í loftinu.
63. mín
62. mín
Inn:Odise Roshi (Albanía) Út:Ermir Lenjani (Albanía)
Fyrsta breyting Albaníu.
61. mín
Jón Daði með skalla fram hjá markinu eftir fyrirgjöf Ara.
61. mín
58. mín MARK!
Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Stoðsending: Kári Árnason
ÞAÐ SEM KOLLI GERIR BEST! Skorar með sinni fyrstu snertingu.

Eftir að Albanir höfðu skallað aukaspyrnu frá, vinnur Rúnar Már skallann og boltinn berst af Kára og til Kolbeins. Hann klárar færið af stakri snilld. Annar leikurinn í röð sem Kolbeinn skorar í. Frábært að fá hann aftur í liðið.

Þvílíkur fótboltaleikur!
57. mín
55. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland) Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Kolbeinn inn á. Tveir frammi núna.
55. mín Gult spjald: Sokol Çikalleshi (Albanía)
54. mín
Albanía með gott tækifæri til að bæta við þriðja markinu. Varnarmenn okkar koma til bjargar.
52. mín MARK!
Elseid Hysaj (Albanía)
Stoðsending: Rey Manaj
Akkúrat þegar ég skrifaði að okkar menn væru að byrja seinni hálfleikinn vel þá skorar Albanía.

Sundurspila vörn Íslands og Hysaj skorar. Frábær stoðsending hjá Manaj.
51. mín
Strákarnir okkar byrja seinni hálfleikinn vel. Virðast hungraðari í þetta en í fyrri hálfleiknum. Góðs viti.
50. mín
47. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
Stoðsending: Rúnar Már Sigurjónsson
JÁÁÁÁÁÁ!

Þetta tók ekki langan tíma. Skelfileg hreinsun hjá Albaníu og boltinn endar hjá Rúnar. Hann á góða sendingu og núna klárar Gylfi. Ekki hægt að biðja um betri byrjun á seinni hálfleiknum.
46. mín
Leikur hafinn
Byrjað aftur. Engar breytingar
45. mín
Hálfleikur
Í riðlinum okkar eru tveir aðrir leikir í gangi. Frakkland er að vinna Andorra 1-0 og er Tyrkland sömuleiðis að vinna Moldóvu 1-0. Við erum að missa Frakka og Tyrki fram úr okkur eins og staðan er núna.
45. mín
Hálfleikur
Dapur fyrri hálfleikur heilt yfir hjá okkar mönnum. Eru nokkuð frá sínu besta og eru sanngjarnt 1-0 undir. Spurning hvort Hamren og Freysi breyti einhverju fyrir seinni hálfleikinn. Mögulega fáum við að sjá skiptingu hjá Íslandi. Við þurfum að snúa þessu við í seinni hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
+1 í uppbótartíma.
44. mín
Byrjað að rigna. Hitaskúrir.
43. mín
Stórkostlega gert hjá Gylfa að koma sér í skotfæri stuttu fyrir utan teig. Hann leikur á varnarmann Albaníu og á skot sem er rétt fram hjá markinu. Gylfi sá eini í íslenska liðinu sem hefur verið að ógna marki Albaníu.
41. mín
Lítið að frétta hjá Íslendingum eftir markið. Albanía verið sterkari síðustu mínúturnar, eins og mestallan fyrri hálfleikinn.
39. mín
Aron tekur langt innkast. Það væri gott að ná jöfnunarmarki fyrir leikhlé. Boltinn endar í lúkunum á markverði Albaníu...
38. mín
35. mín
Þetta mark hefur gefið Albönum byr undir báða vængi. Fín sókn hjá þeim og eiga þeir skot sem fer fram hjá markinu.
34. mín
Hysaj, fyrirliði Albaníu, í hættulegri stöðu en er dæmdur rangstæður.
32. mín MARK!
Kastriot Dermaku (Albanía)
Stoðsending: Ledian Memushaj
Andskotinn...

Undanfarnar mínútur hefur Ísland verið að spila vel, en þá skora Albanir. Albanir taka hornið stutt og það er Memushaj sem sendir boltann fyrir. Þar vinnur Dermaku skallaeinvígið við Hjört Hermannsson.
31. mín
Hættulegt færi hjá Albaníu! Hysaj, sem er utarlega hægra megin í teignum, leggur boltann út á Keidi Bare. Skot hans er hins vegar ekki gott.
30. mín
Langur bolti yfir á hægri kantinn þar sem Hysaj skallar hann niður. Emil á undan leikmanni Albana í boltann, sem betur fer.

Í stúkunni heyrist ,,áfram Ísland" sem er vel gert miðað við að það eru ekki margir Íslendingar hérna.
29. mín
Gott spil hjá Íslandi og boltinn endar hjá Ara Frey. Hann lætur auðvitað vaða nokkrum metrum fyrir utan teig. Á endanum frekar einfaldur bolti fyrir Strakosha.
28. mín
27. mín
Langt innkast frá Aroni. Kári nær skallanum, en boltinn endar hjá markverði Albaníu.
26. mín
Okei, þetta var besta færi Íslands! Rúnar Már kemur boltanum upp hægri kantinn á Jón Daða. Selfyssingurinn hleypur upp og á frábæra sendingu fyrir markið. Þar er Gylfi, en skot hans er fram hjá markinu. Þetta var dauðafæri!

Ísland aðeins að komast meira inn í leikinn. Jákvætt!
26. mín
Besta tilraun Íslands! Gylfi með mjög góða tilraun fyrir utan teig. Skotið rétt fram hjá markinu. Þessi hefði mátt detta!
25. mín
23. mín
Ray Manaj er hættulegasti leikmaður Albana. Hann fær boltann, snýr Kára af sér, en Kári nær á endanum að stöðva hann. Ekkert verður úr hornspyrnunni sem Albanía fær. Þrumur og eldingar hér í Albaníu.
20. mín
Ísland fær aukaspyrnu á vinstri kantinum. Gylfi tekur. Há spyrna sem fer yfir allan pakkann og út fyrir endamörk...
15. mín
Ekki sérstakar 15 mínútur hjá Íslandi. Albanir verið sterkari.
13. mín
Memushaj fer þarna full auðveldlega í gegnum leikmenn Íslands og uppsker aukaspyrnu á hættulegum stað. Rey Manaj tekur spyrnuna og hún fer beint í vegginn. Frákastið fer líka í vegginn, en í kjölfarið fær Albanía besta færi leiksins hingað til. Manaj á skot úr þröngu færi sem fer í utanverða stöngina
12. mín
11. mín
Löngu innköst Arons ekki að virka hingað til. Þrjú innköst og í öll skiptin hafa Albanir verið fyrstir í boltann.
7. mín
Albanir eru að byrja þetta aðeins betur en við. Ekkert gott færi, enn sem komið er.
3. mín
Örlítil hætta þarna. Memushaj tekur aukaspyrnu sem ratar á kollinn á Manaj. Engin gríðarleg vandræði fyrir Hannes. Albanir komast stuttu eftir það í sókn, en aftur frekar einfalt fyrir Hannes að eiga við.
1. mín
Byrjum þennan leik á því að fá langt innkast. Aron tekur það auðvitað, en Albanir bægja hættunni frá.
1. mín
Leikur hafinn
Flautað til leiks í Elbasan!
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir búnir. Get staðfest að þetta var hárréttur íslenskur þjóðsöngur.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Ísland leikur í dag í hvítum buxum og hvítum sokkum.
Fyrir leik
Það er ekki hægt að segja að það sé þéttsetið á þessum rúmlega 12 þúsund manna velli. Fullt af auðum sætum.
Fyrir leik
Bekim Balaj er markahæstur í landsliðshópi Albana. Hann byrjar á bekknum í dag. Hann á sex landsliðsmörk í 34 landsleikjum.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það eru tæpar 40 mínútur í leik. Bæði lið komin út á völl að hita upp. Gríðarlega mikilvægur leikur framundan.
Fyrir leik
Albanarnir eru í stuði hér fyrir leik, vallarþulurinn þá sérstaklega. Hann er búinn að vera að æfa sig síðustu mínúturnar, hann ætlar að vera með allt á hreinu í kvöld.
Fyrir leik
Albanir lentu í því um helgina að vitlaus þjóðsöngur var spilaður fyrir leik liðsins gegn Frakklandi. Þjóðsöngur Andorra var spilaður, en Frakkar báðu síðan Armeni afsökunar. Allt saman hið furðulegasta.

Menn voru því stressaðir hér áðan hvort þjóðsöngurinn sem yrði spilaður fyrir leik væri ekki örugglega réttur þjóðsöngur Íslands. Siggi Dúlla, búningastjóri landsliðsins, var fenginn til að staðfesta það.
Fyrir leik
Vitlaust lið í leikskránni eins og sjá má hér að neðan. Hvaða hópur er þetta eiginlega, veit það einhver?
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa skilað sér. Erik Hamren og Freysi gera tvær breytingar. Rúnar Már og Emil inn fyrir Kolbein og Arnór Ingva. Leikkerfið 4-5-1.

Albanir gera sex breytingar frá tapinu gegn Frakklandi í síðasta leik, já sex breytingar!

Ermir Lenjani og Kastriot Dermaku koma inn í vörnina fyrir þá Mergim Mavraj og Odise Roshi. Klaus Gjasula kemur þá inn á miðjuna fyrir Amir Abrashi og þá er sóknarlínunni gjörsamlega breytt. Ledian Memushaj, Sokol Cikalleshi og Rey Manaj koma allir inn í liðið en Bekim Balaj, Myrto Uzuni og Ylber Ramadani koma úr liðinu. Liðið mun spila 4-3-3.
Fyrir leik
Vil óska Ragnari Sigurðssyni með 90. A-landsleikinn. Hann er í byrjunarliðinu í kvöld og verður þar með næst leikjahæsti landsliðsmaður Íslandssögunnar. Birkir Már Sævarsson á einnig 90 landsleiki, en Rúnar Kristinsson er leikjahæstur með 104 leiki.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það verður spennandi að sjá byrjunarlið Íslands og hvort einhverjar breytingar verði á því frá leiknum gegn Moldóvu um liðna helgi. Það má gera ráð fyrir 1-2 breytingum.
Fyrir leik
Ég hvet alla til að taka þátt í umræðunni á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Þetta er í sjöunda skipti sem Ísland og Albanía eigast við í A-landsliðum karla. Ísland hefur unnið fjóra leiki og Albanía tvo. Ísland hefur unnið þrjá síðustu leiki liðanna.
Fyrir leik
Haukur nefnir niðurlæginguna á Stade de France. Albanir töpuðu þar 4-1 gegn Frakklandi - langt frá því að vera niðurlæging. Það sem var niðurlæging var það sem gerðist fyrir leik. Frakkar spiluðu þjóðsöng Andorra og báðu svo Armeníu afsökunar. Það fór gríðarlega í taugarnar á Albönum.
Fyrir leik
Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV:
Albanía er mjög öflugt lið, þetta er allt annað en Moldóva. Fyrir utan það að þeir eru 110 sætum, eða hvað það er, fyrir ofan Moldóvu á heimslistanum, þá er enginn að spila í albönsku deildinni, en hjá Moldóvu var meira en helmingurinn af leikmannahópnum í deildinni í Moldóvu. Þeir eru með sex leikmenn úr Serie A, þeir eru grimmir og baráttuglaðir. Þeir eru mjög særðir bæði eftir tapið í Laugardal og eftir niðurlægingu á Stade de France.
Fyrir leik
Dómarinn í dag heitir Ivan Kruzliak og er frá Slóvakíu. Hann hefur meðal annars dæmt leiki í Evrópudeildinni og Meistaradeildinni.
Fyrir leik
Erik Hamren, landsliðsþjálfari:
Þú veist aldrei fyrir leik hvaða úrslit þú verður ánægður með. Stundum ertu sáttur með eitt stig, stundum ertu svekktur með eitt stig. Við ætlum okkur að ná í þrjú stig í þessum leik. Við verðum að sýna Albaníu virðingu, þeir eru með sterkt lið. Við þurfum á góðri frammistöðu að halda.
Fyrir leik
Hjörtur Hermannsson:
Þetta er gott lið sem við erum að fara að mæta. Það er fínt að vera búnir að mæta þeim á heimavelli, en þetta verður annar leikur. Ég er spenntur fyrir því sem koma skal. Við erum í þannig stöðu að við verðum að sækja öll þau stig sem við getum fengið og við erum komnir hingað til að gera það.
Fyrir leik
Jón Daði Böðvarsson:
Þeir eru sterkir á heimavelli og þeir nokkuð öflugir á móti okkur á Laugardalsvelli. Þetta verður öðruvísi leikur en gegn Moldóvu og ræðst örugglega á einhverjum smáatriðum. Við gerum okkar besta til að það verði okkur í vil.
Fyrir leik
Arnór Ingvi Traustason:
Albanir eru aðeins sterkari en Moldóva tel ég. Við höfum mætt þeim áður og vitum við hverju á að búast. Þetta verða návígi og þeir eru harðir fyrir. Við þurfum að vera ofan á í þeirri baráttu.
Fyrir leik
Ísland og Albanía mættust í júní síðastliðnum á Laugardalsvelli. Sá leikur var frekar erfiður fyrir okkar menn, en þeir náðu að landa 1-0 sigri. Markið skoraði Jóhann Berg Guðmundsson, en hann er ekki með í dag vegna meiðsla.
Fyrir leik
Ísland kemur inn í þennan leik með góðan 3-0 sigur gegn Moldóvu á bakinu. Sá leikur fór fram síðastliðinn laugardag. Þar skoruðu Kolbeinn Sigþórsson, Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason mörk Íslands.
Fyrir leik
Leikurinn átti upphaflega að fara fram á nýjum og glæsilegum þjóðarleikvangi Albaníu í Tirana, en hann var ekki klár í tæka tíð. Því fer leikurinn fram hérna í Elbasan, sem er þriðja stærsta borg Albaníu. Elbasan er í um 40 mínútna fjarlægð frá höfuðborginni Tirana.

Þess má geta að landsliðið er á hóteli sem er við nýjan þjóðarleikvang Albaníu og því hefði liðið líklegast getað gengið yfir á völlinn, ef leikurinn hefði farið fram þar.
Fyrir leik
Íslenska liðið kom til Albaníu á sunnudag. Liðið flaug ásamt fjölmiðlamönnum, formönnum félaganna í Pepsi Max-deildinni, stjórnarmönnum og nokkrum stuðningsmönnum. Alveg frábært flug. Liðið æfði svo á keppnisvellinum í gær. Hægt er að fræðast meira um keppnisvöllinn í Elbasan hérna.
Fyrir leik
Þetta er mjög mikilvægur leikur og mikilvægt að taka þrjú stig hérna. Ef Ísland vinnur hér, fer liðið upp í 15 stig úr sex leikjum. Þá verður munurinn níu stig á Íslandi og Albaníu. Staðan fyrir leiki dagsins er svona:

1. Frakkland - 12 stig, 12+ í markatölu
2. Tyrkland - 12 stig, 8+ í markatölu
3. Ísland - 12 stig, 3+ í markatölu
4. Albanía - 6 stig, -1 í markatölu
5. Moldóva - 3 stig, -11 í markatölu
6. Andorra - 0 stig, -11 í markatölu
Fyrir leik
Góða kvöldið!

Hér verður bein textalýsing frá leik Albaníu og Íslands í undankeppni EM alls staðar 2020. Endilega fylgist með!

Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
6. Ragnar Sigurðsson
6. Hjörtur Hermannsson
8. Birkir Bjarnason ('71)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason
16. Rúnar Már Sigurjónsson
17. Aron Einar Gunnarsson
20. Emil Hallfreðsson ('55)
22. Jón Daði Böðvarsson ('85)
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
3. Jón Guðni Fjóluson
4. Guðlaugur Victor Pálsson
4. Daníel Leó Grétarsson
7. Samúel Kári Friðjónsson
9. Kolbeinn Sigþórsson ('55)
11. Albert Guðmundsson
19. Viðar Örn Kjartansson ('85)
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Hörður Björgvin Magnússon ('71)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: