Kaplakrikavöllur
föstudagur 13. september 2019  kl. 17:15
Inkasso deild kvenna
Dómari: Magnús Garðarsson
Maður leiksins: Telma Ívarsdóttir
FH 2 - 2 Augnablik
1-0 Rannveig Bjarnadóttir ('7)
1-1 Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('40)
1-2 Ásta Árnadóttir ('78)
2-2 Birta Georgsdóttir ('92)
Myndir: Fótbolti.net - J.L.
Byrjunarlið:
25. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
0. Margrét Sif Magnúsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
7. Erna Guðrún Magnúsdóttir ('85)
9. Rannveig Bjarnadóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir
14. Valgerður Ósk Valsdóttir
18. Maggý Lárentsínusdóttir
19. Helena Ósk Hálfdánardóttir
21. Þórey Björk Eyþórsdóttir ('63)
28. Birta Georgsdóttir

Varamenn:
1. Þóra Rún Óladóttir (m)
25. Björk Björnsdóttir (m)
4. Ingibjörg Rún Óladóttir
8. Nótt Jónsdóttir ('63)
15. Birta Stefánsdóttir
20. Eva Núra Abrahamsdóttir
22. Lovísa María Hermannsdóttir
30. Arna Sigurðardóttir ('85)

Liðstjórn:
Hlynur Svan Eiríksson
Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Guðni Eiríksson (Þ)
Elín Rós Jónasdóttir
Árni Freyr Guðnason (Þ)
Melkorka Katrín Fl Pétursdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@MistRunarsdotti Mist Rúnarsdóttir
96. mín Leik lokið!
Leiknum lýkur með 2-2 jafntefli!

Stigið tryggir Augnablik áframhaldandi veru í deildinni þar sem að Grindavík tapaði sínum leik í kvöld og fer niður með ÍR.

FH-ingum mistekst að tryggja úrvalsdeildarsætið í þriðja leiknum í röð. Þær eru enn með tveggja stiga forskot á Tindastól sem er í 3. sætinu en verða að gjöra svo vel að ná að minnsta kosti stigi gegn Aftureldingu á útivelli í lokaumferðinni.
Eyða Breyta
95. mín
Háspenna lífshætta í vítateig Augnabliks en FH-ingar finna ekki markskotið!
Eyða Breyta
95. mín
Þarna fór líklega síðasti séns FH-inga. Selma Dögg skallaði aukaspyrnu Rannveigar beint í hendurnar á Telmu markverði.
Eyða Breyta
94. mín
ARNA!

Varamaðurinn á hörkuskot rétt framhjá þegar við erum komin einhverjar fjórar mínútur fram yfir venjulegan leiktíma.

Fáum við sigurmark?
Eyða Breyta
92. mín MARK! Birta Georgsdóttir (FH)
BIRTA!

Birta Georgsdóttir jafnar með þrumuskoti af markteig eftir þunga sókn FH.
Eyða Breyta
90. mín
Það er nauðvörn í vítateig Augnabliks en leikmenn Kópavogsliðsins henda sér fyrir allt.

Þvílík spenna.
Eyða Breyta
87. mín
Varamaðurinn Arna reynir skot að marki en setur boltann hátt yfir. Sóknarþungi FH er að aukast!
Eyða Breyta
86. mín
HELENA!

Skýtur yfir af vítateigslínunni eftir háspennu í vítateig Augnabliks.
Eyða Breyta
85. mín Arna Sigurðardóttir (FH) Erna Guðrún Magnúsdóttir (FH)
Senter inn fyrir varnarmann. Maggý tekur við fyrirliðabandinu af Ernu Guðrúnu.
Eyða Breyta
83. mín
Sandra Sif fær fáránlega mikið pláss og tíma á miðjunni. Leikur aðeins í átt að marki og lætur svo vaða af 20 metrunum. Nær ekki alveg nógu góðu skot og Aníta tekur boltann í fangið.
Eyða Breyta
80. mín
Hvað er í gangi með FH-inga? Ég bara trúi ekki að þær ætli að klúðra enn einu tækifærinu til að tryggja efstu deildar sætið. Frammistaða liðsins hér í seinni hálfleik alveg afleit.

En við skulum ekki taka neitt af Augnablik. Mikill kraftur, áræðni og þor á þeim bænum.
Eyða Breyta
78. mín MARK! Ásta Árnadóttir (Augnablik)
ÁSTA!

Áðan var það yngsti leikmaður vallarins og nú er það sú elsta sem skorar fyrir Augnablik!

Hún er grimmust í teignum og skilar boltanum í netið eftir misheppnaða hreinsun FH-inga eftir hornspyrnu.
Eyða Breyta
75. mín Brynja Sævarsdóttir (Augnablik) Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz (Augnablik)
Leikurinn er stopp hér í dágóða stund eftir að Kristjana meiðist. Þetta lítur ekkert sérstaklega vel út og Brynja Sævars leysir hana af.
Eyða Breyta
74. mín
Telma hefur lítið þurft að gera í seinni hálfleiknum en hún er sannarlega vel með á nótunum núna. Nær boltanum af tánum á Birtu Georgs sem var að sleppa í gegn.
Eyða Breyta
70. mín
Klaufagangur í FH-vörninni og Úlfa Dís setur boltann aftur fyrir í horn eftir fyrirgjöf Birnu Kristínar.

Það skapast stórhætta eftir hornið. Sandra tekur innsnúningsbolta sem Aníta nær ekki að halda. Boltinn dettur fyrir hægri bakvörðinn Kristjönu sem skýtur YFIR!

Dauðafæri og FH-ingum í stúkunni er hætt að lítast á blikuna.
Eyða Breyta
67. mín
Valgerður Ósk á skot vel framhjá eftir hornspyrnu FH. Það vantar heilmikið upp á þetta hjá heimakonum.
Eyða Breyta
66. mín Björk Bjarmadóttir (Augnablik) Birta Birgisdóttir (Augnablik)
Tvöföld skipting. Birna kemur á hægri kantinn og Björk upp á topp. Við það færist Vigdís Lilja til vinstri.
Eyða Breyta
66. mín Birna Kristín Björnsdóttir (Augnablik) Eyrún Vala Harðardóttir (Augnablik)

Eyða Breyta
63. mín Nótt Jónsdóttir (FH) Þórey Björk Eyþórsdóttir (FH)
Fyrsta skiptingin í leiknum. Nótt fer á hægri kantinn fyrir Þóreyju.
Eyða Breyta
59. mín
FH-ingar eru ekki að finna taktinn hér í seinni hálfleik. Eitthvað stress í mannskapnum. Lið Augnabliks hefur hinsvegar komið óhrætt út í seinni hálfleikinn og spilar framar en í þeim fyrri.
Eyða Breyta
56. mín
Flott rispa hjá Vigdísi Lilju sem kemst upp að endamörkum og er nálægt því að koma boltanum fyrir þegar Maggý mætir og bjargar í horn.

Sandra Sif setur hornspyrnuna beint aftur fyrir.
Eyða Breyta
51. mín
Rannveig stendur á fætur, virðist í lagi og leikurinn heldur áfram.
Eyða Breyta
50. mín
Klaufagangur hjá Valgerði Ósk. Var búin að vinna boltann af Eyrúnu Völu en rak svo hælinn í boltann og setti hann aftur fyrir í horn.

FH-ingar skalla hornspyrnuna frá en stuttu síðar steinliggur Rannveig á vellinum eftir að hafa fengið dúndurfyrirgjöf Söndru Sifjar í andlitið.
Eyða Breyta
48. mín
FH-ingar kalla eftir vítaspyrnu þegar Helena fellur við í teignum eftir smá árekstur við Telmu. Líklega rétt að dæma ekkert þarna.
Eyða Breyta
47. mín
Jahérna!

Augnablik fær dauðafæri strax í upphafi síðari hálfleiks en Þórdís Katla setur boltann yfir af markteig.
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Síðari hálfleikur er hafinn. Hvorugt þjálfarateymið gerir breytingu á sínu liði.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Jafnt í hálfleik, 1-1. Áhugaverðar tölur miðað við sterka byrjun FH-inga. Þær höfðu fín tök á leiknum fyrsta hálftímann en náðu ekki að skora mark númer tvö. Augnablik fór að geta fært sig aðeins framar á völlinn eftir því sem á leið en jöfnunarmarkið var engu síður ansi óvænt.

Hvað gerist í seinni hálfleik? Ætla FH-ingar að klikka á þriðja prófinu í röð?
Eyða Breyta
43. mín
FH-ingar reyna að svara strax í næstu sókn. Selma Dögg átti hættulega sendingu á fjærsvæðið þar sem Helena Ósk reyndi skallann en setti boltann framhjá.
Eyða Breyta
40. mín MARK! Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Augnablik), Stoðsending: Sandra Sif Magnúsdóttir
Yngsti leikmaður vallarins er búin að jafna leikinn!

Vigdís Lilja bætir upp fyrir færið áðan með því að skalla hornspyrnu Söndru Sifjar í netið.

Frábær afgreiðsla á góðri spyrnu.
Eyða Breyta
39. mín
VÁ!

Þarna munar ekki miklu. Langhættulegasta færi Augnabliks í leiknum. Þórdís Katla reynir skot utan teigs sem Aníta Dögg nær ekki að halda! Vigdís Lilja mætir í frákastið en hittir boltann ekki nógu vel.

FH-ingar stálheppnar þarna!
Eyða Breyta
37. mín
Rannveig freistar þess að setja annað mark. Reynir annað langskot af svipuðum slóðum og hún skoraði fyrra markið. Ágæt tilraun en rétt framhjá.
Eyða Breyta
36. mín
Stórhætta í vítateig Augnabliks eftir hornspyrnu Margrétar Sifjar. Úlfa Dís var ansi aðgangshörð en gestirnir náðu að hreinsa.
Eyða Breyta
30. mín
Gestunum hefur tekist að færa sig aðeins framar en FH-ingar eru með fín tök á þessu.
Eyða Breyta
27. mín
Stórhætta í vítateig Augnabliks!

Aftur finnur Þórey Margréti Sif á fjær en fyrirgjöfin er föst og Margrét Sif nær ekki að stýra boltanum á rammann.
Eyða Breyta
25. mín
Augnablik fær aukaspyrnu rétt framan við miðjuborga. Mér sýndist Sandra Sif nú vera brotleg en heppnin var með henni og hún fær aukaspyrnuna. Tekur hana sjálf og setur boltann inn á teig en FH-ingar hreinsa.
Eyða Breyta
22. mín
Augnablik stillir svona upp:

Telma

Kristjana - Elín Helena - Ragna Björg - Ásta

Hildur María - Sandra Sif

Eyrún Vala - Þórdís Katla - Birta

Vigdís Lilja
Eyða Breyta
21. mín
FH stillir svona upp:

Aníta Dögg

Úlfa - Erna Guðrún - Maggý - Valgerður

Rannveig

Selma Dögg - Maggý

Þórey - Birta - Helena
Eyða Breyta
20. mín
FH-ingar verið mun sterkari þessar fyrstu 20 mínútur en Augnablik var að vinna sína fyrstu hornspyrnu. Sandra Sif setur boltann í átt að Rögnu Björgu á nærsvæðið en Úlfa Dís er vel með á nótunum í vörninni og skallar frá.
Eyða Breyta
14. mín
Þá kemst Augnablik loksins í sína fyrstu sókn eftir að Eyrún Vala á flottan sprett upp hægra megin. Það er þó ekki nægilegt bit í þessu og FH-ingar snúa vörn í sókn.

Sú sókn endar á því að Telma á enn eina vörsluna. Í þetta skiptið frá Helenu Ósk sem hefði átt að gera betur í fínu færi.
Eyða Breyta
13. mín
Og aftur eru FH-ingar að ógna. Margrét Sif skýtur í varnarmann og aftur fyrir eftir hættulega fyrirgjöf Þóreyjar.

Fær horn í staðinn en FH-ingar setja boltann aftur fyrir.
Eyða Breyta
9. mín
Heimakonur ætla að hamra járnið á meðan það er heitt. Þær vinna hornspyrnu sem Margrét Sif tekur. Setur hættulegan bolta inn á teig og ég sé ómögulega hver það er sem á stórhættulegan skalla sem Telma gerir frábærlega í að verja!
Eyða Breyta
7. mín MARK! Rannveig Bjarnadóttir (FH)
VÁ!

Það er enginn hrollur í FH-ingum í dag og Rannveig er búin að koma heimakonum yfir.

Markið skoraði hún með gullfallegu skoti utan teigs.
Eyða Breyta
4. mín
VEL VARIÐ TELMA!

Margrét Sif sendi Birtu í gegn, hún var komin í draumafæri en Telma var eldsnögg niður í spígat og varði frá henni!
Eyða Breyta
3. mín
Kraftur í FH í byrjun. Helena Ósk á flottan snúning og fyrsta markskot leiksins en setur boltann beint á Telmu í markinu.
Eyða Breyta
2. mín
Ásta Árnadóttir er tilbúin í leikinn. Á vel tímasetta tæklingu og stoppar Selmu Dögg sem ætlaði sér inná Augnabliksteiginn. Top class.
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
FH-ingar hefja leik. Það er Margrét Sif sem sparkar þessu af stað en hún var heiðruð fyrir leik. Búin að leika 100 leiki fyrir meistaraflokk FH.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Örstutt í leik. Byrjunarliðin eru klár eins og sjá má hér til hliðar. Hjá FH gerir Guðni þjáfari eina breytingu frá 2-0 tapinu gegn Þrótti. Þórey Björk kemur inn fyrir Ingibjörgu Rún.

Augnablik gerir eina breytingu á liði sínu frá 2-0 sigrinum á ÍA. Eyrún Vala kemur inn í liðið í stað Ísafoldar Þórhallsdóttur.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH gerir nú þriðju tilraun til að landa 2. sætinu en liðið tapaði fyrir Þrótti og Haukum í tveimur síðustu leikjum þar sem þær hefðu geta tryggt sig upp.

Augnablik hefur gert betur í síðustu tveimur leikjum sínum og náð í 4 stig. Ansi dýrmæt stig því liðið hafði verið í brattri brekku umferðirnar á undan.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Augnabliks í Inkasso-deild kvenna.

Það er mikið undir hér í dag. Með sigri geta FH-ingar tryggt sig upp í efstu deild. Sigur Augnabliks gæti líka svo gott sem tryggt sæti þeirra í deildinni en þær eru í harðri botnbaráttu þar sem fimm lið gætu tæknilega fallið.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Telma Ívarsdóttir (m)
0. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
0. Þórdís Katla Sigurðardóttir
2. Ásta Árnadóttir
4. Kristjana R. Kristjánsd. Sigurz ('75)
5. Elín Helena Karlsdóttir
7. Sandra Sif Magnúsdóttir
8. Ragna Björg Einarsdóttir
14. Hildur María Jónasdóttir
17. Birta Birgisdóttir ('66)
18. Eyrún Vala Harðardóttir ('66)

Varamenn:
12. Bryndís Gunnarsdóttir (m)
4. Brynja Sævarsdóttir ('75)
6. Hugrún Helgadóttir
13. Ísabella Arnarsdóttir
15. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
16. Björk Bjarmadóttir ('66)
19. Birna Kristín Björnsdóttir ('66)
28. Eydís Helgadóttir

Liðstjórn:
Guðjón Gunnarsson (Þ)
Vilhjálmur Kári Haraldsson (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld: