Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
FH
6
4
ÍBV
Björn Daníel Sverrisson '24 1-0
1-1 Gary Martin '28
Morten Beck Guldsmed '30 2-1
Morten Beck Guldsmed '35 3-1
Steven Lennon '45 , víti 4-1
Morten Beck Guldsmed '51 5-1
Pétur Viðarsson '60 6-1
6-2 Gary Martin '79
6-3 Sigurður Arnar Magnússon '82
6-4 Gary Martin '85
18.09.2019  -  16:45
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Íslenskt skítaveður, rok og rigning en völlurinn lítur þó vel út
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Morten Beck Guldsmed
Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
8. Kristinn Steindórsson
8. Þórir Jóhann Helgason
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
14. Morten Beck Guldsmed
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson
21. Guðmann Þórisson ('67)

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
11. Atli Guðnason
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson ('67)
28. Leó Kristinn Þórisson
30. Arnar Sigþórsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Styrmir Örn Vilmundarson
Ásmundur Guðni Haraldsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('69)
Hjörtur Logi Valgarðsson ('70)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessum ruglaða fótboltaleik er lokið!!!!!!!

FH komið ansi nálægt Evrópu.

Eyjamenn geta litið á það jákvæða en þeir voru frábærir í korter í dag. Voru reyndar 6-1 undir þegar þeir mættu til leiks en hrósum fyrir það sem vel er gert.
92. mín
ÍBV fær horn. Fáum við eitt í viðbót?
92. mín
Leikurinn róast og FH að sigla þessu heim en ég er viss um að einhverjir voru farnir að skjálfa um tíma.
91. mín
Jónatan keyrir inn á teiginn og á skot úr þröngri stöðu sem Halldór ver í horn.
90. mín
3 í uppbót
88. mín
Telmo í færi í teignum en skóflar boltanum yfir!
85. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Maaaark!!!!!

Hvað er í gangi??????

Vörn FH steinsofandi eftir hreinsun frá Daða er boltinn skallaður aftur inn að teig FH Gary étur Brynjar á sprettinum og keyrir inn á teiginn og setur boltann undir Daða. Önnur þrenna leiksins og 10 mörk komin,
82. mín MARK!
Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV)
Stoðsending: Jonathan Franks
Maaark!!!!

Það eru komin níu mörk í þennan leik!!!!

Sigurður Arnar skallar horn Franks í netið. Daði var í boltanum og maður á stönginni en inn fór hann.
82. mín
ÍBV fær horn.
79. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Maaaark!!!!

Víðir með truflaða aukaspyrnu sem smellur í samskeytunum, þaðan í bakið á Daða og rúllar eftir marklínunni þar sem Gary er fyrstur að átta sig og setur boltann yfir línunna.
78. mín
Gæðin í leiknum dottið mikið niður og afar lítið að frétta.
73. mín
FH að slaka töluvert á klónni. Svo sem ekki furða þeir eru 6-1 yfir
71. mín
Franks setur hann með jörðinni á Gary sem á afar vont skot sem fer vel framhjá.
70. mín Gult spjald: Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Missir Víði frá sér og togar hann niður rétt við vítateiginn við endalínu.
69. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Full ákafur.
67. mín
Inn:Brynjar Ásgeir Guðmundsson (FH) Út:Guðmann Þórisson (FH)
66. mín
Eyjamenn áttu skot að marki. Það fór víðsfjarri en er það jákvæðasta í þeirra leik í síðari hálfleik.
63. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Matt Garner (ÍBV)
Síðasta skipting gestanna og enn um hálftími eftir.
60. mín MARK!
Pétur Viðarsson (FH)
Þetta er slátrun.

Hornspyrna Jónatans inná teiginn er góð, boltinn hrekkur manna á milli en Pétur Viðars vakandi og þrumar boltanum í þaknetið af stuttu færi.
60. mín
Fyrirgjöf Lennons í varnarmann og boltinn dettur svo á slánna. Halldór var ansi shaky þarna og mjög óviss.
58. mín
FH-ingar að tæta í sundur eyjavörnina trekk í trekk. Það eru fleiri mörk í þessum leik.
57. mín Gult spjald: Víðir Þorvarðarson (ÍBV)
Pirringsbrot.
56. mín
Óskar Zoega tók Siggalega tæklingu og náði boltanum af tánum af Þóri í dauðafæri á markteig. FH fær horn sem Halldór grípur vel.
51. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Þrenna!!!!!!!!!!!!

En og aftur ömurlegur varnarleikur hjá Eyjamönnum. Jónatan fær tíma til að snúa í teignum og leggur boltann á Morten sem hamrar hann í netið af stuttu færi. Önnur þrenna danans í sumar og Jónatan með 3 assist.
48. mín
FH byrjar þar sem frá var horfið. Pressa gestina.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik.
45. mín
Inn:Sigurður Arnar Magnússon (ÍBV) Út:Breki Ómarsson (ÍBV)
Tvöföld skipting i hálfleik.
45. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
45. mín
Hálfleikur
Frikki Dór að ylja mönnum í stúkunni með sumarsmellum í bunkum. Veitir ekki af í vætunni.
45. mín
Hálfleikur
Örugg forysta FH í hálfleik staðreynd. Menn mætt grimmir til leiks eftir vonbrigðin á laugardaginn og Evrópa færist nær og nær.
45. mín Mark úr víti!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Morten Beck Guldsmed
Öruggt víti Halldór átti ekki séns.
45. mín
FH fær víti!!!!!!


Jackson togar Morten niður off the ball og Vilhjálmur bendir á punktinn.
41. mín
ÍBV fær horn. Ætla þeir að minnka munin fyrir hlé?
38. mín
Morten Beck með boltann á vítateigslínunni aðeins til hægri, tekur léttann snúning og setur boltann inn á Lennon sem á skot/fyrirgjöf úr þröngri stöðu sem siglir framhjá markinu.
35. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (FH)
Stoðsending: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Maaark!!

Smá tempo og þetta er svo auðvelt fyrir þá.

Sækja hratt upp hægra meginn og boltinn berst á Þórð sem teiknar boltann glæsilega á ennið á Morten sem skallar boltann í netið af markteig.
33. mín
Eyjamenn hreina með herkjum. Jónatan reimað á sig góðu skóna í dag. Verið on point með sínar sendingar í dag.
33. mín
FH fær horn Jónatan tekur.
30. mín MARK!
Morten Beck Guldsmed (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Maaark!!

Þetta var svo dapur varnarleikur en frábærlega gert hjá FH!

Jónatan Ingi fær allan tíma í heiminum til að keyra inn á teiginn og leggja boltann á Morten sem sker boltann snyrtilega í fjærhornið framhjá Halldóri.
28. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Stoðsending: Breki Ómarsson
Maaark!!!!

Hröð sókn Eyjamanna. Franks með fyrirgjöf sem Breki þarf að teygja sig í en nær knettinum og rennir honum út úr teignum á Gary sem kemur á siglingunni og leggur boltann í netið fram hjá Daða.

27. mín
Einhver neisti kominn í FH liðið eftir markið. Tempóið hækkað örlítið og þeir líta betur út.
24. mín MARK!
Björn Daníel Sverrisson (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Maark!!!

Jónatan Ingi með hornspyrnu frá hægri sem ratar á Björn Daníel sem skilar boltanum í netið .

Dýrmætt mark fyrir FH sem hefur ekki verið á fullu gasi í dag.
23. mín
Diogo vinnur boltann af harðfylgi og setur hann í hlaupaleið Gary, Gary með fyrirgjöf sem vindurinn rífur í og boltinn útfyrir hinum meginn.


FH brunar upp og vinnur horn.
20. mín Gult spjald: Priestley Griffiths (ÍBV)
Stöðvar skyndisókn FH eftir að hafa misst boltann. Bætir svo um betur og sparkar boltanum í burtu.
18. mín
Klaufalegt hjá Franks. Kominn í vænlega stöðu 1 á 1 gegn Birni Daníel og kemst framhjá hpnum en brýtur klaufalega af sér í leiðinni.
17. mín
Darraðadansin frægi í teig ÍBV eftir fyrirgjöf Mortens. Oran Jackson nær að bjarga eftir að boltinn skoppar á milli manna.
16. mín
Ekki verið glæsilegur fótbolti leikinn hér á fyrsta korterinu. Skal engan undra svo sem þar sem aðstæður eru vægast sagt krefjandi.
15. mín
Innswing að marki sem Daði kýlir frá en brotið á honum og aukaspyrna dæmd.
14. mín
ÍBV fær horn sitt þriðja í leiknum.
13. mín
Gary nær fínum skalla eftir hornið en framhjá fer boltinn.
12. mín
ÍBV fær horn.
11. mín
Telmo með skot af talsverðu færi eftir undirbúning Felix Arnar en Daði vel staðsettur og ver.
8. mín
Völlurinn auðsýnilega mjög blautur og með vindinn í þokkabót er mjög erfitt fyrir leikmenn að reikna út hvert boltinn er að fara.
7. mín
ÞÞÞ með flotta fyirgjöf en Eyjamenn bægja hættunni frá.
5. mín
FH að koma sér í álitlega stöðu Lennon leikur inn á teiginn vinstra meginn og á fyrirgjöf sem Þórir skallar beint í hendur Halldórs.

Eyjamenn þó verið frískir líka en ekki skapað færi eiga þó horn sem ekkert varð úr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Friðrik Dór byrjaður að þenja raddböndin og kynna liðin til leiks fyrir þá c.a 30 áhorfendur sem mættir eru á völlinn.
Fyrir leik
Guðmundur Kristjánsson er ekki með FH í dag. Ég hef ekki vitneskju um hvað veldur, hvort það séu meiðsli þar á bakvið eða eitthvað slíkt. En það ættu að vera hæg heimatökin að nálgast upplýsingar um það hér í Kaplakrika enda FH-ingar miklir höfðingjar upp til hópa.
Fyrir leik
Liðin mætt til upphitunar hér í Kaplakrika. Vona að þau setji bæði mikin kraft í það enda veitir ekki af.
Fyrir leik
Hvet alla þá sem eru á leið á völlinn til að klæða sig vel. Það er skítaveður svo ekki sé fastar að orði kveðið, rigningarsuddi og rok. Íslenskara verður það varla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Björn Daníel Sverrisson er með fyrirliðabandið hjá FH en Davíð Þór Viðarsson er á bekknum. Davíð tilkynnti í vikunni að skórnir væru á leið á hilluna góðu.

Brandur Olsen og Halldór Orri Björnsson taka út leikbann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Það verður að segjast að aðstæður eru ekki þær bestu til knattspyrnu í dag. Mikið hefur rignt og veðrið er ekki að leika við okkur hér.

En það er því sem næst ómögulegt að fresta þessum leik þar sem ekki er hlaupið að því að finna nýjan leiktíma svo menn verða að láta sig hafa það.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir í efstu deild

Tölfræðin er með FH í liði í dag. Liðin hafa leikið 57 leiki innbyrðis í efstu deild.

FH hefur haft sigur í 26 þeirra, ÍBV hefur unnið 16 og 15 leikjum hefur lokið með jafntefli.

Markatalan er svo 97-79 FH í vil.

Fyrri leik liðanna í sumar í Vestmannaeyjum lauk með 2-1 sigri FH þar sem Steven Lennon gerði bæði mörk FH en Gary Martin minnkaði munin fyrir ÍBV undir lokin.
Fyrir leik
Heimamenn eru eins og áður sagði í kjörstöðu í baráttunni um síðasta Evrópusætið þetta sumarið en þeir sitja í 3.sæti deildarinnar með 31 stig og 2 stigum á undan Stjörnunni fyrir leikinn.

Vinni FH ekki opnast möguleiki fyrir Stjörnuna en þeir eru með ögn betri markatölu en FH og eiga eftir leiki gegn Fylki og ÍBV meðan að FH á leik gegn nýkrýndum meisturum KR í næstu umferð áður en þeir ljúka mótinu gegn Grindavík.
Fyrir leik
Gestirnir frá Eyjum eru nú þegar fallnir og spila því uppá fátt annað en stoltið í dag.

Sjá sér líklega leik á borði að stríða særðum FH-ingum sem eru í kjörstöðu til að fara langt með að tryggja Evrópusæti að ári með sigri.
Fyrir leik
Leiktíminn er heldur óhefðbundin fyrir leik í miðri viku eða 16:45. Á því eru þó afar einfaldar skýringar.

FH lék eins og flestir ættu nú að vita til úrslita um Mjólkurbikarinn síðastliðin laugardag þar sem þeir þurftu að horfa á eftir bikarnum í hendur Víkinga. Leikjum FH og Víkinga sem áttu að vera um helgina að öllu eðlilegu var því að sjálfsögðu frestað til dagsins í dag.

Hitt er svo að engin flóðljós eru í Kaplakrika og vegna birtuskilyrða þarf því að hefja leik svona snemma en annað er uppá teningnum á Wurthvellinum þar sem Fylkir tekur á móti Víkingum í fljóðljósum klukkan 19:15.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik FH og ÍBV í Pepsi Max deild karla.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner ('63)
3. Felix Örn Friðriksson ('45)
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
18. Oran Jackson
19. Breki Ómarsson ('45)
77. Jonathan Franks
92. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon ('45)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('63)
19. Benjamin Prah
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('45)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jonathan Glenn (Þ)
Ian David Jeffs
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:
Priestley Griffiths ('20)
Víðir Þorvarðarson ('57)

Rauð spjöld: