Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Í BEINNI
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
Valur
73' 2
1
Breiðablik
Valur
3
2
Keflavík
Hallbera Guðný Gísladóttir (f) '11 1-0
Lillý Rut Hlynsdóttir '56 2-0
Margrét Lára Viðarsdóttir '61 3-0
3-1 Sveindís Jane Jónsdóttir '67
3-2 Sophie Mc Mahon Groff '70 , víti
21.09.2019  -  14:00
Origo völlurinn
Pepsi-Max deild kvenna
Aðstæður: Fínasta veður, gott hitastig miðað við árstíma og lítill vindur.
Dómari: Valdimar Pálsson
Áhorfendur: 616
Maður leiksins: Hallbera Guðný Gísladóttir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
4. Guðný Árnadóttir
7. Elísa Viðarsdóttir
9. Margrét Lára Viðarsdóttir (f)
10. Elín Metta Jensen
11. Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
14. Hlín Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
22. Dóra María Lárusdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir

Varamenn:
2. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
6. Mist Edvardsdóttir
17. Thelma Björk Einarsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
26. Stefanía Ragnarsdóttir
31. Vesna Elísa Smiljkovic
44. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Eiður Benedikt Eiríksson (Þ)
Rajko Stanisic
Einar Örn Guðmundsson
Karen Guðmundsdóttir
María Hjaltalín

Gul spjöld:
Sandra Sigurðardóttir ('69)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALUR ER ÍSLANDSMEISTARI ÁRIÐ 2019

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
92. mín
Boltinn berst útfyrir teiginn og Eva Lind tekur afleita sendingu afturfyrir...
91. mín
Keflavík fær innkast sem Sveindís mun grýta inn á teiginn...
90. mín
Inn:Kara Petra Aradóttir (Keflavík) Út:Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
88. mín
Hlín fær aukaspyrnu úti hægra megin, í þetta sinn kemur Hallbera ekki að taka, sennilega búin á því eftir öll þessi hlaup þarna yfir að taka auka og hornspyrnur...
88. mín
VÁ DAUÐAFÆRI!

Boltinn dettur fyrir Kristrúnu inná teignum en hún setur boltann framhjá!!!

Þarna hefði hún átt að jafna leikinn.
87. mín
Sveindís fer hérna illa með Elísu sem verður eitthvað reið og rífur hana niður.
86. mín
VÁ ELÍN METTA! - Neglir boltanum af 30 metrunum og boltinn sleikir slánna!

Hefði verið draumamark og gert út um leikinn.
84. mín
Dóra María rennir boltanum til hliðar á Hallberu sem bombar á markið en í bakið á Keflavíkurstelpu, þetta hefur verið hrikalega vont!
83. mín
Elín Metta keyrir á Keflavíkurvörnina og er á leiðinni inn á teiginn en brotið fyrir utan og Valdi Páls dæmir aukaspyrnu.

Einhverjir í stúkunni kölliðu eftir víti.
83. mín
Inn:Amelía Rún Fjeldsted (Keflavík) Út:Dröfn Einarsdóttir (Keflavík)
80. mín
Uss! - Keflavíkurstelpur vinna boltann á miðjunni og keyra tvær gegn Öddu en þarna gerði Adda hrikalega vel og sópar upp á miðjunni.
Hefði getað orðið hættulegt ef þær hefðu farið framhjá henni líka...
79. mín
Hallbera sendir boltann fyrir og Hlín nær skotinu en framhjá.

Margrét Lára var beint fyrir aftan hana í mun betri stöðu en þarna vantaði talandann.
78. mín
Sveindís kemur hér að hliðarlínunni og þarf aðhlynningu, virðist hafa tognað í þessu skoti.
77. mín
VAAAAAAÁÁÁÁÁÁ SVEINDÍS JANE JÓNSDÓTTIR!

SVEINDÍS SNÝR MEÐ BOLTANN Á MIÐJUNNI, TEKUR GABBHREYFINGU Á DÓRU MARÍU OG LÆTUR SVO VAÐA AF SVINA 35 METRUM OG BOLTINN SMELLUR Í SLÁNNI!

Þetta hefði verið svakalegt mark og hefði sett alvarlegt stress í Valskonur!
75. mín
Inn:Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
74. mín
Valur fær horn, núna tekur Dóra María...

MLV9 með skallann en Aytac grípur.
72. mín
Valur fær aukaspyrnu sem er nánast úti við hornfána, Hallbera tekur þessa...

HVAÐ ER Í GANGI? - Hallbera setur hann upp í vinkilinn og Aytac blakar boltanum í slánna og þaðan í burtu!
70. mín Mark úr víti!
Sophie Mc Mahon Groff (Keflavík)
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
3-2!!!

Hvað er að gerast?? Fáum við dramatík?

Sophie setur boltann í hægra hornið, Sandra var í honum en nær ekki að verja.
69. mín Gult spjald: Sandra Sigurðardóttir (Valur)
HVAÐ ER AÐ GERAST!

Alveg eins moment, Sveindís vinnur baráttuna við Söndru og Sandra tekur hana niður innan teigs, víti og sanngjarnt spjald!
67. mín MARK!
Sveindís Jane Jónsdóttir (Keflavík)
MAAAAARK!!!

Þetta voru ótrúleg mistök hjá Söndru, en hún kom útfyrir teiginn og tapaði baráttunni við Sveindísi, en Sveindís nær boltanum í góðri fyrirgjafastöðu, lætur hinsvegar bara vaða úr mjög þröngu færi og setur hann inn! Sandra var mætt í markið og hefði meiraðsegja átt að verja þetta!

Galin tilraun sem skilaði sér.
65. mín
Valur fær hornspyrnu sem Hallbera og Fanndís taka stutt en fyrirgjöfin frá Hallberu er afleit í þetta skiptið.
63. mín
VÁ SANDRA SIG MEÐ VÖRSLU!

Keflavík fær aukaspyrnu við miðjan völlinn sem þær negla inná teiginn og Dröfn sýnist mér er ein gegn Söndru í þröngu færi og Sandra þarf að hafa sig alla við að verja þetta!
61. mín MARK!
Margrét Lára Viðarsdóttir (Valur)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir (f)
VALUR ER KOMIÐ Í 3-0!

Þær eru svo sannarlega í stuði hérna í seinni hálfleik.

Hallbera neglir hornspyrnunni á fjær þar sem Margrét Lára kemur boltanum yfir línuna.
60. mín
HALLBERA TEKUR SKOTIÐ ÚR ÞRÖNGU FÆRI ÞARNA!

Aytac með magnaða markvörslu, yfir markið!
59. mín Gult spjald: Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir (Keflavík)
Brýtur af sér hægra megin við teiginn.

Hallbera ætlar að spyrna þessu.
56. mín MARK!
Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Stoðsending: Dóra María Lárusdóttir
MAAAAARK!!!

DÓRA MARÍA LÆTUR BARA VAÐA, AYTAC ER Í BOLTANUM EN HANN FER Í STÖNGINA OG RÚLLAR MEÐFRAM LÍNUNNI OG LILLÝ RUT MÆTIR Á FJÆR OG SETUR BOLTANN YFIR LÍNUNA!

Bikarinn er á leiðinni á Hlíðarenda og Klara Bjartmarz er mætt hingað.
56. mín
Margrét Lára er hlaupin niður hérna úti vinstra megin.

Dóra María sendir þennan væntanlega fyrir markið.
54. mín
Hornspyrnan kemur fyrir markið og Natasha liggur eftir, lítur ekki vel út...
52. mín
Valur spilar sig vel í kringum teig Keflavíkur og var í nokkrum skotsénsum en boltinn fer út í kantinn þar sem Hlín sendir fyrir en Keflavík setur boltann í horn.
52. mín
Keflavík fær horn.

Sandra grípur þennan boltan auðveldlega.
50. mín
DAUÐAFÆRI!

Elín Metta leggur boltann út á Margréti Láru sem á að setja boltann í fyrsta yfir línuna en reynir að taka snertingu fyrst og er étin af Natöshu.
49. mín
Valur fær hornspyrnu, Hlín reyndi fyrirgjöf sem fór í Arndísi og afturfyrir.
46. mín
Leikurinn er kominn af stað aftur!

Núna byrja gestirnir frá Keflavík með boltann og sækja í átt að Öskjuhlíðinni.
45. mín
Hálfleikur
Valdi flautar fyrri hálfleikinn af, Valskonur leiða og eru 45 mínútum frá Íslandsmeistaratitli!
45. mín
Skotið frá Margréti í gegnum vegginn og þokkalega framhjá, léleg tilraun!

Kristín Ýr kallar þetta lufsuskot, sem mér finnst ágætis lýsing á þessu.
45. mín
Elín Metta fær aukaspyrnu á hættulegum stað fyrir utan teiginn, Margrét Lára, Fanndís og Hallbera ræða málin yfir boltanum.
45. mín
FÆRI!

Elín Metta rúllar Fanndís á bakvið vörn Keflavíkur, Fanndís neglir boltanum fyrir, beint á kollinn á Hlín sem skallar yfir!
39. mín
VÁ! - Elín Metta gerir svakalega vel, snýr af sér Snjólaugu og neglir boltanum blindandi yfir á Fanndísi sem er að sleppa í gegn en tekur hræðilega fyrstu snertingu og Sveindís af öllum leikmönnum er komin aftast til að vinna boltann.
37. mín
Keflavík að sækja í sig veðrið og Valskonur á hælunum, Maired með skotið fyrir utan teig núna rétt yfir slánna!
36. mín
VÁ!

Keflavík fær innkast sem Sveindís kastar langt inn á teiginn og Katla María hreinlega missir af boltanum á fjær eins og hún hafi ekki búist við að hann kæmi, þarna hefði hún auðveldlega getað jafnað leikinn!
34. mín
Lillý fer í bakið á Sophie á miðjum vellinum og Valdi dæmir aukaspyrnu við litla hrifningu Valskvenna, boltanum bombað inn á teiginn og Sandra sópar þetta upp.
31. mín
Maired fær boltann fyrir utan teiginn og reynir skotið en það fer yfir.
30. mín
Keflavík er að negla boltum fram og Hallbera á ótrúlega klaufalegan hátt setur hann í horn og engin nálægt henni.
28. mín
ÞVÍLÍKT FÆRI!

Fanndís fær boltann á miðjunni og snýr af sér tvær Keflavíkurstúlkur, þær keyra 3v3 og Fanndís leggur boltann á Elín Mettu sem er ein í gegn en tekur ömurlega snertingu og missir boltann frá sér.

Þarna átti Valur að komast í 2-0.
26. mín
Valur fær enn eitt hornið, Hallbera tekur...

Lillý nær skallanum en hann lekur framhjá.
24. mín
Boltinn sendur fyrir, Aytac kýlir frá en ekkiu langt og Lillý setur hausinn í boltann en Aytac grípur hann.
23. mín
Valur fær hornspyrnu sem Hallbera tekur að sjálfssögðu.

VÁ! - Þær spila frábærlega saman þarna Hallbera, Fanndís og Hlín sýndist mér, boltinn lagður út á Elísu í skot sem hamrar í varnarmann og horn hinumegin frá.
20. mín
Frábært spil hjá Val!

Spila sig vel upp hægri kantinn og svo rennir Hlín boltanum til hliðar við vítateiginn þar sem Dóra María kemur á siglingunni en smellir boltanum yfir markið.
17. mín
Adda reynir hér skot af 25 metrunum en Aytac grípur boltann, skemmtileg tilraun!
16. mín
VÁ! - Boltinn hrekkur af Kristrún Ýr og beint fyrir lappirnar á Elín Mettu sem reynir að setja boltann inn af stuttu færi en framhjá!
15. mín
Elín Metta fær aukaspyrnu utarlega vinstra megin sem Hallbera sendir inn á teiginn en boltinn rennur í markspyrnu.
11. mín MARK!
Hallbera Guðný Gísladóttir (f) (Valur)
MAAAAARK!!!

Boltanum en spyrnt inn á teiginn þar sem Keflavíkurstúlkur skalla boltann út úr teignum en Hallbera ákvað bara að hamra þennan niðri í vinstra hornið. - Alvöru bomba!

Titillinn virðist stefna hingað á Hlíðarenda, en ég veit fyrir víst að hann er einhversstaðar í borginni á milli Hlíðarenda og Lautarinnar.
11. mín
Íris Una rífur Hlín niður hérna hægra megin við teiginn, MLV9 stendur yfir boltanum.
7. mín
Kristrún Ýr togar í Fanndísi og hangir í henni úti á vinstri kantinum, Fanndís fær eðlielga aukaspyrnu.

Dóra María með skotið en það var lélegt.
3. mín
VÁ FÆRI!

Dröfn fær góðan bolta upp hægra megin og leggur boltann út í teiginn á Sveindísi sem er alein en setur boltann yfir markið!

Hefði verið vont fyrir Val að lenda undir.
3. mín
Vinkonurnar þær Hallbera og Fanndís taka þríhyrning upp vinstri kantinn þar sem Hallbera hamrar boltanum fyrir markið en Aytac grípur boltann.
2. mín
Fanndís brunar með boltann upp vinstri kantinn og neglir honum fyrir en Katla hreinsar.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

Valur byrjar með boltann og sækir í átt að Öskjuhlíð.
Fyrir leik
Þetta er að bresta á! - Liðin eru að labba út á völlinn á eftir Valda Páls og hans aðstoðarmönnum.

Queen Kristín Ýr les upp liðin og það er svaka stemmari hérna á Hlíðarenda.

Verður Valur íslandsmeistari eftir tæpar 2 klukkustundir?
Fyrir leik
Hálftími í leik, tónlistin byrjar að óma og liðin eru komin út að hita upp.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn hér til hliðar.

Valur byrjar með nákvæmlega sama lið og gegn Breiðablik í síðasta leik.

Keflavíkurstúlkur eru ekki komnar til að kasta inn hvíta handklæðinu og stillir upp sínu sterkasta liði.
Fyrir leik
Dómari dagsins er enginn annar en Þórsarinn, Valdimar Pálsson!

Reyndur dómari sem reyndar lagði flautuna á hilluna fyrir ekki svo löngu síðan til að sinna starfi framkvæmdastjóra Þórs, en hann hefur tekið flautuna upp aftur.
Fyrir leik
Það eru 65 mínútur í leik og Eiður Ben er búinn að henda niður nokkrum keilum á vallarhelming Vals, það er alvöru undorbúningur!
Fyrir leik
Það er ekki bara sjálfur Íslandsmeistaratitillinn sem verður útkljáður í dag heldur kemur líka í ljós hver verður markadrottning sumarsins.

Þrjár Valskonur hafa verið að berjast á toppnum lengst af í sumar og þykja líklegastar.

Elín Metta Jensen og Hlín Eiríksdóttir hafa skorað flest mörk í deildinni. 16 stykki í 17 leikjum. Þar á eftir kemur Margrét Lára Viðarsdóttir sem hefur skorað 14 mörk í jafnmörgum leikjum.

Það verður gaman að sjá hvað gerist hér í dag en yrði magnað ef skórnir þrír, gull, silfur og brons enduðu allir á Hlíðarenda.
Mist Rúnarsdóttir
Fyrir leik
Lokaumferð Pepsi Max-deildarinnar þetta árið er runnin upp. Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Keflavíkur.

Það er mikið undir hjá heimakonum í dag. Með sigri (og jafntefli nema Blikar skori á annan tug marka) tryggja þær sér Íslandsmeistaratitilinn.

Keflavík er fallið niður um deild og spilar upp á stoltið í dag.
Mist Rúnarsdóttir
Byrjunarlið:
1. Aytac Sharifova (m)
2. Þóra Kristín Klemenzdóttir
3. Natasha Anasi (f)
5. Sophie Mc Mahon Groff ('90)
7. Maired Clare Fulton
8. Sveindís Jane Jónsdóttir
10. Dröfn Einarsdóttir ('83)
11. Kristrún Ýr Holm (f)
15. Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('75)
17. Katla María Þórðardóttir
21. Íris Una Þórðardóttir

Varamenn:
13. Sigrún Björk Sigurðardóttir (m)
3. Gyða Dröfn Davíðsdóttir
7. Kara Petra Aradóttir ('90)
20. Eva Lind Daníelsdóttir ('75)
20. Dagmar Mýrdal Gunnarsdóttir
21. Ester Grétarsdóttir
30. Marín Rún Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Haukur Benediktsson
Amelía Rún Fjeldsted
Benedikta S Benediktsdóttir
Valdís Ósk Sigurðardóttir
Margrét Ársælsdóttir
Herdís Birta Sölvadóttir

Gul spjöld:
Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir ('59)

Rauð spjöld: