Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Haukar
3
2
ÍR
Vienna Behnke '8 1-0
1-1 Sigrún Erla Lárusdóttir '25
Vienna Behnke '79 2-1
Dagrún Birta Karlsdóttir '83 3-1
3-2 Linda Eshun '90
20.09.2019  -  19:15
Ásvellir
Inkasso deild kvenna
Dómari: Olgeir Halldórsson
Maður leiksins: Haukar
Byrjunarlið:
18. Chante Sherese Sandiford (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir ('86)
3. Katrín Mist Kristinsdóttir
5. Helga Ýr Kjartansdóttir
6. Vienna Behnke
10. Lára Mist Baldursdóttir ('80)
13. Kristín Fjóla Sigþórsdóttir ('56)
16. Sierra Marie Lelii ('86)
19. Dagrún Birta Karlsdóttir (f) ('89)
23. Sæunn Björnsdóttir
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Varamenn:
1. Selma Líf Hlífarsdóttir (m)
8. Harpa Karen Antonsdóttir ('86)
9. Regielly Oliveira Rodrigues ('80)
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
25. Elín Björg Símonardóttir ('56)
26. Helga Magnea Gestsdóttir
39. Berghildur Björt Egilsdóttir ('89)

Liðsstjórn:
Jakob Leó Bjarnason (Þ)
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir (Þ)
Rún Friðriksdóttir
Sigrún Björg Þorsteinsdóttir
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Svandís Ösp Long
Sigmundur Einar Jónsson

Gul spjöld:
Sæunn Björnsdóttir ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er leik lokið.

3-2 Haukasigur í seinastu umferð Inkasso deildar kvenna og sjöundi sigur þeirra í röð. Tindastóll vann sinn leik þannig Haukar taka 4. sætið með 36 stig en ÍR stelpur sitja enn á botninum.

Glæsilegur seinni hluti tímabilsins hjá Hauka stelpum en 7 sigurleikir í röð er ekki eitthvað sem maður sér oft.

Ég hendi inn skýrslu um leikinn sem fyrst en þakka fyrir mig héðan frá Ásvöllum og takk fyrir góða baráttu í deildinni í sumar.
90. mín
Nei þarna komst Elín í gegn en Eva Ýr er að eiga stórleik, hún er eins og handboltamarkmaður með allar þessar vörslur
90. mín
Nú ætla ÍR stelpur að liggja á heimamönnum
90. mín MARK!
Linda Eshun (ÍR)
LINDA ESHUN MEÐ GULLFALLEGT MARK 3-2

Magnað spil hjá ÍR stelpum sem endaði á gullfallegri klárun hjá Lindu. Ég held að það hafi næstum flestir leikmenn ÍR snert boltann fyrir markið, þetta var flott.
89. mín
Inn:Berghildur Björt Egilsdóttir (Haukar) Út:Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)
88. mín
Nú er lítið eftir og staðan er meira en verðskulduð og líklega það sem maður bjóst við
86. mín
Inn:Harpa Karen Antonsdóttir (Haukar) Út:Sierra Marie Lelii (Haukar)
86. mín
Inn:Rún Friðriksdóttir (Haukar) Út:Heiða Rakel Guðmundsdóttir (Haukar)
84. mín
Inn:Wiktoria Klaudia Bartoszek (ÍR) Út:Álfheiður Bjarnadóttir (ÍR)
84. mín
Inn:Viktoria Szumowska (ÍR) Út:Auður Sólrún Ólafsdóttir (ÍR)
83. mín MARK!
Dagrún Birta Karlsdóttir (Haukar)
3-1 FYRIR HAUKUM

Eftir þessa mögnuðu vörslu kom hornspyrna og Dagrún skallaði þessum þæginlega upp í hornið
83. mín
DAUÐAFÆRI EN EVA ÝR ER AÐ EIGA STÓRLEIK

Þrátt fyrir að vera undir þá er Eva á einhverju öðru leveli hér í kvöld
82. mín Gult spjald: Sæunn Björnsdóttir (Haukar)
Sæunn fær gult spjald fyrir kjaft
82. mín
Vienna næstum með annað mark sitt í leiknum en skotið fór rétt framhjá
81. mín
Stelpurnar í Tindastól eru komnar yfir þannig Haukar ná ekki þriðja sætinu eins og er þrátt fyrir sigur hérna
80. mín
Inn:Regielly Oliveira Rodrigues (Haukar) Út:Lára Mist Baldursdóttir (Haukar)
79. mín MARK!
Vienna Behnke (Haukar)
Stoðsending: Heiða Rakel Guðmundsdóttir
2-1 FYRIR HAUKUM

Heiða spretti upp hægri kantinn og tók skotið en frábærlega varið hjá Evu, Heiða náði boltanum aftur og senti út á Viennu sem hreinlega chippaði boltanum yfir Evu, gullfallegt mark
76. mín
Olgeir er enn með hart grip á leiknum og lætur innköstin vera tekin aftur ef þau eru ekki á hárréttum stað, ég fíla það
74. mín
Þetta getur verið hættulegt og er alltaf mjög vont en leikurinn hefst aftur, Elísabet ætlar að hlaupa þetta af sér
74. mín
Leikurinn er stöðvaður aftur en ég held að þetta sé Elísabet Lilja sem liggur þarna eftir fastan bolta í andlitið
72. mín
Tara reynir að koma sér í gegn en Linda lætur ekkert framhjá sér fara og stöðvaði hana eins og veggur
70. mín
Lára Mist með ÞRUSUSKOT en Eva Ýr ver þetta fallega og boltinn fer út í hornspyrnu.

Ekkert varð úr horninu.

69. mín
Leikurinn er vissulega hafinn aftur en lítið að gerast
67. mín
Leikurinn er stopp eins og er en leikmaður ÍR liggur niðri við þeirra mark, erfitt að sjá hver þetta er en hún er allavega að standa upp
66. mín
Elísabet Lilja fer illa með Töru og Sierru en sendingin slök og Haukar aftur með boltann
65. mín
Eva Ýr er að sýna hvað í henni býr í þessum leik, önnur frábær varsla hjá henni. Held að þetta hafi verið Helga sem var með hörkufast skot en Eva tók vel við því
63. mín
Heiða keyrir upp en Irma rennir sér fyrir, falleg tækling
62. mín
Olgeir er með mjög góð tök á leiknum og er harðákveðinn, flottur leikur hjá honum
61. mín
Hreinlega glórulaust hjá Hauka stelpum að lenda í öllum þessum rangstæðum, sumar þeirra eru svo langt fyrir innan að hálfa væri nóg
60. mín
Mjög illa farið með gott færi hjá Haukum, Sierra hljóp fram með boltann og þær voru þrjár á tvo varnarmenn og Heiða alveg frí á kantinum en Sierra reyndi að koma boltanum til vinstri og ÍR stelpur gerðu vel og leistu úr þessu
57. mín
Heiða kemst í gegn en aftur fer skotið frá Haukum yfir markið
56. mín
Inn:Elín Björg Símonardóttir (Haukar) Út:Kristín Fjóla Sigþórsdóttir (Haukar)
Fyrsta skipting leiksins
55. mín
Linda Eshun hefur byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og er að refsa framherjum Hauka
53. mín
Skemmtileg sókn hjá Haukum en Heiða stal boltanum snyrtilega af Irmu og senti inn á Sierru sem lagði hann vel fyrir sig en skaut svo yfir
52. mín
Álfheiður tekur spyrnuna en Chante grípur þennan
52. mín
Sæunn brýtur á Mörtu og fá ÍR stelpur aukaspyrnu hérna, áhugavert að það hefur ekkert spjald farið á loft hér í kvöld
51. mín
Eins og ég sagði í fyrri hálfleik þá er leikurinn aðallega spilaður nálægt hliðarlínunni hérna við bekkina, þannig þá verða líklega allt aðrir leikmenn í sviðsljósinu núna í seinni hálfleik.
49. mín
Sæunn með skot af löngu færi en það flýgur yfir
48. mín
Þarna var Vienna nálægt því að taka forystuna fyrir heimastelpur en Sæunn var með góðan bolta en skotið fór rétt framhjá
45. mín
Seinni háfleikur byrjar af krafti en Chante fær fast skot á sig en ver vel, sá ekki hver tók skotið en þær voru nokkrar þarna í hóp.
45. mín
Leikur hafinn
Jæja gott fólk, þá hefst leikurinn aftur
45. mín
Hálfleikur
Vienna, Sierra og Katrín Mist verið mest áberandi hjá heimastúlkum og verið virkilega góðar og léttar á boltanum, Vienna hefur snúið á marga leikmenn ÍR í kvöld.

En þar á móti hefur Eva Ýr staðið sig afar vel í markinu í kvöld sem og vörnin verið ágæt og sem betur fer þar sem Haukar liggja á þeim og þetta jöfnunarmark ÍR var eiginlega eina færið þeirra og held að þetta hafi verið eina skot þeirra í leiknum.

Haukastelpur spila vel og pressa ennþá betur, þær leyfa gestunum ekki að komast upp með neitt.
45. mín
Hálfleikur
Jæja Olgeir setti engann uppbótartíma á leikinn og flautar til hálfleiks, eflaust allir sáttir með það að komast inn sem fyrst
44. mín
Tara Björk tekur skotið af mjög löngu færi en Eva stökk til og greip þennan. Eitt svona skot gæti léttilega laumast inn
44. mín
Ég fer að verða hræddur um að skýlið sem ég sit í fer að fljúga af stað, þannig er veðrið
43. mín
Virkilega erfitt að taka gott útspark hérna í þessu veðri en boltinn fýkur bara til mín á hliðarlínunni
41. mín
Katrín Mist hleypur hér mjög léttilega framhjá þremur ÍR-ingum og þetta leit rosalega vel út þangað til sjálfur fyrirliðinn, Andrea Katrín, mætti og stal boltanum
40. mín
Upp úr þessu komst Sierra ein í gegn en virkilega vel gert hjá Evu Ýr sem hreinlega lagðist fyrir hana og rændi botlanum
39. mín
ÍR stelpur fengu hérna hornspyrnu með vindinn í bakið, það hefði verið hægt að gera gott úr þessu en Haukar náðu boltanum fljótt
36. mín
Línudómarinn við mark ÍR er alveg óður með flaggið en hérna kom enn ein rangstaðan
34. mín
Ég gæti ekki giskað á hversu mörg innköst hafa verið í þessum leik.
31. mín
Nú er einnig töluvert búið að bætast í rigninguna og veðrið er bara alls ekki gott hérna á Ásvöllum
30. mín
Katrín Mist hefur reynt margar sendingar af kantinum inní teig, þessar sendingar væru eflaust góðar í góðu veðri en vindurinn fleygir þeim öllum í hendurnar hennar Evu
28. mín
Þegar þetta mark skall á ætlaði ég að segja hvernig stelpurnar úr Breiðholti höfðu varla séð til sólar í þessum leik, Haukar hafa legið á teignum þeirra og tekið við hreinsunum ÍR og endurtekið þetta aftur og aftur.

En ÍR stelpur þurftu ekki meira en þetta færi til að jafna leikinn.
25. mín MARK!
Sigrún Erla Lárusdóttir (ÍR)
JÖFNUNARMARK FYRIR ÍR

Þetta mark kom eiginlega upp úr þurru en ÍR stelpur spiluðu saman á miðjunni og allt í einu boltinn var sparkaður inn fyrir vörn Hauka, ekki góð sending en Sigrún Erla tók vel við henni og kom sér ein á móti Chante og eiginlega hælaði boltann inn. Frábærlega gert hjá Sigrúnu
23. mín
ÍR stelpur komust hérna í gott færi, 3 á 3 en Marta með arfaslaka sendingu sem Chante tekur við auðveldlega
21. mín
Þegar ég var að skrifa þetta komst Sierra ein í gegn en var dæmd rangstæð
20. mín
Hauka stelpur eru að dæma sig rangar frekar oft hérna en þær drífa sig mikið í þessum löngu sendingum
18. mín
HEIÐA VAR ÞARNA HÁRSBREIDD FRÁ ÞVÍ AÐ SKALLA BOLTANN Í NETIÐ

Sierra var með flotta takta á kantinum og kom boltanum inn en hann var örfáa millimetra frá hausnum á Heiðu
15. mín
Vindurinn feikir boltanum um í loftinu en ekkert varð úr þessari hornspyrnu
14. mín
Vienna kemst í frábært færi og skýtur á markið en mjög góð blokkering og boltinn fer í horn
12. mín
Lára Mist reynir skotið fyrir utan teig en það fer rétt yfir markið
11. mín
Hauka stelpur pressa vel á alla leikmenn ÍR og ná boltanum aftur sama hvað.
8. mín MARK!
Vienna Behnke (Haukar)
ÞAÐ ER KOMIÐ FYRSTA MARK LEIKSINS

Ég skráði Viennu sem markaskorara hérna en hún tók hornspyrnu sem datt inn í teiginn og ÍR stelpur reyndu að hreinsa en boltinn endaði svo bara inní markinu þeirra.

Þetta var sjálfsmark svo best sem ég sá og spurning hvort þetta mikla rok hafi spilað inn í þetta.
8. mín
Minni á að leikurinn er sýndur á Haukar TV á Youtube, endilega kíkið á það.
5. mín
Vienna hljóp upp vinstri kantinn og senti inn en vörn ÍR gerir vel hérna og þær halda boltanum núna
4. mín
Katrín Mist reyndi góða sendingu í gegnum vörn ÍR en rangstaða er dæmd á þetta
3. mín
Leikurinn er bara búinn að vera spilaður hérna við varamannabekkina og strax komin meira en 6 innköst
1. mín
ÍR fær aukaspyrnu á miðju vallarins og rokið fýkur boltanum burt og gerir það erfitt að taka spyrnuna, það verður líklegast mikið um þetta
1. mín
Leikur hafinn
Þá hefst leikurinn og það eru Haukastelpur sem byrja með knöttinn
Fyrir leik
Haukastelpur eiga ennþá tölfræðilega möguleika á að ná öðru sætinu og komast upp í Pepsi en þá þarf að treysta á úrslit í öðrum leikjum og sömuleiðis að vinna upp mikinn markamun eða um 10 mörk.

Á meðan eru ÍR stelpur löngu farnar niður.
Fyrir leik
Verið að færa Töru Björk blómvönd á vellinum en hún er heiðruð fyrir að vera spila sinn 101 leik fyrir Hauka.
Fyrir leik
Jæja gott fólk, þá eru liðin að ganga inná völlinn, það er smá úði hérna en vissulega mikið rok, það mun án efa hafa einhver áhrif á átt boltans en það er bara auka skemmtun.
Fyrir leik
Haukar eru klárlega sterkari aðilinn fyrir þennan leik en þær sitja í 4. sæti deildarinnar með 33 stig og hafa unnið seinustu sex leiki sína. Ef skagastelpurnar í ÍA ná sigri gegn Tindastól þá stela Haukar 3. sætinu en þær eru allavega öruggar með það fjórða.

Á meðan eru ÍR konur í miklum vandræðum. Þær steinliggja á botni deildarinnar með aðeins 4 stig og -59 í markatölu. Fyrsti sigur þeirra kom í sextándu umferð en seinasti leikur var hinsvegar 0-4 tap gegn Tindastóli.

Það verður því að teljast ólíklegt að ÍR nái einhverju úr þessum leik og hugsanlega verður þetta markaveisla fyrir Hauka
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og verið hjartanlega velkomin í þessa textalýsingu fyrir leik Hauka gegn ÍR.

Þetta er seinasta umferðin í Inkasso deild kvenna.

Leikurinn byrjar kl. 19:15 á Ásvöllum, heimavelli Hauka.
Byrjunarlið:
1. Auður Sólrún Ólafsdóttir (m) ('84)
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Elísabet Lilja Ísleifsdóttir
3. Irma Gunnþórsdóttir
3. Linda Eshun
5. Álfheiður Bjarnadóttir ('84)
7. Brynja Dögg Sigurpálsdóttir
10. Sigrún Erla Lárusdóttir
11. Andrea Katrín Ólafsdóttir (f)
24. Marta Quental
26. Anna Bára Másdóttir

Varamenn:
17. Wiktoria Klaudia Bartoszek ('84)
20. Oddný Karólína Hafsteinsdóttir
22. Viktoria Szumowska ('84)

Liðsstjórn:
Sigurður Þ Sigurþórsson (Þ)
Bjarkey Líf Halldórsdóttir
Felix Exequiel Woelflin
Ásgeir Þór Eiríksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: