Meistaravellir
sunnudagur 22. september 2019  kl. 14:00
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Hæfilega mikil rigning. Frábærar aðstæður.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1627 manns
Maður leiksins: Skúli Jón Friðgeirsson
KR 3 - 2 FH
0-1 Steven Lennon ('10)
1-1 Tobias Thomsen ('16)
2-1 Finnur Tómas Pálmason ('18)
2-2 Steven Lennon ('49)
3-2 Pálmi Rafn Pálmason ('54, víti)
Myndir: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
0. Kristján Flóki Finnbogason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson (f)
7. Skúli Jón Friðgeirsson ('89)
7. Tobias Thomsen ('82)
10. Pálmi Rafn Pálmason ('58)
11. Kennie Chopart
16. Pablo Punyed
19. Kristinn Jónsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
25. Finnur Tómas Pálmason

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('89)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('58)
9. Björgvin Stefánsson ('82)
14. Ægir Jarl Jónasson
18. Aron Bjarki Jósepsson

Liðstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Jón Hafsteinn Hannesson
Friðgeir Bergsteinsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Finnur Tómas Pálmason ('30)
Pablo Punyed ('45)
Skúli Jón Friðgeirsson ('73)

Rauð spjöld:


@kristoferjonss Kristófer Jónsson
94. mín Leik lokið!
Þá flautar Erlendur til leiksloka. KR vinnur sinn síðasta heimaleik tímabilið 2019 og nú er bara endalaus gleði framundan í Vesturbænum.

Viðtöl og skýrsla koma síðar.
Eyða Breyta
93. mín
Steven Lennon fær hér boltann við vítateigshornið sem að hann tekur í fyrsta. Boltinn fer hins vegar vel framhjá.
Eyða Breyta
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
Eyða Breyta
89. mín Arnþór Ingi Kristinsson (KR) Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Heiðursskipting fyrir Skúla Jón sem að er búinn að vera frábær í dag.
Eyða Breyta
88. mín
Óskar Örn með frábær stungusendingu inná Pablo sem að rennur honum fyrir en þar er enginn nema Guðmundur Kristjánsson.
Eyða Breyta
86. mín
USSS FRÁBÆR SÓKN HJÁ FH!!!!!

Atli Guðnason fer hér illa með Kennie Chophart og setur hann fyrir á Steven Lennon sem að er í dauðafæri við að fullkomna þrennu sína en Arnór Sveinn nær að renna sér fyrir skot hans og endar boltinn hjá Beiti í markinu.
Eyða Breyta
82. mín Björgvin Stefánsson (KR) Tobias Thomsen (KR)

Eyða Breyta
81. mín
Brandur við það að sleppa í gegn en Finnur Tómas bjargar á ögurstundu.
Eyða Breyta
80. mín Atli Guðnason (FH) Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Síðasta skipting FH í leiknum.
Eyða Breyta
77. mín
Aðeins búið að fjara undan hérna. Vallarklukkan búin að vera með stæla hér á Meistaravöllum við litla hrifningu okkar hér í blaðamannastúkunni.
Eyða Breyta
76. mín Gult spjald: Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH)
Tapar baráttu 50/50 gegn Kristni og brýtur svo á honum.
Eyða Breyta
73. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli kominn í einhvern hasar.
Eyða Breyta
68. mín Þórður Þorsteinn Þórðarson (FH) Cédric D'Ulivo (FH)

Eyða Breyta
67. mín
Grindavík er komið yfir gegn Val sem að vekur mikla kátínu meðal KR stuðningsmanna.
Eyða Breyta
65. mín
Vá geggjað spil hjá KR. Kiddi geysist hér upp og á hælsendingu á Óskar sem að setur hann í fyrsta aftur á Kidda. Gummi Kristjáns kemst hinsvegar fyrir sendingu Kidda.
Eyða Breyta
63. mín Gult spjald: Brandur Olsen (FH)
Bara tímaspursmál hvenær Brandur myndi fá spjald.
Eyða Breyta
62. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Pétur alltof seinn í Skúla Jón. Hárrétt.
Eyða Breyta
60. mín
Pablo geysist hér upp og ætlar að reyna að finna Tobias en sendingin er of föst. Daði ætlar sér að ná í boltann við endalínunna en missir hann útaf. Klaufalegt en kemur ekki að sök þar sem að ekkert verður úr hornspyrnunni.
Eyða Breyta
58. mín Finnur Orri Margeirsson (KR) Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Það síðasta sem að Pálmi gerir í þessum leik.
Eyða Breyta
57. mín
USSS PÁLMI Í FLOTTU FÆRI!!!!!

Kennie Chophart spólar hér upp kantinn og nær geggjaðri fyrirgjöf sem að Pálmi reynir að taka á lofti. Hann hittir boltann hins vegar ekki og sóknin rennur út í sandinn.
Eyða Breyta
54. mín Mark - víti Pálmi Rafn Pálmason (KR)
GRÍÐARLEGA ÖRUGGT HJÁ PÁLMA!!!!!

Þessi geggjaði leikur heldur áfram.
Eyða Breyta
53. mín Gult spjald: Cédric D'Ulivo (FH)
FH-ingar vægast sagt ósáttir með þennan dóm. Alveg klárlega hægt að setja spurningamerki við þennan dóm.
Eyða Breyta
53. mín
KR FÆR VÍTI!!!!

Óskar Örn kominn hér inní teig og Cedric brýtur á honum.
Eyða Breyta
52. mín
FH-ingar geysast hér uppí sókn þar sem að Morten Beck brýtur klaufalega á landa sínum Kennie.
Eyða Breyta
49. mín MARK! Steven Lennon (FH), Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
FH BÚIÐ AÐ JAFNA!!!!!!

Morten Beck er hér við það að sleppa í gegn en Arnór Sveinn gerir vel og kemst fyrir hann. Boltinn berst í átt að Finni Tómasi sem að rennur til og missir boltann til Jónatans sem að setur hann innfyrir á Steven Lennon sem að klárar glæsilega.
Eyða Breyta
47. mín
Jónatan Ingi með góðan sprett hér upp kantinn og rennir boltanum á Morten Beck sem að skýtur í átt að marki en Arnór Sveinn kemst fyrir boltann.
Eyða Breyta
46. mín Davíð Þór Viðarsson (FH) Þórir Jóhann Helgason (FH)
Leikurinn hafinn að nýju. Fyrirliðinn Davíð Þór kemur inn í stað Þóris.
Eyða Breyta
45. mín
KR-ingar halda áfram að sækja. Óskar með fasta fyrirgjöf sem að Kristján Flóki er hárbreidd frá því að reka tánna í. Boltinn berst svo til Kennie sem að reynir þrumuskot en það fer í Tobias og yfir.
Eyða Breyta
45. mín Gult spjald: Pablo Punyed (KR)
Of seinn inní Gumma Kristjáns og fær réttilega gult spjald. Gummi búinn að vera vel pirraður í þessum leik og ýtir í Pablo. Þarf að fara að passa sig þar sem að hann er á gulu.
Eyða Breyta
44. mín
Jónatan Ingi með góða fyrirgjöf sem að Morten Beck nær að teygja sig í en skallinn er laus og beint á Beiti í markinu.
Eyða Breyta
41. mín
Kennie Chophart með skemmtilega fyrirgjöf sem að endar ofan á slánni.
Eyða Breyta
36. mín
KR-ingar í góðri sókn hérna. Kiddi Jóns pressar Cedric vel og kemur boltanum á Óskar sem að er aleinn inní teignum. Hann reynir hinsvegar að renna boltann á Pablo sem að misheppnast.
Eyða Breyta
31. mín
Títtnefndur Brandur tekur aukaspyrnuna sem að Beitir slær yfir. Óskar Örn skallar síðan hornspyrnu Brands frá.
Eyða Breyta
30. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
Brýtur á Þóri hér rétt fyrir utan teig. Klaufalegt hjá honum.
Eyða Breyta
28. mín
Brandur Olsen fær svo sannarlega að finna fyrir því hér á Meistaravöllum. Stuðningsfólk KR duglegt að kalla á hann og baula á hann í hvert skipti sem að hann fær boltann.
Eyða Breyta
25. mín
Óskar Örn fær hér góða sendingu innfyrir frá Skúla Jóni en nær ekki að halda boltanum niðri sem að fer aftur fyrir endamörk.
Eyða Breyta
23. mín
Daði Freyr er staðinn upp og leikurinn getur haldið áfram.
Eyða Breyta
20. mín
Daði Freyr liggur hér eftir viðskipti sín við Pálma Rafn. Þarf að fá aðhlynningu.
Eyða Breyta
18. mín MARK! Finnur Tómas Pálmason (KR), Stoðsending: Pablo Punyed
ÞETTA ER FLJÓTT AÐ BREYTAST Í ÞESSU!!!!!

Hornspyrna Pablo er geggjuð og beint á kollinn á Finni Tómasi sem að skorar sitt annað mark í sumar. Hitt kom einnig gegn FH.
Eyða Breyta
18. mín
KR fær hornspyrnu sem að Pablo ætlar að taka.
Eyða Breyta
16. mín MARK! Tobias Thomsen (KR), Stoðsending: Óskar Örn Hauksson
KR BÚIÐ AÐ JAFNA!!!!!!!

Kennie Chophart á draumaskiptingu yfir á Óskar Örn sem nær frábærri fyrirgjöf beint á kollinn á Tobias sem að stangar boltann inn. Geggjað mark.
Eyða Breyta
15. mín Gult spjald: Guðmundur Kristjánsson (FH)
Fyrir tuð. Sennilega eftir að Kennie jarðaði hann áðan.
Eyða Breyta
14. mín
Kennie Chophart gerir vel hérna og kjötar Gumma Kristjáns og reynir sendingu fyrir sem að Daði kemst í.
Eyða Breyta
10. mín MARK! Steven Lennon (FH)
FH ER KOMIÐ YFIR!!!!

Jónatan Ingi er hér skyndilega kominn í gegn og setur hann undir Beiti í markinu. Skúli Jón nær hins vegar að bjarga á línu en það vill ekki betur til en að boltinn berst til Lennon sem að hamrar hann í þaknetið. FH í góðri stöðu. Brandur Olsen fagnar beint í smettið á stuðningsfólki KR sem að baular á hann.
Eyða Breyta
8. mín
Pablo með góða aukaspyrnu innfyrir vörn FH þar sem að Finnur Tómas er mættur, en hann tekur lélegt touch og boltinn rennur til Daða. Strax í kjölfarið geysist FH í skyndisókn þar sem að Steven Lennon nær fyrirgjöf á Morten Beck en skalli hans er framhjá.
Eyða Breyta
6. mín
Eftir hornspyrnu Pablo verður einhverskonar klafs sem að KR-ingar ná ekki að gera sér mat úr.
Eyða Breyta
5. mín
Kennie kemur hér á siglngu og reynir fyrirgjöf sem að Hjörtur kemst fyrir. KR á hornspyrnu.
Eyða Breyta
4. mín
Varnarmenn KR koma spyrnu Brands frá.
Eyða Breyta
3. mín
Brandur tekur aukaspyrnuna en hún fer í varnarmann og afturfyrir.
Eyða Breyta
3. mín
Kristinn Jónsson brýtur hér klaufalega á Þóri við vítateigshornið. Stórhættulegur staður.
Eyða Breyta
1. mín
Steven Lennon fær hér stungusendingu og er kominn einn í gegn en er réttilega flaggaður rangstæður.
Eyða Breyta
1. mín
Leikurinn hafinn. FH byrjar með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Hér er verið að veita allskonar viðurkenningar. KR-ingar heiðra hér Davíð Þór Viðarsson, fyrirliða FH, en hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil.
Þá fær Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR, einnig viðurkenningu en þetta er hans síðasti heimaleikur fyrir KR þar sem að hann ætlar einnig að hætta eftir þetta tímabil.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þá ganga liðin inná völlinn. FH-ingar standa heiðursvörð fyrir KR-inganna sem að verður nú að teljast virðingavert. Prik á Hafnfirðinganna fyrir þetta. Hinum meginn á vellinum standa nokkrir útvaldir KR-ingar og halda á blysum. Þá er búið að kveikja í einni tertu. Geggjuð umgjörð hjá Íslandsmeisturunum.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Það rignir aðeins hér í Vesturbænum sem að er bara flott. Fólk sem að ætlar sér að mæta ætti að koma vel klætt. Alltaf hægt að fara úr jakkanum bara ef þess þarf.
Eyða Breyta
Fyrir leik
FH-ingar gera þrjár breytingar á liði sínu frá síðasta leik þegar að þeir unnu ÍBV 6-4 í sennilega ruglaðasta leik sumarsins. Kristinn Steindórsson, Guðmann Þórisson og Þórður Þorsteinn Þórðarsson koma út og inn í þeirra stað koma þeir Brandur Olsen, Guðmundur Kristjánsson og Cedric D'Ulivo.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru nú klár. KR-ingar gera engar breytingar á liði sínu frá síðasta leik, þegar að þeir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn gegn Val.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Næstsíðasta umferð Pepsi Max-deildar karla fer öll fram á sama tíma og er möguleiki á að úrslit ráðast allstaðar þar sem að skiptir máli. Það er eitt Evrópusæti eftir og eins og fyrr segir er FH í bílstjórasætinu að ná því. Vinni þeir í dag er þetta komið hjá þeim. Geri þeir jafntefli þurfa þeir að treysta á að Stjarnan vinni ekki Fylki í dag. Tapi þeir leiknum þurfa þeir að treysta á að Fylkir og Stjarnan geri jafntefli. Ég held að þetta sé rétt reiknað hjá mér.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Þessi lið hafa fyrir þennan leik tvisvar mæst í sumar. KR-ingar unnu fyrri leik þessara liða í deildinni 2-1 þar sem að Alex Freyr Hilmarsson og Tobias Thomsen skoruðu mörk Vesturbæjinga. Steven Lennon skoraði fyrir FH.

Þá áttust þessi lið við í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í Kaplakrika þar sem að FH hafði betur, 3-1. Steven Lennon, Brandur Olsen og Morten Beck Guldsmed skoruðu mörk FH og Finnur Tómas Pálmason skoraði fyrir KR.
FH tapaði úrslitaleiknum gegn Víking og þurfa því að tryggja sér inní Evrópu í gegnum deildarkeppnina.
Eyða Breyta
Fyrir leik
KR-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Val í síðustu umferð og munu taka við bikarnum eftir leikinn í dag. FH-ingar eru í bílstjórasætinu um Evrópusæti og geta tryggt sér endanlega í dag með sigri. KR-ingar munu hins vegar pottþétt ekki gefa neitt eftir og munu láta FH hafa fyrir þessu í dag.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Komiði margblessuð og sæl kæru lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu á leik KR og FH í næstsíðustu umferð Pepsi Max-deildar karla.
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
3. Cédric D'Ulivo ('68)
4. Pétur Viðarsson
5. Hjörtur Logi Valgarðsson
7. Steven Lennon
9. Jónatan Ingi Jónsson ('80)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
14. Morten Beck Guldsmed
16. Guðmundur Kristjánsson
24. Daði Freyr Arnarsson
27. Brandur Olsen
29. Þórir Jóhann Helgason ('46)

Varamenn:
1. Gunnar Nielsen (m)
8. Kristinn Steindórsson
10. Davíð Þór Viðarsson ('46)
11. Atli Guðnason ('80)
15. Þórður Þorsteinn Þórðarson ('68)
21. Guðmann Þórisson
22. Halldór Orri Björnsson

Liðstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Ásmundur Guðni Haraldsson
Guðlaugur Baldursson
Eiríkur K Þorvarðsson
Ólafur H Guðmundsson
Hákon Atli Hallfreðsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:
Guðmundur Kristjánsson ('15)
Cédric D'Ulivo ('53)
Pétur Viðarsson ('62)
Brandur Olsen ('63)
Þórður Þorsteinn Þórðarson ('76)

Rauð spjöld: