Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
KR
1
0
Víkingur R.
Kennie Chopart '31 1-0
07.06.2020  -  19:15
Meistaravellir
Meistarar meistaranna karlar
Aðstæður: 10° en virkar eins og það sé kaldara vegna golu. Alskýjað og byrjað að rigna!
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Atli Sigurjónsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
4. Arnþór Ingi Kristinsson ('67)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Finnur Tómas Pálmason
7. Tobias Thomsen
8. Finnur Orri Margeirsson
8. Stefán Árni Geirsson ('61)
11. Kennie Chopart (f) ('61)
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson ('66)

Varamenn:
13. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
6. Gunnar Þór Gunnarsson
14. Ægir Jarl Jónasson ('66)
16. Pablo Punyed ('67)
17. Alex Freyr Hilmarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson ('61)
22. Óskar Örn Hauksson ('61)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Valgeir Viðarsson
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Friðgeir Bergsteinsson
Sigurður Jón Ásbergsson

Gul spjöld:
Stefán Árni Geirsson ('37)
Pálmi Rafn Pálmason ('70)

Rauð spjöld:
90. mín
Eftir leik Óskar Örn nær sjálfur í bikarinn þar sem ekki má afhenda hann.
Leik lokið!
KR er Meistari meistaranna! viðtöl og skýrsla væntanleg.
90. mín
94. ÓMK með skot yfir.
90. mín
93. Brot dæmt á Pálma nokkrum metrum fyrir utan teig KRinga.
90. mín
91. Bóas stýrir KR stuðningsmönnum. 1-0 fyrir stórveldið segir hann.
90. mín
91. Þremur mínútum bætt við. Þriðji 1-0 sigur KR gegn Víkingum að verða staðreynd?
88. mín
Flott upphlaup Víkinga. Helgi nær til boltans úti hægra megin í teignum og rennir honum á Águst sem skýtur utanfótar rétt framhjá fjærstönginni.
87. mín
Helgi dæmdur brotlegur gegn Finni Tómasi. Helgi ósáttur.
85. mín
Flott hornspyrna. Aron Bjarki á misheppnaða tilraun sem KRingur komst í og skallaði yfir markið.
85. mín
Kiddi með fyrigjöf sem hreinsuð er í hornspyrnu.
84. mín
Sýndist Júlli eiga fyrirgjöf sem Óttar skallar á markið. Laus skalli og auðvelt fyrir Beiti.
82. mín Gult spjald: Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
Togar í Tobias sem var að leggja af stað í mikinn sprett.
81. mín
Logi fær annan séns núna. Finnur Tómas hreinsar í horn eftir snöggt innkast Davíðs.

Miklu betri bolti en skallað frá.
79. mín
Logi skýtur úr þröngu færi og Beitir ver í horn. Logi að eiga flottar mínútur.

Curse of the commentator. Hornið yfir allan pakkann.
79. mín
Davíð og Logi með fyrirgjafir. Víkingar aðeins að vakna.
78. mín
76. mín
Leikur stöðvaður, Aron liggur eftir og heldur sér um höfuð.

Er staðinn upp, fær ekki aðhlynningu.
75. mín
Óskar Örn nálægt því að skora. Kiddi með flottan bolta.
74. mín
Víkingar vinna hornspyrnu. Stuðningsmenn styðja þá vel þessa stundina.

Beitir slær boltann í burtu, ósannfærandi, eftir hornið og í kjölfarið fellur Óttar, kallað eftir víti.
73. mín Gult spjald: Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
72. mín
Óttar Magnús seinn í Kristin! ÞAÐ ER SJÓÐANDI HITI í mönnum.
70. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
70. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
70. mín Gult spjald: Júlíus Magnússon (Víkingur R.)
69. mín
Kristinn og Júlli lenda saman, Júlli rennir sér í boltann. Í kjölfarið hópast menn í rifrildi. Kallað eftir rauðu.

Júlli fær gult spjald fyrir tæklinguna og hinir fyrir framhaldið.
69. mín
HITI
67. mín
Inn:Pablo Punyed (KR) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (KR)
66. mín
Inn:Ægir Jarl Jónasson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
66. mín
KR fær hornspyrnu. Boltanum hreinsað í burtu og í kjölfarið tvöföld skipting.
63. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Atli Hrafn Andrason (Víkingur R.)
Þreföld hjá Vikes.
62. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
62. mín
Inn:Logi Tómasson (Víkingur R.) Út:Dofri Snorrason (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Aron Bjarki Jósepsson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Tvöföld skipting.
61. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (KR) Út:Stefán Árni Geirsson (KR)
Stefán flottur. Óskar tekur við bandinu af Pálma.
60. mín
Ingvar aftur í smá brasi í návígi. Boltinn skoppar í kjölfarið á sendingu eftir hornið. Finnur Tómas eltir og er á undan Ingvari sem nær að hlaupa til baka og grípa boltann áður en Finnur náði honum aftur.
59. mín
KR fær hornspyrnu. Pálmi með langa aukaspyrnu ætlaða Atla en Dofri kemst á milli og sendir afturfyrir.
57. mín
Kristinn kemur seint inn í Davíð og Víkingar kalla eftir spjaldi. Pétur dæmir einungis aukaspyrnu.
56. mín
Viktor með spyrnuna beint í vegginn.
54. mín
Brot RÉTT fyrir utan teig. Flott færi fyrir Víkinga. Sýndist Arnór Sveinn taka Viktor niður.
54. mín
Flott sókn og Atli nær fínni fyrirgjöf sem Tobias skallar að marki, Ingvar grípur.
52. mín
Maggi Gylfa og Guðni Bergs mættir með kaffi í stúkuna. Engar veitingar leyfðar í blaðamannastúkunni.
47. mín
Víkingar sækja til að byrja með, Davíð mikið í boltanum.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn KR byrjar með boltann. Liðin óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Smá Harry Maguire gegn Chelsea í þessu hjá Kára sýnist mér.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Hálfleikur
Menn eru að tala um að Kári sé stálheppinn að vera enn inn á vellinum!
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks þegar Beitir nær til boltans.
45. mín
45+2

Mikil hætta skapaðist!! Beitir endar með knöttinn eftir darraðadans og tvær marktilraunir. Aftur var boltinn settur á fjærstöngina.
45. mín
45+1

Víkingur fær hornspyrnu.
45. mín
Fín hornspyrna á fjærstöngina og Kári nær til boltans. Skalli rétt framhjá nærstönginni.
45. mín
Flott sókn Víkinga endar með skoti Erlings í varnarmann, hornspyrna.
41. mín
39. mín
Siggi Helga vill fá VAR á þetta. Sá það ekki en Kári hefndi sín víst eitthvað í kjölfar tæklingarinnar.
37. mín Gult spjald: Stefán Árni Geirsson (KR)
Klárt gult spjald fyrir tæklingu á Kára. Þessi var alvöru rennitækling. Kári fær aðhlynningu og Atli Sig kveinkar sér á sama tíma á hinum vængnum hjá KR.
34. mín
Ingvar slær hornspyrnu Atla í burtu. Atli með aðra fyrirgjöf sem mér sýnist Tobias skalla en Ingvar grípur svo skalla Danans.
33. mín Gult spjald: Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Fyrir að halda í KRing. KRingar sækja mikið upp hægri vænginn hjá sér.
31. mín MARK!
Kennie Chopart (KR)
Auðvitað var það Kennie!

Flott spil á hægri vængnum. Sending inn á teiginn sem fer hátt upp, misskilningur milli Víkinga og Ingvar nær ekki að kýla boltann nema beint á Kennie sem lyftir boltanum í netið.

Davíð nær ekki að bjarga á línu.
30. mín
Kennie með frábæra sendingu á Atla sem gerir vel og kemur boltanum fyrir. Víkingar ná að hreinsa frá, laglegt uppspil heimamanna uppsker lófatak.
29. mín
Kominn smá hundur í Kennie, líf í þessu.
28. mín
Atli pressar vel á Kennie og fær horn. Virkaði eins og mögulega brot en ekkert dæmt.

KR hreinsar og nær stjórn á boltanum.
27. mín
24. mín
KRingar ósáttir að brot var dæmt á Arnór. Hann og Ágúst voru í baráttunni. Líklega rétt.
22. mín
Óttar fær stungusendingu í gegn en Beitir vel á verði og nær að komast á undan í boltann og kemur honum í spil.
22. mín
Það er byrjað að rigna, það gerir þetta ekkert verra.
19. mín
Víkingar fá sína aðra hornspyrnu. Dofri styður talsvert minna við sóknarleikinn heldur en Davíð hægra megin.

Beitir grípur hornspyrnuna.
18. mín
Júlli dreifir boltanum vel og sókn Víkinga endar á fyrirgjöf Davíðs sem skölluð er í burtu.
15. mín
Fyrsta færi Víkinga! Ágúst kemst inn á teiginn eftir sendingu frá Atla. Beitir ver skot Ágústs í horn.

KR hreinsar frá í kjölfarið.
13. mín
Atli með frábæra stungusendingu á Kennie. Ingvar kemur út á móti boltanum. Kennie nær snertingu en boltinn fer af Ingvari og afturfyrir. Atli tekur horn.

Brotið á Ingvari í teignum, aukaspyrna.
12. mín
Flott hornspyrna frá Kennie sem Pálmi nær til en bjargað nánast á línu. Fyrsta færi leiksins.
11. mín
Atli gerir mjög vel og fer illa með Halldór Smára. Kári hreinsar fyrirgjöf Atla í horn.
9. mín
Annað horn, Ingvar í brasi með þessa en KR-ingar dæmdir brotlegir og hættan liðin hjá.
9. mín
KR fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Dofri skallar innkast afturfyrir.
7. mín
Bras hjá KR en sleppa með skrekkinn Óttar náði að setja pressu en Beitir sendir boltann í innkast.
4. mín
Atli og Ágúst spila hátt uppi svo það má kalla þetta 4-3-3 hjá gestunum.
2. mín
Kári með hættulegan skalla til baka en Ingvar nær til hans á undan Tobias.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann og sækir í átt að KR-heimilinu.
Fyrir leik
Búið að kynna liðin, það eru fimm mínútur í leik. Dómari leiksins er Pétur Guðmundsson, honum til aðstoðar eru þeir Birkir Sigurðsson og Andri Vigfússon.
Fyrir leik
Björgvin Stefánsson og Kristján Flóki Finnbogason eru ekki með KR vegna meiðsla en það er frábært að sjá Alex Frey aftur í hópnum hjá KR eftir að hafa slitið krossband á síðasta tímabili.
Fyrir leik
Hjá Víkingi er Sölvi Geir ekki í hópnum. Kristall Máni er ekki kominn með leikheimild og því er hann ekki heldur í hópnum.

Giska á 4-4-1-1 með Ágúst fyrir aftan Óttar. Mjög líklegt að Arnar sé að stilla þessu öðruvísi upp samt.

Ingvar
Davíð - Kári - Halldór - Dofri
Erlingur - Júlíus - Viktor - Atli
Ágúst
Óttar
Fyrir leik
Athygli vekur að Pálmi Rafn er fyrirliði KR þar sem Óskar Örn byrjar á bekknum. Stefán Árni Geirsson, sem lék með Leikni á láni í fyrra, byrjar í stað Óskars.

Sýnist á skýrslunni að Rúnar ætli að stilla upp í 4-5-1 með Tobias sem fremsta mann.

Beitir
Kristinn-Finnur T-Arnór-Kennie
Finnur O - Arnþór
Stefán - Pálmi - Atli
Tobias.

Sé ég þetta fyrir mér, vinstri til hægri.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!

Hægt er að sjá liðin í síma ef smellt er á 'Heimalið' (KR) og Gestir (Víkingur R.)

Byrjunarlið KR:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Arnþór Ingi Kristinsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Tobias Thomsen
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Pálmi Rafn Pálmason (f)
11. Kennie Chopart
19. Kristinn Jónsson
23. Atli Sigurjónsson
25. Finnur Tómas Pálmason
29. Stefán Árni Geirsson

Byrjunarlið Víkings
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson (f)
7. Erlingur Agnarsson
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason
13. Viktor Örlygur Andrason
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason
Fyrir leik
Pepsi Max-deild karla byrjar um næstu helgi. KR mætir Val á útivelli í fyrsta leik mótsins á laugardag og á sunnudag tekur Víkingur á móti nýliðum Fjölnis.

Byrjunarliðin í leiknum í kvöld fara að detta í hús, koma inn u.þ.b. 19:15.
Fyrir leik
Liðin mættust í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í janúar þar sem KR vann í vítaspyrnukeppni.

Á síðustu leiktíð sigraði KR báða leiki liðanna 1-0. Síðasti sigur Víkinga gegn KR kom í júlí 2018.
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópi Víkings:

Komnir:
Atli Barkason frá Fredrikstad
Helgi Guðjónsson frá Fram
Ingvar Jónsson frá Viborg
Kristall Máni Ingason frá FC Kaupmannahöfn (lán)

Farnir:
Isaac Owusu Afriyie í Tindastól (lán)
Guðmundur Andri Tryggvason til Start (Var á láni)
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson í Kórdrengi
Gunnlaugur Hlynur Birgisson í Þrótt R.
James Mack til Nýja Sjálands
Kwame Quee í Breiðablik (Var á láni)
Mohamed Dide Fofana til Noregs (Var á láni)
Sindri Scheving í Þrótt R.
Rick Ten Voorde
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópi KR:

Komnir:
Emil Ásmundsson frá Fylki
Guðjón Orri Sigurjónsson frá Stjörnunni

Farnir:
Ástbjörn Þórðarson í Gróttu (lán)
Axel Sigurðarson í Gróttu
Bjarki Leósson í Gróttu
Hjalti Sigurðsson í Leikni R. (lán)
Oddur Ingi Bjarnason í Grindavík (lán)
Tryggvi Snær Geirsson í Fram (lán)
Sindri Snær Jensson hættur
Skúli Jón Friðgeirsson hættur
Fyrir leik
Í spá Fótbolta.net fyrir mótið í ár er KR spáð 2. sæti og Víkingi spáð 5. sæti.
Fyrir leik
KR varð sannfærandi Íslandsmeistari í fyrra og mætir með lítið breytt lið í mótið í ár. Víkingur sigraði bikarinn eftir sigur á FH í bikarúrslitaleik en FH sigraði KR á leið sinni í úrslitaleikinn.

Víkingur var í smá brasi í deildinni í fyrra en hélt í gildi sín sem skilaði sér á endanum í 7. sæti með 24 stigum minna en KR.
Fyrir leik
Góðan daginn, já eða kvöldið - fer eftir því hvenær lesið er. Velkomin(n) í beina textalýsingu frá leik KR og Víkings Reykjavíkur.

Leikurinn heitir hér á síðunni Meistarar meistaranna, leikið er í meistarakeppni KSÍ þar sem Íslandsmeistarar síðasta árs taka á móti bikarmeisturunum.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
Kári Árnason
7. Erlingur Agnarsson ('62)
8. Viktor Örlygur Andrason (f)
10. Óttar Magnús Karlsson
11. Dofri Snorrason ('62)
12. Halldór Smári Sigurðsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
77. Atli Hrafn Andrason ('63)

Varamenn:
3. Logi Tómasson ('62)
9. Helgi Guðjónsson ('62)
17. Atli Barkarson
18. Örvar Eggertsson
23. Nikolaj Hansen ('63)
27. Tómas Guðmundsson

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Fannar Helgi Rúnarsson
Einar Guðnason
Þórður Ingason
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Dofri Snorrason ('33)
Davíð Örn Atlason ('70)
Júlíus Magnússon ('70)
Óttar Magnús Karlsson ('73)
Viktor Örlygur Andrason ('82)

Rauð spjöld: