Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Grótta
3
5
Víkingur R.
María Lovísa Jónasdóttir '2 1-0
Signý Ylfa Sigurðardóttir '10 2-0
2-1 Nadía Atladóttir '35
2-2 Brynhildur Vala Björnsdóttir (F) '39
María Lovísa Jónasdóttir '48 3-2
Emma Steinsen Jónsdóttir '58
3-3 Nadía Atladóttir '90
3-4 Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir '96
3-5 Nadía Atladóttir '106
08.06.2020  -  19:15
Vivaldivöllurinn
Mjólkurbikar kvenna
Dómari: Guðmundur Páll Friðbertsson
Maður leiksins: Nadía Atladóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
Sigrún Ösp Aðalgeirsdóttir
5. Rakel Lóa Brynjarsdóttir
6. Helga Rakel Fjalarsdóttir ('64)
9. Tinna Jónsdóttir (F) ('64)
11. Heiða Helgudóttir ('87)
19. Signý Ylfa Sigurðardóttir ('91)
21. Diljá Mjöll Aronsdóttir
23. Emma Steinsen Jónsdóttir
25. Lilja Liv Margrétardóttir ('106)
29. María Lovísa Jónasdóttir

Varamenn:
3. Margrét Rán Rúnarsdóttir ('64)
4. Anja Ísis Brown ('91)
16. Hulda Sigurðardóttir
17. Sofia Elsie Guðmundsdóttir
24. Lovísa Davíðsdóttir Scheving ('87)

Liðsstjórn:
Edda Björg Eiríksdóttir
Eydís Lilja Eysteinsdóttir

Gul spjöld:
María Lovísa Jónasdóttir ('82)

Rauð spjöld:
Emma Steinsen Jónsdóttir ('58)
Leik lokið!
Leik lokið!!
Svakalegur leikur sem endaði með sigri Víkings.
Viðtöl og skýrsla í vinnslu.
117. mín
þarna hefði Víkingur getað komið sér í 6-3! Dauðafæri hjá Fanney.
110. mín
Inn:Fanney Einarsdóttir (Víkingur R.) Út:Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
106. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Seinni hálfleikur framlengingar byrjar með látum. Þvílíkur leikur sem hún er búin að eiga. Hún fer upp vinstri kantinn og nær að setja hann í fær hornið.
106. mín
Inn:Eydís Lilja Eysteinsdóttir (Grótta) Út:Lilja Liv Margrétardóttir (Grótta)
Seinni hafinn!
105. mín
Hálfleikur!
103. mín
Brynhildur á skot að marki sem Tinna grípur.
96. mín MARK!
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Víkingur R.)
Víkingur er gjörsamlega búin að snúa þessum leik við. Unnbjörg gerir vel og nær að setja boltann í netið eftir horn.
Víkingur er komið yfir!
95. mín
Þarna munaði litlu að Grótta hefði skorað sjálfsmark. Varnarmaður Gróttu skallaði boltann aftur fyrir sig og Tinna sló hann yfir. Víkingur fær horn.
95. mín
Víkingur fær aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan vítateig Gróttu.
91. mín
Inn:Anja Ísis Brown (Grótta) Út:Signý Ylfa Sigurðardóttir (Grótta)
91. mín
DAUÐAFÆRI!

Nadía keyrir upp kantinn og nær að setja hann inn fyrir. Ég sé ekki hver stendur þar en hún hefði hæglega geta sett boltann í markið en misreiknar hann.
91. mín
Framlengingin er byrjuð!
90. mín
Við erum að fara í framlengingu!! 5 mín pása og byrjum svo aftur!
90. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
NADÍA JAFNAR!!!

Svakalega vel gert hjá henni. Rennir honum framhjá Tinnu í markinu, komin ein í gegn. Vel gert!!

Þvílík spenna hérna!
90. mín
Uppbótatíminn er 4 mínútur.
90. mín
Unnbjörg með skot meðfram jörðinni sem fer þó töluvert framhjá.
87. mín
Inn:Lovísa Davíðsdóttir Scheving (Grótta) Út:Heiða Helgudóttir (Grótta)
84. mín
Nadía með skot sem Tinna grípur. Það er spurning hvort að Víkingur sé að fara ná hér jöfnunarmarki á síðustu mínútum!
83. mín
Víkingur er að sækja töluvert meira núna á síðustu mínútum leiksins. Brynhildur með langskot sem fer beint á Tinnu.
82. mín Gult spjald: María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
77. mín
Telma Sif átti skot sem fór rétt yfir!
73. mín
HVERNIG??
Geggjað spil hjá Víking sem endar með dauðafæri!!
Nadía hefði þarna átt að jafna leikinn fyrir Víking! Hún nær ekki til boltans sem kemur inn í vítateig Gróttu.
72. mín
Inn:Helga Rún Hermannsdóttir (Víkingur R.) Út:Elma Rún Sigurðardóttir (Víkingur R.)
71. mín
Nadía komst inn í sendingu Gróttu og var komin ein í gegn. Skot hennar fer samt beint á Tinnu í markinu. Þarna hefði hún getað gert betur!
69. mín
Víkingur fær hornspyrnu sem að Tinna kýlir út úr teignum.
64. mín
Inn:Edda Björg Eiríksdóttir (Grótta) Út:Tinna Jónsdóttir (F) (Grótta)
64. mín
Inn:Margrét Rán Rúnarsdóttir (Grótta) Út:Helga Rakel Fjalarsdóttir (Grótta)
62. mín
dauðafæri!

Leikmaður nr. 7 hjá Víking R, sem ég sé ekki á skýrslu var ein í vítateignum. Skot hennar fór beint á Tinnu.
58. mín Rautt spjald: Emma Steinsen Jónsdóttir (Grótta)
Emma fær rautt!!!

Hún rífur leikmann Víkings niður rétt fyrir utan vítateig og Víkingur fær aukaspyrnu nokkrum millimetrun frá teignum.
58. mín
Nadía nær að fara upp kantinn en skot hennar endar í hliðar netinu.
57. mín
Tinna Jóns fékk langan boltann fram og var á móti tveimur varnarmönnum Víkings. Hún skýtur að marki og Halla grípur.
52. mín
Nadía átti gott skot að marki en fór framhjá.
48. mín MARK!
María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
Stoðsending: Tinna Jónsdóttir (F)
Flott þríhyrningaspil hjá Gróttu við vítateig Víkings sem endaði með því að Tinna nær fyrirgjöf inn í vítateig Víkings.
María Lovísa gerir vel og kemur inn á blindu hliðina á varnamenn Víkings. Hún klárar vel.
46. mín
nauh!!!
Tinna snýr af sér varnarmann og skýtur í slánna!
45. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur byrjaður!
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Nadía!!

Nadía búin að vera frábær í þessum leik og kemst inn í sendingu Gróttu. Hún nær skotinu en það fer þó yfir.
43. mín
Þarna munaði litlu að Grótta hefði komist yfir!

Diljá keyrir upp miðjuna og finnur Maríu Lovísu sem gerir mjög vel og fer framhjá tveimur varnamönnum Víkings. Halla ver skotið hennar þó vel og bjargar á síðustu stundu.
39. mín MARK!
Brynhildur Vala Björnsdóttir (F) (Víkingur R.)
Stoðsending: Nadía Atladóttir
ÞÆR JAFNA!
Þvílíkar mínútur fyrir Víking R!
Mér sýndist að Brynhildur skaut í stöngina. Nadía nær frákastinu og gefur hann aftur á Brynhildi sem kemur boltanum í markið.

Þvílíkur leikur sem við erum að fá hérna!
38. mín
Hér er farið að sjást í nokkrar tæklingar. Það er kominn hiti í leikinn!
35. mín MARK!
Nadía Atladóttir (Víkingur R.)
Vel klárað!

Nadía fær frábæra stungu frá liðsmanni sínum sem er í búning nr. 7 en það er hvergi skráð á skýrslunni.
Hún klára þetta svakalega vel og setur hann í hornið.
Galopinn leikur!
29. mín
Víkingur R. fær aukaspyrnu sirka 10 metrum frá vítateig Gróttu. Rut tók spyrnuna og skaut að marki en Tinna greip boltann.
28. mín
Grótta fær horn. Helga Rakel endar með að skjóta í Gróttu leikmann og yfir.
25. mín
Elma Rún með stungu inn á Nadíu sem er dæmd rangstæð. Hárrétt!.
22. mín
Munaði litlu!
Frábær fyrirgjöf inn í teig frá Nadíu sem að fer framhjá tveimur Víkings leikmönnum. Þarna hefðu þær geta sett mark!
21. mín
Grótta vill fá víti sem ég skil vel!

Signý reynir fyrirgjöf inn í teig sem fer beint í hendina á Víkings leikmanni.
20. mín
María Lovísa komin ein á móti Þórönnu. Hún nær skoti en það fer beint á Höllu í markinu.
19. mín
Nadía með frábæran sprett upp vinstri kantinn. Emma nær henni og setur boltann í horn.
17. mín
Diljá Mjöll með langskot sem Halla Margrét grípur.
16. mín
Frábær bolti hjá Telmu Sif inn á teiginn. Brynhildur Vala var hinsvegar rangstæð og skallar hann langt yfir.
15. mín
Það er ágætlega mætt hér á Vivaldi völlinn í kvöld enda fínt veður til að skella sér á völlinn.
12. mín
Bæði lið eru óhrædd að spila boltanum á milli sín hér á upphafs mínútum.
10. mín MARK!
Signý Ylfa Sigurðardóttir (Grótta)
Stoðsending: Tinna Jónsdóttir (F)
Tinna er ein á kantinum og fær mikinn tíma til að setja boltann inn í. Þar reynir Halla að ná í boltann en missir hann og Signý gerir vel og setur hann í markið. Vel gert!
2-0!
7. mín
Vikingur R. fær aukaspyrnu hægra megin við teig Gróttu en Diljá Mjöll skallar hann í horn. Það verður þó ekkert úr því horni.
2. mín MARK!
María Lovísa Jónasdóttir (Grótta)
Stoðsending: Tinna Jónsdóttir (F)
Þetta tók ekki langan tíma!

Rakel gerir vel og gefur flottan bolta inn á teig Víkings. Þar skallaði Tinna boltann til Maríu Lovísu sem gerði vel og setti boltann í netið!.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn. Grótta byrjar með boltann.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár og má sjá þau hér til hliðar.
Fyrir leik
Grótta átti gott tímabil í fyrra og tryggði sér sæti í Lengjudeildinni. Þær náðu 2.sæti í 2.deild og urðu 11 stigum á eftir Völsung sem unnu deildina með yfirburðum.

Í september í fyrra ákváðu íþróttafélögin HK og Víkingur að slíta samstarfi sínu í kvennaboltanum og leikur Víkingur R í Lengjudeildinni eins og Grótta. HK tók hins vegar sæti í 2.deild.
Fyrir leik
Mjólkurbikar kvenna hófst í gær með þremur leikjum og verða fjórir leikir á dagskrá í kvöld.

Afturelding-HK 19:15
Fjölnir-Augnablik 19:15
Grótta-Víkingur R 19:15
Fram-Grindavík 20:00
Fyrir leik
Heil og sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi.
Byrjunarlið:
1. Halla Margrét Hinriksdóttir (m)
Telma Sif Búadóttir
Dagmar Pálsdóttir
Þórhanna Inga Ómarsdóttir
4. Brynhildur Vala Björnsdóttir (F)
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Rut Kristjánsdóttir
11. Elma Rún Sigurðardóttir ('72)
13. Margrét Eva Sigurðardóttir
14. Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir
22. Nadía Atladóttir (f) ('110)

Varamenn:
12. Soffía Sól Andrésdóttir (m)
16. Helga Rún Hermannsdóttir ('72)
19. Tara Jónsdóttir
26. Fanney Einarsdóttir ('110)
27. Hafdís Bára Höskuldsdóttir

Liðsstjórn:
Koldís María Eymundsdóttir
Margrét Friðriksson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: