Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
Kári
3
4
Selfoss
0-1 Hrvoje Tokic '13
Andri Júlíusson '25 , víti 1-1
1-2 Kenan Turudija '35
Eggert Kári Karlsson '52 2-2
2-3 Hrvoje Tokic '62
2-4 Hrvoje Tokic '66 , víti
Eggert Kári Karlsson '94 3-4
17.06.2020  -  16:00
Akraneshöllin
2. deild karla
Aðstæður: Það er alltaf logn og þurrt í Akraneshöllinni á rennisléttu gervigrasinu. Toppaðstæður.
Dómari: Atli Haukur Arnarsson
Maður leiksins: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Byrjunarlið:
31. Dino Hodzic (m)
Andri Júlíusson
2. Árni Þór Árnason
3. Sverrir Mar Smárason (f)
5. Birgir Steinn Ellingsen
9. Garðar Gunnlaugsson ('77)
10. Jón Vilhelm Ákason ('77)
17. Eggert Kári Karlsson
18. Ólafur Karel Eiríksson
23. Jón Björgvin Kristjánsson ('60)
37. Guðfinnur Þór Leósson

Varamenn:
1. Guðmundur Sigurbjörnsson (m)
5. Einar Logi Einarsson
8. Óliver Darri Bergmann Jónsson
14. Kristófer Daði Garðarsson ('60)
14. Fylkir Jóhannsson
17. Marinó Hilmar Ásgeirsson ('77)
17. Róbert Ísak Erlingsson ('77)

Liðsstjórn:
Gunnar Einarsson (Þ)
Teitur Pétursson
Sveinbjörn Geir Hlöðversson
Haraldur Sturlaugsson
Albert Hafsteinsson
Birgir Þór Sverrisson
Andrés Þór Björnsson

Gul spjöld:
Marinó Hilmar Ásgeirsson ('83)
Birgir Steinn Ellingsen ('83)
Eggert Kári Karlsson ('84)
Andri Júlíusson ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Atli Haukur flautar af!

Áhorfendur fengu allt fyrir peninginn hér í dag.

Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
95. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
94. mín MARK!
Eggert Kári Karlsson (Kári)
MAAARK!!

Eggó fær boltann innfyrir vörn Selfoss inn á teiginn og úr þröngu færi setur hann boltann í fjærhornið, fannst Stefán mega koma af línunni og taka þetta á undan Eggó.
93. mín
Þór setur boltann fyrir og Valdi tekur hann á kassann og reynir skotið en hátt yfir.
90. mín Gult spjald: Þormar Elvarsson (Selfoss)
Núna tekur Þormar hressilega tæklingu og menn kalla eftir rauðu...
90. mín
Inn:Valdimar Jóhannsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
89. mín
Biggi með hrikaleg mistök í vörninni og Ingvi kemst í gott færi en Óli Karel semi ver á línu en hendurnar við líkamann og ekkert dæmt.
88. mín Gult spjald: Andri Júlíusson (Kári)
Ljótt brot hjá Andra núna, alvöru pirringur hérna.

Arnar Logi liggur lengi eftir.
85. mín
Lokamínúturnar orðnar ansi heitar, gæti trúað því að við fáum eitt rautt fyrir leikslok.
84. mín Gult spjald: Eggert Kári Karlsson (Kári)
83. mín
Biggi var að toga í Tokic sem bregst illa við, Biggi rífur Tokic niður og liggjandi Tokic sparkar tökkunum í Bigga og á að mínu mati alltaf að fá beint rautt og amk seinna gula en sleppur!

Ótrúlegt að hann sé ennþá inná vellinum.
83. mín Gult spjald: Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári)
83. mín Gult spjald: Birgir Steinn Ellingsen (Kári)
83. mín
Nú verður allt vitlaust eftir návígi Tokic og Bigga. Sjáum hvað verður.
81. mín
Selfoss fær aukaspyrnu á miðjunni og nappa Káramenn sofandi, lyfta boltanum í gegn á Tokic sem er í færi en Káramenn rétt bjarga sér fyrir horn, í horn.

Ekkert verður úr þeirri spyrnu.
77. mín
Inn:Marinó Hilmar Ásgeirsson (Kári) Út:Jón Vilhelm Ákason (Kári)
77. mín
Inn:Róbert Ísak Erlingsson (Kári) Út:Garðar Gunnlaugsson (Kári)
75. mín
Spyrnan frá Jóni er ekki góð og þokkalega yfir!

Áki pabbi hans ekki sáttur og segir að þarna fari aflið og heimskan saman.
74. mín Gult spjald: Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
GG9 tekur boltann vel niður og finnur Jón Vilhelm sem fer framhjá Arnari en Arnar tekur hann niður fyrir framan teiginn, ákjósanlegt færi fyrir Jón Vilhelm.
73. mín
Adam lyftir boltanum yfir vörn Kára og Tokic er kominn í gegn en Dino gerir vel og setur boltann í innkast.
71. mín
FÆRI!

Árni setur boltann fyrir, varnarmenn Selfoss koma honum ekki frá og berst hann á Eggó á fjær sem tekur hann í fyrsta skoppandi og hamrar á markið en Stefán ver hrikalega vel!
70. mín
Kristófer Daði nælir í hornspyrnu.

Neglir henni fyrir og þar er Garðar í baráttunni en boltinn útfyrir teiginn þar sem Andri Júl reynir skotið en yfir.
67. mín
Gummi Tyrfings var búinn að fara ansi illa með Árna Þór í leiknum en er núna kominn á hinn kantinn og var að leika sér að Sverri Mar, hrikalega góður þessi drengur.
67. mín
Inn:Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss) Út:Þorsteinn Daníel Þorsteinsson (Selfoss)
66. mín Mark úr víti!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Þrennan fullkomnuð!

Setur hann aðeins hægra megin við miðjuna og Dino í hitt hornið.
65. mín
SELFOSS ER AÐ FÁ VÍTI!

Frábær sókn Selfyssingar endar með geggjaðri sendingu Þórs á Gumma sem keyrir inn á teiginn í dauðafæri, Dino ver en boltinn í höndina á Bigga þegar Tokic var að fá boltann.
62. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
Stoðsending: Arnar Logi Sveinsson
MAAAARK!!!

Þetta voru rosaleg gæði hjá Tokic!

Adam með langt innkast frá hægri, Arnar Logi vinnur einvígið og flikkar boltanum afturfyrirsig þar sem Tokic fær boltann á hægri en með 12 leikmenn fyrir framan sig, snýr huggulega í fyrstu snertingunni og hamrar boltanum með vinstri í hægra hornið og losaði sig þannig við pakkann fyrir framan sig.
60. mín
Inn:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss) Út:Kenan Turudija (Selfoss)
60. mín
Inn:Kristófer Daði Garðarsson (Kári) Út:Jón Björgvin Kristjánsson (Kári)
59. mín
Selfos fær aukaspyrnu sem er sett inn á teiginn og Jón Björgvin potar tánni í boltann og yfir Dino, boltinn stefnir inn en Biggi bjargar á línu!

Þarna var Jonni stálheppinn að skora ekki sjálfsmark...
56. mín
Selfoss er með fín tök á þessu og þrýsta Káramönnum neðarlega.

Fá núna hornspyrnu sem er skölluð frá og þaðan fyrirgjöf sem er líka skölluð frá.
54. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu og tóku hana stutt, boltinn útfyrirteiginn og þaðan kemur skot í þvöguna og Eggó liggur eftir og Selfyssingar heimta hendi og víti en ekkert dæmt!

Eggó fær aðstoð og er kominn útaf.
52. mín MARK!
Eggert Kári Karlsson (Kári)
Stoðsending: Andri Júlíusson
KÁRI HEFUR JAFNAÐ LEIKINN!

Andri Júl gjörsamlega neglir boltanum frá hægri yfir til vinstri þar sem Eggó kemst inn á teiginn, framhjá Þormari og tæklar boltann svo upp í samskeytin af vítateigshorninu, rosalegt mark!

2-2 og alvöru spenna í þessu.
50. mín
Adam tekur langt innkast inn á teig Kára þar sem boltinn fer í smá skallatennis en endar hjá Kenan sem tekur skotið með vinstri og framhjá!
47. mín
Tokic fær hárfína sendingu yfir vörn Kára og lyftir boltanum skemmtilega yfir Dino en er flaggaður rangur.
46. mín
Leikurinn er farinn af stað aftur!

Káramenn byrja.
45. mín
Hálfleikur
Atli Haukur flautar fyrri hálfleikinn af.

Fjörugur leikur hingað til.
43. mín
FÆRI!

GG9 pikkar boltanum á Jón Vilhelm sem rennir boltanum á Eggó inná teignum sem hamrar í fyrsta beint á Stefán sem ver boltann í Jón Vilhelm og yfir markið!
42. mín
Þormar með fyrirgjöf sem hrekkur útfyrir teiginn og Ingvi reynir skotið með vinstri, rétt framhjá!
40. mín Gult spjald: Dean Martin (Selfoss)
Deano er alveg trylltur út í Atla Hauk fyrir að dæma ekki horn og nælir sér í gult.

Heimskulegt gult í sektarsjóð myndi ég skrásetja þetta.
39. mín
Þormar fer inn á völlinn og setur boltann með vinstri inn á teiginn þar sem Tokic reynir að setja tánna í boltann en nær því ekki og boltinn afturfyrir.

Selfyssingar heimta horn en fá ekki.
35. mín MARK!
Kenan Turudija (Selfoss)
MAAAARK!!!!

Það er þvaga innan á vítateig Káramanna og Tokic hendir sér niður og er að heimta víti á sama tíma og boltinn berst til Kenan sem hamrar boltann í hægra hornið!

Selfoss komið yfir aftur.
32. mín Gult spjald: Hrvoje Tokic (Selfoss)
Það er kominn alvöru hiti í þetta, Tokic fær boltann inn á teig en finnst brotið á sér og brjálast út í Óla Karel, ýtir í hann og gefur merki um að Óli hafi gefið sér olnbogaskot. Tokic fær gult að launum.
31. mín
HVAÐ ER AÐ GERAST HÉRNA?!?

Jón VIlhelm fær allan tímann í heiminum fyrir framan vítateig Selfoss, setur boltann út til hægri á Andra Júl sem neglir boltanum fyrir og þar hamrar GG9 í slánna og boltinn í Jón Vilhelm og hrekkur aftur til Garðars sem setur boltann framhjá með vinstri innan úr markteignum!

Þarna verður Garðar að skora...
29. mín
DAUÐAFÆRI!

Óli Karel lyftir boltanum snyrtilega yfir vörn Selfoss og þar mætir Andri Júl á ferðinni og hamrar á markið en Stefán ver stórglæsilega!

Eggó er að koma á ferðinni til að setja boltann inn en Adam potar boltanum í horn á síðustu stundu.

Andri hefði klárað 9 af hverjum 10 svona færum.
28. mín
Tokic fær boltann við vítateig Kára og nær að snúa og koma sér í skotið en boltinn framhjá.
26. mín
Káramenn hafa ekki verið sannfærandi sóknarlega og GG9 fengið litla aðstoð en vonandi hleypir þetta mark smá lífi í Kára.
25. mín Mark úr víti!
Andri Júlíusson (Kári)
ANDRI JÚL NEGLIR BOLTANUM Í VINSTRA HORNIÐ!

Frábært víti hjá Andra og staðan orðin 1-1!
25. mín
KÁRI FÆR VÍTASPYRNU!

Eggó fer inn á teiginn vinstra megin, tekur skæri og er tekinn niður.
24. mín
Frábært spil hjá Selfossi þar sem Majkic skiptir boltanum út til vinstri á Gumma sem fer inn á völlinn og finnur Kenan inn á teig sem er full lengi að athafna sig en nær þó skoti á nær sem Dino ver.
21. mín
Arnar Logi fær boltann stutt eftir hornspyrnu og setur boltann fyrir þar sem Tokic nær skallanum en í erfiðri stöðu og framhjá.
18. mín
DAUÐAFÆRI!

Ingvi keyrir inn á teiginn og fellur við, Selfyssingar heimta vítaspyrnu en boltinn berst til Tokic sem leggur boltann út á vítapunktinn þar sem Kenan er í dauðafæri og hamrar boltann í hægra hornið en Dino ver stórglæsilega, þaðan berst boltinn á Ingva í dauðafæri en hann flaggaður rangstæður.

Þarna hefði Kenan hreinlega átt að tvöfalda forystu Selfyssinga.
17. mín
Selfyssingar spila vel í gegnum pressu Kára og Kenan tekur skotið fyrir utan teig en framhjá, þarna hefði hann getað farið aðeins nær því svæðið var galopið.
13. mín MARK!
Hrvoje Tokic (Selfoss)
MAAAARK!

Hræðileg mistök hjá Sverri Mar sem ætlar að senda boltann til baka á Óla Karel en vill ekki betur en svo að hann sendir Tokic í 1v1 stöðu á Óla Karel og Tokic lætur ekki bjóða sér þetta tvisvar.

Fer á hægri fótinn og leggur boltann snyrtilega í hægra hornið, 1-0!
11. mín
Káramönnum gengur frekar illa að halda í boltann og byggja upp sóknir, það er alvöru hraði í þessum leik og mikil læti.
9. mín
Ingvi reynir fyrirgjöf en boltinn af Sverri og í horn.

Spyrnan afleit og Káramenn koma boltanum frá.
7. mín
Gummi Tyrfings skallar boltann á Arnar Loga sem neglir honum fyrir í fyrsta með vinstri beint á Tokic sem er í fínu færi en hittir boltann ekki vel og Dino ver.
6. mín
Þormar kemur með fyrirgjöf frá hægri sem Tokic nær að skalla en ekki vel og boltinn framhjá.
4. mín
GG9 vippar boltanum inn á teiginn í gott hlaup hjá Guffa en Selfyssingar koma boltanum í horn.

Jón VIlhelm með spyrnuna en Selfoss kemur boltanum frá.
1. mín
Gummi Tyrfings byrjar leikinn af krafti og pakkar Árna saman í hægri bakverðinum og reynir fyrirgjöf en 205cm Dino á ekki í vandræðum með að grípa hana.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!

Það eru Selfyssingar sem byrja með boltann og sækja í átt að Grundaskóla.

2. deild karla er farin af stað.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga inn í höll á eftir dómaratríóinu, þetta er að fara af stað!

Stúkan er að verða þéttsetin og áhuginn á leiknum er mikill, Siggi Jóns er að sjálfssögðu mættur og svo láta Mikael Nikulásson og Davíð Smári sig ekki vanta, Jón Þór landsliðsþjálfari kvenna er mættur og fleiri góðir.
Fyrir leik
Korter í leik og liðin eru að hita upp, alvöru undirbúningur fyrir fyrsta leik 2. deildar sumarið 2020.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár hér til hliðar.

Bæði lið með hrikalega sterk lið. GG9 og Hrvoje Tokic leiða línurnar sitthvoru megin.
Fyrir leik
Leikir liðanna á síðasta tímabili fóru báðir Selfyssingum í vil, 4-0 sigur á Selfossi og 0-2 sigur í Akraneshöllinni, þannig Káramenn eiga enn eftir að skora mark á Selfoss í deildarkeppni, ég tippa á að það komi í dag.
Fyrir leik
Káramönnum er spáð 8. sæti deildarinnar en Selfyssingum er spáð toppsætinu.

Þessi slagur er áhugaverður af því leytinu til að þjálfari Selfyssinga er Dean Martin, svokallað ÍA legend og er hann búsettur á Skaganum, hann hefur einnig fengið til sín Þór Llorens sem er af Skaganum og spilaði með Kára.
Fyrir leik
Liðunum er spáð misjöfnu gengi í deildinni en deildin er hrikalega sterk í ár og myndi ég telja hana vera þokkalega jafna, Káramenn geta vel strítt Selfyssingum og á góðum degi pakkað þeim saman, sérstaklega í Akraneshöllinni sem er einn sterkasti heimavöllur landsins.

Mörg lið sem þekkja það hversu óþolandi það er að mæta Kára í þessari höll, sérstaklega í -12 gráðunum í janúar.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk og til hamingju með daginn!

Í dag ætlum við að setja 2. deild karla í gang og byrjar hún á alvöru slag í Akraneshöllinni, Kári - Selfoss!
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('67)
3. Þormar Elvarsson
6. Danijel Majkic
8. Ingvi Rafn Óskarsson
9. Hrvoje Tokic
18. Arnar Logi Sveinsson ('90)
20. Guðmundur Tyrfingsson (f) ('95)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
24. Kenan Turudija ('60)

Varamenn:
3. Gylfi Dagur Leifsson ('67)
4. Jökull Hermannsson
7. Aron Darri Auðunsson
17. Valdimar Jóhannsson ('90)
21. Aron Einarsson ('95)
23. Þór Llorens Þórðarson ('60)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Arnar Helgi Magnússon
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren

Gul spjöld:
Hrvoje Tokic ('32)
Dean Martin ('40)
Arnar Logi Sveinsson ('74)
Þormar Elvarsson ('90)

Rauð spjöld: