Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Haukar
2
1
Fjarðabyggð
0-1 Rubén Lozano Ibancos '11
Kristófer Jónsson '56 1-1
Nikola Dejan Djuric '60 2-1
20.06.2020  -  13:00
Ásvellir
2. deild karla
Aðstæður: Nokkuð hlýtt, vindur, þurrt
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 114
Maður leiksins: Kristófer Dan Þórðarson
Byrjunarlið:
30. Jón Freyr Eyþórsson (m)
3. Máni Mar Steinbjörnsson
5. Sigurjón Már Markússon
6. Þórður Jón Jóhannesson
7. Aron Freyr Róbertsson
9. Tómas Leó Ásgeirsson
10. Kristófer Dan Þórðarson
16. Birgir Magnús Birgisson ('19)
16. Oliver Helgi Gíslason ('61)
17. Kristófer Jónsson
18. Nikola Dejan Djuric

Varamenn:
12. Óskar Sigþórsson (m)
2. Kristinn Pétursson
4. Fannar Óli Friðleifsson ('19)
11. Gísli Þröstur Kristjánsson ('61)
13. Arnór Pálmi Kristjánsson
14. Páll Hróar Helgason
18. Valur Reykjalín Þrastarson
24. Viktor Máni Róbertsson

Liðsstjórn:
Igor Bjarni Kostic (Þ)
Ásgeir Þór Ingólfsson
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Kristófer Dan Þórðarson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þessu lokið með sigri Hauka!

Sanngjarnt í ljósi þess hvernig seinni hálfleikur spilaðist.

Minni á viðtöl og skýrslu síðar í dag.
90. mín
Þetta virðist vera að fjara út.
90. mín
Mikill hiti í mönnum og Jóhann Ragnar segir nokkur vel valin orð við varamannabekk Hauka.
89. mín
Nú fer hver að verða síðastur að jafna þetta fyrir gestina. Ekki mikið sem bendir til þess.
87. mín
Ruben er við það að sleppa í gegn en Máni Mar á frábæra tæklingu og bjargar heimamönnum!
84. mín
Það virðist vera brotið á Nikola rétt fyrir utan teig en það er ekki neitt dæmt á þetta. Heimamenn ekki glaðir með þetta.
81. mín
Frábær sprettur hjá Kristó Dan upp völlinn. Hann rennir honum út á Gísla sem á skot framhjá. Flott sókn hjá heimamönnum.
79. mín Gult spjald: Vice Kendes (Fjarðabyggð)
78. mín
Lazar á mjög fína skiptingu þvert yfir völlinn á Jose Antonio sem getur komið með fyrirgjöf inn á teig Hauka. Sending hans þó arfaslök og fer aftur fyrir markið.
73. mín
Jón Freyr í marki Hauka hangir alltof lengi á boltanum og Ruben kemst næstum fyrir sendingu hans. Þarna munaði litlu!
72. mín
Rubén á skemmtilega hælsendingu aftur fyrir sig á Jose Anonio sem er í ákjósanlegu færi en skýtur framhjá.
69. mín
Nikola tekur aukaspyrnu í góðri fyrirgjafastöðu. Hann á fínan bolta inn á teiginn en aðeins of háann fyrir Þórð sem beið á teignum.
68. mín Gult spjald: Faouzi Taieb Benabbas (Fjarðabyggð)
63. mín
Rubén á skot rétt fyrir utan teig en það fer hátt yfir mark Hauka.
63. mín
Haukar eru nokkrum gæðastigum ofar en gestirnir hér í seinni hálfleik. Svo einfalt er það.
61. mín
Inn:Gísli Þröstur Kristjánsson (Haukar) Út:Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
60. mín MARK!
Nikola Dejan Djuric (Haukar)
Frábær sókn heimamanna sem byrjaði með flottum spretti frá Kristó Dan. Boltinn endar hjá Nikola sem afgreiðir boltann frábærlega í netið.
59. mín
Inn:Filip Marcin Sakaluk (Fjarðabyggð) Út:Guðjón Máni Magnússon (Fjarðabyggð)
56. mín MARK!
Kristófer Jónsson (Haukar)
Kristó fær boltann rétt fyrir utan teig og leggur boltann smekklega í nærhornið! 1-1!

Það er allt annað að sjá til Hauka-liðsins núna.
56. mín
Haukar eiga dauðfæri en Joel bjargar á línu!
56. mín Gult spjald: Kristófer Dan Þórðarson (Haukar)
53. mín
Haukar stjórna leiknum hér í upphafi seinni hálfleiks. Þeir þurfa þó að fara að skapa eitthvað!
51. mín
Nikola tekur aukaspyrnu nokkrum metrum fyrir utan teig gestanna. Skotið er laust og siglir framhjá.
50. mín
Máni Mar reynir skot af mjög löngu færi og það fer nokkuð hátt yfir markið. Það má alveg reyna þetta.
48. mín
Haukar vinna boltann fyrir miðju og ná upp ágætis sókn sem rennur þó út í sandinn.
46. mín
Leikur hafinn
Þá fer þetta af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Þá flautar Aðalbjörn til hálfleiks. Fjarðabyggð leiðir.

Hvorugt liðið hefur verið áberandi betri aðilinn á vellinum og það hefur í raun verið fátt um fína drætti í dag. Rubén Lozano virðist þó oft á tíðum líklegur til að valda usla fram á við hjá Fjarðabyggð.

Haukum er auðvitað spáð mun betra gengi en gestunum á þessu tímabili og eiga án efa mikið inni.

Komum með seinni hálfleikinn eftir stutta pásu.
45. mín
Heimamönnum finnst dómgæslan í leiknum halla aðeins á sig og láta pirring sinn í ljós.
38. mín
Haukar nýta sér þetta ekki. Aukaspyrna Tómasar framhjá markinu.
38. mín
Haukar eiga aukaspyrnu á stórhættulegum stað og Tómas og Nikola eru báðir klárir.
37. mín
Fannar Óli á fyrirgjöf sem virðist fara í höndina á varnarmanni gestanna. Það er þó ekkert dæmt og Haukar ekki sáttir.
35. mín
Það vantar aðeins upp á gæðin hjá báðum liðum síðustu mínútur.
28. mín
Haukar eiga hornspyrnu sem Nikola tekur. Hann á fínasta bolta inn á teiginn sem Tómas nær að skalla í átt að marki en Milos ver mjög vel.
27. mín
Nikola í álitlegri stöðu úti vinstra megin en á fyrirgjöf beint í fangið á Milos í marki gestanna.
23. mín
Nikola á fína stungusendingu á Tómas Leó sem var að sleppa í gegn en þessu er bjargað í horn.
22. mín
Rubén sloppinn í gegn en skýtur í stöngina úr þröngu færi. Haukar verða að passa betur upp á þennan leikmann!
19. mín
Inn:Fannar Óli Friðleifsson (Haukar) Út:Birgir Magnús Birgisson (Haukar)
Þá kemur skiptingin.
18. mín
Engin skipting hefur verið gerð ennþá og Haukar spila manni færri þessa stundina. Það er þó ljóst að Birgir kemur ekki meira við sögu.
16. mín
Birgir Magnús haltar af velli. Haukar þurfa að gera breytingu hér strax á 16.mínútu.
11. mín MARK!
Rubén Lozano Ibancos (Fjarðabyggð)
Þetta var rosalegt mark!! Ruben Lozano fær nóg pláss og tekur sprett upp völlinn. Hann lúðrar boltanum svo bara upp í hornið nær af nokkuð löngu færi. 0-1!
8. mín
Nikola fellur í teig andstæðinganna og einhverjir heimamenn vilja víti. Líklega rétt hjá Aðalbirni að dæma ekkert þarna.
7. mín
Haukar eiga hornspyrnu og boltinn endar hjá Kristófer Dan sem var utarlega í teignum. Hann á svo skot rétt framhjá sfjærstöng!
5. mín
Máni Mar missir boltann á hættulegum stað. Ruben þeytist upp kantinn en Máni kemur til baka og bjargar í horn.
4. mín
Haukar fá aukaspyrnu aðeins fyrir framan miðlínu. Nikola spyrnir inn á teiginn en Sigurjón Már skallar yfir mark Fjarðabyggðar.
2. mín
Fjarðabyggð fær fyrstu hornspyrnu leiksins. Fínn bolti inn á teiginn en Faouzi skallar yfir.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað. Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Leikmenn ganga inn á völlinn og eru kynntir inn á meðan. Þetta fer að hefjast!
Fyrir leik
Þess má geta að leikurinn er einnig sýndur beint á Haukar TV á Youtube.
Fyrir leik
Haukar gera breytingu á liði sínu á síðustu stundu. Vinstri bakvörðurinn Páll Hróar Helgason veiktist nú rétt fyrir leik og kemur Birgir Magnús Birgisson inn í hans stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og má sjá þau hér til hliðar.

Haukar gera eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn Fram um síðustu helgi. Oliver Helgi Gíslason kemur inn í liðið fyrir Viktor Mána Róbertsson.

Gestirnir frá Austurlandi gera fjórar breytingar frá síðasta leik gegn Hetti/Huginn. Nýju leikmennirnir Joel Antonio Cunningham, Rubén Lozano Ibancos, Jose Antonio Fernandez Martinez og Vice Kendes koma allir inn í liðið. Hákon Huldar Hákonarson, Oddur Óli Helgason, Mikael Natan Róbersson og Hákon Þorbergur Jónsson setjast á bekkinn í þeirra stað.

Fyrir leik
Liðunum er spáð mismunandi gengi fyrir tímabilið í 2.deildinni.

Haukum er spáð 4.sæti í spá þjálfara deildarinnar en Fjarðabyggð 11.sæti og þar með falli.
Fyrir leik
Igor Bjarni Kostic stýrir sínum þriðja keppnisleik með Hauka í dag og þeim fyrsta í deild. Fyrstu tveir leikirnir komu í Mjólkurbikarnum. Sá fyrri var 3-1 sigur gegn Elliða og sá seinni var 1-2 tap gegn Fram í framlengdum leik.

Dragan Stojanovic hefur verið þjálfari Fjarðabyggðar frá 2017. Þeir hafa spilað einn leik í sumar fyrir leikinn í dag. Þar sló Höttur/Huginn þá úr leik í 2.umferð Mjólkurbikarsins með 2-1 sigri.
Fyrir leik
Haukar eru að spila sinn fyrsta leik í 2.deildinni síðan 2007. Þeir féllu úr 1.deildinni í fyrra.

Fjarðabyggð hefur aftur á móti verið í þessari deild samfleytt frá 2017.
Fyrir leik
Góðan daginn gott fólk!

Ég býð ykkur velkomin í beina textalýsingu frá leik Hauka og Fjarðabyggðar í 2.deild karla á þessum fína laugardegi.
Byrjunarlið:
1. Milos Peric (m)
2. Marinó Máni Atlason
3. Jóhann Ragnar Benediktsson (f)
4. Joel Antonio Cunningham
5. Faouzi Taieb Benabbas
6. Lazar Cordasic
7. Guðjón Máni Magnússon ('59)
8. Hafþór Ingólfsson
9. Rubén Lozano Ibancos
10. Jose Antonio Fernandez Martinez
11. Vice Kendes

Varamenn:
13. Oddur Óli Helgason
15. Hákon Huldar Hákonarson
16. Mikael Natan Róbertsson
17. Filip Marcin Sakaluk ('59)
18. Hákon Þorbergur Jónsson

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Friðný María Þorsteinsdóttir
Helgi Freyr Ólason
Jóhann Valgeir Davíðsson
Hörður Breki F. Haraldsson

Gul spjöld:
Faouzi Taieb Benabbas ('68)
Vice Kendes ('79)

Rauð spjöld: