Keflavík
5
1
Afturelding
Nacho Heras '17 1-0
Adam Árni Róbertsson '22 2-0
Sindri Þór Guðmundsson '37 3-0
Joey Gibbs '46 4-0
4-1 Alejandro Zambrano Martin '65
Helgi Þór Jónsson '72 5-1
19.06.2020  -  19:15
Nettóvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Hægur vindur sól og blíða og frábær völlur gæti ekki verið betra
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Áhorfendur: 350
Maður leiksins: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
7. Davíð Snær Jóhannsson ('70)
9. Adam Árni Róbertsson ('58)
10. Kian Williams ('80)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs ('70)
24. Adam Ægir Pálsson ('80)
25. Frans Elvarsson

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('70)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('80)
11. Helgi Þór Jónsson ('70)
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('80)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('58)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Jón Örvar Arason
Gunnar Örn Ástráðsson

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Öruggur sigur heimamanna staðreynd.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld..
91. mín
Komið fram í uppbótartíma hér á Nettó-vellinum.
89. mín
Jóhann Þór með frábæra vinnusemi og vinnur boltann. Keyrir inn á teiginn en fær mann í bakið og fellur og vill fá víti. Lætur vel í sér heyra en Arnar lætur sér fátt um finnast. Var lítið annað en góð vörn frá mér séð.
87. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Hafliði Sigurðarson (Afturelding)
87. mín
Inn:Aron Daði Ásbjörnsson (Afturelding) Út:Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
85. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Brýtur af sér og tuðar eitthvað yfir því. Engin húmor fyrir því hjá Arnari sem bara spjaldar hann fyrir.

Tilgangslaust í stöðunni 5-1
85. mín
Ekkert varð úr því.
84. mín
Snörp sókn Keflavíkur skilar horni. þeirra níunda í leiknum.
82. mín
Keflavík fær horn.
80. mín
Inn:Georg Bjarnason (Afturelding) Út:Gísli Martin Sigurðsson (Afturelding)
80. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
80. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
72. mín MARK!
Helgi Þór Jónsson (Keflavík)
Stoðsending: Sindri Þór Guðmundsson
Maaark!

Sindri Þór dansar með boltann í teignum eftir flottan undirbúning Jóhanns Þórs. Missir boltann þó frá sér fyrir fætur Helga sem mokar boltanum yfir línunna af stuttu færi.

Það er reyndar spurning með rangstöðu í þessu marki. En flaggið hélst niðri svo það stendur.
71. mín
Aron Elí með skalla eftir hornið en beint á Sindra sem slær hann út.
71. mín
Gestirnir fá horn. Vottar fyrir kæruleysi hjá Keflavík
70. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Joey Gibbs (Keflavík)
Tvöföld skipting heimamanna.
70. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Davíð Snær Jóhannsson (Keflavík)
70. mín
Mosfellingar að halda boltanum vel þessa stundina og sækja af talsverðum krafti.
68. mín
Mosfellingar heldur betur að vakna.
66. mín
Jóhann Ingi að sleppa inn á teiginn en fellur eftir viðskipti sín við að mér sýndist Oskar. Ekkert dæmt þrátt fyrir veik köll úr stúkunni og hygg ég að það sé rétt niðurstaða.
65. mín MARK!
Alejandro Zambrano Martin (Afturelding)
Maark!!!!

Á þetta skuldlaust. Keyrir inn að teignum hægra meginn á vellinum og lætur vaða af vítateigslínunni og boltinn syngur í netinu.
63. mín
Færi hjá gestunum en keflvíkingar verjast og boltinn í horn.
62. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Afturelding)
Jason í grasið á vítateigslínunni. Arnar stöðvar leikinn og gefur honum spjald fyrir dýfu. Jason mótmælir ekki einu sinni. Vel dæmt.
59. mín
Andri Freyr í færi í teig Keflvíkinga sem bjarga með naumindum í horn.
58. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Adam varð fyrir einhverju hnjaski og fær skiptingu.
56. mín
Eyþór Aron gerir vel fyrir gestina og kemur sér inní teiginn og á skot en Sindri á ekki í miklum vandræðum með það.
52. mín
Adam Árni sleppur í gegn en flaggið á loft.
51. mín
Afturelding fær tvö horn í röð.
49. mín
Tena að reyna hreinsa frá en hittir ekki boltann undir pressu frá Joe og gefur horn. Grípur þó vel inní og hirðir boltann eftir hornið.
46. mín MARK!
Joey Gibbs (Keflavík)
Hálfleikurinn vart farin af stað þegar heimamenn skora 4.markið.

Verð að viðurkenna að ég sá það ekki.
45. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (Afturelding) Út:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding)
45. mín
Seinni Hálfleikur hafinn

Heimamenn hefja leik í síðari.
45. mín
Inn:Alejandro Zambrano Martin (Afturelding) Út:Alexander Aron Davorsson (Afturelding)
Gestirnir með breytingu í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Góðmennt í stúkunni. Arnar Þór Viðarsson þjálfari u21 landsliðs karla er mættur. Nóg af ungum mönnum að spila fyrir hann að fylgjasst með.
45. mín
Hálfleikur
Þægileg staða fyrir heimamenn sem hafa ráðið leiknum að mestu. Afturelding þarf heldur betur að spýta í ef þeir ætla sér að koma til baka.
45. mín
Hafliði fer svo strax í kjölfari á Rúnar Þór sem liggur eftir og heldur um ökklann. Rúnar verið frábær í dag og stendur upp og virðist ætla að harka þetta af sér
45. mín Gult spjald: Kristján Atli Marteinsson (Afturelding)
Alltof seinn í Davíð Snæ og uppsker gult spjad fyrir.
44. mín
Enn vinna heimamenn boltann hátt á vellinum og er boltinn lagður fyrir Frans í prýðis skotfæri og boltinn himinghátt og talsvert framhjá markinu.
44. mín
Ekkert varð úr horninu, Keflavík með markspyrnu.
43. mín
Gestirnir fá hornspyrnu.
41. mín
Adam Ægir með skot en Tena vel á verði og ver
40. mín
Keflavík fær horn.
37. mín MARK!
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Maaark!!!

Adam Árni þræðir boltann í hlaupaleið Sindra Þórs sem keyrir inn á teiginn aleinn og klárar næsta auðveldlega framhjá Tena í markinu.
33. mín
Gestirnir fá horn. Sindri grípur inní
32. mín
Gestirnir að vakna. Fá tvö skotfæri á nokkrum sekúndum. Það fyrra ver Sindri vel en hið síðara endar í utanverðri stönginni!! Sá ekki hverjir voru að verki.
29. mín
Harður árekstur í teig Aftureldingar Tena fer út í aukaspyrnu og lendir í samstuði við Nacho í leiðinni sem steinliggur. En fær aðhlynningu og heldur leik áfram.
27. mín
Sóknarlotur gestanna byggja nánast eingöngu á skyndisóknum sem varnarlína Keflavíkur hefur séð við fram til þessa.
22. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
Mark!!!

Rís hæst á fjærstönginni eftir hornspyrnu nafna síns og Tena á ekki séns. Brekkan er brött fyrir gestinna.
21. mín
Heimamenn tæta í sundur vörn Mosfellinga með snöggu spili og Adam Ægir i færi en fleggið á loft. Vinna boltann strax aftur og vinna hornspyrnu. Eitt lið á vellinum þessar mínúturnar
19. mín
Keflavík aftur. Adam Ægir fer vel með boltann vinstra meginn á vellinum. Leikur inn á völlinn og á skot sem Tena slær frá

Keflavík að taka frumkvæðið
17. mín MARK!
Nacho Heras (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
Maaark!

Rúnar Þór með aukaspyrnu inn að marki frá hægri vængnum. Nacho Hera sem skoraði þrennu gegn Birninum fyrir viku siðan heldur áfram þar sem frá var horfið. Rís hæst í teignum og skilar boltanum í netið.
16. mín
Keflavík ívið sterkari en ekki að skapa sér nógu mikið. Í þeim skrifuðu orðum dettur boltinn fyrir fætur Gibbs sem nær ekki til hans og Jon Tena kemur honum frá.
9. mín
Nacho Heras í dauðafæri á markteig eftir að Keflvíkingar unnu boltann hátt á vellinum en skóflar boltanum yfir af stuttu færi.
9. mín
Keflavík þó meira með boltann og uppskera horn,
8. mín
Jafnræði með liðunum hér í upphafi og talsvert um klafs úti á velli.
5. mín
Skallað frá og Mosfellingar hreinsa.
4. mín
Keflavík fær horn eftir ágætan sprett Adams Ægis
3. mín
Keflavík fær horn.
2. mín
það er alvöru barátta í þessu strax í upphafi Arnar beitir hagnaði og Keflavík fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelming Aftureldingar en ekkert verður úr henni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Það eru gestirnir sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga til vallar og leikar að hefjast. Vonumst að sjálfsögðu eftir spennandi og skemmtilegum leik.
Fyrir leik
Aðstæður hér á Nettó vellinum eru til þess fallnar að við megum eiga von á skemmtilegum leik. Sólin skín, suðurnesja logn og völlurinn lítur mjög vel út.
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Liðin hafa mæst alls 8 sinnum í opinberum mótum og hafa Keflvíkingar haft sigur í fimm þeirra, tveir hafa endað með jafntefli og Afturelding sigrað einu sinni í venjulegum leiktíma.

Síðasti leikur liðanna var úrslitaleikur B-deildar Fótbolta.net mótsins og urðu lokatölur í venjulegum leiktíma 1-1 en Afturelding hafði betur að lokinni maraþonvítaspyrnukeppni 15-16.

Liðin mættust að sjálfsögðu í deildinni í fyrra og sigruðu liðin hvorn sinn heimaleik. Keflavík vann 5-0 sigur á Nettó-vellinum en Afturelding hafði 1-0 sigur í seinni leiknum að Varmá.
Fyrir leik
Magnús Þór Magnússon fyrirliði Keflavíkur var í viðtali við Elvar Geir Magnússon hér á Fótbolta.net fyrr í dag um komandi sumar en sjá má viðtalið með því að smella hér
Fyrir leik
Þjálfarar liðanna

Við stýrið á skútunni hjá Aftureldingu stendur Magnús Már Einarsson sem ætti að vera lesendum Fótbolta.net ansi vel kunnur enda annar af ritstjórum miðilsins. Hann tók við sem aðalþjálfari að loknu síðasta tímabili eftir að hafa verið aðstoðarmaður Arnars Hallssonar það tímabil þar sem Afturelding slapp naumlega við fall.

Magnús Már: Forréttindi að þjálfa meistaraflokk hjá uppeldisfélaginu

Hjá heimamönnum stendur svo þjálfaradúó í brúnni. Eysteinn Húni Hauksson hefur þjálfað liðið frá miðju sumri 2018 og stýrði ungu liði Keflavíkur í 5.sæti deildarinnar í fyrra eftir kaflaskipt sumar. Í vetur var sóttur liðsstyrkur á hliðarlínuna og var Sigurður Ragnar Eyjólfsson ráðin sem þjálfari samhliða Eysteini en Sigurður hefur meðal annars þjálfað ÍBV, kvennalandslið Íslands og kvennalandslið Kína.

Siggi Raggi: Mjög lærdómsríkt ferli fyrir okkur báða
Fyrir leik
3.Sæti Keflavík

Lokastaða í fyrraEftir að hafa fallið úr efstu deild árið áður enduðu Keflvíkingar í fimmta sæti næst efstu deildar á síðustu leiktíð. Liðið var aðallega byggt á yngi og upprennandi leikmönnum sem skiluðu nokkuð góðu verki.

Álit sérfræðings,,Keflavík byrjaði tímabilið i fyrra vel og unnu fyrstu þrjá leikina, í framhaldi kom aðeins einn sigur í næstu níu leikum en góður endir á tímabilinu gerði það að verkum að liðið endaði fyrir ofan miðja deild. Keflavík er með sterkari lekmannahóp heldur en á sama tíma í fyrra, bæði hafa þeir bætt við sig flottum leikmönnum og kjarni liðsins sem eru flestir ungir leikmenn úr Keflavík og Garðinum eru reynslunni ríkari eftir síðasta tímabil og ættu því að sjást færri mistök en í fyrra. Liðsheildin er góð þar sem menn eru klárir að berjast fyrir hvorn annan.''


Úrslit æfingarleikja
Valur 5 - 1 Keflavík
KR 1 - 1 Keflavík
Keflavík 1 - 2 Grótta

Mjólkurbikarinn
Keflavík 5 - 0 Björninn

Alla umfjöllun Fótbolta.net um Keflavík má sjá með þvi að smella HÉR
Fyrir leik
9.sæti Afturelding
Lokastaða í fyrra: Afturelding komst upp í næst efstu deild fyrir síðustu leiktíð og var lengi vel í fallbaráttu, en náði að lokum að halda sér uppi í áttunda sæti með 23 stig, einu stigi frá fallsæti. Þar kom 5-0 útisigur gegn Gróttu, sem vann deildina, í 20. umferð sér býsna vel.

Álit sérfræðings ,,Það var farið í heljarinnar framkvæmdir í Mosfellsbæ núna í vetur. Afturelding kemst þar með í hóp þeirra liða sem eru með knattspyrnuhús og hefur það væntanlega haft mikil áhrif á þeirra undirbúning fyrir mót, til hins betra. Þeir enduðu mótið sterkt í fyrra og andinn er góður í hópnum. Þeir eru með flott gæði sóknarlega í Jasoni Daða og Andra Frey Jónassyni, sem skoraði átta mörk í fyrra sem er dýrmætt fyrir leikmann sem var þá að stíga sín fyrstu skref í 1.deild karla. Það er óhætt að segja að þeir hafi verið klókir á leikmannamarkaðnum fyrir mót. Þeir hafa náð í sterka leikmenn eins og Aron Elí Sævarsson, Ísak Atla Kristjánsson og Gísla Martin Sigurðsson en allir hafa þeir reynslu úr 1.deild og koma til með að styrkja liðið umtalsvert. Það á eftir að reynast þeim dýrmætt að allir eru reynslunni ríkari eftir eins árs veru í 1. deild.''

Úrslit æfingarleikja
Afturelding 5 - 4 Haukar
Afturelding 2 - 2 Njarðvík

Mjólkurbikarinn
Vatnaliljur 0 - 12 Afturelding
KFG 0 - 5 Afturelding

Alla umfjöllun Fótbolta.net um Aftureldingu má sjá með að smella HÉR
Fyrir leik
Það er ekki úr vegi að kynna sér liðin sem mætast hér í kvöld og sjá hvernig sérfræðingar Fótbolta.net sjá sumarið fyrir sér hjá liðunum.
Fyrir leik
Heil og sæl lesendur góðir og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingur Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og Aftureldingar í 1.umferð Lengjudeildar karla.
Byrjunarlið:
1. Jon Tena Martinez (m)
Alexander Aron Davorsson ('45)
3. Ísak Atli Kristjánsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Hafliði Sigurðarson ('87)
8. Kristján Atli Marteinsson ('87)
9. Andri Freyr Jónasson
10. Jason Daði Svanþórsson (f)
10. Kári Steinn Hlífarsson ('45)
11. Gísli Martin Sigurðsson (f) ('80)
34. Oskar Wasilewski

Varamenn:
13. Tristan Þór Brandsson (m)
6. Alejandro Zambrano Martin ('45)
16. Aron Daði Ásbjörnsson ('87)
17. Ragnar Már Lárusson
19. Eyþór Aron Wöhler ('45)
25. Georg Bjarnason ('80)
28. Valgeir Árni Svansson ('87)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þórunn Gísladóttir Roth
Ingólfur Orri Gústafsson
Enes Cogic
Sævar Örn Ingólfsson
Ísak Viktorsson

Gul spjöld:
Kristján Atli Marteinsson ('45)
Jason Daði Svanþórsson ('62)

Rauð spjöld: