Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Mjólkurbikar karla
Keflavík
LL 2
1
Breiðablik
Mjólkurbikar karla
Víkingur R.
LL 4
1
Víðir
Mjólkurbikar karla
KA
LL 2
1
ÍR
Mjólkurbikar karla
ÍA
LL 3
0
Tindastóll
Mjólkurbikar karla
Afturelding
LL 4
1
Dalvík/Reynir
Mjólkurbikar karla
Grótta
LL 0
3
Þór
Fjölnir
3
2
Selfoss
0-1 Guðmundur Tyrfingsson '12
Ingibergur Kort Sigurðsson '24 1-1
1-2 Valdimar Jóhannsson '28
Viktor Andri Hafþórsson '31 2-2
Jón Gísli Ström '69 3-2
24.06.2020  -  19:15
Extra völlurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Bongóblíða og logn í Grafarvoginum
Dómari: Guðgeir Einarsson
Maður leiksins: Ingibergur Kort Sigurðsson
Byrjunarlið:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson ('46)
7. Ingibergur Kort Sigurðsson
8. Arnór Breki Ásþórsson
10. Viktor Andri Hafþórsson ('63)
16. Orri Þórhallsson ('82)
23. Örvar Eggertsson
28. Hans Viktor Guðmundsson (f)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
31. Jóhann Árni Gunnarsson

Varamenn:
12. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Valdimar Ingi Jónsson ('46)
6. Grétar Snær Gunnarsson
9. Jón Gísli Ström ('63)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('82)
17. Lúkas Logi Heimisson
33. Eysteinn Þorri Björgvinsson

Liðsstjórn:
Ásmundur Arnarsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Gunnar Már Guðmundsson
Gunnar Valur Gunnarsson
Steinar Örn Gunnarsson
Kári Arnórsson
Sæmundur Ólafsson

Gul spjöld:
Jón Gísli Ström ('78)
Guðmundur Karl Guðmundsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið hér á Extra-vellinum. Fjölnir verða með þegar dregið verður í 16 liða úrslit en Selfyssingar eru úr leik eftir góða baráttu
90. mín
+5

Sigurjón kýlir fyrirgjöfina frá og Ingibergur Kort hleypur með boltann frá hættunni
90. mín Gult spjald: Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
+4

Braut af sér á miðjum vallarhelming Fjölnis. Nú eru allir mættir í boxið og Ingi Rafn undirbýr spyrnuna
90. mín
+3

Frábærlega gert hjá Sigurjóni Daða sem stökk upp í hrúgu manna og greip boltann
90. mín
+3

Selfoss á hornspyrnu. Allir inní box nema Stefán Þór
90. mín
+2

Heimamenn eru að sigla þessu langleiðina heim. Nýta hverja einustu sekúndu til að láta tímann líða
90. mín
Fjölnismenn mikið með boltann núna um þessar mundir. Eiga hér þrjár hornspyrnur í röð sem Stefán er alltaf fyrsti maður í. Blakar fyrstu tvær frá en handsamar þá þriðju
89. mín
Dean ákvað að hafa þetta samt skemmtilegar skiptingar og setur þrjá inná sem heita allir Aron á sama tíma
87. mín
Inn:Aron Fannar Birgisson (Selfoss) Út:Ingvi Rafn Óskarsson (Selfoss)
Dean Martin nýtir allar sínar skiptingar
87. mín
Inn:Aron Darri Auðunsson (Selfoss) Út:Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
87. mín
Inn:Aron Einarsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Fyrirliði Selfoss farinn af velli
86. mín
ÚFF þetta leit ekki vel út! Örvar Eggerts stökk manna hæst í teignum en var ekki nálægt því að vinna boltann í loftinu. Hefur sennilega farið með fótinn í einhvern annan því hann var alltíeinu kominn á hliðina og skall niður á bakið
85. mín
Jón Gísli er duglegur að láta finna fyrir sér. Í harðri baráttu við Gylfa Dag uppvið hliðarlínu sem endar í hornspyrnu
84. mín
Arnar Logi með skot tilraun himinhátt yfir markið
82. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
Orri hefur lokið leik hér í kvöld. Virkilega góður inná miðsvæðinu hjá Fjölni
80. mín
10 mínútur eftir og mönnum er mjög heitt í hamsi. Ég verð hvorki hissa ef við sjáum Guðgeir lyfta rauðu spjaldi né ef við sjáum fleiri mörk
78. mín Gult spjald: Adam Örn Sveinbjörnsson (Selfoss)
Adam féll í gildruna og tók sprettinn bara til þess að ýta við Jóni sem lág á jörðinni
78. mín Gult spjald: Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Boltinn út í innkast og Jón ákveður aðeins að kynda upp í hlutunum og heldur fast um boltann.
77. mín Gult spjald: Dean Martin (Selfoss)
Aftur heimta Selfyssingar vítaspyrnu en Guðgeir er kominn með nóg af tuði og spjaldar Dean Martin
75. mín
Örvar Eggerts er mættur á hægri kantinn eftir að Jón Gísli kom inná og hann átti hérna stórskemmtilegt samspil með Orra áður en Jón Vignir kippti honum niður við hliðarlínuna. Aukaspyrna á fínum stað.

Aukaspyrnanvar arfaslök hjá Jóhanni Árna og gestirnir komu boltanum auðveldlega frá
73. mín
Löng sending upp völlinn fráa Arnari ratar beint í hlaupið hjá Ingva Rafni sem tók boltann skemmtilega niður með bringunni en Valdimar Ingi var snöggur til bakaog kom sér fyrir hann.
71. mín
Spurning hvernig gestirnir bregðast við því að vera komnir marki undir en þeir hafa mjög lítið náð að ógna í þessum síðari hálfleik
69. mín MARK!
Jón Gísli Ström (Fjölnir)
Stoðsending: Örvar Eggertsson
FJÖLNIR ER KOMIÐ YFIR Í FYRSTA SINN Í ÞESSUM LEIK!

Stungusendingin frá Örvari ætluð Jóni var ekki góð... Kom meter fyrir aftan hann en Adam Örn ver í smá basli og missti boltann beint fyrir lappirnar á Jóni sem renndi boltanum auðveldlega í netið framhjá Stefáni
66. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Danijel Majkic (Selfoss)
Aldursforsetinn farinn af velli. Inn kemur Ingi Rafn
64. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf hjá Jóhanni Árna. Valdimar Jóhanns var mættur í vörnina og renndi sér á línuna til að bjarga því að boltinn færi ekki í netið. Adam Örn þrumaði boltanum frá vítateignum
63. mín
Inn:Jón Gísli Ström (Fjölnir) Út:Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
Jón Gísli kominn inná. Viktor skilar góðu dagsverki
62. mín
Selfyssingar í langri sókn sem endar með nákvæmlega engu.
60. mín
Jón Gísli Ström að gera sig klárann til þess að koma inná í liði Fjölnis
58. mín Gult spjald: Þorsteinn Aron Antonsson (Selfoss)
Hékk aðeins of lengi í treyjunni á Orra og verðskuldar réttilega spjald
57. mín
Orri með frábæran sprett þar sem hann lék illa á Þorstein Aron sem hékk þó lengi vel í treyjunni á Orra. Orri reyndi að finna Jóhann Árna í gegnum vörn Selfoss en sendingin alltof föst
56. mín
Inn:Jón Vignir Pétursson (Selfoss) Út:Þór Llorens Þórðarson (Selfoss)
Loksins fer boltinn af velli svo hægt sé að framkvæma þessa breytingu
53. mín
Ingibergur Kort nálægt því að komast alveg í gegn. Löng sending fram völlinn sem Þormar missti af og Ingibergur þurfti bara að koma sér framhjá Adam en sá síðastnefndi sá við honum og tók boltann af honum með litlum vandræðum
52. mín
Dean Martin er að undirbúa sína fyrstu breytingu. Jón Vignir Pétursson er kominn við miðlínuna tilbúinn að koma inná völlinn
50. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Afskaplega vitlaust hjá Guðmundi. Hoppar fyrir Sigurjón sem er að fara sparka boltanum fram úr höndum sér.
49. mín
Gestirnir vilja aftur fá vítaspyrnu. Þór reyndi erfitt skot sem átti viðkomu í varnarmann og allir fremstu menn Sefloss heimta hendi víti. Sá þetta ekki nægilega vel til að gefa mitt álit á málinu
47. mín
Sýnist að öllu að Ási Arnars sé farinn úr 3-5-2 í 4-2-3-1 með þessari hálfleiksbreytingu. Sigurpáll og Hansi standa nú vaktina tveir í miðverðinum og Valdimar Ingi er í hægri bakverði
46. mín
Inn:Valdimar Ingi Jónsson (Fjölnir) Út:Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
Heimamenn gerðu breytingu á sínu liði í hálfleik
46. mín
Leikur hafinn
Þessi leikur er hafinn á ný og við í blaðamannskýlinu vonum svo sannarlega eftir jafn fjörugum síðari hálfleik
45. mín
Hálfleikur
Stórskemmtilegum fyrri hálfleik lokið hér á Extravellinum. 2-2 er staðan og er það þokkalega sanngjarnt
45. mín
Gestirnir eiga síðustu sókn þessa fyrri hálfleiks. Adam með langt innkast sem ratar beint á Arnar Loga en skalli hans fer beint upp í loftið og Sigurjón handsamar knöttinn auðveldlega.
44. mín
Hans Viktor stááááálheppinn þarna! Leyfði boltanum að skoppa og missti boltann yfir sig. Náði þó að vera á undan Ingva Rafni og leysti vel úr á endanum
43. mín
Enn og aftur er hápressa Selfyssinga að valda miklum usla. Í þetta skipti er það Þormar sem étur boltann af Arnóri Breka. Danijel kom í overlappið en var heldur lengi að hlutunum og sóknin endar á markspyrnu eftir slaka fyrirgjöf
40. mín
AFTUR skot í slá! og AFTUR er það Örvar Eggersson! Jóhann Árni með skot sem Adam Örn náði að koma sér fyrir. Boltinn datt dauður og Örvar ætlaði að klína boltanum í hornið en í slánna, stöngina og út
39. mín
Gestirnir byrjaðir að sækja af krafti aftur. Valdimar að valda smá usla og Arnór breki í smá basli. Endar á því að Hansi kemur á fullum krafti og neglir boltanum í horn
37. mín
Jóhann Árni vinnur boltann af Arnari Loga eftir mikla baráttu á miðjunni. Var með tvo fyrir framan sig en ákvað að láta vaða af 30 metrum og yfir markið
34. mín
Áfram halda heimamenn að sækja.
Ingibergur Kort með fínan sprett upp hægri vænginn þar sem hann fíflar Gylfa Dag og setur hann á bakið með einni gabbhreyfingu. Kom ekki með nægilega góða fyrirgjöf og Þorsteinn kemur boltanum frá
31. mín MARK!
Viktor Andri Hafþórsson (Fjölnir)
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA HÉRNA!!

Þetta mark verður að skrifast á Stefán Þór í marki Selfoss. Heimamenn voru búnir að vera í þungri sókn nánast síðan að hafa lennt aftur undir og þeir uppskera mark. Skot frá Viktori beint á Stefán sem einhvern veginn missir boltann í netið.
30. mín
Sláarskot! Örvar Eggerts með skot í slánna á marki Selfoss eftir darraðadans í teignum

Þvílík skemmtun sem þessi leikur er
29. mín
Fjölnismenn geysast upp strax frá miðju og fá hornspyrnu.

Fín spyrna en Hansi skallar framhjá markinu.
28. mín MARK!
Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
MAAAAAARK

Var að klára að skrifa upp færslu þegar Selfyssingar skella í annað mark. Fallegt spil endar með gullfallegri fyrirgjöf hjá Þór beint á kollinn á Valdimar sem stangar boltann í netið.
Mikið lof á Arnar Loga fyrir magnaða sendingu sem byrjaði þessa sókn
24. mín MARK!
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir)
Stoðsending: Orri Þórhallsson
Ingibergur er búinn að jafna þennan leik!

Mjög fljótlega eftir þetta laflausa skot frá Orra gaf hann virkilega snyrtilega stungusendingu á Ingiberg Kort sem afgreiddi boltann vel í fjær hornið niðri. 1-1!
23. mín
Fyrsta marktilraun heimamanna komin og er það Orri sem á hana. Laflaust skot sem Stefán á ekki í miklum vandræðum með.
21. mín
Guðmundur er að valda miklum usla í vörn Fjölnis með stífri hápressu. Hansi, Torfi og Sigurpáll eru tvisvar búnir að vera hársbreidd frá því að leyfa honum að ná boltanum frá þeim
19. mín
Stefán Þór aðeins að taka sér of mikinn tíma í hlutina. Mjög góð hápressa hjá Örvari, Ingiberg og Orra endar með því að Stefán ætlar að lúðra boltanum fram völlinn en í Örvar. Boltinn fór þó meira upp í loftið en í einhverja átt og Stefán handsamar hann auðveldlega
16. mín
Aftur liggur Arnar Logi eftir og kvartar í Guðgeir vegna meints höfuðhöggs. Sá ekkert athugavert við þetta en hann er fljótur á lappir aftur.
14. mín
Heimamenn eru alls ekki sáttir og sækja strax stíft. Völlurinn er hins vegar mjög blautur og menn virðast eiga mjög erfitt með að standa í lappirnar á vallarhelming Selfyssinga
12. mín MARK!
Guðmundur Tyrfingsson (Selfoss)
Stoðsending: Þór Llorens Þórðarson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK Í ÞENNAN LEIK!

Hvað í ósköpunum átti sér stað þarna? Aukaspyrna við varamannaskýlið frá Þór Llorens iinní boxið og Fjölnismönnum mistókst að hreinsa boltann frá og Guðmundur stökk á knöttinn og renndi honum framhjá Sigurjóni í markinu
10. mín
Fyrsta almennilega sendingin á Örvar Eggerts sem fékk Adam Örn alveg í bakið á sér út við hornfána. Gerði vel til að halda boltanum áður en hann kom með fallega hælsendingu á Arnór Breka en Þormar kom sér fyrir fyrirgjöfina og hornspyrna niðurstaðan.

Hornspyrnan var fín en endar með skoti frá Hansa himinhátt yfir markið
9. mín
Kæruleysi í vörn Fjölnis. Hansi ætlaði sér einfalda sendingu á Sigurpál en boltinn hlýtur að hafa skoppað eitthvað því boltinn fór hátt upp í loftið en Sigurpáll náði að leysa vel úr.
8. mín
Arnar Logi kominn aftur inn á völlinn og kveinkar sér aðeins. Heldur um hálsinn.
5. mín
Arnar Logi féll í jörðina eftir að hornspyrnan var tekin og hávært öskur fylgdi. Selfyssingar vilja vítaspyrnu og Dean Martin er öskuillur á hliðarlínunni. Hefði verið ódýrt að mínu mati en leikurinn stöðvast vegna höfuðmeiðsla
4. mín
Fyrsta alvöru færi leiksins hefur litið dagsins ljós og kom það hjá gestunum. Fínn sprettur hjá Veldimar Jó endar með góðri stungusendingu á Ingva Rafn sem lét Stefán verja frá sér í horn
2. mín
Örvar Eggertsson, sem nýlega kom til Fjölnis frá Víking Reykjavík byrjar uppá topp í dag með Ingiberg Kort með sér
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hér á Extra-vellinum og eru það heimamenn í Fjölni sem eiga upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Heimamenn tefla fram sterku liði gegn Selfyssingum en Ási Arnars hvílir þó Atla Gunnar, aðalmarkvörð liðsins og fær hinn 19 ára gamli Sigurjón Daði að spreyta sig milli stanganna í kvöld.
Það kemur hins vegar mjög mikið á óvart að hvorki Hrvoje Tokic né Kenan Turudija sem eru án efa tveir mikilvægustu leikmenn Selfoss eru í hóp í kvöld. Í markinu hjá Selfossi er einnig strákur á 19. aldursári, hann Stefán Þór Ágústsson. Yngsti leikmaður vallarins í dag er hinn 16 ára gamli Þorsteinn Aron Antonsson en 17 ár eru á milli hans og Danijel Majkic sem er elsti maður vallarins (af leikmönnum talið)
Fyrir leik
Selfyssingar byrjuðu sína keppni í Mjólkurbikarnum í 1. umferð á heimavelli þegar liðið fékk Snæfell í heimsókn. Selfyssingar áttu ekki í miklum vandræðum með Hólmarana en þeir unnu öruggan 5-0 sigur áður en þeir fóru í Mosfellsbæinn í 2. umferð þar sem þeir mættu Hvíta Riddaranum og sigruðu þeir 1-0.

Pepsi-Max deildar liðið Fjölnir koma inn í bikarkeppnina í 32. liða úrslitum og þetta því þeirra fyrsti leikur í bikarkeppninni þetta árið. Þeir hafa leikið 2 leiki í Pepsi-Max deildinni í ár og er liðið með 1 stig líkt og KA en í sætinu fyrir neðan norðanmenn í 10. sæti á markamun.
Fyrir leik
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þráðbeina textalýsingu á leik Fjölnis og Selfoss í 32. liða úrslitum Mjólkurbikars karla
Byrjunarlið:
1. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
3. Þormar Elvarsson
6. Danijel Majkic ('66)
8. Ingvi Rafn Óskarsson ('87)
17. Valdimar Jóhannsson ('87)
18. Arnar Logi Sveinsson ('87)
20. Guðmundur Tyrfingsson (f)
22. Adam Örn Sveinbjörnsson
22. Þorsteinn Aron Antonsson
23. Þór Llorens Þórðarson ('56)

Varamenn:
4. Jökull Hermannsson
5. Jón Vignir Pétursson ('56)
7. Aron Darri Auðunsson ('87)
9. Aron Fannar Birgisson ('87)
21. Aron Einarsson ('87)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson
Einar Ottó Antonsson
Þorkell Ingi Sigurðsson
Óskar Valberg Arilíusson
Antoine van Kasteren

Gul spjöld:
Guðmundur Tyrfingsson ('50)
Þorsteinn Aron Antonsson ('58)
Dean Martin ('77)
Adam Örn Sveinbjörnsson ('78)

Rauð spjöld: