Simons orðaður við Man Utd - Calafiori færist nær Arsenal - West Ham hefur áhuga á Tomori
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
45' 0
0
ÍA
Breiðablik
3
2
Keflavík
Stefán Ingi Sigurðarson '32 1-0
1-1 Rúnar Þór Sigurgeirsson '50
1-2 Kian Williams '66
Kristinn Steindórsson '81 2-2
Kristinn Steindórsson '86 3-2
25.06.2020  -  19:15
Kópavogsvöllur
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: 10 gráður og léttskýjað
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 728
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Gísli Eyjólfsson
16. Róbert Orri Þorkelsson
18. Arnar Sveinn Geirsson ('60)
21. Viktor Örn Margeirsson ('60)
23. Stefán Ingi Sigurðarson ('62)
25. Davíð Ingvarsson ('60)
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('72)
77. Kwame Quee

Varamenn:
4. Damir Muminovic ('60)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('60)
8. Viktor Karl Einarsson ('72)
9. Thomas Mikkelsen ('62)
30. Andri Rafn Yeoman ('60)
62. Ólafur Guðmundsson

Liðsstjórn:
Gunnleifur Gunnleifsson (Þ)
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Halldór Árnason (Þ)
Atli Örn Gunnarsson
Jón Magnússon
Marinó Önundarson
Jökull I Elísabetarson

Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Keflvíkingar geta gengið stoltir frá borði en Blikar eru sigurvegararnir.
90. mín Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
+4
90. mín
+3

728 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld.
90. mín
+2

Stefnir allt í að Blikar verði í pottinum annað kvöld.
90. mín
5 mínútur í uppbót. Að minnsta kosti.
90. mín
Ásmundur Arnarsson þjálfari Fjölnis er að sjálfsögðu að horfa í stúkunni. Breiðablik - Fjölnir í næstu umferð í Maxinu.
88. mín
Inn:Jóhann Þór Arnarsson (Keflavík) Út:Joey Gibbs (Keflavík)
86. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Gísli Eyjólfsson
BREIÐABLIK NÆR FORYSTU Á NÝ! KIDDI STEINDÓRS ER Á ELDI!

Kwame lék illilega á Ingimund Aron og gaf boltann á Gísla. Hann lagði boltann á Kristin sem skoraði!
86. mín
Stórskotahríð frá Breiðabliki stendur yfir í smá tíma en Keflavík lifir þetta af. Gestirnir fjölmennir til baka núna.
81. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
BLIKAR HAFA JAFNAÐ!!!!

Boltinn dettur á Kristin Steindórsson í teignum og hann setur boltann af öryggi í hornið.

Þetta er meiri leikurinn!
80. mín Gult spjald: Adam Ægir Pálsson (Keflavík)
Keyrir aftan í bakið á Yeoman.
78. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Helgi Þór Jónsson (Keflavík) Út:Kian Williams (Keflavík)
77. mín
Inn:Andri Fannar Freysson (Keflavík) Út:Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
77. mín
Inn:Ingimundur Aron Guðnason (Keflavík) Út:Adam Árni Róbertsson (Keflavík)
76. mín
Gísli Eyjólfsson er að hlaða í skot fyrir utan teig þegar Kian kemst fyrir með glæsilegri tæklingu. Það er sótt á báða bóga þessar mínútur.
75. mín
Stuðningsmenn Keflavíkur (heita þeir enn Puma sveitin?) fara að láta í sér heyra en Græna pandan er háværari. Alvöru bikarstemning í Kópavogi!
72. mín
Inn:Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
72. mín
Það var Kian Williams en ekki Gibbs sem skoraði áðan. Williams er Englendingur sem var hjá Magna í fyrra.
68. mín
Það hefur verið rosalegur kraftur í Keflvíkingum hérna í seinni hálfleik! Þeir eru fullir sjálfstrausts! Eiga hrós skilið. Eru í þessum skrifuðu orðum að vinna hornspyrnu.
66. mín MARK!
Kian Williams (Keflavík)
Stoðsending: Rúnar Þór Sigurgeirsson
KEFLAVÍK KEMST YFIR! ÞAÐ ERU SENUR Á KÓPAVOGSVELLI!

Adam gefur á Rúnar sem nær lágri fyrirgjöf frá vinstri og Englendingurinn Kian Williams er grimmastur í teignum og klárar af stuttu færi. Stingur sér á undan Róberti.
66. mín
TVÖFÖLD FRÁ SINDRA!!!

Fyrst Mikkelsen með skot og svo fylgir Gaui eftir með skalla. Sindri ver í bæði skiptin. Þarna var gott tækifæri fyrir Blika til að endurheimta forystuna.
63. mín Gult spjald: Joey Gibbs (Keflavík)
Pirraður út í dómarann og grýtir boltanum öskrandi í jörðina. Gult á það.
62. mín
Inn:Thomas Mikkelsen (Breiðablik) Út:Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
61. mín
Já skýr skilaboð frá Óskari sem hendir inn kanónum af bekknum.
60. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
60. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Davíð Ingvarsson (Breiðablik)
60. mín
Inn:Damir Muminovic (Breiðablik) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Breiðablik)
Þreföld skipting hjá Blix.
56. mín
Óskar Hrafn ætlar að fara að nota stjörnunar á bekknum. Höskuldur Gunnlaugsson að búa sig undir að koma inn.
55. mín
Heldur betur áhugaverður leikur í gangi hér í Kópavoginum.

Það eru fleiri áhugaverðir leikir í heiminum. Stuðningsmenn Liverpool í stúkunni duglegir að kíkja á símann sinn þó þeirra menn séu ekki í eldlínunni!
50. mín MARK!
Rúnar Þór Sigurgeirsson (Keflavík)
BAKVÖRÐURINN SKORAR BEINT ÚR HORNSPYRNU!

Boltinn tók góðan snúning og fór inn við fjærstöngina! Anton Ari í marki Breiðablik leit ekki vel út þarna. Arnar Sveinn var við nærstöngina en beygði sig!
48. mín
Blikar með flotta sókn en Gísli Eyjólfsson flækir hlutina fullmikið og þetta rennur út í sand.
47. mín
Brynjólfur Andersen Willumsson er ekki í hóp hjá Blikum í kvöld. Hann tekur út leikbann eftir rautt spjald sem hann fékk í bikarúrslitum 2. flokks í fyrra.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hvenær verður dregið í 16-liða úrslit bikarsins?

Það verður annað kvöld í beinni á Stöð 2 Sport þegar Mjólkurmörkin sívinsælu verða á dagskrá. Henry Birgir sér um dráttinn.
45. mín
Hálfleikur
Breiðablik verið mun betra liðið en aðeins eitt mark skilur liðin að! Það getur allt gerst í Mjólkurbikarnum.
45. mín
Kwame lék illilega á Adam, sendi á Kristin Steindórsson en skot hans framhjá.
44. mín
Áhugaverð tíðindi úr Ólafsvík: Víkingur Ó. 1-0 Víkingur R.
41. mín
Davíð Snær Jóhannsson, sem er feykilega spennandi leikmaður í Keflavíkurliðinu, með tvo flotta spretti í röð. Gestirnir að minna á sig.
36. mín
Keflavík fær hörkufæri!!! Kian Williams er í baráttunni á fjærstönginni eftir fyrirgjöf en nær ekki að koma boltanum á rammann.
32. mín MARK!
Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
Stoðsending: Kwame Quee
BLIKAR NÁ VERÐSKULDAÐRI FORYSTU!

Stefán Ingi, sóknarmaðurinn ungi, stangar boltann inn af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Kwame Quee frá hægri! Eðal fyrirgjöf frá Kwame.
31. mín
Davíð Ingvarsson með hornspyrnu sem lendir ofan á þversláni!
29. mín
Davíð Ingvarsson með skot af löngu færi, beint á Sindra. Blikar stjórna ferðinni.
28. mín
Oliver með háan bolta inn í teiginn. Viktor Margeirsson skallar yfir.
26. mín
Gaui Lýðs með hættulega sendingu inn í teiginn. Anton Freyr nær að bjarga í horn.
24. mín
Hættuleg hornspyrna frá Gauja Lýðs en Sindri nær að kýla knöttinn frá.
21. mín Gult spjald: Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Sindri fær réttilega gult fyrir að taka Davíð Ingvarsson niður. Davíð hafði leikið á Sindra og komist framhjá honum áður.
19. mín
Róbert með fyrirgjöf. Kwame skallar framhjá.
17. mín
Kristinn Steindórsson með skot yfir markið. Lét vaða fyrir utan teig.
15. mín
Stefán Ingi og Kwame með fínan samleik en Keflavík nær að koma boltanum í burtu. Heimamenn mun meira með boltann. Ekkert óvænt þar.
13. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Braut á Gísla Eyjólfs sem þurfti aðhlynningu en heldur leik áfram.
8. mín
MARK!!! Nei aðstoðardómarinn flaggar. Rangstaða!

Blikar héldu að þeir væru að komast yfir þegar Guðjón Pétur Lýðsson skaut boltanum í hornið. Svo fór flaggið á loft.

Stefán Ingi Sigurðarson er talinn hafa verið rangstæður og hindrað útsýni Sindra markvarðar Keflavíkur þegar Guðjón skaut. Umdeildur dómur.
6. mín
Bæði lið hafa átt fínar hornspyrnur hér í upphafi en ekki komið skot á mark.
3. mín
Græna pandan er mætt og lætur vel í sér heyra hér í upphafi leiks. Trommur og stuð.
2. mín
Arnar Sveinn Geirsson er með Viktori Margeirssyni og Róberti Orra í þriggja miðvarða línu Breiðabliks. Stefán Ingi er fremsti maður.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Breiðablik sækir í átt að Sporthúsinu í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Oliver Sigurjónsson er með fyrirliðabandið hjá Breiðabliki í kvöld. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson er meðal varamanna að þessu sinni. Fær hvíld.
Fyrir leik
Fór og verslaði hamborgara í sjoppunni. Hitti þar meðlim úr aðdáendahópi spænska varnarmannsins Nacho Heras. Nacho kom til Keflavíkur frá Leikni og hefur miðvörðurinn verið öflugur við markaskorun í búningi Keflavíkur, skoraði þrennu í bikarleik á dögunum og skoraði gegn Aftureldingu í Lengjudeildinni.
Fyrir leik
Elías Ingi Árnason dæmir leikinn í kvöld. Elli var gríðarlega öflugur útvarpsmaður á KissFM á sínum tíma og þá raðaði hann inn mörkum fyrir ÍR áður en dómgæslan var sett í forgang.

Andri Vigfússon og Kristján Már Ólafs eru með flöggin í kvöld en með skiltið er Arnar Ingi Ingvarsson.
Fyrir leik
Í byrjunarliði Blika er einn leikmaður sem enn hefur ekki afrekað það að spila í Pepsi Max-deildinni. Það er Stefán Ingi Sigurðarson.

Stefán Ingi, sem fæddur er árið 2001, hefur verið lykilleikmaður í 2. og 3.flokks liðum Breiðabliks undanfarin ár. Stefán Ingi hefur leikið með yngri landsliðum Íslands.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn.

Óskar Hrafn Þorvaldsson nýtir breiddina í hópnum sínum. Damir Muminovic, Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson og Thomas Mikkelsen byrja allir á bekknum hjá Blikum.
Fyrir leik
Elfar Freyr Helgason, varnarmaður Breiðabliks, afplánar fyrsta leik sinn af þremur í banni frá bikarkeppni KSÍ. Hann mun fyrst fá að taka þátt í undanúrslitum í ár, ef Breiðablik nær að komast þangað.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Velkomin með okkur á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik og Keflavík eigast við í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Blikar eru búnir að vinna báða leiki sína í Pepsi Max-deildinni, gegn Gróttu og Fylki. Keflavík er með skemmtilegt lið sem spáð er góðu gengi í Lengjudeildinni og byrjaði tímabilið á 5-1 sigri gegn Aftureldingu.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
Anton Freyr Hauks Guðlaugsson
4. Nacho Heras (f)
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson ('77)
7. Davíð Snær Jóhannsson
9. Adam Árni Róbertsson ('77)
10. Kian Williams ('77)
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs ('88)
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson (f) ('78)

Varamenn:
12. Þröstur Ingi Smárason (m)
3. Andri Fannar Freysson ('77)
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson ('78)
11. Helgi Þór Jónsson ('77)
18. Cezary Wiktorowicz
28. Ingimundur Aron Guðnason ('77)
38. Jóhann Þór Arnarsson ('88)

Liðsstjórn:
Eysteinn Húni Hauksson Kjerúlf (Þ)
Sigurður Ragnar Eyjólfsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Jón Örvar Arason

Gul spjöld:
Frans Elvarsson ('13)
Sindri Þór Guðmundsson ('21)
Joey Gibbs ('63)
Adam Ægir Pálsson ('80)

Rauð spjöld: